Lyftingaþing 2021

f.v. aftari lína: Magnús B. Þórðarson, Einar Ingi Jónsson, Jens Andri Fylkisson, Magrét G. Jónsdóttir,
Ingi Gunnar Ólafsson og Sigurður Darri Rafnsson.
fv. fremri lína: Árni Rúnar Baldursson, Þór Reynir Jóhannsson og Maríanna Ástmarsdóttir

Þann 28 febrúar síðastliðinn um var Lyftingaþing Lyftingasamband Íslands var haldið í 46. skipti í húsnæði ÍSÍ. Farið var yfir skýrslu seinasta árs og ársreikning enn má sjá þær upplýsingar undir ársskýrslu 2021 á heimasíðunni. Útgjöld sambandsins voru mun lægri en búist var við vegna samkomu takmarkana vegna COVID19 en ekki var farið á nokkur alþjóðamót erlendis né æfingaferðir utan né innanlands vegna veirunnar og komu því þær upplýsingar ekki á óvart. Samþykkt sú var tillaga að Ásgeir Bjarnason myndi taka að sér skrif à afmælisriti LSÍ með tilfallandi kostnaði. Ný stjórn tók við með fáum enn nokkrum breytingum frá seinasta ári. Magnús B. Þórðarson heldur áfram sem formaður og Árni Rúnar Baldursson sem varaformaður. Ásgeir Bjarnason steig til hliðar sem gjaldkeri en heldur áfram í varastjórn sambandsins sem og formaður tækninefndar. Þór Reynir Jóhannsson tók við keflinu sem gjaldkeri. Jens Andri Fylkisson hélt áfram sem meðstjórnandi og Einar Ingi Jónsson steig upp úr varastjórn í meðstjórnanda stöðu. Ingi Gunnar Ólafsson og Sigurður Darri Rafnsson héltu áfram í varastjórn og viðbættist Margrét G. Jónsdóttir.