Tímaseðill og keppendalisti fyrir Sumarmótið

timasedill_sumarmot

Nafn Félag Flokkur
Konur
Birna Dís Ólafsdóttir LFG -53kg
Glódís Guðgeirsdóttir FH -63kg
Sólveig Sigurðardóttir LFG -63kg
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir LFG -63kg
Harpa Almarsdóttir LFR -63kg
Birgit Rós Becker LFR -69kg
Álfrún Ýr Björnsdóttir LFG -75kg
Sesselja Sigurðardóttir Ármann -75kg
Hildur Grétarsdóttir LFG -75kg
Rakel Hlynsdóttir LFG -75kg
Hildur Björk Þórðardóttir LFR 75kg+

 

Karlar
Emil Ragnar Ægisson UMFN -77kg
Jakob Magnússon Ármann -85kg
Ari Bragi Kárason KFA -85kg
Steinar Þór Ólafsson LFR -85kg
Óðinn Páll Tjörvason LFG -85kg
Einar Alexander K. Haraldsson LFR -85kg
Björgvin Karl Guðmundsson LFR -85kg
Daði Jónsson LFR -94kg
Bunyarak „Romran“ Yuangprasert Ármann -94kg
Alexander Kristmannsson LFR -94kg
Vignir Valgeirsson LFG -94kg
Ingólfur Þór Ævarsson UMFN -105kg
Stefán Velemir FH -105kg
Hilmar Örn Jónsson LFG -105kg
Bjarki Garðarsson KFA 105kg+

Úrslit munu birtast á gagnagrunni LSÍ: http://results.lsi.is/meet/sumarmot-lsi-2014

LSÍ gerir lánssamning á lyftingarsettum

Í gær þann 22.5.2014 skrifaði LSÍ undir lánssaming á lyftingarsettum til tveggja lyftingafélaga, settin sem lánuð eru út eru annars vegar gjöf frá Evrópska lyftingasambandinu EWF og hins vegar gjöf frá alþjóðalyftingasambandinu IWF.
LSÍ þurfti aðeins að greiða tolla og aðflutningsgjöld.

Lyftingafélag Reykjavíkur fékk splunkunýtt Eleiko training sett; 190kg af lóðum, eina karla og eina kvenna stöng. Evrópska lyftingasambandið EWF gaf eitt sett til allra sambandsríkja nú í mars og er þetta settið sem Ísland fékk að gjöf. Lyftingafélag Reykjavíkur er stærsta lyftingafélag landsins og hefur verið mjög virkt í keppnishaldi.

Vilhelm Patrick Bernhöft og Hrönn Svansdóttir tóku við settinu fyrir hönd LFR. Ásgeir Bjarnason, Lárus Páll Pálsson og Árni Björn Kristjánsson afhentu settið fyrir hönd LSÍ

Vilhelm Patrick Bernhöft og Hrönn Svansdóttir tóku við settinu fyrir hönd LFR. Ásgeir Bjarnason, Lárus Páll Pálsson og Árni Björn Kristjánsson afhentu settið fyrir hönd LSÍ

Því næst var ferðinni heitið inn í LFG í Garðabæ, þar fékk LFG afhent Zhang Kong keppnissett sem alþjóðalyftingasambandið styrkti LSÍ með í gegnum útbreiðslustyrk 2013; 2x190kg af lóðum, eina karla stöng og eina kvenna stöng. Lyftingafélag Garðabæjar hefur verið í örum vexti á fyrsta starfsárinu, þeir hafa einnig tekið virkan þátt í mótahaldi LSÍ.

Árni Björn Kristjánsson og Lárus Páll Pálsson eftir afhendingu á settunum.

Árni Björn Kristjánsson og Lárus Páll Pálsson eftir afhendingu á settunum.

Lyftingasamband Íslands þakkar EWF og IWF stuðninginn og vonar að sambandið muni í framtíðinni geta stutt við bakið á lyftingafélögum landsins með slíkum lánssamningum.

iwf_jpeg_logoewf_logo