Sinclair stig

Íslandsmet eru sett í eftirfarandi þyndarflokkum (e. bodyweight categories) en þeir eru skilgreindir af Alþjóða Lyftingasambandinu. Hjá körlum er keppt í 8 flokkum: 56 kg, 62 kg, 69 kg, 77 kg, 85 kg, 94 kg, 105 kg, +105 kg. Frá árinu 2017 er líka keppt keppt í 8 flokkum hjá konum: 48 kg, 53 kg, 58 kg, 63 kg, 69 kg, 75 kg, -90 kg og +90kg

Oft er einnig keppt óháð þyngt, en gjarnan eru veitt verðlaun fyrir stigahæsta karl og stigahæstu konu á mótum út frá sinclair stigum.

Sinclair stig (e. Sinclair points) eru stig sem eru notuð í stigakeppni í Ólympískum Lyftingum.  Sinclair stig eru notuð ef keppendur eru að keppa þvert á þyngdarflokka í stigakeppni. Notaður er Sinclair stuðull til að reikna út stigin.

Sinclair stuðull (e. Sinclair coefficient) er stuðullinn sem reiknar út Sinclair stig miða við samanlagða lyfta þyngd sem hlutfall af líkamþyngd. Stuðullinn tekur mið af heimsmetum í hverjum þyndarflokki hverju sinni og er endurskoðaður á 4. ára fresti eftir Ólympíuleika.

Á netsíðu International Weightlifting Federation má reikna út sinclair stig sem taka mið af þeim sinclair stuðli sem er í gildi hverju sinni. Sjá HÉR.

Það er ákveðin hefð fyrir því að lyftingarmaður og kona ársins séu valin með tilliti til þess hver hefur náð hæstum sinclair stigum á mótum það ár.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s