Úrslit Smáþjóðleikanna – 3. SÆTI!

e.f.v Daníel Róbertsson, Einar Ingi Jónsson, Árni Rúnar Baldursson og Ingi Gunnar Ólafsson
n.f.v. Eygló Fanndal Sturludóttir og Amalía Ósk Sigurðardóttir

Íslands átti svo sannarlega frábæran keppnisdag á Smáþjóðleikunum laugardaginn 16.okt! Smáþjóðleikarnir eru liðakeppni í Sinclair stigum en fyrir þá sem vita það ekki þá eru sinclair stig þau stig sem reiknast út frá samanlögðum árangri keppenda og líkamsþyngd hans. Í liðakeppnum eins og smáþjóðleikunum eru síðan öllum stigum landsliðsins tekin saman og ákvarðar sú tala hvar liðið endar á palli. Á Smáþjóðleikunum í ár endaði Ísland í 3. sæti og erum við hæst ánægð með okkar fólk! Til hamingju Ísland!

Eygló Fanndal Sturludóttir stigahæst kvenna á Smáþjóðleikum 2021

Afrek Smáþjóðleikana

Eygló Fanndal Sturludóttir setti nýtt íslandsmet í snörun í 71 kg flokki kvenna þá í Senior, U23 og U20 með 90 kg í snörun, einnig setti hún 106 kg í jafnhendingu sem skilaði henni 196 kg samanlögðum árangri. Má einnig nefna á Eygló reyndi við 112 kg í jafnhendingu sem hefði skilað henni hæsta samanlagða árangri sem íslensk kona hefur tekið, en stöngin lenti illa á öxlunum í botnstöðunni og snérist því aðeins upp á líkaman og hún náði ekki stöðuleikanum til að ná stönginni upp en sást þó vel að Eygló á þessa lyftu vel inni og spurning hvort hún taki hana á Norðurlandamóti fullorðinna 12-14. nóvember næstkomandi. Þessi árangur skilaði Eygló hæsta sinclairstiga árangri kvenna á mótinu. Til hamingju með árangurinn Eygló!

Amalía Ósk Sigurðardóttir bætti árangur sinn í snörun um 1 kg og náði 81 kg í snörun og svo 101 kg í jafnhendingu sem skilaði sér í 182 kg í samanlögðum árangri með 62,2 kg líkamsþyngd sem skilaði henni 240,4 Sinclair stigum og er þá Amalía komin með C lágmörk á Heimsmeistaramót Senior í desember, til hamingju með árangurinn Amalía!

Árni Rúnar Baldursson bjargaði sér með ótrúlegustu lyftu sem pistlaskirfandi hefur séð. Enn þannig var það að hann hafði fengið ógildar fyrstu tvær lyfturnar og var þetta þriðja og seinasta tilraunin sem bjargaðist svona rosalega. Lang flottasta lyfta árins!

Smáþjóðleikar í San Marino 16. október

f.v. Ingi Gunnar Ólafsson, Einar Ingi Jónsson, Amalía Ósk Sigurðardóttir, Eygló Fanndal Sturludóttir, Daníel Róbertsson og Árni Rúnar Baldursson

Þá lagði landslið Íslands aftur af stað yfir landssteinana alla leið til San Marino sem er smáríki inní miðri Ítalíu. Flestir okkar keppenda flugu til Bologna í Ítalíu og tóku bílaleigubíl þaðan til San Marino en Árni Rúnar Baldursson var staddur í Martin í Slóvakíu og ákvað að keyra bara alla leiðina, tók ferðalagið hann hálfan sólahring. Frá Íslandi fóru keppendurnir Eygló Fanndal Sturludóttir, Amalía Ósk Sigurðardóttir, Einar Ingi Jónsson og Daníel Róbertsson. En er það landsliðsþjálfarinn sjálfur Ingi Gunnar Ólafsson sem rekur lestina.
Keppnin í Ólympískum lyftingum á smáþjóðleikunum sem haldin er ár hvert er Sinclair stiga liðakeppni sem þýðir að samanlögð sinclairstigatala hvers lands ákvarðar um hvar á pallinum landið lendir. Einnig eru gefin verðlaun fyrir hæstu sinclairstig í karla og kvennaflokki. Óskum við þeim öllum velgengnis á mótinu!

