NM Unglinga 2020

Norðurlandamót Unglinga (Youth og Junior) verður haldið um helgina, 19. og 20. desember. Norðurlandamótið verður haldið með öðru sniði í ár eins og NM fullorðina í seinasta mánuði.
Allir keppendur keppa í sínu heimalandi þ.e.a.s íslendingar keppa á í Íslandi, danir í Danmörku o.s.frv.
Íslenskir keppendur á mótinu eru 12 talsins þar af eru sex drengir og piltar og sex stúlkur og meyjar.
Vigtun keppenda fer fram klukkan 7:00 íslenskum tíma en fyrsti íslenski keppandi mætir á pall klukkan 9:00 á laugardaginn. Fleiri tímasetningar hér fyrir neðan.

Norðurlandamót Unglinga skiptir í tvo aldursflokka Youth og Junior.
Youth aldursflokkurinn er frá 13 ára til 17 ára og oft er nefnt U17.
Junior aldursflokkurinn er frá 15 ára til 20 ára og oft nefnt U20.
Einungis er hægt að vinna til verðlauna í þeim flokki sem þú skráist í á móti.
Til frekari upplýsinga er hægt að skoða reglur alþjóðasambandsins sem og aðrar reglur
undir “Lög og reglugerðir” -flipanum hér fyrir ofan.

Streymi NM unglinga HÉR
Results fyrir NM Unglinga

Laugardagur 19.des

Vigtun allra keppenda 7:00

9:00
Erika Eik Antonsdóttir -59 kg (Youth)

11:00
Bjarki Breiðfjörð -73 kg (Youth)

12:30
Birgir Hilmarsson -81 kg (Youth)
Brynjar Ari Magnússon -89 kg (Youth)
Kári Norbu Halldóruson -109 kg (Youth)

14:30
Bergrós Björnsdóttir -64 kg (Youth)
Úlfhildur Unnarsdóttir -71 kg (Youth)

16:30
Kristín Dóra Sigurðardóttir -71 kg (Junior)
Birta Líf Þórarinsdóttir -76 kg (Junior)
Eygló Fanndal Sturludóttir -76 kg (Junior)

Sunnudagur 20.des

Vigtun keppenda 7:00

9:00
Brynjar Logi Halldórsson -81 kg (Junior)

11:00
Símon Gestur Ragnarsson -96 kg (Junior)

NM Senior – Online

Í gær lauk seinni keppnisdegi Norðurlandamótsins í Ólympískum lyftingum. Mótið var tekið upp í húsnæði Lyftingafélags Reykjavíkur í Crossfit Reykjavík um helgina og streymt í gegnum miðla Norska landsambandsins en lyftur hvers keppenda voru teknar upp í þeirra heimalandi. Var þetta í fyrsta sinn sem Norðurlandamótið er haldið með þessu sniði en voru engir áhorfendur og voru einungis hafðir lágmarks starfsmenn á mótinu.

Alls kepptu níu íslendingar yfir tvo daga, þar af fjórar konur og fimm karlar. Fjórir keppendur lentu á verðlaunapalli. Birta Líf Þórarinsdóttir lenti í 2. sæti í -76 kg flokki með 203,4 Sinclair stig. Sigurður Darri Rafnsson lenti í 2. sæti í -81 kg flokki með 311,5 Sinclair stig, Árni Rúnar Baldursson lenti í 3. sæti í -81 kg flokki með 294 Sinclair stig og Birkir Örn Jónsson lenti í 3. sæti í -89 kg flokki með 323,9 Sinclair stig. Úrslit mótisins eru að finna á úrslita og meta síðu Lyftingasambandsins á results.lsi.is.

Þökkum við starfsmönnum mótsins kæralega fyrir sitt framlag og keppendum öllum fyrir frábært mót.

Birkir Örn Jónsson. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson
Árni Rúnar Baldursson. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson

Íslandsmet

Sett voru fimm íslandsmet á mótinu með þremur lyftum.

Sigurður Darri Rafnsson. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson

Sigurður Darri Rafnsson (f.1998) setti íslandsmet í -81kg flokki karla bæði í U23 og í fullorðinsflokki með 120 kg snörun.

Birta Líf Þórarinsdóttir. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson

Birta Líf Þórarinsdóttir (f.2002) setti íslandsmet í -76kg flokki kvenna í U20 og U23 með 93 kg í jafnhendingu.

Alma Hrönn Káradóttir. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson

Alma Hrönn Káradóttir (f.1984) setti íslandsmet í -71kg flokki kvenna í Masters 35 flokki með 98 kg í jafnhendingu.

NM Senior – Online

Norðurlandamót fullorðinna verður haldið með öðru sniði í ár og munu keppendur hvers lands keppa á heimavelli og verður mótinu streymt í gegnum Norska landsambandið.

