Orðskýringar

Ólympískar lyftingar (e. weightlifting) skiptast í Jafnhendingu og Snörun.

Jafnhending (e. clean & jerk) er þegar stöng er lyft í tveimur hreyfingum upp fyrir höfuð. Fyrri hreyfingin er frívending og síðari hreyfingin er jafnhöttun.

Frívending (e. clean) er þegar stöng er lyft frá gólfi upp að öxlum í einni samfelldri hreyfingu þar sem viðkomandi beygir sig undir stöngina á réttu augnabliki og stendur upp en stöngin hvílir á brjóstkassa og/eða bognum örmum í lokin.

Jafnhöttun (e. jerk) er þegar stöng er lyft í einni samfelldri hreyfingu frá öxlum eða brjóstkassa með bogna arma upp fyrir höfuð, með því að beygja sig í hnjánum og rétta ásamt því að rétta úr örmum og ljúka lyftunni í jafnvægi með útrétta arma og stöngina fyrir ofan höfuð.

Snörun (e. snatch) er þegar stöng er lyft með útrétta arma frá gólfi og upp fyrir höfuð í einni samfelldri hreyfingu með því að toga í stöngina og beygja sig undir hana á réttu augnabliki.

Setfall (e. dive) er sú hreyfing að setjast á hækjum sér eða beygja sig undir stöngina við Jafnhendingu og Snörun.

Pressa (e. press) er þegar stöng er lyft eingöngu með því að rétta út arma og án þess að beigja sig eða rétta í hnjánum.

Hnébeygja (e. squat) er þegar viðkomandi beygir sig í hnjánum og réttir úr þeim. Hnébeygjur skiptast í hnébeygjur að fram og aftan.

Hnébeygja aftan (e. back squat) er þegar stöng hvílir á öxlum og viðkomandi beygir sig í hnjánum og réttir úr þeim.

Hnébeygja framan (e. front squat) er þegar stöng hvílir á brjóstkassa og/eða á bognum örmum og viðkomandi beygir sig í hnjánum og réttir úr hnjánum.

Kraftsnörun (e.power snatch) er þegar stöng er lyft með útrétta arma frá gólfi og upp fyrir höfuð í einni samfelldri hreyfingu með því að toga í stöngina og án þess að beygja sig eða setjast undir stöngina.

Kraftvending (e. power clean) er þegar stöng er lyft frá gólfi upp að öxlum í einni samfelldri hreyfingu og án þess að beygja sig eða setjast undir stöngina. Stöngin hvílir á brjóstkassa og/eða bognum örmum í lok kraftvendingar.

Þyndarflokkar (e. bodyweight categories) eru skilgreindir af Alþjóða Lyftingasambandinu. Hjá körlum er keppt í 8 flokkum: 56 kg, 62 kg, 69 kg, 77 kg, 85 kg, 94 kg, 105 kg, +105 kg. Hjá konum er keppt í 7 flokkum: 48 kg, 53 kg, 58 kg, 63 kg, 69 kg, 75 kg, +75 kg

Sinclair stig (e. Sinclair points) eru stig sem eru notuð í stigakeppni í Ólympískum Lyftingum.  Sinclair stig eru notuð ef keppendur eru að keppa þvert á þyngdarflokka í stigakeppni. Notaður er Sinclair stuðull til að reikna út stigin.

Sinclair stuðull (e. Sinclair coefficient) er stuðullinn sem reiknar út Sinclair stig miða við samanlagða lyfta þyngd sem hlutfall af líkamþyngd. Stuðullinn tekur mið af heimsmetum í hverjum þyndarflokki hverju sinni og er endurskoðaður á 4. ára fresti eftir Ólympíuleika.

Stöng (e. bar/barbell) í Ólympískum lyftingum er annars vegar Karlastöng sem vegur 20 kg og Kvennastöng sem vegur 15 kg.

Lóð (e. disks) eru staðlaðir þyngdar mælanlegir hringir sem eru settir á stöngina til þess að skera úr um sigurvegara. Hver þyngdareining ber ákveðinn lit samkvæmt eftirfarandi;

25 kg lóð er rautt, 20 kg lóð er blátt, 15 kg lóð er gult, 10 kg lóð er grænt, 5 kg lóð er hvítt 2,5 kg lóð er rautt, 2 kg lóð er blátt, 1,5 kg lóð er gult, 1 kg lóð er grænt, 0,5 kg lóð er hvítt

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s