Norðurlandamótið í ólympískum lyftingum

Norðurlandamótið í Ólympískum lyftingum fer fram í Vigrestad í Noregi á Laugardaginn. Sjö keppendur frá Íslandi verða í eldlínunni.

Í kvennaflokki mun Anna Hulda Ólafsdóttir keppa í 58kg flokki, Þuríður Erla Helgadóttir og Björk Óðinsdóttir í 63kg flokki og Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í 69kg flokki. Allar kepptu þær nýlega á Evrópumeistaramótinu í crossfit og stóðu sig með príði m.a. var Björk í öðru sæti og tryggði sig með þeim árangri inn á heimsleikana í Crossfit.

Í karlaflokki keppir Björgvin Karl Guðmundsson í fjölmennum 85kg flokki þar sem m.a. einn besti lyftingamaður norðurlandanna finninn Milko Tokola er mættur til leiks. Björgvin Karl náði líkt og Björk að tryggja sér þáttökurétt á heimsleikunum í Crossfit þegar hann varð þriðji á Evrópumeistaramótinu. Loks mun Gísli Kristjánsson keppa í +105kg flokki.

Landsliðsþjálfarinn Árni Björn Kristjáns­son fylgir liðinu og hon­um til aðstoðar er Elísa­bet Sól­ey Stef­áns­dótt­ir gjaldkeri sambandsins. Lár­us Páll Páls­son formaður LSÍ og alþjóðadóm­ari mun svo dæma á mót­inu fyr­ir Íslands hönd og sitja þing norðurlandasambandsins.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:
8:00-9:00 Vigtun
10:00-18:00 Keppni, keppt er í 5 hópum
Hópur 1 KVK 53kg, 58kg og 63kg
Hópur 2 KK 69kg og 77kg
Hópur 3 KK 85kg
Hópur 4 KVK 69kg, 75kg og +75kg
Hópur 5 KK 94kg, 105kg og +105kg

Merki Norðurlandasambandsins í lyftingum

Merki Norðurlandasambandsins í lyftingum

Hópur 1
53        SW    04.11.78    1    Berntsson Lena    SWE
53        JW    20.03.94    2    Øvsthus Sarah Hovden    NOR
53        SW    28.04.85    3    Ejstrup Christina Trier    DEN
58        SW    17.12.92    4    Trædal Sandra    NOR
58        SW    11.08.89    5    Utoslahti Pauliina    FIN
58        SW    18.07.88    6    Carlsen Camilla    NOR
58        SW    16.01.85    7    Ólafsdóttir Anna Hulda    ISL
63        SW    11.05.92    8    Årdalsbakke Marit    NOR
63        SW    30.07.91    9    Helgadóttir Þuríður Erla    ISL
63        SW    08.03.88    10    Óðinsdóttir Björk    ISL
63        SW    15.04.89    11    Roos Angelica    SWE
63        SW    28.04.87    12    Everi Anna    FIN
63        W1    06.03.79    13    Krarup Sarah Troelsen    DEN
63        SW    14.11.85    14    Hasfjord Marianne    NOR

Hópur 2
69        JM    02.09.94    21    Øverås Jantsen    NOR
69        SM    07.11.92    22    Mukkala Matias    FIN
69        SM    29.04.92    23    Hilmersson Anton    SWE
77        SM    11.02.91    24    Johnsson Erik    SWE
77        SM    03.08.91    25    Seipãjãrvi Juho    FIN
77        SM    16.09.90    26    Kring Tim    DEN
77        M1    15.06.78    27    Matnisdal Ronny    NOR
77        SM    01.07.90    28    Tokola Miika    FIN

Hópur 3
85        SM    22.05.88    31    Amdal Jarleif    NOR
85        JM    16.03.95    32    Gjøringbø Tore    NOR
85        SM    10.10.92    33    Tokola Milko    FIN
85        SM    24.09.92    34    Guðmundsson Björgvin Karl    ISL
85        SM    10.11.81    35    Rothwall Martin    SWE
85        SM    24.02.91    36    Gregersen Chris Geji    DEN
85        SM    26.06.93    37    Darville Simon    DEN

