Eygló Fanndal Sturludóttir á EM U20

Eygló Fanndal Sturludóttir á palli með Inga Gunnar Ólafsson til hægri

Eygló Fanndal Sturludóttir (f. 2001) átti æsispennadi keppnisdag í dag á Evrópumeistaramóti Junior (U20) í Rovaniemi í Finnlandi. Eygló keppti í A hóp U20 í 71 kg flokki stúlkna. Eygló náði ekki upp fyrstu tveimur lyftum í snörun en nelgdi sér svo 89 kg í þriðju tilraun og setti þar með íslandsmet í Senior, U23 og Junior flokki. Náði hún einnig 108 kg í jafnhendingu sem var íslandsmet í Senior, U23 og Junior flokki og þar með 197 kg í samanlögðum árangri sem var einnig íslandsmet í Senior, U23 og Junior flokki! Þessi árangur skilaði Eygló 6. sæti á mótinu og 247.39 Sinclair stigum. En með þeim stigafjölda hefur Eygló náð B lágmörkum á Heimsmeistaramótið í Uzbekistan í desember!
Óskum við Eygló innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur!

Þið getið horft á mótshluta Eyglóar HÉR

Katla Björk Ketilsdóttir á EM U23

Katla Björk Ketilsdóttir á upphitnuarsvæði á EM U23

Katla Björk Ketilsdóttir (f. 2000) átti frábæran keppnisdag í dag á Evrópumeistaramóti U23 í Rovaniemi í Finnlandi þar sem hún bætti árangur sinn í snörun um 3 kg á móti og jafnaði íslandsmetið með 83kg í seinustu snörun. Einnig náði hún 99 kg í jafnhendingu og bætti þann árangur sinn um 7kg sem skilaði sér í 182 kg í samanlögðu en er það nýtt íslandsmet í samanlögðu í 64 kg flokki U23 og Senior og persónuleg bæting um 10 kg í samanlögðum árangri á móti síðan á Sumarmóti LSÍ í júní síðastliðinn. Með þessum árangri náði Katla 240.28 Sinclair stigum og hefur því náð C lágmörkum á Heimsmeistaramóti Senior í Uzbekistan í desember!
Óskum við Kötlu innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur!

Þið getið séð mótshluta Kötlu á streymis síðu Finnska lyftingasambandsins HÉR

Katla Björk með 99 kg í jafnhendingu

Evrópumeistaramót Junior (U20) og U23 í Rovaniemi í Finnlandi

Mynd af mótsstað

Þann 24. september síðastliðinn var Evrópumeistaramót (EM) Junior (U20) og U23 opnað en var það jólasveinninn sjálfur sem opnaði keppnina. Aldrei hefur Ísland átt eins marga keppendur á EM Junior og U23 en keppa þau Katla Björk Ketilsdóttir, Eygló Fanndal Sturludóttir og Brynjar Logi Halldórsson. Ingi Gunnar Ólafsson fór sem þjálfari og Erna Héðinsdóttir dæmir á hverjum degi allt mótið. Erna Héðinsdóttir er ein af fáum Category 2 alþjóðadómurum landsins en stefnir hún á að taka Category 1 dómararéttindi seinna á árinu.

Þið getið fylgst með gang mála á Instagrami sambandsins HÉR
Ráslista mótsins getið þið séð HÉR

Þið getið horft á steymi keppninnar HÉR

Katla Björk Ketilsdóttir keppir mánudaginn 27. september kl: 14:00 á íslenskum tíma

Katla keppir í U23 í A hóp 64kg flokki kvenna með skráð 191 í Entry Total og er því smá villa í ráslistanum. Ef Katla er þyngst í sínum þyngarflokki, þá 64 kg slétt og nær 191 í samanlögðum árangri nær hún 247.96 Sinclair stigum en hafa einungis fjórar aðrar íslenskar konur náð hærri sinclair stigum en 241 stig á móti. Kötlu hefur farið mikið fram á æfingum síðast liðnu mánuði en keppti hún á Sumarmóti LSÍ á Selfossi til þess eins að ná lágmörkum á EM U23 og er því búin að stefna að mótinu í ágætis tíma. Katla hefur keppt í lyftingum frá því hún var 16 ára gömul eða í 5 ár og þó svo hún haldi ekki íslandsmeti í dag hefur hún set 84 íslandsmet á ferlinum. Hlökkum við mikið til að sjá hvernig fer á mótinu á morgun. Sér Ingi Gunnar Ólafsson um þjálfun Kötlu

