Íslandsmót ungmenna – framtíðin er björt og fallegar lyftur hjá ungum iðkendum

Í gær lauk Íslandsmóti ungmenna 2023 sem Lyftingafélag Reykjavíkur hélt.

Keppt var í aldursflokkunum U15 – U17 – U20 og U23

Það var virkilega eftirtektarvert hversu fallegar lyftur yngstu iðkendurnir voru með í upphafi móts og greinilegt að þar er mikið efni í góða lyftara.

Heildarúrslit má finna á https://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-unglinga-2023

Einnig má finna stórt safn af myndum frá keppninni á https://photos.app.goo.gl/XAKid8QrrZ61osQL9

Stigahæsta kona U15 var Hólmfríður Bjartmarsdóttir með 130 sinclair

Stigahæsta kona U17 var Guðrún Helga Sigurðurdóttir með 144,4 sinclair stig.
Hún setti einnig íslandsmet í jafnhendingu í U17 >81kg flokki með 79kg lyftu.

Stigahæsta kona U20 var Úlfhildur Arna Unnarsdóttir með 210,5 sinclair stig

Stigahæsta kona U23 var Guðný Björk Stefánsdóttir með 225,5 en fast á hæla hennar var Snædís Líf P. Dison með 225,4

Guðný Björk Stefánsdóttir setti einnig Íslandsmet í snörun í U23  76kg flokki þegar hún snaraði 90 kg í sinni þrijði snörun.

Engir karl keppendur voru í U15 og U 17

Stigahæsti karl U20 var Bjarki Breiðfjörð Björnsson með 305,0 sinclair stig

Stigahæsti karl U23 var Jóhann Valur Jónsson með 297,4 sinclair stig

Einnig er gaman að geta þess að Þorvaldur Hafsteinsson tók landsdómarapróf á mótinu.

Við þökkum öllum sem komu að mótinu. Lyfturum, dómurum, starfsfólki og Lyftingafélagi Reykjavíkur.

Hrund Scheving Evrópumeistari með 3  Evrópumet og jöfnun á Heimsmetum á Evrópumeistaramóti Masters

Hrund sigraði í -71 kg þyngdarflokki, 45-49 ára nokkuð örugglega með 165kg samanlagðri þyngd 19kg meira Elaine Sims sem varð í örðu sæti.


Hún opnaði með 68kg fallegri snörun. Elaine Sims frá Bretlandi reyndi svo við 69kg í  sinni þriðju og síðustu snörun, en það var tilraun til Evrópumets, en ekki vildi það upp í dag.
Hrund bað þá um 72kg á stöngina, en missti jafnvægið með stöngina og datt fram á hnén. 

Hún tók hins vegar 72kg örugglega í þriðju og síðustu tilrauninni sinni og sigraði með því snörunar hluta flokksins auk þess sem 72kg eru nýtt Evrópumet og jöfnun á Heimsmeti í flokkinum hennar. Hrund fagnanði að sjálfsögðu eins og henni er einni lagið.

Í jafnhendingu tók Hrund nokkuð örugglega 85kg í fyrstu lyftu. Elaine Sims var þá ein önnur eftir í flokknum og reyndi við 86kg í sinni annarri lyftu en tókst ekki að fara undir jerkið. Því næst tók Hrund sína aðra lyftu, 90kg. Dómararnir gáfu henni eitt rautt og tvö hvít, en kviðdómur snéri dómnum við og gaf henni ógilda lyftu sökum “pess out”. Sims fór þá í 92kg sem ekki vildu upp frekar en 86kg. Hrund bað þá um 93kg sem hún negldi upp með stæl og setti með því Evrópumet í jafnhendingu og samanlögðu, en þetta er einnig jöfnun á heimsmeti í jafnhendingu og samanlögðu. 

Íslendingar hafa þá lokið keppni á þessu Evrópumóti með frábærum árangri og við erum virkilega stolt af þessum keppendum.

Árdís Grétarsdóttir setti Evrópumet á sínu fyrsta stórmóti

Árdís Grétarsdóttir endaði í 3. sæti   í -64kg flokki 50-54 ára kvenna eftir harða keppni og æsispennandi tilraunir við bætingar á Evrópumeti sem hún setti í fyrstu jafnhendingu.

Hún opnaði með öruggri 50kg snörun, þyngdi því næst í 54kg sem fóru upp og endaði snörunina á að reyna við 56kg sem hún var hársbreidd frá að ná, en náði ekki að skella olnbogunum beint í lás og missti stöngina.
Hún var í 3. sæti eftir snörunina.

