
Sýnt úr mótshluta lyftinga og tekið viðtal við okkar fólk
á mínútu 5:22 HÉR

Viðtal við Úlfhildi Örnu Unnarsdóttur eftir
Reykjavík International Games HÉR

Viðtal við Brynjar Loga Halldórsson eftir
Reykjavík International Games HÉR

Sunnudagurinn 29. janúar / Sunday 29th of January
Vigtun/Weigh-In
Konur/Women 7:00am
Karlar/Men 8:00am
Keppni hefst/Competition Starts
Konur/Women 9:00am
Karlar/Men 11:00am
Verðlaunaafhending/Award ceremony
Fimm lið, hvert skipað 2 körlum og 2 konum er skráð til leiks á RIG 2023.
Liðakeppnin fer þannig fram að stigahæsti keppandinn samkvæmt 2017-2020 Sinclair stigum af hvoru kyni mun fá 10 stig, annað sætið 9 stig og svo koll af kolli. Samanlögð stig munu síðan útskurða sigurvegara
Ef tvö lið eru jöfn er það lið hærra sem er með hæstu stigatölu samanlagt af einum karl og einum kvenn keppenda. Ef lið eru ennþá jöfn deila þau sætinu.
Ef keppandi lyftir ekki samanlögðum árangri þá fær hann núll stig.
Five teams composed of 2 males and 2 females a total of ten male lifters and ten female lifter are currently signed up for RIG 2023.
Team competition will be based on points where the highest ranked lifter based on 2017-2020 Sinclair points [1] gets 10 points, second place 9 points in each of the gender categories.
If two or more teams are even, the team with the highest combined score of one male and one female winner is ranked higher. If the teams are still even they will share the placement.
If a competitor does not get a total he will get zero points in the team competition.
Results will be posted on www.results.lsi.is
Ísland/Iceland
Alex Daði Reynisson
Brynjar Logi Halldórsson
Þuríður Erla Helgadóttir
Úlfhildur Arna Unnarsdóttir
Noregur/Norway
Kim Eirik Tollefsen
Daniel Ronnes
Melissa Schanche
Julia Jordanger
Svíþjóð/Sweden – Out of Competition
Danmörk/Denmark
Louis Strøier
Thomas Strøier
Melina Barhagh
Mette Fasmila Pedersen
Finnland/Finland
Jesse Nykänen
Lassi Kemppainen
Emilia Tiainen
Heidi Kunelius
Færeyjar/Faroe Islands
Niels Áki Mørk
Pól Andreasen
Asta Egilstoft Nielsen
Maibrit Reynheim Petersen
Stofnfundur lyftingasamband Íslands var haldinn 27.Janúar 1973 og því 50 ár frá stofnun.
Við hvetjum áhugasama til að nálgast Morgunblaðið í dag þar sem farið er stuttlega yfir sögu sambandsins: https://www.mbl.is/mogginn/bladid/innskraning/?redirect=%2Fmogginn%2Fbladid%2Fgrein%2F1828098%2F%3Ft%3D952488181&page_name=grein&grein_id=1828098
Hér að neðan má hlaða niður ársskýrslu upphafsársins 1973
Ísland
Alex Daði Reynisson
Brynjar Logi Halldórsson
Þuríður Erla Helgadóttir
Úlfhildur Arna Unnarsdóttir
Noregur
Kim Eirik Tollefsen
Daniel Ronnes
Melissa Schanche
Julia Jordanger
Danmörk
Louis Strøier
Thomas Strøier
Melina Barhagh
Mette Fasmila Pedersen
Finnland
Jesse Nykänen
Lassi Kemppainen
Emilia Tiainen
Heidi Kunelius
Færeyjar
Niels Áki Mørk
Pól Andreasen
Asta Egilstoft Nielsen
Maibrit Reynheim Petersen
Því miður dróg Svíþjóð sig úr keppni, annars hefðu öll norðurlöndin verið að senda lið.
Hvert lið hefur 2 karla og tvær konur, og svo er samanlögð stig þeirra sem gilda til úrslita.+
Mótið verður haldið sunnudaginn 29. janúar í Laugardalshöllinni, og hefst keppni klukkan 9.
