Lilja Lind keppir á HM Unglinga

Lilja Lind Helgadóttir (LFG) (f.1996) mun keppa á HM unglinga, föstudaginn 12.Júní í Wraclow í Póllandi. Mótið er firnasterkt enda eitt af heimslistamótum fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016.

Búið er að birta keppendalistann fyrir mótið en Lilja Lind keppir í B-grúppu í -75kg flokki kvenna ásamt bestu lyftingakonum heims í þessum þyngdarflokk á aldursbilinu 18-20 ára: http://www.iwf.net/wp-content/uploads/downloads/2015/05/COMPETITORS_by_category.pdf

Lilja Lind eina konan af norðurlöndunum sem mætir til leiks en Finnar senda þrjá karla til keppni.

Lilja Lind Helgadóttir og þjálfari hennar Árni Björn Kristjánsson eftir að hafa sett Norðurlandamet unglinga

Lilja Lind Helgadóttir og þjálfari hennar Árni Björn Kristjánsson eftir að hafa sett Norðurlandamet unglinga í Svíþjóð 2014

Hér má sjá keppendalistann fyrir -75kg flokk kvenna, síðasta talan er árangur inn í mótið og er hann notaður til þess að raða í A og B grúppu. Lilja á best 183kg í samanlögðum árangri sem hún náði á Norðurlandamóti unglinga í fyrra þar sem hún setti frábært norðurlandamet í jafnhendingu 103kg í +75kg flokki kvenna. Hún hefur keppt í -75kg flokki það sem af er árinu og lyft mest 177kg samanlagt en það gerði hún á Copenhagen Weightlifting Cup í Janúar. Hún er búinn að vera í mikilli uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið og verður spennandi að fylgjast með henni.lilja_HM_junior

Hún er fyrsta íslenska konan sem keppir á heimsmeistaramóti unglinga.

Fyrir þá sem hafa áhuga á sögu lyftinga á Íslandi þá hefur Ísland tvisvar sinnum sent keppendur á HM unglinga, árið 1982 fór Haraldur Ólafsson til Sao Paulo í Brasilíu en datt úr leik í snörun eftir brösulegan undirbúning hjá mótshöldurum.

Árið eftir (1983) í Kaíró í Egyptalandi náði Ingvar Jóel Ingvarsson hinsvegar frábærum árangri þegar hann var í 6.sæti í -100kg flokki með 130kg í snörun og 177,5kg í jafnhendingu. Baldur Borgþórsson féll þar úr leik í jafnhendingu eftir að hafa snarað 140kg í -90kg flokki karla.

Norðurlandamót unglinga: Keppendalisti

Norðurlandamót unglinga fer fram í Landskrona í Svíþjóð helgina 25.-26. október. Ísland sendir níu keppendur til leiks en ákvörðunin byggðist á árangri iðkennda síðustu tveggja ára þar sem Íslandsmeistaramót unglinga var loka mót til að tryggja sér þátttökurétt.

Hægt er að sjá keppendalista á heimasíðu sænska lyftingasambandsins: http://iof3.idrottonline.se/SvenskaTyngdlyftningsforbundet/NordiskaTF/Home/News/NewsfromNTF/StartingListLandskrona/

Unglingalandsliðið er að þessu sinni skipað eftirfarandi keppendum:

KVK (U20)
Sólveig Sigurðardóttir
Freyja Mist Ólafsdóttir
Auður Ása Maríasdóttir
Lilja Lind Helgadóttir

KK (U20)
Emil Ragnar Ægisson
Guðmundur Högni Hilmarsson
Högni Hjálmtýr Kristjánsson
Hilmar Örn Jónsson
Stefán Velemir

Haustmót LSÍ: Úrslit

Þann 4.Október fór fram Haustmót LSÍ í húsakynnum Sporthússins í Kópavogi. 18 keppendur mættu til leiks og voru sett 10 íslandsmet og 21 unglingamet.