Í jafnhendingu byrjaði hún á 70kg lyftu, sem var Evrópumet í hennar flokki. Það stóð þó ekki lengi þar sem Mette Jespen frá Danmörku reyndi að bæta það í sinni fyrstu lyftu með 72kg tilraun sem ekki fór upp, en tók það svo í 2. tilraun. Okkar kona reyndi þá við 74kg en náði því miður ekki að halda lásnum og missti þá lyftu. Hún hækkaði þá í 75kg sem vildu ekki upp í dag. Mette tók svo þá þyngd og setti með því Evrópumet bæði í jafnhendingu og samanlögðu.
Norðurlöndin deildu svo verðlaunapallinum, Ísland í 3. Sæti, Svíþóð í 2. Sæti og Danmörk í því 1. 

Glæsilegur árangur hjá Árdísi á hennar fyrsta stórmóti og aðeins öðru móti hennar í Ólympískum lyftingum.

Helga Hlín Hákonardóttir Evrópumeistari

Helga Hlín Hákonardóttir sigraði á Evrópumeistaramóti Masters í  -59kg flokki 50-54 ára nokkuð örugglega með 121kg í samanlögðu. 14 kílóum betri samanlögð þyngd en spænski keppinautur hennar sem hafnaði í öðru sæti.
Hún hóf keppni síðust allra í sínum hópi, þegar allir aðrir keppendur höfðu lokið keppni.
Hún opnaði með 51kg snörun sem vildi ekki alveg upp. Hún tók svo 51kg alla leið í annarri tilraun.  Í þriðju tilraun reyndi hún við 55kg sem ekki vildu upp í dag.

Í jafnhendingu lyfti hún einnig síðust eftir að allir aðrir keppendur höfðu lokið keppni.
65kg á stöngina sem fóru örugglega upp og Evrópumeistaratitillinn í höfn.
Í annarri lyftu fóru 70kg upp og að lokum reyndi hún við 73kg sem ekki vildu upp í dag.

3 konur keppa á Evrópumeistaramóti Masters (35 ára og eldri) í Waterford á Írlandi

Helga Hlín Hákonardóttir keppir 15. maí kl. 11:00 að Íslenskum tíma.
Árdís Grétarsdóttir keppir 15. maí kl. 12:45 að Íslenskum tíma.
Hrund Scheving keppir 16. Maí kl. 11:45 að Íslenskum tíma.

Upplýsingar um mótið er að finna á Facebook-síðu mótsins
https://www.facebook.com/groups/1124024938549802

Útsending er á YouTube rás Weightlifting Ireland
https://www.youtube.com/@weightliftingireland7313/streams

Helga Hlín Hákonardóttir keppir í -59 kg  þyngdarflokki, 50-55 ára.
Helga Hlín er 51 árs lögfræðingur sem byrjaði að æfa CrossFit árið 2009 og hefur nokkrum sinnum keppt í CrossFit á Íslandi og erlendis. 

Á árunum 2013-2018 var hún meira og minna frá æfingum og keppni vegna brjósklosa í baki. Árið 2019 færði hún sig svo alfarið yfir í Ólympískar lyftingar. Árangurinn lét ekki á sér standa og varð Helga Hlín Evrópumeistari í sínum flokki árið 2020. Hún þakkar ekki síst lyftingunum ótrúlegan bata sem hún hefur náð undir dyggri leiðsögn eiginmanns síns Unnars Helgasonar Osteópata og þjálfara.

Helga Hlín hefur keppt á nokkrum heims-, Evrópu- og Íslandsmótum og einu móti í Svíþjóð þegar hún var búsett þar. Síðasta mót sem hún tók þátt í var heimsmeistaramótið 2022 sem haldið var í Flórída. Þar vann Helga Hlín til silfurverðlauna.
Helga Hlín er jafnframt formaður Lyftingasambands Íslands og er hún fyrsta konan til að gegna því embætti á Íslandi.

Árdís Grétarsdóttir keppir í – 64 kg þyngdarflokki, 50 – 55 ára kvenna.

Árdís er 51 árs leikskólakennari og L1 Crossfit þjálfari og er að keppa á sínu fyrsta stórmóti í Ólympískum lyftingum. Hún byrjaði í Crossfit árið 2012 og hefur stundað það af miklum krafti síðan og meðal annars orðið Íslandsmeistari í sínum flokki í nokkrum sinnum. 

Í janúar á þessu ári ákvað hún að snúa sér alfarið að ólympískum lyftingum með það að markmiði að ávinna sér þátttökurétt á Evrópumóti í masters flokki 2023. Það tókst og setti Árdís meðal annars 4 Íslandsmet á Íslandsmeistaramóti 2023. Hún keppir nú í fyrsta sinn á lyftingamóti erlendis fyrir Íslands hönd. 