LIVE STREAM
https://app.staylive.io/rigplay?fbclid=IwAR2TAQEavZOwFq60S2rlqiEYDZxFzy-bU7n6pzCYstdduslUr9y8Nge_e1E
Um helgina, 20-22.01.2023 fara fram æfingabúðir fyrir u20 íþróttamenn, haldið í höfuðstöðvum Eleiko í Halmstad, Svíþjóð. Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f.2005), Bjarki Breiðfjörð (f. 2003), og Bríet Anna Heiðarsdóttir (f.2005) fóru sem íþróttamenn frá Íslandi.
Æfingabúðirnar eru skipulagðar af Íþróttamannaráði Norðurlandanna, í samráði við Norðurlandasambandið, og með styrk frá IWF (International Weightlifting Federation)
Hægt er að nálgast heildarúrslit hér: https://results.lsi.is/meet/jolamot-lsi-2022-2022
Íslandsmeistaramóti Unglinga og íslandsmetum verða gerð frekari skil á næstu dögum en Birta Líf Þórarinsdóttir snaraði nýju meti (89kg) í fullorðinsflokki -76kg flokk sem og setti nýtt met í samanlögðum árangri 197kg. Fimm konur jafnhentu yfir 100kg.
Snörunin bætti einnig norðurlandamet unglinga (20 ára og yngri) um 1 kg sem Eygló Fanndal Sturludóttir átti en það met var sett fyrir ári síðan. Hér er hægt að sjá norðurlandametin: https://www.tyngdlyftning.com/NordiskaTF/Nordicrecords/Womenjunior/
# | Nafn | Lið | Kyn | L.Þ. | Samtals | Sinclair |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | Úlfhildur Arna Unnarsdóttir | STJ | F | 64,00 | 183,0 | 237,6 |
2 | Birta Líf Þórarinsdóttir | LFR | F | 74,40 | 197,0 | 235,6 |
3 | Íris Rut Jónsdóttir | MAS | F | 63,75 | 178,0 | 231,6 |
# | NaFN | Lið | Kyn | L.Þ. | Samtals | Sinclair |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | Gerald Brimir Einarsson | LFR | M | 87,85 | 282,0 | 329,7 |
2 | Bjarki Breiðfjörð | UFS | M | 78,85 | 255,0 | 314,3 |
3 | Ari Tómas Hjálmarsson | LFR | M | 80,05 | 229,0 | 280,1 |
# | Lið | Stig | Stiga Útreikningur |
---|---|---|---|
1 | LFR | 59 | 7 + 7 + 7 + 7 + 7 + 5 + 5 + 5 + 5 + 4 |
2 | LFK | 23 | 7 + 5 + 4 + 3 + 3 + 1 |
3 | Stjarnan | 19 | 7 + 7 + 5 |
4 | UMFS | 7 | 7 |
5 | LFM | 7 | 7 |
6 | Hengill | 7 | 5 + 2 |
7 | Massi | 5 | 5 |
Mótið fer fram í Sporthúsinu
Dagskrá:
8:00-9:00 Vigtun (KK)
8:30-9:30 Vigtun (KVK)
10:00-11:20 Hópur 1 (KK -73 og -81kg flokkur)
11:30-12:40 Hópur 2 (KK -89, -96,-102 og -109kg flokkur)
12:45-14:15 Hópur 3 (KVK -59, -64 -71kg flokkur)
14:30-16:00 Hópur 4 (KVK -76, -81, -87kg flokkur)
—
Hópur | Nafn | F. Ár | Félag | Aldursflokkur | Þyngdarflokkur |
1 | Sigurður Eggertsson | 2006 | LFR | U17 | 73 |
1 | Viktor Jónsson | 2004 | LFR | U20 | 73 |
1 | Eyjólfur Andri Björnsson | 2004 | LFR | U20 | 81 |
