Íslandsmeistaramót

Íslandsmeistaramót 2013

Úrslit kvennaIMG_5172-001

Íslandsmeistaramóti 2013 var haldið 13. apríl á Akureyri. Mótið fékk talsverða fréttaumfjöllun, en m.a. má lesa um mótið hér: News of Iceland, MBL.

Fjölmörg íslandsmet féllu á mótinu, Anna Hulda Ólafsdóttir setti met 3 met í -63kg flokki þegar hún snaraði 68kg, jafnhenti 87kg og náði þar með samanlagt 155kg.

Katrín Tanja Davíðsdóttir setti tvö met í -69kg flokki meyja annars vegar og kvenna hins vegar þegar hún snaraði 76kg og náði samanlagt 160kg.

Lilja Lind Helgadóttir setti 2 íslandsmet í -75kg flokki stúlkna annars vegar og kvenna hins vegar, þegar hún snaraði 69kg og náði 153kg samanlagt.

Sigurður B. Einarsson setti 3 íslandsmet í -94kg flokki þegar hann snaraði 119kg, jafnhenti 145kg og náði því samanlagt 264kg.

Niðurstöðurstöður mótsins fóru svo.

Kvennaflokkur:

Stigakeppni kvenna (sinclair stig)

1. Anna Hulda Ólafsdóttir, samtals 155kg og 210,54 sinclair stig

2. Katrín Tanja Davíðsdóttir, samtals 160kg og 202,01 sinclair stig

3. Lilja Lind Helgadóttir, samtals 153kg og 83,46 sinclair stig

Íslandsmeistarar eftir flokkum:

-63kg flokki:

1. Anna Hulda Ólafsdóttir, LFR, 68kg snörun, 87kg jafnhending, samtals 155kg.

-69kg flokki:

Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ármann, LFR, 76kg snörun, 84kg jafnhending, samtals 160kg.

-75kg flokkur:

1. Lilja Lind Helgadóttir, Ármann, 69kg snörun, 83kg jafnhending, samtals 153kg.

+75kg flokkur:

1. Guðrún Sólveig Sigurgrímsdóttir, Ármann, 43kg snörun, 64kg jafnhending, samtals 107kg.

2. Fríða Björk Einarsdóttir, KFA, 35kg snörun, 50kg jafnhending, samtals 85kg.

3. Hildur Björk Þórðardóttir, 85 LFR, 32kg snörun, 45kg jafnhending, samtals 77kg.

Stigakeppni karla (sinclair stig)

1. Gísli Kristjánsson, LFR, samtals 315kg og 336,14 sinclair stig

2. Sigurður Bjarki Einarsson, Ármann, samtals 264kg og 302,92 sinclair stig

3. Andri Gunnarsson, Ármann, samtals 270kg, 285,97 sinclair stig

-69kg flokki:
1. Kjartan Ágúst Jónasson, UÍA, 67kg snörun, 97kg jafnhending, samtals 163kg.

-77kg flokki:

1. Stefán Þór Jósefsson, KFA, 55kg snörun, 75kg jafnhending, samtals 130kg.

-85kg flokki:
1. Ari Bragi Kárason, Ármann, 86kg snörun, 117 jafnhending, samtals 203kg
2. Gísli Rafn Gylfason, Ármann, 75kg snörun, 100kg jafnhending, samtals 175kg

-94kg flokki:

1. Sigurður Bjarki Einarsson, Ármann, 119 snörun, 154kg jafnhending, samtals 264kg

2. Bjarmi Hreinsson, UÍA, 90kg snörun, 130 jafnhending, samtals 220kg
3. Haukur Sigurðsson, Ármann, 86kg snörun, 114 jafnhending samtals 200kg

-105kg flokki:
1. Árni Freyr Stefánsson, KFA, 110kg snörun, 130kg jafnhnöttun, samtals 240kg.

