Fyrstu medalíur Íslands á Evrópumeistaramóti

Úlfhildur á pallinum á EM U17 í Póllandi

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir átti vægast sagt frábæran keppnisdag í dag, þegar hún landaði 2. sæti á Evrópumeistaramóti U17 í Póllandi. Úlfhildur náði einungis fyrstu lyftunni gildri í snörun, 80kg, en náði ekki 84kg og 85kg gildum. Í jafnhendingunni tók Úlfhildur 97kg í fyrstu tilraun, náði ekki gildri lyftu í annari tilraun með 100kg, en kláraði síðustu lyftuna sína með 101kg gildri lyftu.
Úlfhildur hafnaði með þessum glæsilega árangri í 2. sæti á þessu stórmóti í -71kg flokk.
Hún fékk hvorki meira né minna en 3 silfur medalíur þar sem hún hafnaði í 2. sæti í öllum greinum, snörun, jafnhendingu og samanlögðu.
Minnstu hafi munað um að Úlfhildur hefði hafnað í fyrsta sæti þar sem sigurvegari flokksins, Finninn Anette Ylisoini þurfti að klippa af sér hárið til að ná vigt inn í flokkinn!
Úlfhildur er fædd 2005 og má því segja að rýmið fyrir bætingar og fleiri medalíur hjá henni sé töluvert mikið

Medalíurnar fara Úlfhildi alveg einstaklega vel og má búast við að fleiri bætist í safnið á næstu árum!

Erna Héðinsdóttir, Úlfhildur Arna Unnarsdóttir og Eggert Ólafsson

Eggert Ólafsson fór sem þjálfari á mótið og hefur staðið sig frábærlega sem þjálfari.
Erna Héðinsdóttir er einnig á mótinu í stöðu dómara, en hún er með Cat 1 dómararéttindi og hefur verið að fara á nokkur stórmót og stefnir á fleiri.

Erna Héðinsdóttir að veita Úlfhildi medalíur

Úlfhildur á EM U17

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir keppir á morgun á Evrópumeistaramóti U17 í Póllandi.
Undirbúningur hefur gengið vel, og verður mjög spennandi að sjá hvað gerist á pallinnum hjá henni!
Hún er úti ásamt Eggerti Ólafssyni þjálfara, en Erna Héðinsdóttir situr einnig í dómarasætinu út allt mótið, sem stendur frá 10-17 ágúst.
Úlfhildur hefur keppni klukkan 8:00 á íslenskum tíma, og er beint streymi að finna á hlekknum hér að neðan!


https://www.youtube.com/user/PZPCPL

Úlfhildur á æfingasvæðinu

IWF Special and Electoral Congress

Síðastliðna helgi var þing í Tirana, Albaníu þar sem kosið var um nýja stórn IWF (International Weightlifting Federation).
Þingið átti upprunalega að vera frá 25-26 júní, en sökum mistaka við kosninga á General Secretary / Treasurer þurftu að vera auka kosningar sem luku í dag.
Mistökin voru þau að það þarf meirihluta til að vinna kosningarnar, semsagt 50% +1 af atkvæðum. Jose Quinones frá Perú var tilnefndur sigurverari í þeim hluta en við nánari skoðun komust mistökin í ljós og farið var fram á endurkosningu. Antonio Urso frá Ítalíu bar sigur úr býtum í endurkosningunum.

Ný stjórn er því eftirfarandi
President : Mohammed Jalood (IRQ)
General Secretary/treasurer : Antonio Urso (ITA)
1st Vice President : Ursula Garza Papandrea (USA)
Vice Presidents :
Attila Adamfi (HUN)
Doris Marrero (VEN)
Petr Krol (CZE)
Pyrros Dimas (GRE)
Executive Board members :
Fathi Masoudi (TUN)
Florian Sperl (GER)
Gardencia Du Plooy (RSA)
Hiromi Miyake (JPN)
Matthew Curtain (GBR)
Mohammed Ahmed Alharbi (KSA)
Sam Coffa ( AUS)
Tom Liaw (SGP)
Wen Shing Chang (TPE)
Yassiny Esquivel (CRC)
Forrester Chrisopher Osei (GHA)

