Haustmót LSÍ 15.október

Image

image1 (1)

Advertisements

Tvö ný lyftingafélög stofnuð

Tvö ný lyftingafélög hafa verið tekin inn í LSÍ og ÍSÍ.

Lyftingafélag Austurlands sem er staðsett í Crossfit Austur á Egilstöðum og héldu þau unglingalandsmóts hlutann í ólympískum lyftingum í sumar. Á nýafstöðnu Íslandsmeistaramóti Unglinga þá keppti fyrsti keppandi undir þeirra merkjum; Bjartur Berg Baldursson.

Lyftingafélag UMFS Selfoss hefur verið endurstofnað og er það til húsa í Sportstöðinni á Selfossi og eiga þeir enn eftir að senda sinn fyrsta keppanda á mót en Árni Steinarsson útskrifaðist sem dómari í Ágúst.

Úrslit frá Íslandsmóti Unglinga

Heildarúrslit:http://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-unglinga-u17-og-u20-2017

Íslandsmeistaramót Unglinga fór fram í gær (9.September) í húsakynnum Lyftingafélags Reykjavíkur/Crossfit Reykjavík. Fjörutíu keppendur hófu keppni og voru fjöldi íslandsmeta í unglingaflokkum sett af báðum kynjum. Lyftingasambandið biður keppendur og dómara afsökunar á miklum seinkunum sem urðu á tímaseðli.

Stigahæstu keppendur voru eftirfarandi:
Konur 17 ára og yngri: Katla Ketilsdóttir UMFN 205,2 Sinclair stig 71kg í snörun og 82kg í jafnhendingu sem tryggði henni nýtt Íslandsmet samanlögðum árangri bæði 17 ára og yngri og 20 ára og yngri í -63kg flokki.

Karlar 17 ára og yngri: Veigar Ágúst Hafþórsson LFH 257 Sinclair stig 100kg í snörun og 120kg í jafnhendingu. Snörunin var Íslandsmet í flokki 17 ára og yngri -94kg og bæting á eldra meti um 3kg sem var í eigu Veigars.

Konur 20 ára og yngri: Birna Aradóttir LFR 212,8 Sinclair stig, 75kg í snörun og 83kg í jafnhendingu. 75kg í snörun var nýtt íslandsmet í flokki 20 ára og yngri og hún bætti einnig metið í samanlögðum árangri.

Karlar 20 ára og yngri: Arnór Gauti Haraldsson LFH 309,5 Sinclair stig. Arnór lyfti 122kg í snörun og 136kg í jafnhendingu. Hann labbaði í burtu með 8kg bætingu á samanlögðum árangri.

Fjöldamörg íslandsmet voru sett og þá sérstaklega í léttari flokkum. Hrafnhildur Arnardóttir (LFK) og Tinna María Stefnisdóttir (LFR) settu báðar mörg met í -48kg flokki 17 ára og yngri. Agnes Ísabella Guðmundsdóttir (LFH) og Úlfhildur Unnarsdóttir (LFG) sömuleiðis met í -53kg flokki 17 ára og yngri. Álfrún Tinna Guðnadóttir (LFR) bætti metin í -63kg flokki 15 ára og yngri og sömuleiðis Birta Líf Þórarinsdóttir (LFR) í -69kg flokki 15 ára og yngri.

Hjá körlunum voru það Kristófer Guðmundsson (LFG) og Borgþór Jóhannson (LFG) sem skiptust á að bæta metin í -50kg flokk 17 ára og yngri. Einar Ísberg (Hengill) og Rökkvi Guðnason (LFR) settu báðir nokkur met í -56kg flokk 17 ára og yngri. Matthías Abel Einarsson (Hengill) bætti met í öllum unglingaflokkum í -62kg flokki.

Loks keppti Freyja Mist Ólafsdóttir LFR sem gestur og bætti sitt eigið íslandsmet í -90kg flokki kvenna þegar hún snaraði 92kg sem er jafnframt þyngsta snörun sem lyft hefur verið á Íslandi. Hún bætti líka metið í samanlögðum árangri með því að lyfta 104kg í jafnhendingu.

