Íslandsmótið 2017

Íslandsmótið 2017 fór fram í Íþróttamiðstöðinni Varmá í Mosfellsbæ þann 19. febrúar, í öruggri umsjá Lyftingafélags Mosfellsbæjar. 43 keppendur mættu til leiks að þessu sinni frá 9 félögum.

Hæst bar glæsilegur árangur lyftingafólks ársins, þeirra Þuríðar Erlu Helgadóttur (Ármann) og Andra Gunnarssonar (LFG), en þau urðu stigahæstu keppendurnir og settu bæði Íslandsmet í öllum greinum í sínum flokkum.

Andri tók 160kg í snörun sem er 3kg bæting á fyrra meti og 190kg í jafnhendingu sem er 4kg bæting. Samtals lyfti hann því 350kg sem gefa honum 360,1 Sinclair stig en nýr Sinclair kvarði tók gildi nú um áramótin.

Þuríður Erla keppti í 63kg flokki og bætti Íslandsmet Bjarkar Óðinsdóttur (KFA) í snörun um 1kg er hún tók 84kg og bætti síðan jafnhendingarmet Hjördísar Óskar Óskarsdóttur (FH) um 1kg er hún lyfti 106kg. Sú lyfta var ótrúlega baráttulyfta sem hefur hlotið verðskuldaða athygli. Samanlagt tók Þuríður því 190kg sem gefa henni 260,1 Sinclair stig en það er hæsta Sinclair skor sem íslensk kona hefur náð.

Spennandi og skemmtileg keppni var í mörgum flokkum á mótinu. Í 69kg flokki karla var hörkubarátta milli ungra og upprennandi lyftingamanna, en þar sigraði Brynjar Ari Magnússon (LFH) eftir mikla keppni við Dag Fannarsson (LFM) en báðir lyftu þeir 135kg samanlagt.

Einar Ingi Jónsson (LFR) keppti í annað skipti í 77kg flokki og sigraði með 252kg sem gáfu honum 330,4 Sinclair stig sem var það næst hæsta hjá körlunum. Einar átti tvær tilraunir við Íslandsmet í jafnhendingu, 147kg, en hafði ekki erindi sem erfiði í þetta skiptið.

Í 85kg flokki sigraði Daníel Róbertsson (Ármann) með 265kg sem er bæting á hans besta árangri en Daníel hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Hann var jafnframt með þriðji stigahæsti karl mótsins með 321,0 Sinclair stig. Daníel varð einnig meistari í fyrra en þá lyfti hann 242kg samanlagt.

Í 94kg flokki sigraði Goði Ómarsson (LFG) og varði titilinn frá því í fyrra. Hann tók 258kg í samanlögðu sem er 10kg meira en á mótinu í fyrra og þá átti hann einnig tilraun við Íslandsmet, 159kg, í lokalyftunni í jafnhendingu sem tókst ekki að þessu sinni.

Ingólfur Þór Ævarsson (KFA) varði titilinn í 105kg flokknum er hann lyfti 285kg samanlagt, 11kg meira en hann lyfti í fyrra.

Í 58kg flokki kvenna sigraði Sigríður Jónsdóttir (LFK).

Eins og áður hefur komið fram sigraði Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann) í 63kg flokki en það var fjölmennasti flokkur mótsins með 9 keppendur. Aníta Líf Aradóttir (LFR) varð önnur með 177kg samanlagt sem gaf henni 232,3 Sinclair stig sem var það næst hæsta hjá konunum.

Lilja Lind Helgadóttir (LFG) varði titilinn í 69kg flokki eftir mikla baráttu við Viktoríu Rós Guðmundsdóttur (LFH). Lilja Lind lyfti 162kg samanlagt en Viktoría Rós 159kg en úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu lyftu.

Hörð keppni var einnig í 75kg flokki kvenna en þar skildi einunigs 1kg milli gulls og silfurs. Sigurvegari varð Soffía Bergsdóttir (Ármann) með 154kg en Birta Hafþórsdóttir (LFH) varð önnur með 153kg.