Hrund Scheving sem einnig keppir á Evrópumótinu hefur leiðbeint og þjálfað Árdísi sem veit fátt skemmtilegra en að lyfta stöng í góðum félagsskap.

Hrund Scheving keppir í -71 kg þyngdarflokki, 45-50 ára.

Hrund er 45 ára lærður lýðheilsufræðingur. Hún starfar sem Crossfit þjálfari hjá Crossfit Sport, vinnur sem viðburðastjóri hjá Eventum og aðstoðar við rekstur á fjölskyldu veitingastaðnum Gamla fjósinu.

Hrund æfði fimleika á sínum yngri árum í Vestmannaeyjum  og handbolta á unglingsárum. 

Árið 2007 fór hún að æfa crossfit og hefur meðal annars keppt fjórum sinnum á regional (evrópumótinu í crossfit).  Árið 2017 fór hún að leggja meiri áherslu á Ólympískar lyftingar. Árið 2018 varð hún bæði evrópu og heimsmeistari í sínum þyngdar- og aldurs flokki og sló þrjú 18 ára gömul heimsmet sem enn standa þar sem þyndarflokkunum var breytt árið á eftir og enginn möguleiki að slá þau út.
Hún stefnir að sjálfsögðu á fleiri heimsmet á þessu móti.

Hrund er sannur íþróttaþróttaálfur og sá fyrst á Íslandi en leikritið Latibær var fyrst sett upp af Leikfélagi Vestmannaeyja árið 1996 og lék Hrund þar íþróttaálfinn.

Landslið Íslands í Ólympískum lyftingum – Landsliðsæfingar

Lyftingasamband Íslands mun standa fyrir landsliðsæfingum fyrir það íþróttafólk sitt sem hefur náð lágmörkum inn á alþjóðleg mót þ.m.t. Norðurlandamót.
Við gerum okkur grein fyrir stuttum fyrirvara fyrir fyrstu æfingu og biðjumst velvirðingar á því, en vonum að þetta komi skemmtilegu starfi af stað og skapi samstöðu og metnað á meðal íþróttafólksins okkar.
Æfingarnar fara fram í Miðgarði, nýrri aðstöðu Stjörnunar á laugardagsmorgnum stundvíslega frá 9:00 til 11:00. Það er mikilvægt að mæta 8:45 og vera tilbúinn að hefja æfingu kl. 9:00
á eftirfarandi dagsetningum:

13.maí
10.jun
1.júlí
26.ágúst
16.sep
21.okt
Nóvember – ath v. smáþjóðaleika og Junior Worlds
2.des

Meðfylgjandi er listi yfir það íþróttafólk sem náð hefur lágmörkum og biðjum við íþróttafólk sem hefur áhuga á að taka þátt í æfingunum og starfi landsliðsins að hafa samband við sitt félag og skrá sig til þátttöku.

KK Senior
1 Brynjar Logi Halldórsson
2 Emil Ragnar Ægisson
3 Gerald Brimir Einarsson
4 Arnór Gauti Haraldsson
5 Birkir Örn Jónsson
6 Alex Daði Reynisson
7 Sigurður Darri Rafnsson
8 Árni Rúnar Baldursson
9 Bjarki Breiðfjörð
10 Daníel Róbertsson
11 Ingimar Jónsson
12 Kári Einarsson
KK U23
1 Brynjar Logi Halldórsson
KK U20
1 Bjarki Breiðfjörð
2 Brynjar Ari Magnússon
3 Ari Tómas Hjálmarsson
4 Viktor Jónsson
5 Þórbergur Ernir Hlynsson
6 Bjarni Leifs Kjartansson
7 Tindur Eliasen
8 Eyjólfur Andri Björnsson

KVK Senior
1 Eygló Fanndal Sturludóttir
2 Þuríður Erla Helgadóttir
3 Katla Björk Ketilsdóttir
4 Amalía Ósk Sigurðardóttir
5 Hjördís Ósk Óskarsdóttir
6 Íris Rut Jónsdóttir
7 Úlfhildur Arna Unnarsdóttir
8 Birta Líf Þórarinsdóttir
9 Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir
10 Friðný Jónsdóttir
11 Arey Rakel Guðnadóttir
12 Bergrós Björnsdóttir
13 Helena Pétursdóttir
14 Birna Aradóttir
15 Snædís Líf Pálmarsdóttir
16 Rakel Ragnheiður Jónsdóttir
17 Guðbjörg Valdimarsdóttir
18 Erla Ágústsdóttir
19 Sólveig Sara Samúelsdóttir
20 Kristín Dóra Sigurðardóttir
21 Thelma Mist Oddsdóttir
22 Guðný Björk Stefánsdóttir
KVK U23
1 Eygló Fanndal Sturludóttir
2 Katla Björk Ketilsdóttir
3 Birta Líf Þórarinsdóttir
4 Arey Rakel Guðnadóttir
5 Erla Ágústsdóttir
KVK U20
1 Úlfhildur Arna Unnarsdóttir
2 Bergrós Björnsdóttir
3 Bríet Anna Heiðarsdóttir
4 Thelma Ósk Björgvinsdóttir
5 Hulda Finnbogadóttir
6 Sólveig Þórðardóttir
7 Steinunn Soffía Hauksdóttir
KVK U17
1 Bergrós Björnsdóttir
2 Hulda Finnbogadóttir
3 Salka Cécile Calmon