Íslandsmeistarar voru eftirfarandi:
17 ára og yngri KVK:
-48kg
Hrafnhildur Arnardóttir LFK 28+43=71kg
-53kg
Agnes Ísabella Guðmundsdóttir LFH 38+45=83kg
-63kg
Katla Björk Ketilsdóttir UMFN 71+82=153kg
-69kg
Birta Líf Þórarinsdóttir LFR 50+65=115kg

17 ára og yngri KK:
-50kg
Kristófer Guðmundsson LFG 37+40=77kg
-56kg
Einar Ísberg Hengill 58+74=132kg
-62kg
Matthías Abel Einarsson Hengill 68+90=158kg
-69kg
Róbert Þór Guðmarsson LFH 70+95=165kg
-77kg
Brynjar Ari Magnússon LFH 80+100=180kg
-94kg
Veigar Ágúst Hafþórsson LFH 100+120=220kg

20 ára og yngri KVK:
-63kg
Birna Aradóttir LFR 75+83=158kg
-69kg
Margrét Þórhildur Jóhannesdóttir LFK 66+80=146kg
-75kg
Vigdís Hind Gísladóttir Hengill 46+55=101kg
-90kg
Birta Hafþórsdóttir LFH 73+87=160kg

20 ára og yngri KK:
-69kg
Guðjón Alex Flosason Hengill 83+101=184kg
-77kg
Jón Kaldalóns Björnsson LFR 104+131=235kg
-85kg
Arnór Gauti Haraldsson LFH 122+136=258kg
-105kg
Sigurjón Guðnason LFR 104+127=231kg
+105kg
Ingvi Karl Jónsson Ármann 98+110=208kg

Viðauki við mótareglur

Vegna fjölda áskorana hefur stjórn lyftingasambandsins samþykkt viðauka við mótareglur sem tekur til Unglingalandsmóts UMFÍ, Íslandsmeistaramóts Unglinga og innanfélagsmóta

Viðauki við mótareglur [*.pdf]

Viðauki við mótareglur LSÍ

1.gr Notkun stanga og opnunarþyngdir

Keppendur 15 ára og yngri mega á Unglingalandsmóti UMFÍ, Íslandsmeistaramóti Unglinga og á innanfélagsmótum nota eftirfarandi keppnisstangir kjósi þeir það:

15 ára og yngri KK: 15kg kvenna keppnisstöng, lágmarks opnunarþyngd 21kg (stöng + 2.5kg + klemmur)

15 ára og yngri KVK: 10kg tækni stöng, lágmarks opnunarþyngd 16kg (stöng + 2.5kg + klemmur)

Aðrir keppendur þessara móta þurfa að nota eftirfarandi stangir
16-20 ára KK: 20kg karla keppnisstöng, lágmarks opnunarþyngd 30kg (stöng, 2.5kg + lásar)

16-20 ára KVK: 15kg kvenna keppnisstöng, lágmarks opnunarþyngd 25kg (stöng, 2.5kg + lásar)

Á öðrum mótum lyftingasambandsins gilda þær reglur að allir karlar nota 20kg stöng og allar konur 15kg stöng. Lágmarks opnunarþyngdir eru þá 30kg hjá körlum og 25kg á konum.

Á RIG, Íslandsmeistaramótinu og öðrum alþjóðlegum mótum er lágmarksopnunarþyngd 45kg hjá körlum (stöng + 10kg plötur + 2.5kg lásar) og lágmarks opnunarþyngd hjá konum 40kg (stöng + 10kg plötur + 2.5kg lásar).

Mælst er til þess að á Íslandsmeistaramóti Unglinga 2018 og síðar sé keppt í U20, U17 og U15.

2.gr Vigtun keppenda

Á mótum þar sem keppt er í þyngdarflokkum hljóta keppendur 15 ára og yngri keppnisrétt í þeim flokki sem þeir vigtast inn í, ef þeir eru of léttir fyrir skráðan flokk fara þeir niður um flokk og ef þeir eru of þungir fyrir skráðan flokk fara þeir upp um flokk.

16-20 ára þurfa að vigtast inn í þann flokk sem þeir eru skráðir í á mótum sem keppt er í þyngdarflokkum annars fyrirgera þeir rétti sínum til að keppa.

Samþykkt á stjórnarfundi 5.9.2017

Íslandsmót Unglinga- Tímaseðill og ráslistar

Tímaseðill  
 Laugardagurinn 9.sep. í Crossfit Reykjavík
14:00-15:00 KVK U17
15:15-16:15 KVK U20
Verðlaunaafhending KVK
16:30-17:45 KK U17
18:00-19:00 KK U20
Verðlaunaafhending KK
Stigahæstu KK og KVK

Keppendalisti í gagnagrunni LSÍ: http://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-unglinga-u17-og-u20-2017

