Lyftingamaður og kona ársins 2013 útnefnd af IWF

Ruslan Albegov (RUS) og Tatiana Kashirina (RUS) var afhent viðurkenning af alþjóðalyftingasambandinu (IWF) nýlega fyrir að vera valið lyftingafólk ársins 2013.
Öll sambandsríki hafa kostningarrétt í kjörinu og fór það svo að báðir aðilar voru frá Rússlandi þetta árið.

Á heimsmeistaramótinu á síðasta ári þá bætti Kashirina heimsmet kvenna í jafnhendingu þegar hún lyfti 190kg í +75kg flokki. Hún staðnæmdist ekki þar og lyfti á forsetabikarnum í Rússlandi stuttu eftir heimsmeistaramótið nýju heimsmeti í samanlögðum árangri 334kg sem er það mesta þyngd allra tíma í lyftingum kvenna.

Í karlaflokki var það Ruslan Albegov sem fór með sigur af hólmi en hann vann yfirþungaviktina (+105kg) á heimsmeistaramótinu í Wroclow (Póllandi) árið 2013
með því að lyfta 464kg í samanlögðu sem er aðeins 8kg frá heimsmeti Hossein Rezazadeh (IRN) sem hann setti á Ólympíuleikunum árið 2000.

Ruslan hafði þetta að segja um valið: „Fyrir fimm árum síðan var ég sitjandi í skriðdreka, eftir að herþjónustunni lauk þá horfi ég ekki á árangur keppinauta minna, minn eini óvinur er þyngdin á stönginni“

Tatiana sagði þetta: „Ég virði alla keppinauta mína jafnt, bæði þá sem eru sterkari og aumari. Erfiðustu keppinautarnir mínir koma samt alltaf frá Kína, ég vonast ennþá eftir því að geta bætt árangur minn“

Lyftingamaður ársins 2013 Ruslan Albegov

Lyftingakona ársins 2013 Tatiana Kashirina