Við erum virkilega stolt af þessum stóra hópi og vonum að þetta efli og hvetji þau til enn frekari dáða í framtíðinni.

Íslandsmót ungmenna – tímaseðill og keppendalisti

11:00Vigtun KVK
12:00Vigtun KK
13:00KVK U15 og U17
14:30KVK U20 og U23
16:30KK allir
Verðlaunaafhending
U15 og U17Konur
Keppni 13:00Vigutn 11:00
U15 – 55kgFélagEntry total
Birna ólafsdóttirLyftingafélag Kópavogs70
Heiða Máney Einarsdóttir HafbergLyftingafélag Kópavogs60
U15 – 71kg
Steindís Elín MagnúsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur80
Hólmfríður BjartmarsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur75
U17 – >87kg
Guðrún Helga SigurðardóttirLyftingafélag Reykjavíkur125
U20 og U23Konur
Keppni 14:30Vigtun 11:00
U20 – 59kgFélagEntry total
Freyja Björt SvavarsdóttirUMFSelfoss117
U20 – 64kg
Bríet Anna HeiðarsdóttirLyftingafélagið Hengill140
U20 – 71kg
Úlfhildur Arna UnnarsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur180
U20 – >87kg
Unnur Sjöfn JónasdóttirLyftingafélag Kópavogs148
U23 – 64kg
Snædís Líf P. DisonLyftingafélag Reykjavíkur160
Thelma Mist OddsdóttirLyftingafélag Kópavogs160
U23 – 76kg
Guðný Björk stefánsdóttirLyftingafélag Kópavogs170
U15 – U17 – U20 – U23Karlar
Keppni 16:30vigtun 12:00Entry total
U20 – 81kg
Eyjólfur Andri BjörnssonLyftingafélag Reykjavíkur215
Viktor JónssonLyftingafélag Reykjavíkur218
Bjarki Breiðfjörð BjörnssonLyftingafélag Reykjavíkur260
U20 – 89kg
Þórbergur Ernir HlynssonLyftingafélag Reykjavíkur130
Tindur EliasenLyftingafélag Reykjavíkur236
U23 – 89kg
Johann Valur JónssonLyftingafélag Kópavogs230

Íslandsmeistaramót ungmenna 2023

 Íslandsmeistaramót U15, U17, U20, U23 í Ólympískum lyftingum verður  haldið  af Lyftingafélagi Reykjavíkur í  húsnæði Crossfit Reykjavík, laugardaginn 20. maí 2023

SKRÁNING HÉR

Opnað hefur verið fyrir skráningu.
Skráningu lýkur 6. maí 2023
Sú nýbreytni var ákveðin af stjórn LSÍ að bæta aldurshópnum U23 inn í þetta mót í samræmi við mót Evrópska lyftingasambandsins.
Vert er að taka það fram að 23. maí er lokafrestur til þess að ná lágmörkum á Evrópumeistaramót U20 og U23 sem fram fer í Bucarest, Rúmeníu 24. júlí – 3. ágúst.

Umfjöllun fjölmiðla frá EM í Armeníu

Það er virkilega gaman að segja frá því að keppendur okkar á Evrópumeistaramótinu fengu verðskuldaða athygli í fjölmiðlum eftir frábæra framistöðu á EM

Atli Steinn Guðmundsson hjá mbl tók viðtal við þær báðar í sitthvoru lagi beint eftir keppni eins og sjá má hér.
Viðtal við Þurí

Viðtal við Eygló

Og kunnum við Atla Steini bestu þakkir fyrir.

Íþróttafréttir á ruv fjallaði einnig um þær báðar að kvöldi keppnisdags.

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/ithrottir/30657/a0rao9/thuridur-erla-a-em-i-lyftingum

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/ithrottir/30657/a0raob/eyglo-fanndal

Eins langar mig að þakka Isaac J. Morillas Photography sérstaklega fyrir.
Hann skaffaði allt myndefni í þessar fréttir hratt og örugglega.
Það er einfaldlega frábært að vinna með honum.