U17 U20
Þyngdarflokkur Félag Þyngdarflokkur Félag
-44 -53
Þyngdarflokkur Félag Þyngdarflokkur Félag
-48
Tinna María Stefnisdóttir LFR -58
Hrafnhildur Arnardóttir LFK
Úlfhildur Arna Unnarsdóttir LFG
Þyngdarflokkur Félag Þyngdarflokkur Félag
-53 -63
Agnes Ísabella Gunnarsdóttir LFH Birna Aradóttir LFR
Amalía Ósk Sigurðardóttir LFK
Thelma Hrund Helgadóttir Hengill
þyngdarflokkur Félag þyngdarflokkur Félag
-58 -69kg
Ásta Ólafsdóttir LFK
Aþenna Eir Jónsdóttir Elizondo UMFN
Margrét Þórhildur LFK
þyngdarflokkur Félag Þyngdarflokkur Félag
-63 -75
Hrafnhildur Finnboga LFK
Álfrún Tinna Guðnadóttir LFR Vigdís Hind Gísladóttir Hengill
Katla Ketilsdóttir UMFN
Vera Víglundsdóttir LFG
þyngdaflokkur Félag Þyngdarflokkur Félag
-69 75 +
Birta Líf Þórarinsdóttir LFR
Guðrún Kristín Kristinsdóttir LFK
Þyngdarflokkur Félag Þyngdarflokkur Félag
-75 -90kg
Freyja Mist GESTUR  LFR
 Birta Hafþórsdóttir  LFG
Þyngdarflokkur Félag
75+
U17 U20
Þyngdarflokkur Félag Þyngdarflokkur Félag
-50 -56
Borgþór Jóhannsson LFG
Kristófer Guðmundsson LFG
Þyngdarflokkur  Félag Þyngdarflokkur  Félag
-56 -62
Rökkvi Hrafn Guðnason LFR
 Einar Ísberg  Hengill
Þyngdarflokkur  Félag Þyngdarflokkur  Félag
-62 -69
Bjartur Berg Baldursson LFA Guðjón Alex Flosason Hengill
Guðbjartur Daníelsson Ármann
 Matthías Abel Einarsson  Hengill
þyngdarflokkur  Félag þyngdarflokkur  Félag
-69 -77
Róbert Þór Guðmarsson LFH Jón Kaldalóns Björnsson LFR
Alexander Sólon Kjartansson  LFH Alexander Giess LFK
Baldur Daðason  LFR
 Dagur Fannarsson  Mosó Axel Máni Hilmarsson LFR
þyngdarflokkur  Félag þyngdarflokkur  Félag
-77 -85
Matthías Björn Gíslason LFH Arnór Gauti Haraldsson LFH
Brynjar Ari Magnússon  LFH Guðmundur Juanito Ólafsson UMFN
 Ingimar Jónsson  LFG
þyngdaflokkur  Félag þyngdaflokkur  Félag
-85 -94
Þyngdarflokkur  Félag Þyngdarflokkur  Félag
-94 -105
Veigar Ágúst Hafþórsson LFH Sigurjón Guðnason LFR
Þyngdarflokkur  Félag Þyngdarflokkur  Félag
94+ 105 +
Ingvi Karl Jónsson Ármann

Aníta Líf og Freyja Mist Norðurlandameistarar

Heildarúrslit: http://results.lsi.is/meet/nordic-championship-ntf-2017

Landslið Íslands lauk keppni á Norðurlandameistaramótinu í Svíþjóð í dag.

Ísland vann til tveggja gullverðlauna á mótinu þegar Aníta Líf Aradóttir (LFG) vann magnaðan sigur í -69kg flokki kvenna þegar hún lyfti 80kg í snörun og 109kg í jafnhendingu í lokatilraun eftir að hafa opnað á 100kg og misst 105kg í annari tilraun , hún lyfti því 1kg þyngra samanlagt en hin norska Marit Ardalsbakken. Frábær árangur (sjá lyftu hér að neðan). Lilja Lind Helgadóttir (LFG) varð í þriðja sæti í -69kg flokki kvenna og lyfti 75kg í snörun og 91kg í jafnhendingu.

Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) vann -90kg þyngdarflokk kvenna, og setti í leiðinni nýtt íslandsmet í snörun 90kg og samanlögðum árangri 195kg eftir 105kg jafnhendingu. Þetta var jafnframt bæting á hennar besta stigaárangri um hálft stig.

Hjá körlunum vann Einar Ingi Jónsson (LFR) til bronsverðlauna í sterkum -77kg flokki karla þar sem hann vigtaðist léttur 72,45kg en Einar skipti nýlega um þyngdarflokk eftir að hafa keppt lengst af í -69kg flokk. Hann lyfti 116kg í snörun og rétt missti 120kg, hann fór með allar jafnhendingarnar í gegn og tvíbætti íslandsmetið fyrst með því að lyfta 146kg og síðan 151kg upp fyrir haus. Sjá myndband hér að neðan að nýjum metum Einars (þurfið að ýta til hægri). Þetta var jafnframt besti stigaárangur Einars 344,8 Sinclair stig.