Í fyrsta sinn var keppt í nýjum þyngdarflokkum kvenna en reglur IWF breyttust um áramótin og í stað +75kg flokks koma 90kg og +90kg flokkar. Sesselja Sigurðardóttir (KFA) er fyrsti Íslandsmeistarinn í 90kg flokknum en hún lyfti 138kg samanlagt.

Öll úrslit má finna á http://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramotid-2017

Breytingar á þyngdarflokkum kvenna

Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur Alþjóðalyftingasambandsins (IWF). Meðal helstu breytinga er að þyngdarflokkum kvenna hefur verið fjölgað úr 7 í 8. +75kg flokkurinn fellur út og í staðinn koma -90kg og +90kg flokkar. Í stúlknaflokki 17 ára og yngri (Youth) fellur +69kg flokkurinn út og í staðinn koma -75kg og +75kg flokkar. Stjórn LSÍ hefur ákveðið viðmið (standard) til meta í nýju flokkunum en árangur til meta er reiknaður upp frá þyngdarflokkabreytingunum 1998. Viðmiðin í +90kg flokki eru 80kg í snörun og 100kg í jafnhendingu.

Einnig er vert að benda á reglu 6.8.2. en þar er felld úr gildi reglan um að séu keppendur jafnir þá hafi sá sigur sem er með lægri líkamsþyngd. Nú sigrar sá sem lyfti þyngdinni fyrr.

Reglur IWF: http://www.iwf.net/wp-content/uploads/downloads/2017/01/IWF_TCRR_20170119.pdf

Íslandsmeistaramót unglinga: Freyja Mist með Norðurlandamet.

Íslandsmeistarmót unglinga (U20 og U17) var haldið í öruggri umsjá Lyftingafélags Hafnarfjarðar í dag. Góður árangur náðist og féllu fjölmörg Íslandsmet, bæði í fullorðinsflokki og í yngri aldursflokkum.

Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) setti Norðurlandamet U20 í snörun (88kg), jafnhendingu (106kg) og samanlögðu (194kg) í +75kg flokki. Fyrri met í snörun (84kg) og samanlögðu (186kg) voru í eigu hinnar finnsku Meri Ilmarinen sett 2011 en jafnhendingarmetið (103kg) var sett af Lilju Lind Helgadóttur árið 2014.

Freyja Mist var stigahæst stúlkna U20 með 227,9 sinclair stig, en stigahæst stúlkna U17 var Katla Björk Ketilsdóttir (UMFN) með 189,3 sinclair stig.

20160806_130307 Katla Björk (UMFN) og Freyja Mist (LFR) stigahæstar stúlkna U17 og U20.

Einar Ingi Jónsson (LFR) náði bestum árangri pilta er hann bætti Íslandsmet sín í 69kg flokki, bæði fullorðinna og U20, er hann snaraði 110kg og jafnhendi 139kg. Sá árangur 249kg gaf honum hæsta sinclair skor pilta 335,4 stig.

Stigahæstur pilta U17 varð Axel Máni Hilmarsson (LFR) en hann lyfti samanlagt 192kg (84kg + 108kg) í 77kg flokki og hlaut fyrir það 248,5 sinclair stig.

20160806_160600

Einar Ingi (LFR) og Axel Máni (LFR) stigahæstir pilta U20 og U17.

Heildarúrslit mótsins má finna hér: http://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-unglinga-u17-og-u20-2016

Myndir og video frá mótinu  má finna hér: https://goo.gl/photos/2iUpQEqMEfBNhAda8

Íslandsmeistaramót unglinga: Tímaseðill og keppendalisti

Íslandsmeistaramót unglinga (U20 og U17) fer fram laugardaginn 6. ágúst. Lyftingafélag Hafnarfjarðar (LFH) heldur mótið og fer það fram í húsnæði Crossfit Hafnarfjarðar að Hvaleyrarbraut 41, Hafnarfirði.

27 keppendur eru skráðir til leiks (13 kk, 14 kvk) en auk þess eru tveir keppendur í opnum flokki sem freysta þess að ná lágmörkum fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Rovaniemi, Finnlandi þann 1. október.