Hópur 4
69        JW    15.11.95    41    Dagsland Linn Therese    NOR
69        SW    09.09.91    42    Hansson Carita    SWE
69        SW    12.09.92    43    Sigmundsdóttir Ragnheiður Sara    ISL
69        SW    10.05.93    44    Davíðsdóttir Katrín Tanja    ISL
75        SW    04.06.84    45    Brynjulfsen Ingvild    NOR
75        SW    10.09.76    46    Berntsson Annika    SWE
75        SW    22.03.87    47    Roa Carolina    NOR
+75        YW    14.12.97    48    Llano Beatrice    NOR

Hópur 5
94        SM    16.10.88    51    Hannesbo Morten    DEN
94        SM    09.05.92    52    Farmen Sebastian    NOR
94        SM    21.11.92    53    Rørstadbotnen Sindre    NOR
94        SM    18.07.89    54    Hildebrandt Max    DEN
105        SM    07.09.88    55    Grostad Håvard    NOR
105        SM    15.09.88    56    Ågren Stefan    SWE
105        SM    27.04.93    57    Helleren Kristian    NOR
105        SM    28.11.88    58    Andersen Mikkel    DEN
105        SM    24.04.88    59    Nørgaard Jeppe    DEN
+105    SM    24.12.89    60    Tollefsen Kim Eirik     NOR
+105    M4    28.08.64    61    Kristjánsson Gísli     ISL
+105    SM    08.07.90    62    Varlid Vebjørn    NOR

Úrslit á Norðurlandameistaramóti á Akureyri 2013

Norðurlandameistaramót í Ólympískum lyftingum var haldið á Akureyri þann 17. ágúst síðastliðinn.

Ísland vann í Liðakeppni Karla en Danmörk vann í Liðakeppni kvenna.

Keppendur fyrir Íslands hönd í karlaflokki voru Gísli Kristjánsson, Árni Björn Kristjánsson, Andri Gunnarsson, Árni Freyr Stefánsson, Róbert Eyþórsson, Hrannar Guðmundsson, Björgvin Karl Guðmundsson og Darri Már Magnússon.

Í kvennaflokki kepptu Svanhildur Vigfúsdóttir og Auður Ása Maríasdóttir.

Árangur Íslendingana var mjög góður og fékk Darri Már Magnússon gullverðlaun í -56 kg. fl. og setti þrjú ný íslandsmet í drengja og unglingaflokki. Hrannar Guðmundsson, átti í harðri keppni við Mikko Kuusto (FIN) í  77 kg. fl., en beið í lægri hlut á 100gr. þyndarmun á líkamsþyngd á keppnisdegi þar sem báðir lyftu 263 kg. í samanlögðu. Hrannar setti 3 ný Íslandsmet, 117 kg. í snörun, 146 kg. í janfhendingu og 263 kg. í samanlögðu eins og áður sagði. Róbert Eyþórsson hlaut silfurverðlaun í 69. kg. fl og Árni Björn Kristjánsson sömuleiðis í -105 kg. fl. en Árni Freyr Stefánsson lauk ekki keppni í þeim þyngdarflokki. Gísli Kristjánsson fékk bronsverðlaun í +105 kg. fl.. Svanhildur Vigfúsdóttir fékk bronsverðlaun -58 kg. fl. kvenna.

Per Hordnes (NOR) var stigahæstur karla yfir alla þyngdarflokka. Hann keppti í -94 kg. fl. og lyfti þar 143 kg í snörun og 180 kg í jafnhendingu og var með 323 kg. í samanlögðu.

Ruth Kasirye (NOR) var stigahæst kvenna yfir alla þyngdarflokka. Hún keppti í -63 kg. fl. og lyfti þar 96 kg í snörun og 117 kg í jafnhendingu og var með 213 kg. í samanlögðu.

