Nýlegar færslur

Ólympískar Lyftingar í Tokyo 2020

Birtur hefur verið keppendalisti fyrir Ólympíuleikana í Tokyo sem fara fram 23.Júlí-8.Ágúst.

Keppt er í 7 þyngdarflokkum í karla og kvenna keppni og í heildina 196 keppendur sem unnu sér inn þátttökurétt.

Sjá keppendalista hér: https://www.iwf.net/wp-content/uploads/downloads/2021/07/Final-List-of-Qualified-Athletes.pdf

Tveir íslenskir keppendur reyndu að vinna sér inn þátttöku á leikunum þau Þuríður Erla Helgadóttir (-59kg flokki kvk) og Einar Ingi Jónsson (-73kg flokki kk) en keppa þurfti á minnst sex úrtökumótum yfir þrjú keppnistímabil og hófst úrtökuferlið með HM 2018 í Túrkmenistan og hefur því staðið yfir í 3 ár. Hvorugt þeirra verður á meðal keppenda í Tokyo en hörð barátta er um sætin í Evrópu þó keppendur neðar en þau á heimslista verði meðal keppenda m.a. frá Eyjaálfu og Afríku.

Einn keppandi frá Norðurlöndunum tryggði sér þátttökurétt hin sænska Patricia Strenius í -76kg flokki kvenna.

  1. Sumarmót LSÍ á Selfossi Skildu eftir svar
  2. Streymi Sumarmóts LSÍ Skildu eftir svar
  3. Sumarmót LSÍ Mótaskrá og Keppendalisti Skildu eftir svar
  4. Uppfærð mótaskrá 2021 Skildu eftir svar
  5. 2021 World Masters Weightlifting Virtual Championship – Helga Hlín Hákonardóttir 3. sæti Skildu eftir svar
  6. Sumarmót LSÍ – Skráning Skildu eftir svar
  7. Sumarmót LSÍ – Frestað Skildu eftir svar
  8. Evrópumeistaramót Senior 2021 Skildu eftir svar
  9. Evrópumeistaramót Senior 2021 1 Svar