Íslandsmeistari liða reglur (*.pdf)
Íslandsmeistari Liða
Á Íslandsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum fer fram liðakeppni milli þeirra lyftingafélaga sem tefla fram keppendum. Keppt er í þyngdarflokkum og er eftirfarandi skipting til staðar:
8 konur skipa fullt lið í þyngdarflokkunum -48kg,-53kg,-58kg,-63kg,-69kg,-75kg, -90kg og +90kg.
8 karlar skipa fullt lið í þyngdarflokkunum -56kg, -62kg, -69kg, -77kg, -85kg, -94kg, -105kg, +105kg
Mest telja 2 einstaklingar í hverjum þyngdarflokk.
Hægt er að vera með 2 varamenn í kvenna keppni og 2 varamenn í karla keppni sem telja ef einstaklingur fellur úr keppni.
Eftirfarandi fjöldi stiga er veittur:
1. sæti í þyngdarflokk fær 7 stig
2. sæti í þyngdarflokk fær 5 stig
3. sæti í þyngdarflokk fær 4 stig
4. sæti í þyngdarflokk fær 3 stig
5. sæti í þyngdarflokk fær 2 stig
6. sæti í þyngdarflokk fær 1 stig
Bikarinn sem keppt er um er farandbikar og er afhentur því liði sem hlýtur flest samanlögð stig út úr Íslandsmeistaramótinu.
Ef tvö lið eru jöfn að stigum í lok keppninnar þá vinnur það lið sem hefur flesta sigra (1.sæti). Ef ennþá eru tvö lið jöfn þá vinnur það lið sem hefur hærri samanlagðan Sinclair af öllum sigurvegurum (1.sæti).
Allir íþróttamenn verða að vera skráðir í Felix kerfi ÍSÍ til þess að mega keppa á mótum hjá LSÍ.
Íþróttamenn sem taka þátt í liðakeppni LSÍ verða að hafa íslenskt vegabréf eða vera með fasta búsetu á Íslandi.
Samþykkt á Lyftingaþingi 11.3.2017