Sumarmót LSÍ

Stór helgi að baki hjá lyftingadeild KA. Á laugardag hélt deildin dómaranámskeið í KA heimilinu, námskeiðið veitti landsdómararéttindi í ólympískum lyftingum og útskrifuðust fimm dómarar. Þau Alex C. Orrason, Birkir Örn Jónsson, Jakob Ernfelt Jóhannesson, Reginn F. Unason og Sesselja Sigurðardóttir. Námskeiðið var haldið í samstarfi við Lyftingasamband Íslands og er þetta í fyrsta skiptið sem Íslendingur kennir slíkt námskeið hérlendis. Umsjón með námskeiðinu höfðu Lárus Páll Pálsson og Erna Héðinsdóttir, vill deildin þakka þeim, LSÍ og bakhjörlum deildarinnar innilega fyrir.

Á sunnudag þreytti deildin síðan frumraun sína í mótahaldi og hélt með pompi og prakt sumarmót í ólympískum lyftingum í samstarfi við Lyftingasamband Íslands. Mótið fór fram í húsnæði Norður við Njarðarnes. Níu keppendur voru skráðir til leiks, fimm í kvennaflokki og fjórir í karlaflokki. Mótið var sinclair mót en þá fá keppendur stig sem reiknast út frá líkamsþyngd og samanlagðri þyngd lyftanna. Keppandi fær þrjár tilraunir til þess að lyfta hámarks þyngd í snörun annarsvegar og jafnhendingu hins vegar.

Úrslit í kvennaflokki:

1.sæti – Rakel Ragnheiður Jónsdóttir – Lyftingafélag Garðabæjar

2.sæti – Thelma Mist Oddsdóttir – Lyftingafélag Kópavogs

3.sæti – Sigurbjörg Óskarsdóttir – Lyftingafélag Vestmannaeyja

Úrslit í karlaflokki

1.sæti – Alex Daði Reynisson – Lyftingafélag Garðabæjar

2.sæti – Gerald Brimir Einarsson – Lyftingafélag Garðabæjar

3.sæti – Þórbergur Ernir Hlynsson – Lyftingafélag Reykjavíkur

Nokkur Íslandsmet féllu á mótinu.

Rakel Ragnheiður Jónsdóttir bætti eigið Íslandsmet um 1 kg þegar hún snaraði 72 kg í loka lyftu sinni í snörun. Er lyftan því nýtt Íslandsmet U23 ára í -59kg flokki.

Alex Daði Reynisson sló Íslandsmet í snörun þegar hann lyfti 130kg í sinni síðustu lyftu. Þetta var Íslandsmet í opnum –96kg flokki.

Sigurður Freyr Árnason frá lyftingafélagi Mosfellsbæjar átti einstaklega gott mót en hann sló Íslandsmet í snörun, jafnhendingu og samanlagðri þyngd í -102kg flokki. Sigurður er 46 ára og því gjaldgengur í öldungaflokk 45 ára og eldri og öldungaflokk 35 ára og eldri. Því sló Sigurður Íslandsmetin í tveimur aldursflokkum. Gaman er að segja frá því að þetta er í fyrsta skiptið sem Sigurður keppir í ólympískum lyftingum.

Að lokum vill stjórn lyftingadeildarinnar þakka keppendum, sjálfboðaliðum, áhorfendum og bakhjörlum deildarinnar fyrir stuðninginn um helgina. Án ykkar er ekki hægt að halda svona viðburði og erum við gríðarlega þakklát.

Sjáumst hress á næsta móti!