+105kg flokki:

1. Gísli Kristjánsson, LFR, 150kg snörun, 165kg jafnhending, samtals 315kg

3. Kristján Logi Einarsson, KFA, 61kg snörun, 75kg jafnhending, samtals 136kg

2. Andri Gunnarsson, Ármann, 110kg snörun, 160kg jafnhending, samtals 270kg

——————————————————————————————————————————————————-

Laugardaginn 24.3 2012 fór fram  Íslandsmeistaramótið í ólympískum lyftingum í Borgarnesi.  Mikil gróska er í ástundun ólympískra lyftinga á Íslandi um þessar mundir og var mótið hið fjölmennasta í áraraðir. Margir ungir og efnilegir lyftingamenn þreyttu frumraun sína á mótinu og gefur frammistaða þeirra góð fyrirheit um framtíð Ólympískra lyftinga á Íslandi. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá nýja og vel þjálfaða kynslóð lyftingakvenna, sem flestar hafa kynnst Ólympískum lyftingum í gegnum ástundun sína á Crossfit.

Besta árangri mótsins náðu þau Gísli Kristjánsson, sem hlaut 345 Sinclair stig, og Þuríður Erla Helgadóttir sem hlaut 185,0 Sinclair stig.

——————————————————————————————————————————————————-

Íslandsmeistaramótið í Ólympískum Lyftingum 2011 var haldið í húsnæði Lyftingafélags Reykjavíkur í Skeifunni 8. þann 28. maí 2011. Fjölmargir áhorfendur mættu á mótið og bein útsending var frá mótinu á http://www.sporttv.is.

Fjölmörg met litu dagsins ljós og eru þau eftirfarandi.

Guðmundur Högni Hilmarsson með 3 Drengjamet í 69 kg. flokki!
67 kg. í Snörun
90 kg. í Jafnhöttun
157 kg. í Samanlögðu
Jafnhöttun og Samanlagt er einnig Unglingaflokksmet í 69 kg. flokki!
Til hamingju Guðmundur Högni Hilmarsson

Bjarki Guðmundsson með 1 unglingaflokksmet!
70 kg. í Snörun
Til hamingju Bjarki Guðmundsson

Annie Mist Þórisdóttir með 3 Íslandsmet í 69 kg. Kvennaflokki!
68 kg. í Snörun
87 kg. í Jafnhöttun
155 kg. í Samanlögðu
Til hamingju Annie Mist Þórisdóttir

Síðan viljum við þakka öllum sem komu að Íslandsmeistaramótinu kærlega fyrir aðstoðina. Þetta var frábært mót í alla staði og hefði ekki verið hægt án ykkar.

Recent Posts

Evrópumeistaramót Senior 2021

Nú hefur seinasti mótshluti íslendinga átt sér stað á Evrópumeistaramóti Senior 2021 í Rússlandi sem haldið er 3-11. apríl og því nokkrir dagar eftir á mótinu. Fóru fjórir keppendur á mótið, þau Þuríður Erla Helgadóttir, Amalía Ósk Sigurðardóttir, Einar Ingi Jónsson og Daníel Róbertsson með Hrund Scheving fyrrum heimsmeistara öldunga sem þjálfara.
Til hamingju með frábært mót kæru keppendur og þökkum við Hrund Scheving sérstaklega vel fyrir allt utan umhald, stuðning og hjálpsemi.
Þið getið séð úrslit íslensku keppandana á results.lsi.is eða allra keppenda HÉR