Eygló Fanndal Sturludóttir keppir þriðjudaginn 28. september kl: 16:00 á íslenskum tíma

Eygló keppir í Junior í A hóp 71 kg flokki stúlkna með skráð 208 í Entry Total og er því smá villa í ráslistanum. Ef Eygló er þyngst í sínum þyngarflokki, þá 71 kg slétt og nær 208 í samanlögðum árangri nær hún 254.77 Sinclair stigum en hefur einungis ein önnur íslensk kona náð hærri sinclair stigum en það og það er Þuríður Erla Helgadóttir á HM 2017. Einnig má geta þess að Eygló er að stefna á hæsta samanlagðan árangur sem íslensk kona hefur tekið á móti en hæsti samanlagði árangur er nú 201kg. Eygló hefur keppt í lyftingum frá því hún var 17 ára eða frá 2018 og hefur sífellt farið fram. Tók hún sér árs pásu frá keppnum eftir jólamótið 2019 en kom sterk inn á Norðurlandamóti Youth og Junior 2020 og gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn þyngdarflokk. Í samanlögðum árangri á Norðurlandamótinu tók hún 169 kg, á Reykjavíkurleikunum mánuði seinna hækkaði hún sig um 5 kg og tók hún 174 kg í samanlögðu en í Mars á Íslandsmeistaramótinu nelgdi hún öllum lyftum upp og náði 188 kg í samanlögðu og þá búin að bæta sinn samanlagaðan árangur um 19 kg á undir 4 mánuðum. Nú hefur mikið vatn runnið til sjávar og Eygló ekki keppt síðan í Mars er því mikil tilhlökkun í fólki að sjá hverju hún nær á EM Junior og U23 á þriðjudag. Eygló heldur nú 10 íslandsmetum en hefur sett önnur átta. Ingi Gunnar Ólafsson sér um þjálfun Eyglóar.

Brynjar Logi Halldórsson keppir Fimmtudaginn 30. september kl: 6:00 á íslenskum tíma

Brynjar keppir í Junior í 81 kg flokki pilta með skráð 260kg í Entry Total og er því smá villa í ráslistanum. Vitum við ekki alveg hversu hátt Brynjar stefnir á mótinu en á hann best 122 kg í snörun í 81 kg flokki og 140 kg í jafnhendingu í 89 kg flokki eftir Haustmótið fyrr í September. Brynjar reyndi þó við 143 kg í jafnhendingu á Sumarmótinu á Selfossi í júní síðastliðinn en fékk hann hana þó ekki gilda mörgum áhorfendum til mikils ama. Spáir pistla skrifandi því að Brynjar taki þó íslenska jafnhendingarmetið í Junior á EM sem er 140 kg í dag og jafnvel spurning hversu hátt hann mun ná uppí U23 metið sem er 147kg. Á Brynjar nú þegar íslandsmetið í snörun í 81 kg flokki junior og U23. Brynjar Logi á alls ekki langan feril í lyftingum en keppti hann á sínu fyrsta móti í júlí í fyrra (2020) og hefur honum farið ótrúlega hratt fram. Á 11 mánuðum hefur Brynjar náð að hækka samanlagðan árangur sinn um 40 kg, heldur hann 5 íslandsmetum en hefur sett önnur þrjú og náð lágmarki á EM Junior. Dietmar Wolf og Erna Héðinsdóttir sjá um þjálfun Brynjars.

Keppendur fengu ný merkt landliðssinglet að gjöf frá Lyftingasamandinu fyrir mót.

Haustmót LSÍ 2021 – Úrslit

Emil Ragnar Ægisson með 130 kg í snörun. Bætti hann snörun sína um 15 kg frá seinasta móti.

