Íslandsmeistaramót Senior 2021 ÚRSLIT

Heildarúrslit: https://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-2021

Íslandsmeistaramót í fullorðinsflokki var haldið í gær í Íþróttamiðstöðinni Varmá í Mosfellsbæ af Lyftingafélagi Mosfellsbæjar (LFM).
39 keppendur tóku þátt á mótu en þar af voru 31 kona og 8 karlar. Keppnin byrjaði kl: 9:00 og stóð til 18:30 en með vigtun stóð mótið yfir í 11 og hálfan klukkutíma.
Á mótinu var annað mótakerfi notað í fyrsta sinn en það heitir því þjála nafni
OWLCMS – Olympic Weightlifting Competition Management System. Mótakerfið gaf mjög góða raun og voru þjálfara, keppendur og starfsmenn á mótinu ánægðir með breytinguna. Mótið sjálft rann mjög vel og var keppi karla lokið ca. 30 mínútum fyrir áætlun.
536 einstaklingar horfðu á streymið frá mótinu frá 10 löndum m.a. Þýskalandi, Kanada og Danmörku en 94% áhorfenda voru frá Íslandi.

Viljum við þakka öllum sem komu að mótinu fyrir vel unnin störf, án ykkar hefði þetta ekki gengið svona vel! Takk fyrir frábært mót og innilega til hamingju með árangurinn elsku keppendur! Sjáumst á næsta móti!

Maríanna Ástmarsdóttir
Framkvæmdastjóri LSÍ

Stigahæstu keppendur

Eygló Fannad Sturludóttir og Einar Ingi Jónsson

Í kvennaflokki var Eygló Fanndal Sturludóttir frá Lyftingafélagi Kópavogs efst stiga með 234,8 Sinclair stig og í karlaflokki var það Einar Ingi Jónsson frá Lyftingafélagi Reykjavíkur með 320,1 Sinclair stig.

Kvennaflokkar

59 kg flokkur

Heiða Mist Kristjánsdóttir og Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir

Í 2. sæti með 108 kg í samanlögðum árangri og 147,9 Sinclair stig var Heiða Mist Kristjánsdóttir frá Lyftingafélagi Kópavogs. Heiða var að keppa á sínu þriðja móti og mætti samanlagðan árangur sinn um 14 kg.
Í 1. sæti með 158 kg í samanlögðum árangri og 220,5 Sinclair stig var Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir frá Lyftingafélagi Hengils og með því hækkaði Sinclairin sín um 4,1 stig og náði B lágmörkum fyrir NM 2021.

64 kg flokkur

f.v. Íris Rut Jónsdóttir, Amalía Ósk Sigurðardóttir og Steinunn Anna Svansdóttir

Í 3. sæti með 153 kg í samanlögðum árangri og 204,3 Sinclair stig var Steinunn Anna Svansdóttir frá Lyftingafélagi Kópavogs og hækkaði þar með Sinclair stigin sín um 1,9 stig. Steinunn er nú aðeins 0,7 stigum frá því að ná C lágmörkum á NM 2021.
Í 2. sæti með 162 kg í samanlögðum árangri og 217,4 Sinclair stig var Íris Rut Jónsdóttir frá UMFN Massa og hækkaði stigin sín um 3,3 stig. Íris hefur náð C lágmörkum á NM 2021 og aðeins 2,6 stigum frá B lágmörkum.
Í 1. sæti með 174 kg í samanlögðum árangri og 230,2 Sinclair stig var Amalía Ósk Sigurðardóttir frá Kraftlyftingafélagi Mosfellsbæjar. Amalía er á leiðinni á Evrópumeistaramót Senior í næsta mánuði í fyrsta sinn fyrir Íslands hönd og var ÍM hennar fyrsta mót eftir úlnliðsmeiðsli og stóð hún sig með ágætum.