Þuríður Erla Helgadóttir

f.v. Hrund Scheving, Þuríður Erla Helgadóttir og Einar Ingi Jónsson

Þuríður Erla Helgadóttir (f. 1991) tók þátt í 59kg flokki kvenna á EM í B hópi 5. apríl. Þuríður er fremsta lyftingakona landsins og kláraði mótshluta sinn með 262,2 Sinclair stig, 83 kg í snörun, með nýtt íslandsmet í jafnhendingu með 108 kg og nýtt íslandsmet í samanlögðu með 191 kg en var þetta næst besti samanlagði árangur sem Þuríður hefur náð á sínum ferli frá 2011 en best hefur hún þó náð 194 kg á heimsmeistaramóti Senior 2017 og endaði þar í 10. sæti en var það fyrir þyngarflokkabreytingar innan alþjóðasambandsins 2018. EM 2021 var fjórða Evrópumeistaramótið sem Þuríður keppti á og skilaði hún sínum besta árangri hingað til á Evrópumeistaramóti og náði 10. sæti en náði hún 14. sæti árið 2019, 13. sæti árið 2017 og 14. sæti árið 2016. Þau 262,2 Sinclair stig sem Þuríður náði núna á EM 2021 er næst hæsta Sinclair stigatala sem Þuríður hefur náð á sínum ferli og næst hæsta Sinclair stigatala sem Íslensk kona hefur náð í lyftingum en á hún þó einnig þá hæstu. Þuríður er búin að uppfylla allar lágmarkskröfur varðandi þáttöku á Ólympíuleikunum en eru nokkrar Evrópuþjóðir sem eru stiga hærri og því fyrr með keppendur inn á leikana.

Amalía Ósk Sigurðardóttir

Amalía Ósk Sigurðardóttir

Amalía Ósk Sigurðardóttir (f. 1997) tók þátt í fyrsta sinn á Evrópumeistaramóti 6.apríl síðast liðin í 64 kg flokki kvenna og náði þar 235,3 Sinclair stigum með 79 kg í snörun, 100 kg í jafnhendingu og 179 kg í samanlögðu og lenti í 17. sæti. Amalía ein af fremstu lyftingakonum landins með 235,97 Sinclair stig undir sínu belti sem hún tók á Haustmóti LSÍ 2020. Amalía meiddist í úlnlið í vetur og talaði um að hún hafði haft erfitt með snörun eftir meiðslin en þó var árangurinn á EM hennar næst besti árangur á móti og aðeins 0,67 Sinclair stigum frá hennar besta árangri.

Einar Ingi Jónsson

Einar Ingi Jónsson

Einar Ingi Jónsson (f. 1996) keppti í 73 kg flokki karla 6. apríl síðastliðin og endaði með 114 kg í Snörun, 145 kg í jafnhendingu, 259 kg í samanlögðu og 333,5 Sinclair stig og lenti í 16. sæti. EM 2021 var þriðja Evrópumeistaramótið sem Einar keppti á en er hann einnig búinn að uppfylla allar lágmarkskröfur varðandi þáttöku á Ólympíuleikunum en eru nokkrar Evrópuþjóðir sem eru stiga hærri og því fyrr með keppendur inn á leikana.
Þú getur horft á mótshluta Einars Inga HÉR

Daníel Róbertsson

Daníel Róbertsson

Daníel Róbertsson (f. 1991) tók þátt á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti 8. apríl í 89 kg flokki karla. Þar náði hann 125 kg í snörun en því miður náði hann ekki gildir jafnhendingu og féll því úr keppni. Eins og það er alltaf jafn leiðinlegt að hrasa á mótum og þá sérstaklega stórmótum þá skilgreinir það okkur ekki þegar við hrösum heldur hvort við stöndum upp aftur. Daníel á mikið inni og hlökkum við til að sjá hvert hann nær í framtíðinni.

  1. Evrópumeistaramót Senior 2021 Leave a reply
  2. Íslandsmeistaramót Senior 2021 ÚRSLIT Leave a reply
  3. ÍM Senior 2021 – Engir áhorfendur Leave a reply
  4. Mótadagskrá og keppendalisti Íslandsmeistaramóts Senior 2021 Leave a reply
  5. Skráning á Íslandsmeistaramót Leave a reply
  6. Lyftingaþing 2021 Leave a reply
  7. RIG 2021 Úrslit Leave a reply
  8. Streymis hlekkur RIG 2021 Leave a reply
  9. Keppendalisti RIG 2021 Leave a reply