RIG 2021 Úrslit

Reykjavíkurleikar 2021 voru haldnir með ágætum í dag. Keppni kvenna hófst kl. 9:00 og var yfirferð mun fljótari en gert var ráð fyrir. Var þetta vegna fækkun keppenda á mótinu vegna meiðsla en aðeins tóku 7 konur þátt á RIG þetta árið af 10 og 8 karlar af 10. Þetta gerði það að verkum að mótshluti LSÍ var lauk 40 mínútum fyrir áætlun.

Viljum við þakka starfsfólki mótsins kærlega fyrir alla vinnu. Þið eruð yndisleg, án ykkar væri þetta ekki hægt.

Konur

 1. sæti Birna Aradóttir með 218,66 Sinclair stig.
 2. sæti Eygló Fanndal Sturludóttir með 217,01 Sinclair stig.
  Eygló var að taka þátt á sínum fyrstu Reykjavíkuleikum og er nú orðin 6 stigahæsta kona 2020-2021 og bætti Junior metið -71 kg flokki kvenna í jafnhendingu um 3 kg og tók því
  100 kg í jafnhendingu.
 3. sæti Alma Hrönn Káradóttir með 212,29 Sinclair stig.
Hriklaleg stemning myndaðist í salnum þegar Hrund Sceving, fyrrum heimsmeistari í öldungaflokki reyndi við 95 kg í jafnhendingu. Hrund á best 96 kg í jafnhendingu sem hún tók 2018 rétt áður en hún sleit hásin. Hlökkum við mikið til að sjá hvað í henni býr á Íslandsmeistaramótinu 20. mars næstkomandi.

Karlar

 1. sæti Arnór Gauti Haraldsson með 346,01 Sinclair stig.
 2. sæti Einar Ingi Jónsson með 330,40 Sinclair stig.
 3. sæti Birkir Örn Jónsson með 326,69 Sinclair stig.
  Birkir bætti sinn persónulega árangur í snörun á móti með 121 kg í -89 kg flokki.
Mynd: Emil Ragnar Ægisson. Mikil spenna lá í loftinu þegar þeir Emil Ragnar og Arnór Gauti, sem báðir eru í -89 kg flokki reyndu við 160 kg í jafnhendingu sem hefði þá orðið nýtt íslandsmeit í -89 kg flokki en fór þó ekki upp hjá hvorugum. Hvað verður þó um metið á Íslandsmeistaramótinu 20. mars?
Emil bætti þó árangur sinn á móti bæði í jafnhendingu með 152 kg.
Brynjar Logi Halldórrsson var yngsti keppandi mótsins, fæddur 2002. Brynjar sýndi mikil tilþrif á mótinu þegar hann setti nýtt íslandsmet í -81 kg flokki junior (U20) með 114 kg í snörun. Með lyftunni bætti hann eigið með um 9 kg frá því á Norðurlandamótinu í desember síðastliðinn. Brynjar bætti einnig sitt persónulega met í jafnhendingu á móti, með 125 kg en átti hann áður 120. Bætti hann samanlagða árangur sinn um 14 kg.

Keppendalisti RIG 2021

Mótshluti LSÍ verður haldinn Sunnudaginn 31. janúar frá kl 9:00 í Sporthúsinu í Kópavogi
Engir áhorfendur eru leyfðir á mótinu en streymt verður mótinu, hlekkur á streymið kemur á heimasíðuna sem og á samfélagsmiðla LSÍ og á http://www.rig.is

Konur

Birna Aradóttir
Birta Líf Þórarinsdóttir
Alma Hrönn Káradóttir
Inga Arna Aradóttir
Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir
Hrund Scheving
Eygló Fanndal Sturludóttir
Kristín Dóra Sigurðardóttir

Karlar

Arnór Gauti Haraldsson
Einar Ingi Jónsson
Daníel Róbertsson
Árni Rúnar Róbertsson
Birkir Örn Jónsson
Emil Ragnar Ægisson
Símon Gestur Ragnarsson
Brynjar Logi Halldórsson

Mótadagskrá RIG 2021

Vegna COVID hefur bæði dagsetning og staðsetningu mótshluta Ólympískra Lyftinga breyst.
Mótið verður nú haldið í Sporthúsinu í Kópavogi að Dalssmára 9-11 Sunnudaginn 31. janúar.

Áhorfendur eru ekki leyfðir á mótinu en verður því streymt.
Hlekkir á streymið verða birtir á samfélagsmiðlum sambandsins sem og hér á heimasíðunni.

Þegar mótshluti og verðlaunaafhending kvenna er lokið þurfa þær að rýma svæðið sem fyrst. Sama á við um mótshluta og verðlaunaafhendingu karla.