Tímaseðill er svohljóðandi:

Vigtun KVK 08:00-09:00
Vigtun KK 09:00-10:00
Keppni KVK (Allir flokkar) 10:00-12:30
Keppni KK (Allir flokkar) 13:00-15:00

Keppendalista má sjá hér: http://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-unglinga-u17-og-u20-2016

Ný tölublöð World Weightlifting og Vísindatímarits EWF

Út er komið 136. tölublað tímarits Alþjóðalyftingasambandsins (IWF) World Weightlifting. Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um Heimsmeistaramótið sem fram fór í Houston í nóvember. Er gaman að segja frá því að á bls. 11 í umfjöllun um 58kg flokk kvenna er að finna mynd af Þuríði Erlu Helgadóttur. Tímaritið má nálgast hér.

Picture7

Einnig er komið út 4. tölublað Vísindarits Lyftingasambands Evrópu (EWF Scientific Magazine). Í blaðinu er fjallað um ólympískar lyftingar, almenna styrktarþjálfun og tengda þætti frá vísindalegu sjónarhorni. Er það öllum opið og má nálgast hér.

Smáþjóðaleikar: Keppendalisti

Keppendalistinn á Smáþjóðaleikana hefur verið birtur. Konurnar keppa á föstudaginn kl.19:30 að staðartíma (17:30 að íslenskum tíma) og karlarnir kl 10:15 á laugardaginn (8:30 að íslenskum tíma).

Keppendalistann má sjá hér að neðan. Breyting er á mótinu í ár þar sem þrír karlar og tvær konur telja til stiga en þetta er í fyrsta sinn sem konur skipa lið með körlum.

SmallNations2016Entries

Norðurlandamót unglinga 2016

Fjórir Norðurlandameistaratitlar unnust á Norðurlandamóti unglinga sem fram fór í Haugasund, Noregi um helgina. Lilja Lind Helgadóttir (LFG) sigraði í  69kg flokki stúlkna (20 ára og yngri). Þetta er þriðja árið í röð sem Lilja Lind verður Norðurlandameistari, en hún sigraði í +75kg flokki stúlkna í fyrra og +69kg flokki meyja árið 2013. Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) sigraði í 75kg flokki stúlkna og varði titilinn sem hún vann í sama flokki í fyrra.

Freyja Mist og Lilja Lind sáttar með gullin.

Freyja Mist og Lilja Lind sáttar með gullin.

Einar Ingi Jónsson (LFR) sigraði í 69kg flokki pilta (20 ára og yngri) og Guðmundur Steinn Gíslason Kjeld (LFR) vann til silfurverðlauna í sama flokki.

Einar Ingi og Guðmundur Steinn á verðlaunapalli.

Einar Ingi og Guðmundur Steinn á verðlaunapalli.

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) sigraði í 85kg flokki pilta (20 ára og yngri) og bætti eigin Íslandsmet í piltaflokki bæði í snörun og samanlögðu sem hann setti á EM unglinga í síðasta mánuði.

Guðmundur Högni á verðlaunapalli.

Guðmundur Högni á verðlaunapalli.

Þá vann Arnór Gauti Haraldsson (LFH) til bronsverðlauna í 77kg flokki drengja (17 ára og yngri) og Jón Elí Rúnarsson (LFR) hlaut sömuleiðis brons í 105kg flokki pilta (20 ára og yngri). Sannarlega glæsileg uppskera hjá íslensku keppendunum.

Keppnishópurinn ásamt þjálfurum og fararstjórum, þeim Árna Birni Kristjánssyni og Inga Gunnari Ólafssyni.

Keppnishópurinn ásamt þjálfurum og fararstjórum, þeim Árna Birni Kristjánssyni og Inga Gunnari Ólafssyni.

Úrslit íslensku keppendanna má finna hér: http://results.lsi.is/meet/nordic-junioryouth-championship-ntf-2015

Sjá umfjöllun mbl um mótið: http://www.mbl.is/sport/frettir/2015/11/02/fjorir_islenskir_nordurlandameistarar/

Guðmundur Högni með unglingamet í snörun og samanlögðu

Guðmundur Högni Hilmarrson (LFR) keppti í B hópi 85kg flokks unglinga á Evrópumeistaramóti unglinga og undir 23 ára í morgun. Guðmundur Högni opnaði á 118kg í snörun og bætti þar sem sitt eigið unglingamet um 1kg. Hann bætti um betur í annari tilraun með því að lyfta 123kg, en 126kg í þriðju tilraun voru of þung í þetta skiptið.