Þið getið fylgst með mótinu á Instagrami okkar HÉR

Amalía Ósk Sigurðardóttir

Amalía Ósk Sigurðardóttir á Evrópumeistaramóti Senior í Moskvu, Rússlandi 2021

Amalía Ósk Sigurðardóttir (f. 1997) keppir í 64 kg flokki kvenna og á hún en séns á að vinna sér inn lágmörk á Heimsmeistaramót Senior í desember. Amalía á best 80 kg í snörun, 103 kg í jafnhendingu og 181 kg í samanlögðum árangri á móti. Hún heldur nú 2 íslandsmetum en hefur sett önnur 9 á ferlinum og verður forvitnilegt að vita hversu hátt hún stefnir á mótinu en sagði hún sjálf frá á Instagram aðgangi sínum að markmiðin væru há! Fylgist með lyftunum á instagrami LSÍ.

Eygló Fanndal Sturludóttir

Eygló Fanndal Sturludóttir á Evrópumeistaramóti Junior (U20) í september 2021

Eygló Fanndal Sturludóttir (f. 2001) keppir í 71 kg flokki kvenna. Eygló hefur nú þegar náð B lágmörkum á heimsmeistaramót senior í desember sem hún náði á EM Junior í seinasta mánuði með 197kg í samanlögðum árangri sem er næst hæsti samanlagði árangur sem íslensk kona hefur sett á móti. Vantar henni einungis 5 kg til að toppa hæsta árangurinn sem Sara Sigmundsdóttir setti árið 2017 en voru það ekki meira né minna en 201kg í samanlögðu!

Árni Rúnar Baldursson

Árni Rúnar Baldursson á Norðurlandamóti Senior 2020

Árni Rúnar Baldursson (f. 1995) keppir í 73 kg flokki karla. Árni á best 117 kg í snörun, 145 kg í jafnhendingu og 260 kg í samanlögðum árangri og heldur hann íslandsmeti í snörun með 117 kg en hefur sett önnur 6 met. Árni hefur verið ótrúlega duglegur að æfa í Martin í Slóvakíu seinustu vikur og keppt þar í landi. Forvitnilegt verður að sjá hvort breyttar aðstæður gefi á pallinum á Smáþjóðleikunum.

Einar Ingi Jónsson

Einar Ingi Jónsson á upphitnarsvæði Evrópumeistaramóts Senior í Moskvu, Rússlandi 2021

Einar Ingi Jónsson (f. 1996) keppir í 73 kg flokki karla. Einar heldur 7 íslandsmetum en hefur sett önnur 135 metum í gegnum tíðina. Best á hann 123 kg í snörun, 152 kg jafnhendingu og 273 kg í samanlögðum árangri en var það fyrir þyngdarflokka breytingarnar 2018. Á árinu hefur Einar tekið 114 kg í snörun, 145 kg í jafnhendingu og 259 kg í samanlögðum árangri. Liggja nú íslandsmetin í 117 kg í snörun, 150 kg í jafnhendingu og 266 kg í samanlögðum árangri og pæling hvort Einar reyni við metin á mótinu.

Daníel Róbertsson

Daníel Róbertsson á upphitunarsvæðinu á Evrópumeistaramóti Senior í Moskvu, Rússlandi 2021

Daníel Róbertsson (f. 1991) á best 132 kg í snörun, 158 kg í jafnhendingu og 290 kg í samanlögðum árangri í 89 kg flokki karla. Daníel hefur sett 8 íslandsmet í gegnum tíðina og hefur einnig verið kjörin lyftingamaður ársins. Á Smáþjóðleikunum keppir Daníel þó í 81 kg flokki karla en er það í annað sinn sem Daníel keppir í flokknum en seinast var það 2019 á Norðurlandamótinu það ár. Ætli Daníel ráði við íslandsmetin í 81 kg flokki á mótinu? Standa þau nú í 122 kg í snörun, 150 kg í jafnhendingu en hefur enginn náð lágmarkinu í samanlögðum árangri í flokknum til að setja nafn sitt þar við.

