Recent Posts

Haustmót og forvarnir vegna COVID

LSÍ hefur ígrundað vel og vandlega útfærslu á mótinu og komst að niðurstöðu að leyfa áhorfendur á mótinu, enda er ekki búist við því að fjöldi manns fari yfir 200 manna viðmið sóttvarnarlaga.

Ákvöðrun er tekin á þeim forsendum að hægt sé að aðskilja keppendur frá áhorfendum á mótsstað. Enginn fær að koma inn í hús án þess að vera með grímu og allir þurfa að vera meðvitaðir og huga vel að sóttvörnum. Allir eru hvattir til að koma með sínar eigin grímur en grímur verða einnig til sölu á staðnum.

Aðskilin salerni verður fyrir áhorfendur og keppendur. Spritt verður við inngang og á völdum svæðum og eru allir hvattir til að vera duglegir að nýta sér það.

Áhorfendur og starfsmenn þurfa að vera með grímur allan tíman. Keppendur þurfa að vera með grímur í vigtun og í búningsklefa. Á meðan beðið er eftir vigtun þurfa mega keppendur ekki taka niður grímur.

Aðeins einn keppandi má vera á hverri stöng á upphitunarsvæði og þarf að sótthreinsa búnað að lokinni upphitun.

Magnús B. Þórðarson
Formaður LSÍ

  1. Haustmót LSÍ Leave a reply
  2. Haustmót LSÍ 2020 á Selfossi Leave a reply
  3. Úrslit Sumarmóts LSÍ og Íslandsmeistaramóts Unglinga Leave a reply
  4. Úrslit Sumarmóts LSÍ Leave a reply
  5. Mótadagskrá fyrir Sumarmót LSÍ og Íslandsmeistaramót Unglinga Leave a reply
  6. Keppendalisti fyrir Sumarmót LSÍ og Íslandsmeistaramót Unglinga 25. júlí Leave a reply
  7. Skráning á Sumarmót LSÍ og Íslandsmeistaramót Unglinga Leave a reply
  8. Sumarfjarnám – Þjálfaramenntun ÍSÍ Leave a reply
  9. Ný Mótaskrá 2020 Leave a reply