Hópurinn eftir mótið

Hópurinn eftir mótið

Í -53kg flokki kvenna skiptust þær Birna Dís Ólafsdóttir (LFG) og Hrefna H. Guðlaugardóttir (LFR) um að setja met í fullorðinsflokki. Birna Dís tvíbætti metið í snörun með því að lyfta 47kg og 51kg en Hrefna bætti þau jafnóðum með 48kg og 52kg sem metið sat í.

Í jafnhendingunni skildi á milli en þar hóf Hrefna leikinn á 58kg og setti þar með met í samanlögðum árangri, en Birna Dís svaraði því með því að opna á 64kg og lyfti síðan 67kg í jafnhendingu og allt voru þetta met sem og met í samanlögðum árangri.

Tinna Rós Óskarsdóttir (ÁRM) keppti á sínu fyrsta lyftingamóti og snaraði 50kg í -63kg flokki kvenna hún fór síðan með allar jafnhendingarnar sínar í gegn og endaði á að lyfta 80kg.

Hjördís Ósk Óskarsdóttir (ÁRM) sem á best 67kg í snörun og 91kg í jafnhendingu síðan á jólamótinu 2013 klikkaði á opnunarþyngdinni sinni 65kg í snörun og lét hækka í 67kg í 2. og 3. tilraun sem fóru ekki upp, vonandi kemur hún sterk til baka á næsta mót en hún á með betri æfingatölum kvenna á Íslandi.

Lilja Lind Helgadóttir keppti að þessu sinni í +75kg flokki, hún lyfti 80kg í snörun og reyndi við nýtt Norðurlandamet unglinga 85kg. Í jafnhendingunni lyfti hún 96kg en fékk 100kg dæmd ógild og reyndi í 3. og síðustu tilraun við nýtt Norðurlandamet í jafnhendingu 104kg sem hún stóð upp með.

1

Þrjár stigahæstu konurnar: Tinna Ósk, Lilja Lind og Birna Dís

Í karlaflokki voru 13 karlar mættir til leiks og þar af 9 sem keppa í unglingaflokki.

Í -69kg flokki var skemmtileg keppni á milli Einar Inga Jónssonar (LFR) og Guðmundar Steins Gíslasonar Kjeld (LFR) en Guðmundur tvíbætti unglingametið í snörun með því að lyfta 81kg og 86kg.

Í jafnhendingunni var Einar Ingi með yfirhöndina en hann þríbætti íslandsmetið í jafnhendingu og tvíbætti það í samanlögðum árangri með því að lyfta 101, 106 og 111kg.

Í -77kg flokki mætti Sindri Pétur Ingimundarson (LFR) aftur til leiks eftir um tveggja ára fjarveru en hann hefur glímt við meiðsli á úlnlið. Það er skemmst frá því að segja að Sindri raðaði inn unglinga metum, hann opnaði á nýju meti og persónulegri bætingu 100kg í snörun.

Í jafnhendingunni fór hann síðan með seríuna 125-133-137 í gegn þar sem að loka lyftan var dæmd ógild af dómurum en kviðdómur snéri þeirri ákvörðun við og endaði Sindri með 237kg og 306,2 Sinclair stig. Hægt er að sjá lyfturnar hans Sindra hér að neðan:

Davíð Björnsson (ÁRM) sótti góða bætingu í jafnhendingu þegar hann lyfti 120kg og í heildina 210kg. Sindri Snær Freysson (LFG) keppti á sínu fyrsta móti og féll úr keppni í snörun eftir að hafa bætt unglingamet Sindra í snörun um 1kg eða 101kg.

Í -85kg flokki var það Guðmundur Högni Hilmarsson sem sigraði en hann var einnig stigahæsti keppandi mótsins í karlaflokki með magnaðri loka lyftu í jafnhendingu sem var einnig bæting um 2kg á Íslandsmetinu í fullorðinsflokki sem var í eigu Björgvins Karls Guðmundssonar.

Guðmundur bætti einnig íslandsmet unglinga í snörun þegar hann lyfti 110kg og serían 130-137-147 voru öll ný unglingamet. Hann lyfti samtals 257kg og gaf það 308,6 Sinclair stig sem gaf honum stigabikarinn í mótinu.