Árni Rúnar Baldursson (Hengli) varð í 5.sæti í -77kg flokknum á sínu fyrsta móti fyrir landsliðið og bætti sig um 7kg með því að lyfta 112kg í snörun og 135kg í jafnhendingu.

Síðastur Íslendinganna að keppa var Ingólfur Þór Ævarsson sem keppti léttur í +105kg flokknum, hann opnaði á 125kg og rétt missti síðan 130kg og 135kg í snörun. Í jafnhendingu opnaði hann á 164kg og en klikkaði síðan tvisvar sinnum á 171kg og endaði í 5.sæti í flokknum.

Danir unnu stigabikar karla eftir að vera jafnir að stigum við Norðmenn en með 6 keppendur í stað 7 hjá Norðmönnum. Heimamenn Svíar voru aðeins í 4.sæti  í karlaflokki eftir að hluti sænska liðsins dró sig úr keppni til að mótmæla samstarfsörðuleikum sem hafa verð milli íþróttamanna og stjórnar sænska sambandsins.

Liðakeppni Karlar

# Land Stig Útreikningar
1 Danmörk 34 7 + 7 + 7 + 7 + 4 + 2
2 Noregur 34 7 + 7 + 7 + 5 + 4 + 3 + 1
3 Finnland 24 5 + 5 + 4 + 4 + 3 + 3
4 Svíþjóð 15 5 + 5 + 5
5 Ísland 8 4 + 2 + 2

Svíar unnu samt sem áður kvenna bikarinn með 2 stigum á Norðmenn.

Liðakeppni Konur

# Land Stig Útreikningur
1 Svíþjóð 39 7 + 7 + 7 + 5 + 4 + 3 + 3 + 3
2 Noregur 37 7 + 7 + 5 + 5 + 5 + 4 + 4
3 Finnland 18 7 + 5 + 4 + 2
4 Danmörk 17 5 + 4 + 4 + 3 + 1
5 Ísland 16 7 + 7 + 2

 

Tveir stigahæstu menn mótsins voru í fyrsta og öðru sæti í -77kg flokki karla, hinn danski Tim Kring (387 stig) bætti danska metið í snörun um 4kg þegar hann lyfti 140kg. Hann jafnhenti síðan 167kg og náði sínum besta árangri á ferlinum. Hinn norski Rogert Myrholt (377stig) átti líka frábæran dag þegar hann bætti norska metið í jafnhendingu með því að lyfta 171kg í jafnhendingu og bætti með því norska metið um 6kg og sitt eigið met um 10kg. En það dugði ekki til að vinna Tim því Roger snaraði 129kg.

Íslandsvinkonan Anni Vuhojoki bætti finnska metið í -63kg flokki kvenna um 3kg þegar hún jafnhenti 114kg. Hún varð önnur á stigum með 263,8 Sinclair stig á eftir hinni sænsku Angelicu Roos 272 Sinclair stig.

Not the best day but A good one anyway. Under 63 there was A huge competition between me, Swedish @angroos and Norwegian Ina Andersson. I snatched easy 87 but unfortunately I f***d up 90 and 91. But I finished my day with #NR in clean and jerk and here it is my 114 kilos. The old record was 111 made in Split. A good day at the office and now it is time to start preparing my self towards #roadtocalifornia2017 #lidlallstars #finnishweightlifting #painonnosto #weightliftingfamily #girlswholift #ladiesatthebar #barbellas #PR #rore #kilpasiskot #sportyfeel #zpcompression #zeropoint @zeropoint @lyftare @vilhoaholamd @lidlsuomi @sportyfeel @suhk_personal @unioulu @shockabsorberfinland @hanna_rantala @finsksisu.se @anttiakonniemi @viskamiiri @hhalme

A post shared by Anni Vuohijoki (@annivuohijoki) on

Norðurlandamót senior næstu helgi

Norðurlandamót fullorðinna verður haldið í Svíþjóð helgina 1-3.september.

Við munum senda flottann landsliðshóp á mótið en þeir sem keppa eru:

Keppendur KK:
Einar Ingi Jónsson (-77kg) –
Ingólfur Þór Ævarsson (+105kg) –
Árni Rúnar Baldursson (-77kg) –
Keppendur KVK:
Aníta Aradóttir (-69kg) –
Lilja Lind Helgadóttir (-69kg) –
Freyja Mist Olafsdóttir (-90kg) –

Dómaranámskeiði lauk um helgina

Tíu nýjir dómarar luku prófi í dag ! . Ten new national referees passed their exam today. . @iwfnet #weightlifting

A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

Um helgina fór fram dómarnámskeið hjá LSÍ.