Í jafnhendingunni lyfti Guðmundur Högni 147kg í fyrstu tilraun og bætti þar með unglingametið í samanlögðu í 270kg, bæting um 5kg. Honum mistókst síðan í tvígang að lyfta 152kg sem hefðu tryggt honum Íslandsmet unglinga og fullorðinna jafnhendingu og í samanlögðu í flokki fullorðina.

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR)

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR)

LSÍ óskar Guðmundi Högna, og þjálfara hans Guðmundi Sigurðssyni, til hamingju með góða frammistöðu á sínu fyrsta alþjóðlega stórmóti. Næsta mót Guðmundar Högna er Norðurlandamót Unglinga sem fram fer í Noregi í lok mánaðarins.

A hópur 85kg flokksins keppir á morgun (7. okt.) kl 16 að staðartíma (13 að íslenskum tíma). Úrslit og vefsendingu frá EM er að finna á síðu Lyftingasambands Evrópu: http://ewfed.com/news_det.php?id=100

Guðmundur Högni á EM unglinga

Í dag hefst keppni á Evrópumeistaramóti unglinga og 23 ára og yngri í ólympískum lyftingum. Mótið fer fram dagana 3. til 10. október og er haldið í borginni Klaipeda í Litháen. Fulltrúi Íslands á mótinu er Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) sem keppir í 85kg flokki unglinga (20 ára og yngri). Guðmundur Högni er 19 ára og því gjaldgengur í unglingaflokk á næsta ári líka.

17 keppendur eru skráðir í 85kg flokk unglinga og keppir Guðmundur Högni í B hópi á þriðjudaginn (6. okt.) kl 11 að staðartíma (kl 8 að íslenskum tíma). A hópurinn keppir svo á miðvikudeginum (7. okt.) kl 16 að staðartíma.

Keppendur og hópaskipting í 85kg flokki á EM unglinga

Keppendur og hópaskipting í 85kg flokki á EM unglinga

Besti árangur Guðmundar Högna í 85kg flokki er 117kg í snörun, 150kg í jafnhendingu og 265kg í samanlögðu. Allt eru þetta Íslandsmet unglinga auk þess að jafnhendingin er einnig Íslandsmet fullorðinna. Guðmundur er í góði formi og er Íslandsmet fullorðinna í samanlögði í stórhættu en það er 272kg í eigu Björvins Karls Guðmundssonar.

Frekari upplýsingar um mótið má finna á síðu Lyftingasambands Evrópu: http://ewfed.com/news_det.php?id=90

Með Guðmundi í för er þjálfari hans og afi, Guðmundur Sigurðsson, sem lyftingafólki er að góðu kunnur. LSÍ óskar Guðmundi Högna góðs gengis.

Gísli Heimsmeistari og með Heimsmet í snörun

Gísli Kristjánsson (LFR) varð rétt í þessu Heimsmeistari í 105kg flokki 50-54 ára á Heimsmeistaramóti öldunga sem fram fer í finnsku borginni Rovaniemi.

Gísli setti glæsilegt heimsmet í snörun í flokknum er hann lyfti 142kg og bætti gamla metið um 7kg. Gísli lyfti síðan 150kg í jafnhendingu en mistókst tvívegis við 159kg sem hefði tryggt honum heimsmet í samanlögðu. Gísli lyfti því samnlagt 292kg og sigraði með yfirburðum en næsti maður lyfti 228kg.

Þá varð Gísli stigahæsti keppandinn í flokki 50-54 ára með 414.83 Meltzer-Faber stig.

Gísli á efsta þrepi verðlaunapallsins á HM öldunga í Rovaniemi

Gísli á efsta þrepi verðlaunapallsins á HM öldunga í Rovaniemi

Úrslit mótsins fá finna hér : http://www.masters2015.fi/results en Gísli keppti í session 32.

LSÍ óskar Gísla til hamingju með titilinn og heimsmetið.