Þrír stigahæstu karlarnir: Daníal (t.v.) Guðmundur og Sindri (t.h.)

Þrír stigahæstu karlarnir: Daníal (t.v.) Guðmundur og Sindri (t.h.)

Stefán Ernir Rossen (KFA) keppti einnig í -85kg flokki og lyfti 90kg í snörun eftir að hafa klikkað tvisvar á þeirri þyngd, hann fór síðan upp með 117kg í jafnhendingu. Snorri Björnsson (LFR) var þriðji og lyfti hann 89kg í snörun og 105kg í jafnhendingu.

Í -94kg flokki sigraði Daníel Róbertsson (ÁRM) með 110kg í snörun og 130kg í jafnhendingu en Daníel vigtaðist 85,15kg inn í mótið. Bjarmi Hreinsson (LFR) var annar með 105kg í snörun og 135kg í jafnhendingu, og Daði Jónsson (LFR) þriðji með 77kg í snörun og 90kg í jafnhendingu.

Einn keppandi mætti til leiks í -105kg flokki en það var suðurnesjamaðurinn Ingólfur Þór Ævarsson (UMFN), hann lyfti 107kg í snörun og 135kg í jafnhendingu sem voru bæði bætingar.

Heildarúrslit frá mótinu má sjá í gagnagrunni lyftingasambandsins:http://results.lsi.is/meet/haustmot-lsi-2014

Haustmót LSÍ: Keppendalisti

Haustmót LSÍ fer fram í Sporthúsinu á morgunn 4.Október, 18 keppendur eru skráðir til leiks. Eftirfarandi er skráningarlistinn sem einnig má finna í afrekaskrá LSÍ http://results.lsi.is/meet/haustmot-lsi-2014:

Konur Félag Þyngdarflokkur
Hrefna H. Guðlaugardóttir LFR -53kg
Birna Dís Ólafsdóttir LFG -53kg
Hjördís Ósk Óskarsdóttir Ármann -63kg
Tinna Rós Orradóttir Ármann -63kg
Lilja Lind Helgadóttir LFG 75kg+
Karlar Félag  Þyngdarflokkur
Guðmundur Steinn Gíslason Kjeld LFR -69kg
Einar Ingi Jónsson LFR -69kg
Arnór Gauti Haraldsson LFG -69kg
Stefán Rossen KFA -77kg
Davíð Björnsson Ármann -77kg
Sindri Pétur Ingimundarson LFR -77kg
Sindri Snær Freysson LFG -77kg
Guðmundur Högni Hilmasson LFR -85kg
Snorri Björnsson LFR -85kg
Bjarmi Hreinsson LFR -94kg
Daði Jónsson LFR -94kg
Daníel Róbertsson Ármann -94kg
Ingólfur Þór Ævarsson UMFN -105kg

Tímaseðill og keppendalisti fyrir Sumarmótið

timasedill_sumarmot

Nafn Félag Flokkur
Konur
Birna Dís Ólafsdóttir LFG -53kg
Glódís Guðgeirsdóttir FH -63kg
Sólveig Sigurðardóttir LFG -63kg
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir LFG -63kg
Harpa Almarsdóttir LFR -63kg
Birgit Rós Becker LFR -69kg
Álfrún Ýr Björnsdóttir LFG -75kg
Sesselja Sigurðardóttir Ármann -75kg
Hildur Grétarsdóttir LFG -75kg
Rakel Hlynsdóttir LFG -75kg
Hildur Björk Þórðardóttir LFR 75kg+

 

Karlar
Emil Ragnar Ægisson UMFN -77kg
Jakob Magnússon Ármann -85kg
Ari Bragi Kárason KFA -85kg
Steinar Þór Ólafsson LFR -85kg
Óðinn Páll Tjörvason LFG -85kg
Einar Alexander K. Haraldsson LFR -85kg
Björgvin Karl Guðmundsson LFR -85kg
Daði Jónsson LFR -94kg
Bunyarak „Romran“ Yuangprasert Ármann -94kg
Alexander Kristmannsson LFR -94kg
Vignir Valgeirsson LFG -94kg
Ingólfur Þór Ævarsson UMFN -105kg
Stefán Velemir FH -105kg
Hilmar Örn Jónsson LFG -105kg
Bjarki Garðarsson KFA 105kg+

Úrslit munu birtast á gagnagrunni LSÍ: http://results.lsi.is/meet/sumarmot-lsi-2014

Norðurlandamótið í ólympískum lyftingum

Norðurlandamótið í Ólympískum lyftingum fer fram í Vigrestad í Noregi á Laugardaginn. Sjö keppendur frá Íslandi verða í eldlínunni.