Mótið verður um helgina og hér á landi verður það tekið upp í heimahúsum Lyftingasambands Reykjavíkur í Crossfit Reykjavík.
Laugardaginn 28. og Sunnudaginn 29. nóvember.

Hlekkur á streymi HÉR

Hlekkur á Úrslit/Results Hér

Óskum við öllum keppendum velgengnis á mótinu

Laugardagur 28. nóv

Kl: 12:00
Einar Ingi Jónsson -73 kg
Árni Rúnar Baldursson -81 kg
Sigurður Darri Rafnsson -81 kg

Kl: 14:00
Birna Aradóttir -64 kg

15:30
Alma Hrönn Káradóttir -71 kg
Hrund Scheving – 71 kg

Sunnudagur 29. nóv

10:00
Birta Líf Þórarinsdóttir -76 kg

11:30
Daníel Róbertsson -89 kg
Birkir Örn Jónsson -89 kg

Undanþágur

Undanþágu umsóknir til Heilbrigðisráðuneytisins vegna NM Senior sem haldið verður 28. Nóvember af LFR í húsnæði Crossfit Reykjavík, European Masters Virtual Comp. og NM Youth/Junior sem haldið verður 19. og 20. desember hafa verið samþykktar.

Einnig hafa umsóknir um undanþágu vegna æfinga þeirra keppenda sem keppa á þessum mótum verið samþykktar. Tölvupóstur hefur verið sendur til þeirra aðila sem við á og eru þeir beðnir um að hringja í Framkvæmdastjóra í síma 8490772 ef upp koma einhverjar spurningar.

Breytingar hafa orðið á sóttvarnarreglum hvað varðar æfinga barna sem fædd eru 2005 og seinna, þ.e.a.s. þær eru leyfilegar með þjálfara. Æfingar þeirra þeirra sem fædd eru 2004 og fyrr eru ekki leyfilegar nema með sérstakri undanþágu frá Heilbrigðisráðuneytinu til æfinga sem ákveðnir aðilar fengu vegna þess þau eru að fara keppa á alþjóðamótum í gegnum streymi hér á landi. Hinsvegar fá þessir aðilar ekki að hafa þjálfara með sér á æfingum eins og staðan er núna.

Uppfærðar sóttvarnarreglur um keppnir og æfingar munu koma á heimasíðu LSÍ á morgun 20. nóvember.

Mbk.
Maríanna Ástmarsdóttir
Framkvæmdastjóri LSÍ

Samningur við Atlas

Lyftingasamband Íslands og Atlas Endurhæfing gerðu samning um greiningu, meðferð og endurhæfingu íþróttafólks hjá sambandinu.

Markmið samningsins er að veita íþróttafólki LSÍ aðgang að bestu mögulegu greiningu, meðhöndlun, endurhæfingu og forvörnum hjá Atlas sem liggur fyrir á
hverjum tíma og mun fagfólk Atlas gera sitt besta til að tryggja að slík þjónusta við sambandið og meðlimi þess sé fáanleg.

Tilkynningar vegna afrekasíþróttafólks LSÍ þurfa að fara í gegnum
Framkvæmdarstjóra LSÍ, Maríönnu Ástmarsdóttur í síma 849-0772 eða á lsi@lsi.is

https://www.atlasendurhaefing.is/

Haustmót LSÍ á Selfossi

Haustmót LSÍ fór með pompi og prakt hjá Lyftingadeildar Selfossar í húsnæði Crossfit Selfoss í dag. Mótið var haldið með öðru sniði en vanalega þar sem COVID19 ræður ríkjum. Áhorfendur komu inn um aðal inngang en keppendur og starfsmenn fóru gengum hliðarinngang húsins og reynt var að halda fjarlægðinni sem og þurftu allir að notast við grímur. Haustmót LSÍ er Sinclairstigamót og gefin eru verðlaun fyrir þrjú hæstu Sinclair stigin í karla og kvennaflokki. Allar tölur mótsins má finna á results.lsi.is

Þakkarorð

Vil ég byrja að þakka Lyftingadeildar UMFS sem buðust til þess að halda Haustmóti LSÍ þetta árið. Húsnæðið hentaði einstaklega vel fyrir þessa uppsetningu þar sem mótið fór með öðru sniði en vanalega og vorum við einstaklega ánægð með hvernig allt rúllaði og gekk mótið vel. Þökkum öllum starfsmönnum mótsins fyrir vel unnin störf undir erfiðum kringumstæðum. Þið stóðuð ykkur með prýði. Án ykkar væri þetta ekki hægt.

