Af gefnu tilefni hvetur LSÍ íþróttamenn til að vera ábyrgir gagnvart eigin neyslu á matvælum og fæðubótarvörum og ráðleggur að hver og einn kynni sér hvaða efni eru á bannlista. Ekki er tryggt að efni sem versluð eru með löglegum hætti séu lögleg gagnvart Lyfjaeftirliti Íslands.
Hér má finna lista um þau efni sem eru á bannlista WADA. (2020)
Ef íþróttamaður þarf að taka inn einhver lyf er vissara að kanna hvort efni í þeim séu á bannlista og sækja þá um undanþágu. Þessi síða veitir upplýsingar um innihald efna á bannlista í lyfjum: http://www.globaldro.com/
Ef lyfið er á lista globaldro/WADA þá þarf að sækja um undanþágu til Lyfjaeftirlits Íslands (NADO) og ef keppt er á alþjóðavettfangi þarf að sækja um undanþágu til ITA.
Einnig er mikilvægt að allir sem keppa á erlendum vettfangi innan IWF þurfa að vera skráðir í ADAMs kerfið og er bennt á að hafa samband við LSÍ áður en þeir ákveða að keppa erlendis.
Frekari upplýsingar um málaflokkinn má nálgast á vefsíðu lyfjaeftirlitsins: www.lyfjaeftirlit.is