#LyftifyrirKA

Úlfhildur og Bergrós í 7 og 8 sæti

Eggert, Úlfhildur, Bergrós og Helga Hlín

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir og Bergrós Björnsdóttir hafa lokið keppni á heimsmeistaramóti youth í Mexico.
Bergrós keppti í -71kg B grúbbunni og átti hún glæsilegt mót, hún lyfti í snörun 75-78-81kg og í jafnhendingunni 95-100-x103. Með þessum glæsilega árangur hreppti Bergrós titlinum af Úlfhildi sem yngsta konan til að lyfta 100kg yfir höfuð. 81kg snörunin hennar bergrósar var nýtt Íslandsmet í flokki 15 ára og yngri. 100kg jafnhendingin var svo bæting á Íslandsmetinu um 3kg. Með þessum glæsilega árangri lyfti hún því 181kg í samanlögðum árangri, sem var bæting um 4kg á Íslandsmeti í flokki 15 ára og yngri. Bergrós er fædd árið 2007 og hefur því nægan tíma fyrir ennþá meiri bætingar!

Úlfhildur keppti síðan í A grúbbuni og tók í snörun 80-84-x87kg. 87kg var tilraun að nýju Íslandsmeti í flokki 17 ára og yngri en gekk því miður ekki upp í þetta skiptið. Í jafnhendingunni byrjaði Úlfhildur mjög sterk, hún opnaði á 100kg sem er einungis 1kg undir hennar eigin Íslandsmeti. Hún lyfti því af miklu öryggi. Næst tók hún 103kg sem var því miður dæmt ógilt af kviðdóm. Úlhildur ákvað þá að reyna við 104kg í síðustu tilraun, sem hefði verið bæting á Íslandsmeti um 3kg, en því miður þá gekk það ekki eftir, og Úlfhildur klárar því mótið með 184kg í samanlægðum árangri. Úlfhilfur hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og verður spennandi að fylgjast með henni á komandi árum!

Úlfhildur með 100kg fyrir ofan höfuðm Mynd frá @iwfnet / @isac_morillas

Heimsmeistaramót Youth í Mexico

Bergrós Björnsdóttir og Úlfhildur Arna Unnarsdóttir keppa á morgun fyrir hönd Íslands í Mexico og verður spennandi að fylgjast með þeim.
Báðar keppa þær í -71kg flokki, en Bergrós keppir klukkan 10 að staðartíma í B-grúppu (15:00 á okkar tíma) og Úlfhildur klukkan 18 að staðartíma í A-grúppu (23:00 á okkar tíma)

Þetta er fyrsta heimsmeistaramót hjá Bergrósu en Úlfhildur hefur keppt á tveimur heimsmeistaramótum áður, HM youth í Sádí Arabíu í fyrra og HM junior í Grikklandi fyrir nokkrum vikum síðan.

Beint streymi má finna á youtube rás IWF í hlekknum hér að neðan.

https://www.youtube.com/c/InternationalWeightliftingFederation

Dómaranámskeið

Lyftingadeild KA og Lyftingasamband íslands standa fyrir dómaranámskeiði í ólympískum lyftingum.
Námskeiðið endar á skriflegu prófi sem veitir landsdómararéttindi.

Námskeiðið fer fram í fundarsal í KA heimilinu og æfingasal Training for warriors Akureyri.

Skráning á námskeiðið fer fram hér:
https://forms.gle/f25KMb28mHBcBzoF9
ATH námskeiðið er gjaldfrjálst

Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.
Laugaradagur 25.júní
09:00-10:15 – Fyrirlestur 1
– Kaffipása –
10:30 – 11:45 – Fyrirlestur 2
– Hádegismatur –
12:30 – 13:45 – Fyrirlestur 3
– Kaffipása –
14:00 – 15:00 – Verkleg kennsla í TFW salnum
15:50 – 17:00 – Próf

Sunnudagur 26.júní
Dómgæsla á sumarmóti Lyftingadeildar KA og LSÍ

Minnum einnig á skráningu á sumarmótið sem er í hlekknum hér fyrir neðan!
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeo1MTqhaaP9iQR8YvGcySYQ9QMi3bNuDLVlNdXNFM9ME0KPg/viewform?usp=sf_link