Í kvennaflokki mun Anna Hulda Ólafsdóttir keppa í 58kg flokki, Þuríður Erla Helgadóttir og Björk Óðinsdóttir í 63kg flokki og Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í 69kg flokki. Allar kepptu þær nýlega á Evrópumeistaramótinu í crossfit og stóðu sig með príði m.a. var Björk í öðru sæti og tryggði sig með þeim árangri inn á heimsleikana í Crossfit.

Í karlaflokki keppir Björgvin Karl Guðmundsson í fjölmennum 85kg flokki þar sem m.a. einn besti lyftingamaður norðurlandanna finninn Milko Tokola er mættur til leiks. Björgvin Karl náði líkt og Björk að tryggja sér þáttökurétt á heimsleikunum í Crossfit þegar hann varð þriðji á Evrópumeistaramótinu. Loks mun Gísli Kristjánsson keppa í +105kg flokki.

Landsliðsþjálfarinn Árni Björn Kristjáns­son fylgir liðinu og hon­um til aðstoðar er Elísa­bet Sól­ey Stef­áns­dótt­ir gjaldkeri sambandsins. Lár­us Páll Páls­son formaður LSÍ og alþjóðadóm­ari mun svo dæma á mót­inu fyr­ir Íslands hönd og sitja þing norðurlandasambandsins.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:
8:00-9:00 Vigtun
10:00-18:00 Keppni, keppt er í 5 hópum
Hópur 1 KVK 53kg, 58kg og 63kg
Hópur 2 KK 69kg og 77kg
Hópur 3 KK 85kg
Hópur 4 KVK 69kg, 75kg og +75kg
Hópur 5 KK 94kg, 105kg og +105kg

Merki Norðurlandasambandsins í lyftingum

Merki Norðurlandasambandsins í lyftingum

Hópur 1
53        SW    04.11.78    1    Berntsson Lena    SWE
53        JW    20.03.94    2    Øvsthus Sarah Hovden    NOR
53        SW    28.04.85    3    Ejstrup Christina Trier    DEN
58        SW    17.12.92    4    Trædal Sandra    NOR
58        SW    11.08.89    5    Utoslahti Pauliina    FIN
58        SW    18.07.88    6    Carlsen Camilla    NOR
58        SW    16.01.85    7    Ólafsdóttir Anna Hulda    ISL
63        SW    11.05.92    8    Årdalsbakke Marit    NOR
63        SW    30.07.91    9    Helgadóttir Þuríður Erla    ISL
63        SW    08.03.88    10    Óðinsdóttir Björk    ISL
63        SW    15.04.89    11    Roos Angelica    SWE
63        SW    28.04.87    12    Everi Anna    FIN
63        W1    06.03.79    13    Krarup Sarah Troelsen    DEN
63        SW    14.11.85    14    Hasfjord Marianne    NOR

Hópur 2
69        JM    02.09.94    21    Øverås Jantsen    NOR
69        SM    07.11.92    22    Mukkala Matias    FIN
69        SM    29.04.92    23    Hilmersson Anton    SWE
77        SM    11.02.91    24    Johnsson Erik    SWE
77        SM    03.08.91    25    Seipãjãrvi Juho    FIN
77        SM    16.09.90    26    Kring Tim    DEN
77        M1    15.06.78    27    Matnisdal Ronny    NOR
77        SM    01.07.90    28    Tokola Miika    FIN