1 | Bjarki Breiðfjörð Björnsson | 2003 | UMFS | U20 | 81 |
1 | Ari Tómas Hjálmarsson | 2005 | LFR | U17 | 81 |
1 | Eggert Georg Tómasson | 1996 | LFR | KK | 81 |
1 | Breki | 2001 | LFK | KK | 81 |
1 | Jósef Gabríel Magnússon | 2003 | LFR | U20 | 81 |
1 | Bjarki Hraundal | 1995 | LFK | KK | 81 |
2 | Gerald Einarsson | 1998 | LFR | KK | 89 |
2 | Þorvaldur Hafsteinsson | 2002 | LFR | U20 | 89 |
2 | Tindur Eliasen | 2005 | LFR | U17 | 89 |
2 | Þórbergur Ernir Hlynsson | 2005 | LFR | U17 | 89 |
2 | Eggert Ólafsson | 1997 | LFR | KK | 96 |
2 | Sigurður Árnason | 1976 | LFM | KK | 102 |
2 | Marel Bent Björgvinsson | 1995 | UMFS | KK | 109 |
3 | Thelma Rún Guðjónsdóttir | 2002 | LFR | U20 | 59 |
3 | Rakel Ragnheiður Jónsdóttir | 1999 | LFK | KVK | 59 |
3 | Bríet Anna Heiðarsdóttir | 2005 | Hengill | U17 | 64 |
3 | Íris Rut Jónsdóttir | 1991 | Massi | KVK | 64 |
3 | Arey Rakel Guðnadóttir | 2002 | LFR | U20 | 64 |
3 | Thelma Mist Oddsdóttir | 2002 | LFK | U20 | 64 |
3 | Hulda Finnbogadóttir | 2007 | LFK | U17 | 64 |
3 | Thelma Ósk Björgvinsdóttir | 2005 | LFK | U20 | 64 |
3 | Tinna Marín sigurðardóttir | 2000 | LFR | KVK | 71 |
4 | Birta Líf Þórarinsdóttir | 2002 | LFR | U20 | 76 |
4 | Guðný Björk Stefánsdóttir | 2001 | LFK | KVK | 76 |
4 | Úlfhildur Arna Unnarsdóttir | 2005 | Stjarnan | U17 | 76 |
4 | Sólveig Þórðardóttir | 2004 | LFR | U20 | 76 |
4 | Rakel Hlynsdóttir | 1983 | Hengill | KVK | 81 |
4 | Erla Ágústsdóttir | 2001 | LFK | KVK | 87 |
4 | Friðný Fjóla Jónsdóttir | 1997 | Stjarnan | KVK | 87 |
4 | Unnur Sjöfn Jónasdóttir | 2004 | Stjarnan | U20 | 87 |
Sjá frábæra umfjöllun MBL (15.Des) https://www.mbl.is/sport/frettir/2022/12/15/madur_verdur_alveg_sma_litill_i_ser/
Eygló Fanndal Sturludóttir endaði í 19.sæti af 39 keppendum í -71kg flokki kvenna á Heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem fram í Bogota í Kólembíu um þessar mundir. Eygló var ekki langt frá sínu besta þegar hún lyfti 90kg og 94kg í snörun en klikkaði á 98kg í þriðju tilraun sem hefði verið bæting um 1kg. Í jafnhendingu opnaði hún á 115kg, fór síðan í 119kg sem er 1 kg frá íslandsmeti hennar og það fór upp. Í loka jafnhendingunni reyndi hún við 123kg en fékk ekki lyftuna gilda. Samanlagðu árangur hennar var því 213kg sem er 4kg frá Íslandsmeti hennar sem hún setti þegar hún varð Evrópumeistari 23 ára og yngri um miðjan Október síðastliðinn. Þjálfari Eyglóar, Ingi Gunnar Ólafsson benti á að þetta hefði farið í reynslubankann en Bogota er um 2600m yfir sjávarmáli og höfðu þau enga reynslu af þeim aðstæðum.