Mótaskrá 2021

Mótaskrá LSÍ 2021 er birt með fyrirvara um breytingar
Dagsetningar fyrir NM 2021 eru ekki komnar
Fleiri mót eru að finna á heimasíðu IWF HÉR

Leyfi hefur fengist að halda Íslandsmeistaramót Senior þann 20. mars og eru keppendur beðnir um að hafa samband við sitt félag varðandi æfingar ef þeir stefna á að taka þátt á mótinu.

EUROPEAN MASTERS WEIGHTLIFTING ONLINE VIRTUAL CHAMPIONSHIP

Þrjár Evrópumeistarar

Sunnudaginn 20. desember komu loks lokatölur úr streymismóti EM Öldunga sem var haldið í seinasta mánuði. Þrjár íslenskar dömur tóku þátt á mótinu. Þær Hrund Scheving í M40 -76 kg flokki, Alma Hrönn Káradóttir í M35 -71 kg flokki og Helga Hlín Hákonardóttir í M45 -59 kg flokki. Vegna eðli mótsins þurftu keppendur að fylgja mikilum ákvæðum um uppsetningu, vigtun og lyfta síðan innan viss tímaramma. Auðvitað skáru dömurnar okkar fram úr á mótinu og allar urðu þær Evrópumeistarar í sínum þyngdar og aldurflokkum.
Geri aðrir betur!

TIL HAMINGJU DÖMUR!
ÞETTA ER FRÁBÆR ÁRANGUR!

Alma Hrönn Káradóttir á NM Senior 2020. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson

Alma Hrönn Káradóttir keppti í M35 ára í -71 kg flokki. Þegar Alma er ekki að keppa fyrir hönd Íslands þá keppir hún fyrir hönd Lyftingafélags Kópavogs. Alma byrjaði að keppa í Ólympískum Lyftingum á Jólamóti LSÍ 2018 og heldur öllum þremur metum í M35 -71 kg flokki og hefur sett önnur 14 met. Á EM Masters náði Alma fyrsta sætinu með 75 kg í snörun, 98 kg í jafnhendingu, sem er jöfnun á eigin íslandsmeti og 173 kg í samanlögðu. Þetta skilaði henni 218 Sinclair stigum. Best á Alma 77 kg í snörun á móti og 174 kg í samanlögðu.

Hrund Scheving á Reykjavíkurleikunum 2020

Hrund Scheving keppti í M40 ára í -76 kg flokki. Hrund keppir fyrir hönd Lyftingafélags Kópavogs þegar hún er ekki að keppa fyrir hönd föðurlandsins. Hrund keppti fyrst í Ólympískum lyftingum árið 2013 sem haldið var í Ármanni. Árið 2018 keppir Hrund á HM Masters og verður heimsmeistari í M40 í 69 kg flokki sem þá var og hét. Eftir NM Senior 2018 í september slítur Hrund hásin og keppir ekki vegna meiðslanna í rúmt ár en kemur til baka á jólamóti LSÍ 2019. Hrund lætur ekkert stoppa sig og er því mikil fyrirmynd.
Á EM Masters Virtual tók Hrund 72 kg í snörun, 90 kg í jafnhendingu, 162 í samanlögðu og 197,5 Sinclair stig.

Helga Hlín Hákonardóttir í Svíþjóð að kepppa á EM Masters Virtual

Helga Hlín Hákonardóttir keppir í M45 í -59 kg flokki. Þetta streymismót var aðeins annað mót sem Helga tekur þátt í en samt sem áður heldur Helga 9 íslandsmetum í sínum þyngdarflokki í þremur öldungaflokkum og hefur sett önnur 24. Á steymismóti EM Öldunga tók Helga 52 kg í snörun, 60 kg í jafnhendingu og þá með 112 kg í samanlögðu en gaf þetta henni 155,3 Sinclair stig. Til gaman má geta þess að Helga er móðir Úlfhildar Unnarsdóttir sem tók þátt á NM Unglinga um seinstu helgi og lenti þar í öðru sæti í -71 kg flokki U17 með íslandsmetið á eftir öðru aðeins 15 ára gömul.

Lyftingafólk og Ungmenni ársins

Frá vinstri: Brynjar Ari Magnússon, Erika Eir Antonsdóttir, Bergrós Björnsdóttir, Bjarki Þórðarson, Arnór Gauti Haraldsson, Ingi Gunnar Ólafsson Yfir landsliðsþjálfari fyrir hönd Þuríðar Erlu Helgadóttur, Katla Björk Ketilsdóttir, Símon Gestur Ragnarsson og Magnús B. Þórðarson, Formaður LSÍ.

Verðlaun fyrir lyftingafólk og Ungmenni ársins voru gefin í dag eftir seinasta mótshluta Norðurlandamótsins.

Lyftingafólk ársins 2020

Arnór Gauti Haraldsson. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson.