Móta og reglunámskeið 16. október

Næsta laugardag, 16. október munu þau Erna Héðinsdóttir Cat. 2 alþjóðadómari, Eggert Ólafsson þjálfari í Ólympískum lyftingum og Brynjar Logi Halldórsson Landsliðskeppandi standa fyrir móta og reglunámskeiði fyrir keppendur, þjálfara og alla þá sem koma að mótahaldi í ólympískum lyftingum. Námskeiðið byrjar kl 17:00 í Crossfit Reykjavík að Faxafeni 12, 108 Reykjavík. Hvetjum við alla keppendur og þjálfara að koma á námskeiðið en sérstaklega keppendur sem stefna á að keppa í fyrsta skipti á komandi mótum. Einnig hvetjum við foreldra keppenda undir 18 ára að koma með krökkunum á námskeiðið.

Hlökkum til að sjá ykkur
Eggert Ólafsson,
Erna Héðinsdóttir og
Brynjar Logi Halldórsson

Brynjar Ari Magnússon á HM U17

Brynjar Ari Magnússon með 110 kg í snörun á HM í Jeddah, Sádí Arabíu

Brynjar Ari Magnússon (f. 2004) keppti í A hóp í 89 kg flokki drengja á Heimsmeistaramóti Youth (U17) í Sádí Arabíu klukkan 13:00 í gærdag. Brynjar opnaði snörunina með eldsnöggum 110 kg sem flugu hratt og örugglega upp. Í næstu snörun hoppaði hann upp um 5 kg og tók 115 kg með full miklum krafti og missti stöngina aftur fyrir sig. Í þriðju og loka snöruninni hoppaði hann upp um önnur 5 kg og þá með 120 kg á stönginni, sem hefði verið jöfnun á junior íslandsmeti í hans flokki (U20). Brynjar náði að halda þyngdinni í botnsstöðu en missir stöðuleikan á leiðinni upp, gengur nokkur skref fram og missir hana aftur fyrir sig. Í fyrstu jafnhendingu opnaði hann í 130 kg en var það 5 kg frá hans besta árangri í jafnhendingu hingað til á móti. Í annari lyftunni hoppaði hann frekar hátt stökk um 10 kg uppí 140 kg. Þar náði hann cleaninu frekar vel en náði ekki alveg undir þyngdina í jerkinu sem hefði endað í press out á olnboga og henti því stönginni frá sér. Í þriðju tilraun í jafnhendingu náði hann cleaninu aftur mjög vel og nær undir stöngina með beina olnboga í jafnhendingunni en hittir ekki alveg á réttan stað undir stöngina og fellur hún aftur fyrir. Þessi árangur gaf Brynjari 110 kg í snörun, 130 kg í jafnhendingu og 240 kg í samanlögðu, vigtaðist hann sem 86.55 kg sem skilaði sér í 282,55 sinclair stigum sem var aðeins undir þeim árangri sem hann lagði upp með að ná á mótinu en allt er þetta lærdómur fyrir ungan lyftara og óskum við honum til hamingju með mótið. Brynjar Ari Magnússon á mikið eftir inni og hlökkum til að sjá hvað hann nær á Norðurlandamótinu í Noregi í næsta mánuði.

Þið getið horft á mótshluta Brynjars HÉR

Brynjar Ari að hita upp fyrir snörun á upphitunarsvæði HM

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir á HM U17

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir með 77 kg í snörun á HM U17 í Sádí Arabíu

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f. 2005) átti stórkostlegan dag á Heimsmeitaramóti Youth (U17) í Jeddah í Sádí Arabíu kl: 7:00 í gær morgun á íslenskum tíma. Úlfhildur keppti í 71 kg flokki meyja og fékk allar sínar lyftur gildar sem er gífurlegur árangur útaf fyrir sig á stórmóti en náði Úlfhildur íslandsmeti í snörun með 81 kg sem var þyngsta snörunin í hennar hóp en einnig setti hún 96 kg í jafnhendingu sem er aðeins 1 kg frá núverandi íslandsmeti en með því jafnaði hún íslandsmetið í samanlögðum árangri með 177 kg og hafnaði í 9.sæti á mótinu. Úlfhildur vigtaðist inn í 71 kg flokk sem 70,55 kg og náði því 217,53 Sinclair stigum en hefur þá hækkað hæsta stiga árangur sinn um 6,91 stig. Þetta þýðir einnig að Úlfhildur hefur núna 15 mánuði til þess að bæta sig um 2,6 stig til þess að ná hæstu sinclair stiga tölu sem skráðst hefur í U17 kvenna á íslandi en í dag stendur talan í 220,05 stigum. Til þess að ná þeim árangri, ef Úlfhildur væri þyngdst í sínum þyngdarflokki og þá 71 kg, þá þyrfti hún að ná 180 kg í samanlögðum árangri en væri það bæting um ein lítil 3 kg og því pæling hvort Úlfhildur nái því á Norðurlandamóti Unglinga í næsta mánuði. Til hamingju með árangurinn Úlfhildur!