10 manns tóku námskeiðið og þreyttu svo dómarapróf á sunnudeginum með frábærum árangri.

Þeir sem tóku prófið voru

Árni Björn Kristjánsson

Einar Ingi Jónsson

Arnór Gauti Haraldsson

Daníel Askur Ingólfsson

Árni Steinarsson

Aníta Líf Aradóttir

Freyja Mist Ólafsdóttir

Inga Huld Ármann

Hjördís Ósk Óskarsdóttir

Kristín Jakobsdóttir

Kennari námskeiðisins var finninn Taisto Kuoppala.

Lyftingasambandið óskar öllum þeim sem tóku prófið innilega til hamingju og hlökkum við til að fá fleiri dómara til starfa hjá félaginu.

 

Unglingalandsmót UMFÍ: Úrslit

HEILDARÚRSLIT

Unglingalandsmót UMFÍ fór fram í dag á Egilstöðum í húsakynnum Crossfit Austur. Góð stemming var á mótinu og luku 19 keppendur keppni og margir voru að keppa á sínu fyrsta móti í ólympískum lyftingum.

Þetta er þriðja árið í röð sem ólympískar lyftingar eru á meðal keppnisgreina á ungmennalandsmótinu og má því segja að greinin sé að festa sig í sessi.

Keppt var í tveimur aldursflokkum 11-14 ára og 15-18 ára karla og kvenna.

11-14 ára Karla

Brynjar Ari Magnússon var í nokkrum sérflokki enda lang reyndasti keppandi mótsins, hann snaraði 70kg og jafnhenti 80kg en jafnhendingin var persónuleg bæting á móti hjá honum um 3kg.

Bjartur Berg Baldursson átti flotta innkomu á sínu fyrsta móti með því að snara 37kg og jafnhenda 55kg.

Þriðji varð Sigurbjörn Ágúst Kjartansson sem vigtaðist rétt yfir 50kg, snaraði 27kg og jafnhenti 35kg.

Tryggvi Hrafn Reimarsson og Konráð Guðlaugsson settu báðir nokkur met í flokki -50kg 15 ára og yngri og 17 ára og yngri en engin met voru listuð í þeim þyngdarflokki í jafnhendingu og samanlögðum árangri.

11-14 ára KVK

Úrslit 11-14 ára KVK . 1. Steina Björg Ketilsdóttir – UMFN 2. Natalía Sól Jóhannesdóttir – UMSS 3. Andrea Maya Chirikadzi – UMSS

A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

Allir keppendur í flokknum voru að keppa á sýnu fyrsta móti og eru að stíga sín fystu skref í greininni.

Steina Björg Ketilsdóttir varð stigahæst, en hún er systir Kötlu Ketilsdóttir sem sigraði eldri flokkin (sjá að neðan). Natalía Sól Jóhannesdóttir og Andrea Maya Chirikadzi urðu í öðru og þriðja sæti.

15-18 ára KK

Úrslit 15-18ára KK. . 1. Jóel Páll Viðarsson – UFA 2. Kristinn Már Hjaltason – UÍA 3. Ófeigur Númi Halldórsson – UMSS

A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

Jóel Páll Viðarsson er á mikilli bætinga siglingu þessa daganna, hann snaraði 82kg og bætti sitt eigið met í flokki 15 ára og yngri um 1kg en einnig fór hann með 88kg upp en fékk ógilt á pressu í vinstri olnboga. Í jafnhendingu bætti hann sín eigin met þegar hann lyfti 96kg og 100kg í -94kg flokk.

Kristinn Már Hjaltason kom í humátt á eftir Jóel en hann keppti á sýnu fyrsta móti í ólympískum lyftingum, hann snaraði 67kg og jafnhenti 93kg og var aðeins 3 stigum frá Jóel.

Þriðji varð Ófeigur Númi Halldórsson sem keppti á sýnu fyrsta móti.

15-18 ára KVK

Úrslit 15-18 ára KVK. . 1. Katla Björk Ketilsdóttir – UMFN 2. Embla Rán Baldursdóttir – UÍA

A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

Katla Björk Ketilsdóttir fór með sigur af hólmi í þessum flokk, hún rétt slapp inn í -69kg flokk kvenna og setti met í snörun og samanlögðu í flokki 17 ára og yngri. Hún snaraði 70kg og jafnhenti 80kg.

Embla Rán Baldursdóttir sýndi góða takta þegar hún varð önnur með því að snara 35kg og jafnhenda 50kg á sýnu fyrsta móti.