71 kg flokkur

f.v. Hrund Scheving, Eygló Fanndal Sturludóttir og Helena Pétursdóttir

Í 3. sæti með 172 kg í samanlögðum árangri og 215 Sinclair stig var Helena Pétursdóttir frá Lyftingafélaginu Hengli. Helena bætti samanlagðan árangur sinn frá 2018 um 25 kg og náði C lágmörkum á NM 2021.
Í 2. sæti með 173 kg í samanlögðum árangri og 213,6 Sinclair stig var
Hrund Scheving frá Lyftingafélagi Kópavogs.
Hrund sleit Crossband árið 2018 og var þetta í fyrsta sinn sem hún jafnaði sinn besta árangur í Snörun á móti eftir meiðslin. Náði hún 95 kg í jafnhendingu sem er aðeins 1 kg undir hennar besta árangri. Hrund reyndi við 98 kg í jafnhendingu á mótinu sem fór upp en fékk ógilda. Hrund setti nýtt Masters 35 og 40 Íslandsmet í snörun með 78 kg og nýtt Masters 40 íslandsmet í jafnhendingu með 95 kg og samanlögðum árangri í Masters 40 með 173 kg. Hrund hefur náð C lágmörkum á NM 2021.
Í 1. sæti með 188 kg í samanlögðum árangri og 234,8 Sinclair stig var
Eygló Fanndal Sturludóttir frá Lyftingafélagi Kópavogs
. Eygló setti ný Junior og U23 íslandsmet í snörun, jafnhendingu og samanlögðu með 83 kg í snörun, 105 kg í jafnhendingu og 188 í samanlögðu. Eygló er núna aðeins 1 kg frá því að setja íslandsmet í Senior flokki í jafnhendingu og 2 kg frá íslandsmeti senior í snörun. Eygló er búin að ná A lágmörkum á EM Junior og A lágmörkum á NM Senior.

76 kg flokkur

Guðbjörg Valdimarsdóttir og Elín Birna Hallgrímsdóttir

Í 3. sæti með 140 kg í samanlögðum árangri og 168,2 Sinclair stig var Guðný Björk Stefánsdóttir frá Lyftingafélagi Garðabæjar.
Í 2. sæti með 156 kg í samanlögðum árangri og 187,1 Sinclair stig var Guðbjörg Valdimarsdóttir frá Lyftingafélaginu Hengli. Guðbjörg bætti samanlagað árangur sinn frá 2018 um 36 kg.
Í 1. sæti með 159 kg í samanlögðum árangri og 191,3 Sinclair stig var Elín Birna Hallgrímsdóttir Lyftingafélagi Reykjavíkur. Elín bætti samanlagðan árangur sinn um 9 kg á mótinu og 13,1 Sinclair stig.

Hér má einnig nefna Ernu Héðinsdóttur sem setti Masters 45 íslandsmet á mótinu með 60 kg í snörun, 73 kg í jafnhendingu og 133 kg í samanlögðu.

81 kg flokkur

Anna Elísabet Stark

Í 1. sæti með 154 kg í samanlögðum árangri og 177,9 Sinclair stig var Anna Elísabet Stark frá Lyftingafélagi Kópavogs. Anna var að keppa á sínu öðru móti og hækkaði samanlagaðan árangur sinn um 3 kg og 5,8 Sinclair stig.

87 kg flokkur

f.v. Anna Guðrún Halldórsdóttir, Valdís Bjarnadóttir og Unnur Sjöfn Jónasdóttir

Í 3. sæti með 113 kg í samanlögðum árangri og 127,4 Sinclair stig var Unnur Sjöfn Jónasdóttir frá Lyftingafélagi Garðabæjar. Unnur hækkaði samanlagða árangur sinn um 6 kg og 7,4 Sinclair stig.
Í 2. sæti með 129 kg í samanlögðum árangri og 147,6 Sinclair stig var Anna Guðrún Halldórsdóttir frá Lyftingafélaginu Hengli. Anna setti Masters 35, 40, 45 og 50 íslandsmet með 55 kg í snörun, 74 kg í jafnhendingu og 129 kg í samanlögðu. Anna bætti árangur sinn með 11 kg og 12,9 Sinclair stig.
Í 1. sæti með 167 kg í samanlögðum árangri og 191,1 Sinclair stig var Valdís Bjarnadóttir Lyftingafélagi Reykjavíkur. Valdís bætti samanlagaðn árangur sinn um 14 kg og 11 Sinclair stig.

+87 kg flokkur

Indíana Lind Gylfadóttir

Í 1. sæti með 162 kg í samanlögðum árangri og 177,7 Sinclair stig var Indíana Lind Gylfadóttir frá Lyftingafélagi Garðabæjar. Indíana bætti samanlagaðan árangur sinn um 10 kg og 8 Sinclair stig.

Karlaflokkur

73 kg flokkur

Bjarki Breiðfjörð Björnsson og Einar Ingi Jónsson

Í 2. sæti með 191 kg í samanlögðum árangri og 249 Sinclair stig var Bjarki Breiðfjörð Björnsson frá UMFSelfoss.
Í 1. sæti með 249 kg í samanlögðum árangri og 320,1 Sinclair stig var Einar Ingi Jónsson frá Lyftingafélagi Reykjavíkur. Einar keppir á Evrópumeistaramóti Senior í Rússlandi í næstamánuði og er á lista til að komast inn á Ólympíuleikana í Tokyo í sumar.