Þú getur horft á mótshluta Úlfhildar HÉR

Fylgið Úlfhildi á Instagram HÉR

Heimsmeistaramót Youth (U17) í Sádí Arabíu

f.v. Helga Hlín Hákonardóttir, Úlfhildur Arna Unnarsdóttir, Brynjar Ari Magnússon, Sigurður Darri Rafnsson og Magnús B. Þórðarson, mynd tekin í Jeddah í Sádí Arabíu.

Nú liggur leið lyftingamanna landsins aftur yfir landssteinana alla leið til Jeddah í Sádí Arabíu. Þar munu þau Úlfhildur Arna Unnarsdóttir og Brynjar Ari Magnússon fá að spreyta sig, bæði á sínu fyrsta heimsmeistaramóti erlendis. Auðvitað er flott fylgdarlið með í för en það eru þau Magnús B. Þórðarsson Formaður LSÍ og faðir Brynjars, Helga Hlín Hákonardóttir keppandi og móðir Úlfhildar og er það svo unglingalandsliðsþjálfarinn sjálfur hann Sigurður Darri Rafnsson sem rekur lestina. Óskum við þeim velgengis á mótinu!
Áfram Ísland!

Streymt verður keppninni af Facebook síðu Alþjóðalyftingasambandsins (International Weightlifting Federation – IWF) HÉR

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir

keppir í 71 kg flokki í B hóp 9. október kl: 7:00 á íslenskum tíma

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir í botnstöðu í snörun er hún keppti á EM Youth í Póllandi í ágúst síðastliðin

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f. 2005) hefur keppt í lyftingum frá 12 ára aldri eða síðan 2017 er hún tók þátt í fyrsta sinn á móti á Íslandsmeistaramóti Unglinga en keppti hún þá í 53 kg flokki meyja. Það mót náði Úlfhildur 29 kg í snörun og 44 kg í jafnhendingu og þá með 73 kg í samanlögðum árangri. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar en í dag keppir Úlfhildur í 71 kg flokki og á best 80 kg í snörun, 90 kg í jafnhendingu og 168 kg í samanlögðum árangi. Úlfhildur á hæstu Sinclairstiga tölu í U15 sem skráðst hefur og þriðju hæstu Sinclairstiga tölu í U17 með 210,62 stig. Ekki veit pistlaskrifandi hversu hátt Úlfhildur ætlar á mótinu en telur þó möguleika á því að Úlfhildur taki íslandsmetið í snörun sem Úlfhildur hefur nú þegar jafnað á móti með 80 kg og jafnvel pæling hversu hátt hún nær upp í íslandsmetið í jafnhendingu sem 97 kg í dag eða íslandsmetið í samanlögðum árangri sem er 177 kg. Úlfhildur heldur nú 2 íslandsmetum en hefur sett önnur 24 met á ferlinum.

Brynjar Ari Magnússon

keppir í 89 kg flokki í A hóp þann 9. október kl: 13:00 á íslenskum tíma

Brynjar Ari Magnússon í miðju jarki á Íslandsmeistaramóti Unglinga 2020

Brynjar Ari Magnússon (f. 2004) hefur einnig keppt í lyftingum frá 12 ára aldri eða síðan 2016 þegar hann tók þátt í Íslandsmeistaramóti Unglinga sem haldið var af Lyftingafélagi Hafnarfjarðar sem var og hét. Þá tók Brynjar þátt í 69 kg flokki drengja og náði 50 kg í snörun, 55 kg í jafnhendingu og þá með 105 kg í samanlögðum árangri. Í dag keppir Brynjar í 89 kg flokki drengja og á best 118 kg í snörun, 135 kg í jafnhendingu og 248 kg í samanlögðum árangri. Pislta skrifandi veit ekki hversu hátt Brynjar stefnir á mótinu en hefur Brynjar ekki keppt í lyftingum síðan í desember 2020 og því pæling hvort hann reyni við snörunar íslandsmetið í Junior flokki þar sem hann á öll þeirra í Youth nú þegar og er aðeins 3 kg frá því að taka metið í Junior en svo er mál með vexti að Brynjar heldur öllum íslandsmetum í 81 kg flokki og 89 kg flokki í U15 og Youth (U17) eða 12 íslandsmetum og hefur sett önnur 46 met. Einnig á Brynjar hæstu Sinclair stigatöluna í U15 með 288,59 stig og hæstu í Youth (U17) með 294,94 stig.