Ármann var í öðru sæti í félagsliðakeppni karla en Norska félagið Tambarskjelvar IL sigraði. Danska félagið IK 99 sigraði í félagsliðakeppni kvenna en Ármann var þar í þriðja sæti.

Á Norðurlandameistaramótum er keppt í hinum hefðbundu 8 þyngdarflokkum hjá körlum en keppt er sérstaklega í 3 þyndarflokkum í stað hinna hefðbundna 7 þyngdarflokka hjá konum.

Eftirfarandi eru sigurvegarar í þyndarflokkum karla;

+105 kg. Ragnar Öhman (140/192/332)

-105 kg. Mikkel Andersen (145/165/310)

-94 kg. Per Hordnes (143/180/323)

-85 kg. Jarleif Amdal (135/160/329)

-77 kg. Mikko Kuusisto (115/148/263)

-69 kg. Jantsen Overas (108/127/235)

-62 kg. Arto Lahdekorpi (86/102/188)

-56 kg. Darri Már Magnússon (40/45/85)

Eftirfarandi eru sigurvegarar í kvennaflokkunum;

+ 69 kg. Madeleine Ahlner (70/94/164)

63-69 kg. Ruth Kasirye (96/117/213)

-63 kg. Christina Ejstrup (63/77/140)

Önnur úrslit mótsins má sjá á eftirfarandi skrá;

Nordic Senior 2013 Result 1 group

Nordic Senior 2013 Result 2 group

Nordic Senior 2013 Result 3 group

Myndir frá mótinu er hægt að nálgast á eftirfarandi síðum (©Sævar Geir Sigurjónsson).

https://www.facebook.com/kraftlyftingafelag.akureyrar/photos_stream

http://www.sport.is/ithrottir/2013/08/19/hrikalega-tekid-a-thvi-a-akureyri-myndaveisla/

Anna Hulda með brons á Norðurlandamóti

This slideshow requires JavaScript.

Anna Hulda Ólafsdóttir með bronsverðlun fyrst íslenskra kvenna.

Laugardaginn 29. September s.l. fór fram Norðurlandamót fullorðinna í Ólympískum Lyftingum í Landskrona í Svíþjóð.

Anna Hulda Ólafsdóttir vann til bronsverðlauna í 58 kg. flokki fyrst íslenskra kvenna. Anna Hulda náði 56 kg. í Snörun og 80 kg.  í Jafnhendingu sem er Íslandsmet í hennar þyngdarflokki.

Anna Hulda var með 179,50 sinclair stig og átti í hörku baráttu við Lindu Tham frá Svíþjóð sem kom óvænt inn á mótið. Linda Tham hafði náð 58 kg. í Snörun áður en Jafnhendingin byrjaði. Linda missti hinsvegar tvær fyrstu lyfturnar í Jafnhendingu en náði þó að lyfta byrjunarþyngd sem var 73 kg. Þá þurfti Anna Hulda að ná 80 kg. í Jafnhendingu til að ná Bronsinu. Okkar stúlka fór örugglega upp með 75 kg. og kláraði svo Jafnhendinguna með Íslandsmeti og þeim 80 kg. sem þurfti til að fá bronsið eftir virkilega spennandi og skemmtilega keppni.

Hérna má sjá úrslitin í Kvennaflokki

Hérna má sjá úrslitin í Karlaflokki

Af öðrum fréttum er það að segja að Ólympískar Lyftingar eru vaxandi íþrótt á Íslandi og hefur iðkendafjöldinn margfaldast á síðustu árum. Eftir því hefur verið tekið á Norðurlöndunum og þess vegna hefur verið ákveðið að Norðurlandamót fullorðinna í Ólympískum Lyftingum verði haldið á Íslandi á næsta ári. Þetta er mikill heiður fyrir Lyftingasamband Íslands og er vonast eftir því að sem flestir sjái sér fært að mæta og hvetja Íslendinga til dáða á heimavelli.