Flokkurinn er einn af fimm þyngdarflokkum sem verða á ólympíuleikunum í París 2024 þar sem -64kg flokkurinn sem var í Tokyo fellur út og næsti flokkur því -59kg flokkurinn. Mótið var það fyrsta í úrtökukeppni fyrir leikana og skýrir það mikinn fjölda keppenda en Kínverjar, Bandaríkjamenn, Philipseyjingar og Japanir voru allir með 2 keppendur sem báðir enduðu ofar en Eygló. Úrtökukeppni fyrir París fer þannig fram að 10 efstu keppendur á heimslista í hverjum þyngdarflokk þar sem sex mót telja að loknu úrtökutímabilinu komast sjálfkrafa á leikana, mest einn frá hverju landi í hverjum þyngdarflokk og mest þrír keppendur frá hverju landi yfir alla þyngdarflokka. Hver heimsálfa (Asía, Pan-Ameríka, Eyjaálfa, Evrópa og Afríka) fá að senda stigahæsta keppenda sem ekki nær þessum top 10 árangri. Þjóðin sem hýsir næstu leika (Frakkland) fá 2 karla og 2 konur og svo eru 3 sæti á karla og 3 á konur í svokölluð Universality sæti oft talað um wildcard hér áður fyrr. Mest verða 12 keppendur í hverjum þyngdarflokk.
Rúmeninn Loredana-Elena Toma sigraði nokkuð óvænt flokkinn en hún er einn þeirra keppenda sem færir sig upp úr -64kg flokki kvenna. Hún lyfti öllum sínum snörunum og þar með 119kg sem var nýtt heimsmet og varð með því eini heimsmetahafi kvenna sem ekki kemur frá Asíu. Kínverjinn Tiantian Zeng varð önnur með 253kg í samanlögðum árangri og Ekvadorinn Engie Paola Palacios Dajomes varð þriðja með 252kg í samanlögðum árangri.
Af Evrópubúum var Frakkinn Marie Josephe Fegue áttunda með 241kg, Ítalinn Giulia Miserendino (lyfti áður í -64kg flokki) níunda með 233kg, Bretin Sarah Davies 14. með 223kg, Lisa Marie Schweizer frá Þýskalandi 16. með 220kg og síðan Eygló 19.
Heildarúrslit má sjá hér: https://iwf.sport/results/results-by-events/?event_id=562
Val á lyftingafólki ársins fór fram í Desember, einnig velur sambandið ungmenni ársins í flokki 18-20 ára, 16-17 ára og 15 ára og yngri. Afhending farandbikara mun eiga sér stað á næstu vikum. Sérstaka athygli má vekja á gríðarlega góðum árangri ungmenna sambandsins á árinu 2021.Valið er samkvæmt 18. Grein í lögum LSÍ.
Stjórn og varamenn hafa atkvæðisrétt um val á lyftingakonu og karli ársins, valið skal ávallt miðast við tímabilið 1. Desember til 30. Nóvember. Ef óskað er eftir því getur kosning verið nafnlaus. Val á lyftingakonu og karli ársins skal miðast við árangur íþróttamannsins á liðnu ári og er þá sérstaklega horft til Sinclair stigatölu sem og árangur á alþjóðlegum mótum. Íþróttamenn koma ekki til greina í vali á lyftingakonu og karli ársins á meðan þeir taka út refsingu og í eitt ár eftir að refsingu lýkur vegna brota á lyfjalögum ÍSÍ, IWF og/eða WADA.