Haustmót Lyftingasambands Íslands (LSÍ) var haldið að þessu sinni af Lyftingafélagi Garðabæjar (LFG) í húsnæði Crossfit XY að Miðhrauni 2 í Garðabæ 18. september.
Mótið gekk vonum framar þar sem keppendur jafnt og starfsmenn stóðu sig með mestu prýði. Framúrskarandi árangur keppenda skiluðu sér í 67 íslandsmetum sem voru sett í unglinga-, öldunga- og fullorðinsflokki. Jafnframt voru margir keppendur að bæta sinn persónulega árangur og óskum við öllum til hamingju með vel heppnað mót. Næsta mót verður 23. október haldið af Lyfingafélagi Reykjavíkur sem er Íslandsmeistaramót unglinga og verður haldið í húsnæði crossfit Reykjavíkur, Faxafeni 12.

Sjá helstu úrslit hér fyrir neðan en öll úrslit mótsins
eru að finna HÉR

Kvennaflokkur

Guðbjörg Valdirmarsdóttir, Hjördís Ósk Óskarsdóttir og Íris Rut Jónsdóttir
 1. sæti
  Hjördís Ósk Óskarsdóttir (f. 1984) frá Lyftingafélagi Garðabæjar með 238,6 Sinclair stig. Hjördís keppti í -71 kg flokki kvenna og lyfti 80 kg í snörun, 105 kg í jafnhendingu og því 185 kg í samanlögðu. Aðeins vantaði 1 kg uppá að taka Senior íslandsmetið í jafnhendingu. Hún setti íslandsmet í öldungaflokki (Masters 35) í þremur lyftum. Hjördís reyndi einnig við 110 kg í jafnhendingu sem tókst ekki en sú lyfta gefði henni 190 kg í samanlögðum árangri. Aðeins sjö aðrar íslenskar konur hafa náð 190kg af samanlögðum árangri eða meira á lyfingarmóti. Hjördís var að keppa í fyrsta skipti síðan 2016 með stórkostlegum árangri og verður gaman að fylgjast með henni á komandi mótum. Þessi árangur er næst stigahæsti árangur síðustu tveggja ára og sjötti stiga hæsti árangur sem íslensk kona hefur náð frá byrjun skráninga. Til hamingju Hjördís!
 2. sæti
  Íris Rut Jónsdóttir (f. 1991) frá Massa (UMFN) með 226,2 Sinclair stig. Íris keppti í -64 kg flokki kvenna og lyfti 73 kg í snörun sem er bæting um 1 kg og 100 kg í jafnhendingu sem náði henni 173 kg í samanlögðum árangri sem er besti árangur sem Íris hefur náð á lyftingarmóti. Til hamingju Íris!
 3. sæti
  Guðbjörg Valdimarsdóttir (f. 1996) frá Hengli með 212,4 Sinclair stig. Var þetta þriðja mót Guðbjargar en keppti hún í -76 kg flokki kvenna og tók 76 kg í snörun og 100 kg í jafnhendingu sem skilaði henni 176 kg í samanlögðum árangri. Bætti Guðbjörg samanlagðan árangur sinn um 20 kg frá því á Íslandsmeistaramóti Senior í mars síðastliðinn. Til hamingju Guðbjörg!

