Lilja Lind keppir á HM Unglinga

Lilja Lind Helgadóttir (LFG) (f.1996) mun keppa á HM unglinga, föstudaginn 12.Júní í Wraclow í Póllandi. Mótið er firnasterkt enda eitt af heimslistamótum fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016.

Búið er að birta keppendalistann fyrir mótið en Lilja Lind keppir í B-grúppu í -75kg flokki kvenna ásamt bestu lyftingakonum heims í þessum þyngdarflokk á aldursbilinu 18-20 ára: http://www.iwf.net/wp-content/uploads/downloads/2015/05/COMPETITORS_by_category.pdf

Lilja Lind eina konan af norðurlöndunum sem mætir til leiks en Finnar senda þrjá karla til keppni.

Lilja Lind Helgadóttir og þjálfari hennar Árni Björn Kristjánsson eftir að hafa sett Norðurlandamet unglinga

Lilja Lind Helgadóttir og þjálfari hennar Árni Björn Kristjánsson eftir að hafa sett Norðurlandamet unglinga í Svíþjóð 2014

Hér má sjá keppendalistann fyrir -75kg flokk kvenna, síðasta talan er árangur inn í mótið og er hann notaður til þess að raða í A og B grúppu. Lilja á best 183kg í samanlögðum árangri sem hún náði á Norðurlandamóti unglinga í fyrra þar sem hún setti frábært norðurlandamet í jafnhendingu 103kg í +75kg flokki kvenna. Hún hefur keppt í -75kg flokki það sem af er árinu og lyft mest 177kg samanlagt en það gerði hún á Copenhagen Weightlifting Cup í Janúar. Hún er búinn að vera í mikilli uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið og verður spennandi að fylgjast með henni.lilja_HM_junior

Hún er fyrsta íslenska konan sem keppir á heimsmeistaramóti unglinga.

Fyrir þá sem hafa áhuga á sögu lyftinga á Íslandi þá hefur Ísland tvisvar sinnum sent keppendur á HM unglinga, árið 1982 fór Haraldur Ólafsson til Sao Paulo í Brasilíu en datt úr leik í snörun eftir brösulegan undirbúning hjá mótshöldurum.

Árið eftir (1983) í Kaíró í Egyptalandi náði Ingvar Jóel Ingvarsson hinsvegar frábærum árangri þegar hann var í 6.sæti í -100kg flokki með 130kg í snörun og 177,5kg í jafnhendingu. Baldur Borgþórsson féll þar úr leik í jafnhendingu eftir að hafa snarað 140kg í -90kg flokki karla.