Íslandsmeistaramót 2013
Íslandsmeistaramóti 2013 var haldið 13. apríl á Akureyri. Mótið fékk talsverða fréttaumfjöllun, en m.a. má lesa um mótið hér: News of Iceland, MBL.
Fjölmörg íslandsmet féllu á mótinu, Anna Hulda Ólafsdóttir setti met 3 met í -63kg flokki þegar hún snaraði 68kg, jafnhenti 87kg og náði þar með samanlagt 155kg.
Katrín Tanja Davíðsdóttir setti tvö met í -69kg flokki meyja annars vegar og kvenna hins vegar þegar hún snaraði 76kg og náði samanlagt 160kg.
Lilja Lind Helgadóttir setti 2 íslandsmet í -75kg flokki stúlkna annars vegar og kvenna hins vegar, þegar hún snaraði 69kg og náði 153kg samanlagt.
Sigurður B. Einarsson setti 3 íslandsmet í -94kg flokki þegar hann snaraði 119kg, jafnhenti 145kg og náði því samanlagt 264kg.
Niðurstöðurstöður mótsins fóru svo.
Kvennaflokkur:
Stigakeppni kvenna (sinclair stig)
1. Anna Hulda Ólafsdóttir, samtals 155kg og 210,54 sinclair stig
2. Katrín Tanja Davíðsdóttir, samtals 160kg og 202,01 sinclair stig
3. Lilja Lind Helgadóttir, samtals 153kg og 83,46 sinclair stig
Íslandsmeistarar eftir flokkum:
-63kg flokki:
1. Anna Hulda Ólafsdóttir, LFR, 68kg snörun, 87kg jafnhending, samtals 155kg.
-69kg flokki:
Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ármann, LFR, 76kg snörun, 84kg jafnhending, samtals 160kg.
-75kg flokkur:
1. Lilja Lind Helgadóttir, Ármann, 69kg snörun, 83kg jafnhending, samtals 153kg.
+75kg flokkur:
1. Guðrún Sólveig Sigurgrímsdóttir, Ármann, 43kg snörun, 64kg jafnhending, samtals 107kg.
2. Fríða Björk Einarsdóttir, KFA, 35kg snörun, 50kg jafnhending, samtals 85kg.
3. Hildur Björk Þórðardóttir, 85 LFR, 32kg snörun, 45kg jafnhending, samtals 77kg.
Stigakeppni karla (sinclair stig)
1. Gísli Kristjánsson, LFR, samtals 315kg og 336,14 sinclair stig
2. Sigurður Bjarki Einarsson, Ármann, samtals 264kg og 302,92 sinclair stig
3. Andri Gunnarsson, Ármann, samtals 270kg, 285,97 sinclair stig
-69kg flokki:
1. Kjartan Ágúst Jónasson, UÍA, 67kg snörun, 97kg jafnhending, samtals 163kg.
-77kg flokki:
1. Stefán Þór Jósefsson, KFA, 55kg snörun, 75kg jafnhending, samtals 130kg.
-85kg flokki:
1. Ari Bragi Kárason, Ármann, 86kg snörun, 117 jafnhending, samtals 203kg
2. Gísli Rafn Gylfason, Ármann, 75kg snörun, 100kg jafnhending, samtals 175kg
-94kg flokki:
1. Sigurður Bjarki Einarsson, Ármann, 119 snörun, 154kg jafnhending, samtals 264kg
2. Bjarmi Hreinsson, UÍA, 90kg snörun, 130 jafnhending, samtals 220kg
3. Haukur Sigurðsson, Ármann, 86kg snörun, 114 jafnhending samtals 200kg
-105kg flokki:
1. Árni Freyr Stefánsson, KFA, 110kg snörun, 130kg jafnhnöttun, samtals 240kg.
+105kg flokki:
1. Gísli Kristjánsson, LFR, 150kg snörun, 165kg jafnhending, samtals 315kg
3. Kristján Logi Einarsson, KFA, 61kg snörun, 75kg jafnhending, samtals 136kg
2. Andri Gunnarsson, Ármann, 110kg snörun, 160kg jafnhending, samtals 270kg
——————————————————————————————————————————————————-
Laugardaginn 24.3 2012 fór fram Íslandsmeistaramótið í ólympískum lyftingum í Borgarnesi. Mikil gróska er í ástundun ólympískra lyftinga á Íslandi um þessar mundir og var mótið hið fjölmennasta í áraraðir. Margir ungir og efnilegir lyftingamenn þreyttu frumraun sína á mótinu og gefur frammistaða þeirra góð fyrirheit um framtíð Ólympískra lyftinga á Íslandi. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá nýja og vel þjálfaða kynslóð lyftingakvenna, sem flestar hafa kynnst Ólympískum lyftingum í gegnum ástundun sína á Crossfit.
Besta árangri mótsins náðu þau Gísli Kristjánsson, sem hlaut 345 Sinclair stig, og Þuríður Erla Helgadóttir sem hlaut 185,0 Sinclair stig.
——————————————————————————————————————————————————-
Íslandsmeistaramótið í Ólympískum Lyftingum 2011 var haldið í húsnæði Lyftingafélags Reykjavíkur í Skeifunni 8. þann 28. maí 2011. Fjölmargir áhorfendur mættu á mótið og bein útsending var frá mótinu á http://www.sporttv.is.
Fjölmörg met litu dagsins ljós og eru þau eftirfarandi.
Guðmundur Högni Hilmarsson með 3 Drengjamet í 69 kg. flokki!
67 kg. í Snörun
90 kg. í Jafnhöttun
157 kg. í Samanlögðu
Jafnhöttun og Samanlagt er einnig Unglingaflokksmet í 69 kg. flokki!
Til hamingju Guðmundur Högni Hilmarsson
Bjarki Guðmundsson með 1 unglingaflokksmet!
70 kg. í Snörun
Til hamingju Bjarki Guðmundsson
Annie Mist Þórisdóttir með 3 Íslandsmet í 69 kg. Kvennaflokki!
68 kg. í Snörun
87 kg. í Jafnhöttun
155 kg. í Samanlögðu
Til hamingju Annie Mist Þórisdóttir
Síðan viljum við þakka öllum sem komu að Íslandsmeistaramótinu kærlega fyrir aðstoðina. Þetta var frábært mót í alla staði og hefði ekki verið hægt án ykkar.