Besta Lyftingakonan
Eygló Fanndal Sturludóttir (f.2001) úr Lyftingafélagi Reykjavíkur er lyftingakona ársins eftir hreint stórkostlegt ár. Eygló náði hæstu Sinclair stigatölu allra kvenna á árinu 266.9 stig rúmum tíu stigum hærri en Þuríður Erla Helgadóttir sem hampað hefur afrekinu Besta Lyftingakonan síðustu 7 árin. Eygló varð Íslandsmeistari í mars í -71kg flokki kvenna og einnig stigahæsti kvenn keppandi mótsins. Hún varð í 9.sæti á Evrópumeistaramótinu í lyftingum í -71kg flokki þegar hún lyfti 205kg samanlagt. Þriðja mótið hennar var Haustmót LSÍ þar sem hún snaraði glæsilegu íslandsmeti í -71kg flokki 97kg. Hún kórónaði síðan glæsilegt lyftingaár með því að verða Evrópumeistari 23 ára og yngri þegar hún lyfti 97kg í snörun og 120kg í jafnhendingu sem voru ný íslandsmet í jafnhendingu og samanlögðum árangri. Þessum árangri hefur áður verið gerð betri skil í alþjóðlegum samanburði hér en Eygló bætti sinn besta árangur um 15kg á árinu 2022: https://lyftingar.wordpress.com/2022/10/23/arangur-eygloar/
Besti lyftingamaður
Brynjar Logi Halldórsson (f.2002) úr Lyftingafélagi Reykjavíkur er lyftingamaður ársins. Besti árangur Brynjars kom á Norðurlandamóti unglinga þar sem hann varð norðurlandameistari 20 ára og yngri í -89kg flokki karla þegar hann snaraði 137kg og jafnhenti 158kg, samanlagt 295kg sem var nýtt íslandsmet í -89kg flokki karla og gaf honum 345 Sinclair stig. Brynjar varð í 19.sæti á HM 20 ára og yngri í -89kg flokk, í 9.sæti á EM 20 ára og yngri í -89kg flokk og stigahæstur karla á Haustmóti LSÍ. Líkt og Eygló hefur Brynjar verið að bæta sig mikið á árinu eða um 24kg í samanlögðum árangri. Brynjar hlýtur einnig nafnbótina ungmenni ársins í flokki Pilta (18-20 ára).
Ungmenni ársins
Stúlkur (18-20 ára)Birta Líf Þórarinsdóttir (f.2002) úr Lyftingafélagi Reykjavíkur kom sterk inn á síðustu mánuðum ársins með frábærum árangri á smáþjóðleikunum í ólympískum lyftingum og norðurlandamóti ungligna 20 ára og yngri. Á smáþjóðleikunum lyfti hún mest 85kg í snörun og 105kg í jafnhendingu en bætti svo um betur á Norðurlandameistaramóti unglinga sem haldið var viku seinna þegar hún snaraði aftur 85kg en jafnhenti 107kg og varð með því norðurlandameistari 20 ára og yngri í -76kg flokki kvenna.
Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f.2005) átti viðburðarríkt ár þar sem hún keppti á alls átta mótum, þar af sjö alþjóðlegum. Bestum árangri út frá Sinclair stigum náði hún á Haustmóti LSÍ þar sem hún lyfti 87kg í snörun og 103kg í jafnhendingu samtals 190kg. Merkilegasta afrekið var samt sem áður silfurverðlaun á Evrópumeistaramótin 17 ára og yngri í Pólland sem hún endurtók á Norðurlandameistaramótinu 17 ára og yngri. Einnig á Heimsmeistaramóti 20 ára og yngri í Grikklandi (18.sæti) og á Heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Mexikó (7.sæti). Á smáþjóðleikunum í ólympískum lyfti Úlfhildur 106kg í jafnhendingu sem var nýtt með í flokki 17 ára og yngri.
Þórbergur Ernir Hlynson (f.2005) kórónaði gott bætingaár með því að verða norðurlandameistari unglinga 17 ára og yngri í -89kg flokki þegar hann snaraði 104kg og jafnhenti 127kg.
Bergrós Björnsdóttir (f.2007) keppti á Heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Mexíkó og varð í áttunda sæti í -71kg flokki kvenna þegar hún lyfti 81kg í snörun og 100kg í jafnhendingu. Allt ný Íslandsmet í flokki 15 ára og yngri en allar keppa þær í sama þyngdarflokki Bergrós, Úlfhildur og Eygló.
Drengir U15 (15 ára og yngri) Engin keppandi í þessum aldursflokki keppti á árinu
Helga Hlín og Hrund gerðu góða ferð til Orlando á Heimsmeistaramót Masters (öðlinga).
Helga keppti þar í -59kg flokki 50-54 ára kvenna og lyfti öllum sínum lyftum gildum best 55kg í snörun og 70 kg í jafnhendingu það gaf henni annað sætið í flokknum og var hún alveg við sinn besta árangur.
Hrund Scheving keppti síðan í fjölmennum (15 keppendur) -71kg flokki kvenna 40-44 ára, Hrund lyfti einnig öllum sínum lyftum og var aðeins 1kg frá bronsverðlaunum.