Karlaflokkur

Gerald Brimir Einarsson, Emil Ragnar Ægisson og Brynjar Logi Halldórsson
 1. sæti
  Emil Ragnar Ægisson (f. 1994) frá Massa (UMFN) með 338,8 Sinclair stig. Emil keppti í -89kg flokki karla og náði 130 kg í snörun og 160 kg í jafnhendingu sem gaf honum samanlagt 290 kg í samalögðum árangri sem er 23 kg bæting frá árangri frá því á Reykjavíkurleikunum í janúar 2021. Með þessum árangri setti Emil íslandsmet í jafnhendingu í senior flokki og bætti sitt persónulega met í snörun um 15kg. Þessi árangur Emils setur hann í áttunda stigahæsta karl frá árinu 1998. Til hamingju Emil!
 2. sæti
  Brynjar Logi Halldórsson (f. 2002) frá LFR með 315,3 Sinclair stig. Brynjar keppir vanalega í -81kg flokki en keppti að þessu sinni í -89 kg flokki karla en hann mældist 81.4kg en bætti þrátt fyrir sitt persónulega met í jafnhendingu um 2 kg. Hann setti íslandsmet í snörun í -89 kg flokki pilta (U20) með 120 kg. Til hamingju Brynjar. í næstu viku mun Brynjar fljúga til Finnlands með tveimur öðrum keppendum að taka þátt á Evrópumeistaramóti Junior (U20) og U23 og óskum við honum alls hins besta.
 3. sæti
  Gerald Brimir Einarsson (f. 1998) frá LFG með 307,9 Sinclair stig. Gerald keppti í -89 kg flokki karla og var þetta þriðja mót Geralds en lyfti hann 110 kg í snörun og 146 kg í jafnhendingu sem gera 256 kg í samanlögðum árangri. Jafnaði Gerald samanlagðan árangur sinn frá seinasta móti en hækkaði Sinclair stiga töluna sína um 2,9 stig. Til hamingju Gerald!

Íslandsmet

Senior met

Emil Ragnar Ægisson

Margur man seinast í janúar þegar mikil barátta lá á milli Emils og Arnórs Gauta að ná 160 kg í jafnhendingu á Reykjavíkurleikunum en þá hafði hvorugur lyftuna. En var það þó hann Emil Ragnar Ægisson (f. 1994) frá UMFN-Massa sem setti íslandsmetið í -89kg flokki karla með 160 kg í jafnhendingu í dag. Til hamingju með árangurinn Emil!

U23

Erika M. Jónsdóttir

Erika M. Jónsdóttir (f. 1999) frá Hengli kom sterk inn eftir 4 ára keppnispásu og gerði sér lítið fyrir og setti 3 íslandsmet á mótinu í -87 kg flokki kvenna í U23 með 79 kg í snörun, 100 kg í jafnhendingu og 179 kg í samanlögðu. Til hamingju með þetta Erika!

Indíana Lind Gylfadóttir

Indíana Lind Gylfadóttir (f. 2000) frá LFG bætti snörunina sína um 5 kg síðan á ÍM í mars síðastliðinn og hreppti íslandsmet í leiðinni með 79 kg í snörun í +87kg flokki kvenna. Til hamingju Indíana!

Junior (U20) met

Bjarki Breiðfjörð Björnsson

Bjarki Breiðfjörð Björnsson (f. 2003) frá UMFSelfoss setti nýtt met í snörun í 73 kg flokki pilta með 102 kg. Reyndi hann einnig við annað íslandsmet í U20 þá 120 kg í jafnhendingu en hafði ekki, það munum við vonandi sjá fara upp á næsta móti. Til hamingju Bjarki!

Brynjar Logi Halldórsson

Brynjar Logi Halldórsson (f. 2002) frá LFR setti nýtt met í -89kg flokki pilta með 120 kg í snörun. Til hamingju Brynjar!

U15 met

Bergrós Björnsdóttir

Bergrós Björnsdóttir (f. 2007) frá UMFSelfoss setti met í 71 kg flokki meyja með 91 kg í jafnhendingu 14 ára gömul. Bætti Bergrós samanlagðan árangur sinn á móti um 26 kg með 75 kg í snörun og 91 kg í jafnhendingu og þá 166 kg í samanlögðum árangri en keppti hún seinast á Norðurlandamóti Youth og Junior í desember í fyrra í -64 kg flokki.
Til hamingju með þennan frábæra árangur Bergrós!

Öldungamet

Hjördís Ósk Óskarsdóttir

Hjördís Ósk Óskarsdóttir (f.1984) frá LFG setti fimm met í 71 kg flokki Masters 35 sem endaði í 80 í snörun, 105 kg í jafnhendingu og 185 kg í samanlögðum árangri.
Til hamingju með Hjördís og velkomin aftur á pallinn!