Maríanna Ástmarsdóttir
Framkvæmdarstjóri LSÍ

Karlaflokkur

 1. sæti var Birkir Örn Jónsson með 318,78 Sinclair stig.
 2. sæti var Örn Davíðsson með 294,16 Sinclair stig.
 3. sæti var Símon Gestur Ragnarsson með 288,43 Sinclair stig.

Kvennaflokkur

 1. sæti var Amalía Ósk Sigurðardóttir með 235,98 Sinclair stig.
 2. sæti var Íris Rut Jónsdóttir með 214,12 Sinclair stig.
 3. sæti var Birta Líf Þórarinsdóttir með 203,77 Sinclair stig.

Íslandsmet

Þó nokkur íslandsmet voru sett á mótinu og voru þau eftirfarandi.

Amalía Ósk Sigurðardóttir frá Lyftingafélagi Mosfellsbæjar setti met í -64 kg flokki kvenna í U23 og almennum flokki með 101 kg í jafnhendingu.
Birta Líf Þórarinsdóttir frá Lyftingafélagi Reykjavíkur setti met í -76 kg flokki kvenna í U20 og U23. 78 kg í snörun og 168 kg í samanlögðu.
Símon Gestur Ragnarsson Lyftingadeildar UMFSelfoss setti met í -96 kg flokki karla í U20 og U23 með 121 kg í snörun
Anna Guðrún Halldórsdóttir frá Lyftingafélaginu Hengli setti met í -87 kg flokki kvenna í öllum lyftum í Masters 35-50 sem endaði í 50 kg í snörun, 68 kg í jafnhendingu og 118 kg í samanlögðu.

Óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn!

Gjöf til Hengils

María Rún Þorsteinsdóttir Framkvæmdarstjóri Hengils og Magnús B. Þórðarson Formaður LSÍ

Lyftingafélagið Hengill fékk fyrrum keppnissett LSÍ að gjöf fyrir framlag sitt til Norðurlandamótsins 2018, en var mótið haldið í Hveragerði af Hengli.
Þökkum við þeim kærlega fyrir alla þá frábæru vinnu sem þurfti til að halda mótið.

Stjórn LSÍ

Haustmót – reglur vegna COVID

Hliðar inngangur að Crossfit Selfoss – vinstramegin við húsið.
 1. Allir áhorfendur ganga inn um aðalinngang Crossfit Selfoss
 2. Allir keppendur og starfsmenn koma inn um hliðarinngang sem er á vinsti hlið húsins.
 3. Keppendur og starfsmenn mega ekki sitja á áhorfendasvæði eða vera í sófunum í forstofu á meðan þeir bíða eftir hópnum sínum, þeir þurfa að bíða á upphitunarsvæði í kjallara eða njóta Selfossar meðan biðinni stendur.
 4. Allir þurfa að vera með grímur.
  1. Skipta þarf um grímu ef hún verður rök eða rifnar einhvern vegin
  2. Skipta þarf um grímu ef þú hnerrar eða hóstar í grímuna. Þá þarf að þvo á sér hendurnar og sprita og setja síðan nýja grímu í staðin.
  3. Skipta þarf um grímu ef þú færð þér að borða eða drekka. Þá þarf að þvo á sér hendurnar og sprita og setja síðan nýja grímu í staðin.
  4. Enginn fær inngang inn á stöðina nema vera með grímu.
  5. Keppendur þurfa ekki að vera með grímur í upphitun og á keppnispalli.
  6. Munum fjarlægðina

Haustmót og forvarnir vegna COVID

LSÍ hefur ígrundað vel og vandlega útfærslu á mótinu og komst að niðurstöðu að leyfa áhorfendur á mótinu, enda er ekki búist við því að fjöldi manns fari yfir 200 manna viðmið sóttvarnarlaga.

Ákvöðrun er tekin á þeim forsendum að hægt sé að aðskilja keppendur frá áhorfendum á mótsstað. Enginn fær að koma inn í hús án þess að vera með grímu og allir þurfa að vera meðvitaðir og huga vel að sóttvörnum. Allir eru hvattir til að koma með sínar eigin grímur en grímur verða einnig til sölu á staðnum.

Aðskilin salerni verður fyrir áhorfendur og keppendur. Spritt verður við inngang og á völdum svæðum og eru allir hvattir til að vera duglegir að nýta sér það.

Áhorfendur og starfsmenn þurfa að vera með grímur allan tíman. Keppendur þurfa að vera með grímur í vigtun og í búningsklefa. Á meðan beðið er eftir vigtun þurfa mega keppendur ekki taka niður grímur.

Aðeins einn keppandi má vera á hverri stöng á upphitunarsvæði og þarf að sótthreinsa búnað að lokinni upphitun.

Magnús B. Þórðarson
Formaður LSÍ