Hópur 3
85        SM    22.05.88    31    Amdal Jarleif    NOR
85        JM    16.03.95    32    Gjøringbø Tore    NOR
85        SM    10.10.92    33    Tokola Milko    FIN
85        SM    24.09.92    34    Guðmundsson Björgvin Karl    ISL
85        SM    10.11.81    35    Rothwall Martin    SWE
85        SM    24.02.91    36    Gregersen Chris Geji    DEN
85        SM    26.06.93    37    Darville Simon    DEN

Hópur 4
69        JW    15.11.95    41    Dagsland Linn Therese    NOR
69        SW    09.09.91    42    Hansson Carita    SWE
69        SW    12.09.92    43    Sigmundsdóttir Ragnheiður Sara    ISL
69        SW    10.05.93    44    Davíðsdóttir Katrín Tanja    ISL
75        SW    04.06.84    45    Brynjulfsen Ingvild    NOR
75        SW    10.09.76    46    Berntsson Annika    SWE
75        SW    22.03.87    47    Roa Carolina    NOR
+75        YW    14.12.97    48    Llano Beatrice    NOR

Hópur 5
94        SM    16.10.88    51    Hannesbo Morten    DEN
94        SM    09.05.92    52    Farmen Sebastian    NOR
94        SM    21.11.92    53    Rørstadbotnen Sindre    NOR
94        SM    18.07.89    54    Hildebrandt Max    DEN
105        SM    07.09.88    55    Grostad Håvard    NOR
105        SM    15.09.88    56    Ågren Stefan    SWE
105        SM    27.04.93    57    Helleren Kristian    NOR
105        SM    28.11.88    58    Andersen Mikkel    DEN
105        SM    24.04.88    59    Nørgaard Jeppe    DEN
+105    SM    24.12.89    60    Tollefsen Kim Eirik     NOR
+105    M4    28.08.64    61    Kristjánsson Gísli     ISL
+105    SM    08.07.90    62    Varlid Vebjørn    NOR

Afrekaskrá Lyftingasambands Íslands

Í lok vetrar gekk lyftingasambandið til samninga við Klaus Jensen um þróun á afrekaskráningarkerfi. Síðstu mánuði hefur undirritaður sett inn yfir 4000 árangra allt frá árinu 1963 til dagsins í dag.

Misvel hefur verið staðið að skráningu árangra í gegnum tíðina en stuðst hefur verið við heimildir frá Ársskýrslum LSÍ sem og gömlum blaða/fréttatilkynningum. Allar ábendingar um mót sem vantar inn / rangar innfærslur / fæðingarár iðkennda osfr. skulu sendast á skraningar@lsi.is .

Í heildina hefur verið skráð 141 mót sem haldin hafa verið innanlands og 99 mót sem íslenskir keppendur hafa keppt á erlendis og sjá má skiptinguna á grafinu hér að neðan.

Mót í lyftingum í afreksgagnagrunni LSÍ 14.5.2014

Mót í lyftingum í afreksgagnagrunni LSÍ 14.5.2014

Síðan er að mestu leiti á ensku en það ætti ekki að koma að sök, eftirfarandi valmyndir eru mögulegar:

Meets (þýð: Mót)
– Hér er hægt að velja þau mót þar sem árangur hefur verið skráður, við getum sett inn myndir frá fyrri mótum og má endilega senda þær á skraningar@lsi.is

Lifters (þýð: Lyftingamenn/konur)
– Hér er hægt að velja eftir stafrófsröð þá lyftingamenn og konur sem skráð eru í gagnagruninn, ef það vantar fæðingarár þá má endilega koma því til skila á skraningar@lsi.is. Hægt er að sjá öll mót sem viðkomandi keppandi hefur keppt á.

Clubs (þýð: Klúbbar/Félög)
– Listi yfir lyftingaklúbba/félög, þessi listi uppfærist sjálfvirkt frá árinu 2014. Ef þú vilt láta skrá þig í einhvern sérstakan klúbb eða þú vilt að klúbburinn þinn birtist þá sendir þú tölvupóst á skraningar@lsi.is

Rankings (þýð: Röðun)
– Hér er keppendum raðað upp samkvæmt sinclair tölu fyrir hvert ár. Þessi listi er m.a. hafður til hliðsjónar við val á lyftingamanni/konu ársins.