Guðmundur Sigurðsson

Guðmundur Sigurðsson (f. 1946) frá LFM var aðal stjarna dagsins en keppti hann í -102 kg flokki karla í Masters 75. Setti Guðmundur íslandsmet í öllum þeim lyftum sem hann náði sem endaði í 67 kg í snörun, 96 kg í jafnhendingu og 163 kg í samanlögðum árangri. Guðmundur setti í raun 54 íslandsmet í gær í Masters 35-75 og tvíbætti heimsmet í jafnhendingu í Masters 75 og reyndi við heimsmetið í snörun í Masters 75. Fær hann metið sitt þó ekki gillt sem heimsmet nema á vissum mótum og því spurning hvort Guðmundur slái til og fari á Heimsmeistaramót Masters á næsta ári og sigri með stæl. Til hamingu Guðmundur, þú ert algjörlega einstakur!

Uppfærsla á Mótaskrá LSÍ

Seinstu vikur hafa nokkur alþjóðamót færst til á dagatalinu hjá okkur þurfum við því að uppfæra Mótaskrá 2021. Þar sem fært hefur verið NM Senior frá helginni fyrir jól til 12-14. Nóvember þá þurfum við að loka á tækifæri til að ná lágmarki á NM Senior eftir 1. Október.
Við minnum keppendur á að þó svo að fólk hafi náð lágmarki í sínum þyngdarflokki á mót erlendis þá getum við einungis sent tvo aðila í hverjum þyngdarflokki á hvert mót og eru þeir sem eru með hæstu Sinclair stigin í þyngdarflokknum með forgang á mótin.
Ef einhverjar spurningar vakna um þetta er ykkur velkomið að hringja í síma 8490772 eða senda tölvupóst á lsi@lsi.is og fá frekari útskýringar.

Maríanna Ástmarsdóttir
Framkvæmdastjóri LSÍ

Næstu mót

24.September-4.Október: Evrópumeistaramót Junior (U20) og U23. Rovaniemi, Finland
Keppendur
Brynjar Logi Halldórsson
Eygló Fanndal Sturludóttir
Katla Björk Ketilsdóttir
Þjálfari
Ingi Gunnar Ólafsson
Dómari
Erna Héðinsdóttir

2-12. Október: Heimsmeistaramót Youth (U17). Jeddah, Sádí Arabía
Keppendur
Úlfhildur Arna Unnarsdóttir
Brynjar Ari Magnússon
Þjálfari
Sigurður Darri Rafnsson
Fylgdarmenn
Magnús B. Þórðarson, Formaður LSÍ
Helga Hlín Hákonardóttir

16. Október: Smáþjóðleikar. San Marino
Keppendur
Amalía Ósk Sigurðardóttir
Eygló Fanndal Sturludóttir
Árni Rúnar Baldursson
Daníel Róbertsson
Einar Ingi Jónsson

15-23. október: Evrópumeistaramót Masters (Öldunga). Den Helder. Holland
Keppendur
Helga Hlín Hákonardóttir
Anna Guðrún Halldórsdóttir

23. október: Íslandsmeistaramót Unglinga (Youth & Senior). Crossfit Reykjavík, Lyftingafélag Reykjavíkur