81 kg flokkur

Árni Rúnar Baldursson og Brynjar Logi Halldórsson

Í 2. sæti með 245 kg í samanlögðum árangri og 311,5 Sinclair stig var Árni Rúnar Baldursson frá Lyftingafélagi Reykjavíkur.
Í 1. sæti með 246 kg í samanlögðum árangri og 300,7 Sinclair stig var Brynjar Logi Halldórsson frá Lyftingafélagi Reykjavíkur. Brynjar bætti samanlagðan árangur sinn frá því í janúar um 7 kg og 4,8 Sinclair stig.

89 kg flokkur

Jóel Kristjánsson og Jóhann Valur Jónsson

Í 2. sæti með 200 kg í samanlögðum árangri og 232,6 Sinclair stig var Jóel Kristjánsson frá Lyftingafélagi Reykjavíkur.
Í 1. sæti með 205 kg í samanlögðum árangri og 245,5 Sinclair stig var Jóhann Valur Jónsson frá Lyftingafélagi Garðabæjar.

102 kg flokkur

Bernharð Anton Jónsson

Í 1. sæti með 187 kg í samanlögðum árangri og 207,4 Sinclair stig var Bernharð Anton Jónsson frá Lyftingadeild Ármanns.

Mótadagskrá og keppendalisti Íslandsmeistaramóts Senior 2021

Keppandalisti

Minnum alla á að koma með grímur í vigtun en einnig mæta með eigin drykkjarföng og sitt eigið kalk í keppni. Allir þurfa að vera í singleti og sótthreinsa sinn upphitunarbúnað (stangir og lóð) eftir sína keppni. Þeir sem ná ekki þyngd í vigtun skrást úr keppni. Þeir sem ná ekki einni gildri lyftu í snörun geta ekki haldið áfram keppni í jafnhendingu.

9:00 – KVK 59, 64 og 71B

NafnFélagÞyngdarflokkur
Heiðrún Stella ÞorvaldsdóttirHengill59
Heiða Mist KristjánsdóttirLFK59
Amalía Ósk SigurðardóttirLFM64
Íris Rut JónsdóttirMassi64
Hrafnhildur FinnbogadóttirUMFS64
Svandís Viðja VíðisdóttirUMFS64
Steinunn Anna SvansdóttirLFK64
Tinna María StefnisdóttirLFR64
Margrét Þórhildur Maríudóttir LFK71
Hildur GuðbjarnadóttirLFR71
Valdís María SigurðardóttirLFR71

11:30 – KVK – 71A

NafnFélagÞyngdarflokkur
Auður Arna EyþórsdóttirLFG71
Helena Rut Pétursdóttir Hengill 71
Viktoría Rós GuðmundsdóttirUMFS71
Kristín Dóra SigurðardóttirLFM71
Hrund SchevingLFK71
Eygló Fanndal SturludóttirLFK71
Alma Hrönn KáradóttirLFK71
Þórhildur KristbjörnsdóttirLFR71
Tinna Marín SigurðardóttirLFR71
Sólveig ÞórðardóttirLFR71

14:00 – KVK – 76, 81, 87 og +87

NafnFélagÞyngdarflokkur
Elín Birna HallgrímsdóttirLFR76
Erna HéðinsdóttirLFR76
Guðbjörg ValdimarsdóttirHengill76
Guðný Björk StefánsdóttirLFG76
Valdís BjarnadóttirLFR87
Anna Elísabet StarkLFK81
Unnur Sjöfn JónasdóttirLFG87
Anna Guðrún HalldórsdóttirHengill87
Indiana lind GylfadottirLFG+87

16:30 – KK – 73, 81, 89, 102 og 109

NafnFélagÞyngdarflokkur
Bjarki Breiðfjörð BjörnssonUMFS73
Einar Ingi JónssonLFR73
Brynjar Logi HalldórssonLFR81
Árni Rúnar BaldurssonLFR81
Birkir Örn JónssonLFG81
Jóhann Valur JónssonLFG89
Alex Daði ReynissonLFG89
Jóel KristjánssonLFR89
Bernharð Anton JónssonÁrmann102
Gísli KristjánssonLFR109

RIG 2021 Úrslit

Reykjavíkurleikar 2021 voru haldnir með ágætum í dag. Keppni kvenna hófst kl. 9:00 og var yfirferð mun fljótari en gert var ráð fyrir. Var þetta vegna fækkun keppenda á mótinu vegna meiðsla en aðeins tóku 7 konur þátt á RIG þetta árið af 10 og 8 karlar af 10. Þetta gerði það að verkum að mótshluti LSÍ var lauk 40 mínútum fyrir áætlun.

