Annie Mist aftur á lyftingapallinn

Mikill gróska hefur verið í ólympískum lyftingum og hafa konur blómstrað í íþróttinnni. Lilja Lind vann norðurlandameistaratitil unglinga og var nálægt því að bæta norðurlandametið í sínum aldursflokki á síðasta ári. Katrín Tanja var einnig í baráttu um gullið á síðasta norðurlandamóti, en hafnaði í öðru sæti.

Reikjavíkurleikarnir standa nú sem hæðst og mun mótið í Ólympískum lyftingum vera glæsilegt í ár.  18 keppendur eru skráðir til leiks, en gefin voru út lágmörk svo það eru bara þau bestu sem fá að keppa.  Meðal keppanda er Annie Mist fyrrum heimsmeistari í CrossFit, Anna Hulda lyftingakona ársins, Lilja Lind Norðulandameistari unglinga og Katrín Tanja sem rétt missti af Norðulandameistartitli á síðasta ári ásamt fleiri efnilegum keppendum í kvennaflokki. Þrjár konur fengu „Wildcard“, ein af þeim er Björk Óðinsdóttir, hún býr í Svíþjóð og er ein af efnilegustu crossfiturum íslendinga. Björk hefur sýnt frábæra tilburði í lyftingum og búast má við því að hún komi til með að berjast um toppsætið.

Þrír erlendir keppendur taka þátt, en þau eru öll frá Noregi, tveir karlmenn, Kristian Helleren og Jon Peter Ueland og  ein kona Sandra Instefjord.

Í karlaflokki er Gísli Kristjánsson margfaldur íslandsmeistari sigurstranglegastur.  En hann keppti á móti í Kaupmannahöfn síðustu helgi og hafnaði þar í fimmta sæti.  Það verður spennandi að sjá hvort hann nái að bæta eigið Íslandsmet á morgun.  Líklegt þykir að hann nái því markmiði áður en hann verður fimmtugur í ágúst.

Í fyrsta skipti í sögu lyftinga á Íslandi eru konur fleiri en karlar á lyftingamóti.  Konurnar eru ellefu talsins en karlarnir sjö.  Þetta er því merkisatburður í sögu lyftinga og er gaman að sjá hver þróun íþróttarinnar er hér á Íslandi.

Mótið verður haldið í húsakynnum LFR/CrossFit Reykjavík að Faxafeni 12 og hefst mótið klukkan 11.  Aðgangur er ókeypis.

Frekari upplýsingar um mótið er að finna á netsíðu LSÍ:
https://lyftingar.wordpress.com/2014/01/21/timasedill-fyrir-rig-og-keppendalisti/

Ég leit við á landsliðsæfingu og tók nokkur myndbrot sem má sjá hér fyrir neðan.

Anna Hulda

Björk Óðinsdóttir

Lilja Lind