Brynjar Logi Halldórsson á EM U20

Brynjar Logi Halldórsson að taka 143 kg í snörun

Brynjar Logi Halldórsson (f. 2002) átti góðan keppnisdag í dag á Evrópumeistaramóti Junior (U20) í Rovaniemi í Finnlandi. EM U20 er fyrsta stórmótið sem Brynjar keppir á og snaraði hann 115 kg en því miður náði ekki upp seinni tveimur lyftunum. Landaði Brynjar svo 143 kg í jafnhendingu og setti þar með nýtt íslandsmet í 81 kg flokki pilta!
Brynjari vantar þá einungis 4 kg upp í U23 metið og ef pistla skirfandi þekkir Brynjar rétt og hann heldur áfram að klífa upp stigan þá verður það met slegið fyrir áramót. Heldur nú Brynjar öllum íslandsmetum í 81 kg flokki í U20, einu íslandsmeti í 89 kg flokki í U20 og einu íslandsmeti í 81 kg flokki í U23. Til hamingju með árangurinn Brynjar!

Nú er mótshluti Íslands á Evrópumeistaramóti U20 og U23 lokið
hægt er að sjá öll úrslit mótsins HÉR

Brynjar Logi Halldórsson

Eygló Fanndal Sturludóttir á EM U20

Eygló Fanndal Sturludóttir á palli með Inga Gunnar Ólafsson til hægri

Eygló Fanndal Sturludóttir (f. 2001) átti æsispennadi keppnisdag í dag á Evrópumeistaramóti Junior (U20) í Rovaniemi í Finnlandi. Eygló keppti í A hóp U20 í 71 kg flokki stúlkna. Eygló náði ekki upp fyrstu tveimur lyftum í snörun en nelgdi sér svo 89 kg í þriðju tilraun og setti þar með íslandsmet í Senior, U23 og Junior flokki. Náði hún einnig 108 kg í jafnhendingu sem var íslandsmet í Senior, U23 og Junior flokki og þar með 197 kg í samanlögðum árangri sem var einnig íslandsmet í Senior, U23 og Junior flokki! Þessi árangur skilaði Eygló 6. sæti á mótinu og 247.39 Sinclair stigum. En með þeim stigafjölda hefur Eygló náð B lágmörkum á Heimsmeistaramótið í Uzbekistan í desember!
Óskum við Eygló innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur!

Þið getið horft á mótshluta Eyglóar HÉR

Katla Björk Ketilsdóttir á EM U23

Katla Björk Ketilsdóttir á upphitnuarsvæði á EM U23

Katla Björk Ketilsdóttir (f. 2000) átti frábæran keppnisdag í dag á Evrópumeistaramóti U23 í Rovaniemi í Finnlandi þar sem hún bætti árangur sinn í snörun um 3 kg á móti og jafnaði íslandsmetið með 83kg í seinustu snörun. Einnig náði hún 99 kg í jafnhendingu og bætti þann árangur sinn um 7kg sem skilaði sér í 182 kg í samanlögðu en er það nýtt íslandsmet í samanlögðu í 64 kg flokki U23 og Senior og persónuleg bæting um 10 kg í samanlögðum árangri á móti síðan á Sumarmóti LSÍ í júní síðastliðinn. Með þessum árangri náði Katla 240.28 Sinclair stigum og hefur því náð C lágmörkum á Heimsmeistaramóti Senior í Uzbekistan í desember!
Óskum við Kötlu innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur!

Þið getið séð mótshluta Kötlu á streymis síðu Finnska lyftingasambandsins HÉR

Katla Björk með 99 kg í jafnhendingu