Nýlegar færslur

Ársþing LSÍ: Fyrsta konan formaður í 50 ára sögu sambandsins

Síðastliðinn sunnudag 26. mars, fagnaði Lyftingasamband Íslands því að 50 ár eru liðin frá stofnun sambandsins. Helga Hlín Hákonardóttir var kjörin formaður og er hún jafnframt fyrsta konan í sögu sambandsins til að taka við embætti formanns.

Eftir hefðbundin þingstörf undirrituðu fráfarandi formaður Magnús Þórðarson og nýkjörinn formaður Helga Hlín, samning við framkvæmdastjóra ÍSÍ, Andra Stefánsson og 2. varaformann Hafsteinn Pálsson, um að Lyftingasamband Íslands fari úr flokki þróunarsambands C upp í alþjóðlegt B samband hjá ÍSÍ.

Lyftingasambandið gerði einnig sjö einstaklinga að Heiðursfélögum LSÍ en allir eiga það sameiginlegt að hafa átt veglegt framlag til framgangs ólympískra lyftinga á Íslandi. Heiðursfélagarnir eru þau Guðmundur Sigurðsson, Birgir Þór Borgþórsson, Guðmundur Helgi Helgason, Gísli Kristjánsson, Hrönn Svansdóttir, Anna Hulda Ólafsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir.

Önnur sem kosin voru í stjórn sambandsins voru Magnús Þórðarson sem tekur sæti varaformanns, Erna Héðinsdóttir sem ritari, Harpa Þorláksdóttir sem gjaldkeri og Hrund Scheving og Ásgeir Bjarnason sem meðstjórnendur, en Ásgeir var jafnframt kjörinn formaður tækninefndar. Í varastjórn eru Eggert Ólafsson, Kári Walter, Birkir Örn Jónsson og Gerald Brimir Einarsson. Fulltrúar íþróttamanna í stjórn eru Katla Ketilsdóttir og Árni Rúnar Baldursson.

  1. Úrslit úr Íslandsmeistaramóti 2023 Skildu eftir svar
  2. Keppendalisti Íslandsmeistaramóts ásamt frekari upplýsingum Skildu eftir svar
  3. Dómaranámskeið 17-18. mars Skildu eftir svar
  4. Lyftingaþing 2023 Skildu eftir svar
  5. Íslandsmeistaramót LSÍ 2023 Skildu eftir svar
  6. Mótaskrá 2023 Skildu eftir svar
  7. Fréttir af RIG Skildu eftir svar
  8. Reykjavík International Games 2023 Skildu eftir svar
  9. 50 ár frá stofnun Lyftingasamband Íslands Skildu eftir svar