12-14. nóvember: Norðurlandamót Senior. Kaupmannahöfn, Danmörk

27-28.nóvember: Norðurlandamót Youth og Junior (U17 og U20). Stavern, Noregur

4.desember: Jólamót LSÍ. Sporthúsið í Kópavogi, Lyftingafélag Kópabogs

7-17. desember: Heimsmeistaramót Senior. Uzbekistan

Haustmót LSÍ 2021 – Mótadagskrá og keppendalisti

Keppendalisti

KK Hópur AFélagTotal
Bjarki ÞórðarsonLFK0
Guðmundur SigurðssonLFM160
Tryggvi Freyr MagnússonUMFS170
Gunnar Karl GunnarssonHengill180
Óliver Andri GunnarssonLFK200
Karl Viðar PéturssonLFK200
Bjarki Breiðfjörð BjörnssonUMFS215
Johann Valur JónssonLFG227
Alex Daði ReynissonLFG245
Haraldur HolgerssonLFG250
Gerald EinarssonLFG256
Brynjar Logi halldórssonLFR260
Emil Ragnar ÆgissonMassi265
KVK Hópur BFélagTotal
Bríet Anna HeiðarsdóttirHengill90
Guðlaug Li SmáradóttirLFK95
Valdís María SigurðardóttirLFR110
Ragna HelgadóttirLFK120
Elísa Mist BenediktsdóttirHengill120
Erna Freydís TraustadóttirLFR128
Hildur GuðbjarnadóttirLFR128
Unnur Sjöfn JónasdóttirLFG128
Tinna María StefnisdóttirLFR135
Sólveig ÞórðardóttirLFR135
Snædís Líf PálmarsdóttirLFR140
KVK Hópur AFélagTotal
Auður Arna EyþórsdóttirLFG145
Tinna Marín SigurðardóttirLFR146
Guðný Björk StefánsdóttirLFG150
Helga Húnfjörð JósepsdóttirLFK150
Bergrós BjörnsdóttirUMFS155
Erla ÁgústsdóttirLFK160
Indíana Lind GylfadóttirLFG162
Íris Rut jonsdottirMassi172
Erika M. JónsdóttirHengill177
Friðný JónsdóttirHengill177
Guðbjörg ValdimarsdóttirHengill180
Hjördís Ósk ÓskarsdóttirLFG195

Nýr búnaður á árinu

Styrkur úr Developmental Program IWF

Lyftingasamband Íslands sótti um styrk í Developmental Program Alþjóðalyftingasambandsins (IWF) í fyrra og hlaut búnaðarstyrk. Styrkurinn hljóðaði upp á 4 æfingastangir, þá tvær karlastangir og tvær kvennastangir og 3 sett af lóðum frá Zhangkong barbell (ZKC) í Kína. Eins og fyrri ár þegar slíkir styrkir hafa komið í hús höfum við dreyft búnaðinum á þau félög sem hafa staðið sig vel í þágu lyftinga seinustu ár.

Þetta árið fengu Lyftingafélag Mosfellsbæjar og Lyftingafélag Kópavogs sitt hvorta karlastöngina, sitthvora kvennastönginga og eitt sett af lóðum. Síðan fékk Lyftingadeild UMFSelfoss eitt sett af lóðum. Þökkum við þeim fyrir framlag þeirra til íþróttarinnar og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á komandi árum.

Búningakaup

Lögð voru kaup á landsliðsbúninga sem komu í hús í seinustu viku. Kaupin voru gerð í gegnum Finnskt fyrirtæki sem merkti einnig singletin en voru það 20 kvenna singlet, 16 karla singlet og nokkur prufu singlet sem eru mun bjartari og hátíðlegri en valdir einstaklingar bláu singletin til prufraunar.

Hugsunin með þessi singlet er sú að þeir aðilar sem eru búnnir að skrá sig á mót erlendis fái singletin með nafnmerkingu að gjöf frá LSÍ. Nokkrir aðilar sem eru búnnir að skrá sig á næstu mót mátuðu fyrstu singletin í vikunni en fara þau síðan í nafnamerkingu.

Evrópumeistaramót U15 og Youth

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir
Mynd: Unnar Helgason

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir (f. 2005) keppti á Evrópumeistaramóti Youth á dögunum og þá á hennar fyrsta stórmóti. Úlfhildur hafnaði í 6. sæti í -71 kg flokki meyja með 75 kg í snörun, 90 kg í jafnhendingu og 165 kg í samanlögðu sem er einungis 3 kg frá hennar besta árangri á móti en á hún 168 kg í samanlögðu eftir Sumarmóti LSÍ í júní síðastliðinn.
Óskum við henni innilega til hamingju með þennan frábæran árangur og hlökkum við mikið til að fylgjast með henni á komandi mánuðum.

Þið getið horft á mótshluta Úlfhildar HÉR

Næst á dagskrá hjá Úlfhildi er að æfa fyrir Heimsmeistaramót Youth (U17) í Sádí Arabíu en þar eru frekar ólíkar aðstæður en hér á norðurslóðum þar sem hitinn er í kringum 37 gráðurnar og fer sjaldnast niður fyrir 24 gráður. Munu tveir keppendur fara fyrir Íslands hönd en með Úlfhildi fer Brynjar Ari Magnússon en keppir hann í -89 kg flokki drengja.