Úrslit NM unglinga

Helgina 16.-17. Nóvember síðastliðin var Norðurlandamót unglinga haldið í Sundsvall í Svíþjóð (e. Youth and Junior). Stór hópur keppenda fór fyrir Íslands hönd eða 14 keppendur á aldrinum 14-20 ára. Samtals 49 íslandsmet voru sett á mótinu og óskum við öllum keppendum til hamingju með frábært mót og ótrúlega árangur. 

Íslandsmet 

U20 KVK

 • Rakel Ragnheiður Jónsdóttir í -59kg þyngdarflokki setti 2 íslandsmet, þá í U20 og U23, og náði 70kg í snörun (e. snatch). 

U20 KK

 • Axel Máni Hilmarsson í -96kg þyngdarflokki setti 10 Íslandsmet, þá 5 met í U20 og 5 met í U23 í snörun, jafnhendingu (e. Clean and Jerk) og samanlögðu (e. total), sem endaði í 120kg í snörun og 150kg í jafnhendingu.

U17 KVK

 • Ásrún Arna Kristmundsdóttir í -64kg þyngdarflokki náði 75kg í jafnhendingu.
 • Úlfhildur Unnarsdóttir í -64 þyngdarflokki setti 9 íslandsmet á mótinu, þá í snörun, jafnhendingu og samanlögðu í U15 og jafnhendingu í U17 sem endaði í 56kg snörun og 72kg jafnhendingu. Úlfhildur er 15 ára gömul. 
 • Birta Líf Þórarinsdóttir í -76kg þyngdarflokki setti 9 íslandsmet á mótinu, þá í snörun, jafnhendingu og samanlögðu í U17, U20 og U23 sem endaði í 74kg í snörun og 92kg í jafnhendingu. 

U17 KK

 • Brynjar Ari Magnússon í -89kg þyngdarflokki setti 18 íslandsmet, þá í snörun, jafnhendingu og samanlögðu. 9 þeirra voru í U15 og önnur 9 í U17, sem endaði í 108kg í snörun og 130kg í jafnhendingu. Brynjar er 15 ára gamall. 

Verðlaunasæti

U20 stelpur

 • Rakel Ragnheiður Jónsdóttir náði 1. Sæti í -59kg þyngdarflokki.
 • Eygló Fanndal Sturludóttir náði í 3. Sæti í -76kg þyngdarflokki.

U20 strákar

 • Snorri Stefnisson náði 3. sæti í -73kg þyngarflokki
 • Róbert Þór Guðmarsson náði 3. sæti í -81kg þyngarflokki
 • Axel Máni Hilmarsson náði 2. sæti í -96kg þyngarflokki
 • Sigurjón Guðnason náði 2. sæti í -109kg þyngarflokki.

U17 stelpur

 • Birta Líf Þórarinsdóttir náði 3.sæti í -76kg þyngdarflokki.

U17 strákar

 • Brynjar Ari Magnússon náði 2. sæti í -89kg þyngdarflokki.

NM unglinga 16. og 17. nóvember

Norðurlandamót unglinga verður haldið um helgina í Sundsvall í Svíþjóð.
Keppt verður í flokki 20 ára og yngri og 17 ára og yngri (Youth og junior).
Á mótinu munu 86 keppendur frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð keppast að en þarf af eru 14 keppendur frá Íslandi.
Óskum við ungafólkinu okkar velgengnis á mótinu.
Þið getið fylgst með mótinu í rauntíma HÉR

Laugardagur: 9:30 til 19:00
Sunnudagur: 9:30 til 12:30

Birna Aradóttir í 14.sæti á EM unglinga

Birna Aradóttir bætti sinn besta árangur um 3kg í samanlögðu þegar hún snaraði 81kg og jafnhenti 94kg á Evrópumeistaramóti Unglinga 20 ára og yngri í dag. Jafnhendinging og samanlagður árangur 175kg voru ný íslandsmet í flokki 20 ára og yngri og 23 ára og yngri.

Birna fékk 5/6 lyftum gildar í dag

Þessi árangur dugði henni í 14.sæti af 16 keppendum í -64kg flokki kvenna. En Birna hefur bæði keppt í -59kg flokk og -64kg flokk kvenna.