Viljum við þakka starfsfólki mótsins kærlega fyrir alla vinnu. Þið eruð yndisleg, án ykkar væri þetta ekki hægt.

Konur

 1. sæti Birna Aradóttir með 218,66 Sinclair stig.
 2. sæti Eygló Fanndal Sturludóttir með 217,01 Sinclair stig.
  Eygló var að taka þátt á sínum fyrstu Reykjavíkuleikum og er nú orðin 6 stigahæsta kona 2020-2021 og bætti Junior metið -71 kg flokki kvenna í jafnhendingu um 3 kg og tók því
  100 kg í jafnhendingu.
 3. sæti Alma Hrönn Káradóttir með 212,29 Sinclair stig.
Hriklaleg stemning myndaðist í salnum þegar Hrund Sceving, fyrrum heimsmeistari í öldungaflokki reyndi við 95 kg í jafnhendingu. Hrund á best 96 kg í jafnhendingu sem hún tók 2018 rétt áður en hún sleit hásin. Hlökkum við mikið til að sjá hvað í henni býr á Íslandsmeistaramótinu 20. mars næstkomandi.

Karlar

 1. sæti Arnór Gauti Haraldsson með 346,01 Sinclair stig.
 2. sæti Einar Ingi Jónsson með 330,40 Sinclair stig.
 3. sæti Birkir Örn Jónsson með 326,69 Sinclair stig.
  Birkir bætti sinn persónulega árangur í snörun á móti með 121 kg í -89 kg flokki.
Mynd: Emil Ragnar Ægisson. Mikil spenna lá í loftinu þegar þeir Emil Ragnar og Arnór Gauti, sem báðir eru í -89 kg flokki reyndu við 160 kg í jafnhendingu sem hefði þá orðið nýtt íslandsmeit í -89 kg flokki en fór þó ekki upp hjá hvorugum. Hvað verður þó um metið á Íslandsmeistaramótinu 20. mars?
Emil bætti þó árangur sinn á móti bæði í jafnhendingu með 152 kg.
Brynjar Logi Halldórrsson var yngsti keppandi mótsins, fæddur 2002. Brynjar sýndi mikil tilþrif á mótinu þegar hann setti nýtt íslandsmet í -81 kg flokki junior (U20) með 114 kg í snörun. Með lyftunni bætti hann eigið með um 9 kg frá því á Norðurlandamótinu í desember síðastliðinn. Brynjar bætti einnig sitt persónulega met í jafnhendingu á móti, með 125 kg en átti hann áður 120. Bætti hann samanlagða árangur sinn um 14 kg.

Keppendalisti RIG 2021

Mótshluti LSÍ verður haldinn Sunnudaginn 31. janúar frá kl 9:00 í Sporthúsinu í Kópavogi
Engir áhorfendur eru leyfðir á mótinu en streymt verður mótinu, hlekkur á streymið kemur á heimasíðuna sem og á samfélagsmiðla LSÍ og á http://www.rig.is

Konur

Birna Aradóttir
Birta Líf Þórarinsdóttir
Alma Hrönn Káradóttir
Inga Arna Aradóttir
Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir
Hrund Scheving
Eygló Fanndal Sturludóttir
Kristín Dóra Sigurðardóttir

Karlar

Arnór Gauti Haraldsson
Einar Ingi Jónsson
Daníel Róbertsson
Árni Rúnar Róbertsson
Birkir Örn Jónsson
Emil Ragnar Ægisson
Símon Gestur Ragnarsson
Brynjar Logi Halldórsson

Mótadagskrá RIG 2021

Vegna COVID hefur bæði dagsetning og staðsetningu mótshluta Ólympískra Lyftinga breyst.
Mótið verður nú haldið í Sporthúsinu í Kópavogi að Dalssmára 9-11 Sunnudaginn 31. janúar.

Áhorfendur eru ekki leyfðir á mótinu en verður því streymt.
Hlekkir á streymið verða birtir á samfélagsmiðlum sambandsins sem og hér á heimasíðunni.

Þegar mótshluti og verðlaunaafhending kvenna er lokið þurfa þær að rýma svæðið sem fyrst. Sama á við um mótshluta og verðlaunaafhendingu karla.

Mótaskrá 2021

Mótaskrá LSÍ 2021 er birt með fyrirvara um breytingar
Dagsetningar fyrir NM 2021 eru ekki komnar
Fleiri mót eru að finna á heimasíðu IWF HÉR

Leyfi hefur fengist að halda Íslandsmeistaramót Senior þann 20. mars og eru keppendur beðnir um að hafa samband við sitt félag varðandi æfingar ef þeir stefna á að taka þátt á mótinu.