Records (þýð: Met)
– Hér er haldið utan um öll met sem skilgreind eru af IWF, þ.e. karla og kvenna (e. Senior), ungmenna (13-17 ára) og unglinga (15-20 ára). Einnig verður nú haldið yfir met í öllum öldungaflokkum karla og kvenna. Metin eru reiknuð sjálfkrafa frá þeim mótum sem eru í gagnagrunninum og því mikilvægt að öll mót séu skráð svo metin séu rétt.

Einnig er hægt að sjá met fyrir aldursbilið 1928-1972, 1972-1976 , 1977-1992, 1993-1997 og loks 1998-.

Að lokum vill Lyftingasambandið þakka þeim styrktaraðilum sem styrktu gerð síðunnar, ennþá er pláss fyrir einn aðila að auglýsa á síðunni.

Hægt er að fara á síðuna á http://results.lsi.is

Ísland fékk silfur á Smáþjóðaleikunum í San Marino

Eins og við greindum frá í gær hér á síðu LSÍ, tók Ísland þátt í Smáþjóðaleikunum í San Marino í dag.  Strákarnir stóðu sig vel og háðu mikla baráttu við Kýpur. Strákarnir enduðu í öðru sæti með 948,54 sinclair stig á eftir Kýpur sem voru með 989,37.  Bronsið fékk svo Malta með 813,95 stig.

smáþjóða

Andri kom sá og sigraði og bætti sitt persónulega met, auk þess að sigra gamla refinn okkar Gísla Kristjánsson. Andri tók 143kg í snörun og 170kg í jafnhendingu.  Gísli átti ekki góðan dag, en hann tók 150/170 á Íslandsmeistaramótinu síðustu helgi og er líklegt að þreyta hafi haft þau áhrif að hann sýndi ekki sitt besta, en skilaði samt sínu, snaraði 140kg og tók 160kg í jafnhendingu.

Sigurður Bjarki setti Íslandsmet í sínum flokki í snörun þegar hann snaraði 120kg, hann tók svo 145kg í jafnhendingu sem var nýtt íslandsmet í samanlögðum árangri 265kg í 94kg flokki karla.

Árni átti gott mót og bætti sinn eigin árangur síðan á Íslandsmeistaramótinu síðustu helgi um 10 kg. Árni tók 116kg í snörun og 144kg í jafnhendingu.

Andri Gunnarsson náði þeim frábæra árangri að ná þriðja sætinu í heildarkeppninni og Gísli því fimmta.

Andri smáþjóða

 

Bikar Andra fyrir þriðja sætið 

 

Lyftingasamband Íslands óskar strákunum til hamingju með góðan árangur, gullið verður bara tekið að ári 😉

 

Íslandsmeistaramótið í lyftingum sýnt á RÚV

Í dag laugardag 26. apríl, klukkan 15:45-17:25 verður sýnt frá Íslandsmeistaramótinu í Ólympískum lyftingum sem haldið var fyrir viku síðan, eða laugardaginn 19. apríl.

Það eru gleðitíðindi að fjölmiðlar séu farnir að fjalla um og sýna frá lyftingum aftur. Enda margir sem sakna þess tíma þegar fjölskyldan settist fyrir framan sjónvarpið og horfði á lyftingar. Það er því kjörið tækifæri í dag.

Við þökkum LFR, Sportlíf, FiskSpa, ERGO, Múrlínunni, Hámark, Sportvörum og Velmerkt fyrir að styrkja mótið og gera okkur kleift að greiða fyrir upptöku Sport TV í keppninni. Við þökkum svo RÚV fyrir að sýna Íslandsmeistaramótið og vekja þannig athygli á þessari ör vaxandi íþrótt.

Hægt er að sjá uptökuna af íslandsmótinu í sarpinum hjá RÚV: http://ruv.is/sarpurinn/islandsmotid-i-olympiskum-lyftingu/26042014-0