Hægt er að horfa á hópinn sem Birna keppti í hér: https://www.youtube.com/watch?v=ccOtlQQUrTY

Einar Ingi Jónsson keppir í flokki -71kg karla 23 ára og yngri á morgun 23.Október

Við hvetjum áhugasama til að fylgjast með instagram fyrir nýjustu upplýsingar

Norðurlandamótið 2019: Úrslit

Heildarúrslit má nálgast hér: https://results.lsi.is/meet/nordic-championship-ntf–2019

Þrír íslenskir keppendur unnu til verðlauna á Norðurlandamótinu í Ólympískum Lyftingum sem fram fór um helgina 12-13.Október.

Þuríður Erla Helgadóttir vann silfur í -59kg flokki kvenna, þegar hún snaraði 79kg og jafnhenti 103kg. Hún varð einnig stigahæst íslensku kvennana með 249,0 Sinclair stig (6. stigahæsti árangur mótsins í kvennaflokki)

Einar Ingi Jónsson vann brons í -73kg flokki karla, þegar hann snaraði 114kg og jafnhenti 145kg. 145kg lyftan hans var nýtt íslandsmet í -73kg flokki karla og einnig samanlagður árangur 259kg. Einar varð einnig stigahæstur íslensku karlanna með 336,9 Sinclair stig (13. stigahæsti árangur mótsins í karlaflokki)

Daníel Róbertsson vann brons í -73kg flokki karla þegar hann snaraði 115kg og jafnhenti 140kg.

Birkir Örn Jónsson setti frábært íslandsmet í jafnhendingu í -89kg flokki karla með því að lyfta 155kg í loka tilraun. Hann bætti einnig besta samanlagða árangur sinn um 5kg á mótinu.

Bjarmi Hreinsson setti einnig nýtt íslandsmet í -109kg flokki karla þegar hann snaraði 136kg í opnunarlyftunni sinni.

Amalía Ósk Sigurðardóttir setti nýtt íslandsmet í flokki 23 ára og yngri þegar hún jafnhenti 93kg í -64kg flokki kvenna. Hún bætti besta samanlagða árangur sinn um 5kg á mótinu.

Norðurlandamótið 2019

Norðurlandamótið í lyftingum hófst í Vigrestad í Noregi nú í morgun (12.Október).

Stór hópur íslendinga keppir á mótinu og hvetjum við áhugasama að fylgjast með íslensku keppendunum á Instagram reikningi sambandsins icelandic_weightlifting.

Þuríður Erla Helgadóttir reið á vaðið og vann einnig fyrstu verðlaun íslensku keppendanna þegar hún fékk silfur í -59kg flokki kvenna.

Reynt verður að koma inn úrslitum þegar þau berast á gagnagrunn sambandsins:https://results.lsi.is/meet/nordic-championship-ntf–2019

Íslensku keppendurnir ljúka þátttöku á HM 2019

Heimsmeistaramótið í Ólympískum lyftingum fer fram um þessar mundir á Pattaya í Thaílandi. Ísland á að þessu sinni tvo keppendur og hafa þau bæði lokið keppni.

Heildarúrslit má nálgast hér: https://www.iwf.net/new_bw/results_by_events/?event=472

Þuríður Erla Helgadóttir keppti í -59kg flokki kvenna þar sem hún endaði í 25 sæti af 34 keppendum sem luku keppni. Þuríður glímir um þessar mundir við lítilsháttar axlarmeiðsli en náði þrátt fyrir það að ljúka mótinu með sóma en aðeins frá sínu besta.Hún fór með allar sýnar lyftur í gegn 72kg,75kg og 80kg í snörun og 95kg, 101kg og 103kg í jafnhendingu. Þetta er þriðja úrtökumót fyrir ólympíuleikana í Tokyo 2020 sem Þuríður keppir á.

Einar Ingi Jónsson keppti í -73kg flokki hann endaði í 35.sæti, hann náði aðeins að lyfta opnunarlyftunum sýnum 113kg í snörun og 140kg í jafnhendingu en reyndi við 116kg og 117kg í snörun og 145kg í jafnhendingu. Hann hefur einnig keppt á þremur úrtökumótum.

Næsta úrtökumót hjá Þuríðir og Einari verður NM í Noregi sem fram fer í næsta mánuði þar sem stór hópur íslendinga mun keppa.

19 Konur og 6 Karlar frá Norðurlöndunum keppa á HM og hefur um helmingur þeirra lokið keppni og má fylgjast með árangri þeirra í gagnagrunni LSÍ: https://results.lsi.is/meet/heimsmeistaramot-iwf–2019