Arnór Gauti Haraldsson (1998) keppir fyrir hönd Lyftingafélags Garðabæjar í -89 kg flokki. 
Arnór náði hæstu Sinclair stigum ársins á Sumarmóti LSÍ þann 25. júlí síðastliðin með 350,8 stig er hann setti þrjú ný íslandsmet á mótinu í miklu einvígi við Daníel Róbertsson, Lyftingamann ársins 2019. Í jafnhendingu lyfti hann 159 kg, snörun 135 kg og þá 294 kg í samanlögðu. Arnór heldur nú 6 íslandsmetum. Þremur metum í -89 kg flokki senior og þremur metum í -89 kg flokki U23. Arnór tók þátt á sínu fyrsta móti 2014 og þá 16 ára á Haustmóti LSÍ sem haldið var Sporthúsinu í Kópavogi. Þá keppti Arnór í gamla -69 kg flokknum og náði 65 kg í snörun, reyndi við 85 kg í jafnhendingu en fékk ógilar allar 3 tilraunir. Arnór er nú orðinn fjórði stigahæsti lyftingamaður frá 1998 þegar þyngdarflokkum var breytt, aðeins 22 ára gamall og hlökkum við mikið til að sjá hvað framtíðinn ber í skauti sér fyrir hann. 

Magnús B. Þórðarson Formaður LSÍ og Arnór Gauti Haraldsson Lyftingamaður ársins 2020

Lyftingakona ársins

Þuríður Erla Helgadóttir (1991) keppir fyrir hönd Lyftingafélags Kópavogs í -59 kg flokki. Seinustu tvö ár hefur Þuríður einungis keppt á erlendum mótum fyrir hönd Íslands og stefnir á Ólympíuleikana í Tokyo 2021. Þuríður tók þátt á sínu fyrsta móti árið 2011 á fyrsta mótinu í Ólympískum lyftingum eftir endurvakningu Lyftingasambandsins 2010 og var ein kvenna á því móti og þá í -58 kg flokki sem var og hét. Setti hún þá íslandsmet í öllum lyftum sem endaði í 52 kg í snörun, 70 kg í jafnhendingu, 122 kg í saman lögðu og 174,3 Sinclair stigum. Síðan þá hefur Þuríður tekið þátt á 33 mótum í Ólympískum lyftingum samkvæmt results.lsi.is. Þuríður náði hæstu Sinclair stigum ársins 2020 á Roma World Cup sem var úrtökumót fyrir ólympíuleikana haldið í Róm þann 28. janúar með 249,9 stig. Þuríður er fremsta lyftingakona Íslands frá byrjun skráningar og heldur þremur Íslandsmetum í -59 kg flokki Senior með 87 kg í snörun, 105 kg í jafnhendingu og 189 kg í samanlögðu

Andri Stefánsson Sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs. Arnór Gauti Haraldsson, Ingi Gunnar Ólafsson Yfir landsliðsþjálfari fyrir hönd Þuríðar Erlu Helgadóttur og Magnús B. Þórðarson Formaður LSÍ.

Ungmenni ársins 2020

Ungmenni ársins U20

Símon Gestur Ragnarsson á Sumarmóti LSÍ 2020. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson

Símon Gestur Ragnarsson (2001) keppir fyrir hönd UMFSelfoss nú í -96 kg flokki, en hefur einnig keppt í -89 kg flokki fyrr á árinu. Símon hefur keppt í Ólympískum lyftingum síðan í febrúar 2019 er hann tók þátt á Íslandsmeistaramótinu það ár, en þá tók hann 95 kg í snörun, en féll á jafnhendingunni og skráðist því sjálfkrafa úr keppni. Í dag á Símon íslandsmetið í Snörun bæði í -89 kg flokki Junior (20 ára og yngri) með 119 kg og í -96 kg flokki Junior og U23 með 121 kg. Best á hann í dag 135 kg í jafnhendingu á móti. Má get þess að í dag 20. des varð Símon Gestur Norðurlandameistari í -96 kg flokki 20 ára og yngri. Besta mót Símons var á Íslandsmeistaramóti Unglinga í ár í -89 kg flokki. Þar setti hann íslandsmetið í snörun 119 kg og 132 kg í jafnhendingu sem skilaði honum 292 sinclair stigum.

Magnús B. Þórðarson Formaður LSÍ og Símon Gestur Ragnarsson.
Katla Björk Ketilsdóttir á Sumarmóti LSÍ. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson

Katla Björk Ketilsdóttir (2000) keppir fyrir hönd Massa í Njarðvík í -64 kg flokki. Katla heldur engum metum í dag en hefur sett ein 84 íslandsmet á sínum ferli en hefur hún keppt í ólympískum lyftingum frá 2016. Best á Katla þyngdir frá Reykjavíkurleikum 2020 í janúar með 78 kg í snörun og 91 kg í jafnhendingu sem skilaði henni 222,35 Sinclair stigum en var það hennar fyrsta mót í heilt ár. Fyrir utan það að vera stiga hæst unglinga 2020 er Katla fjórða stigahæsta konan 2020.

Magnús B. Þórðarson og Katla Björk Ketilsdóttir

Ungmenni ársins U17

Brynjar Ari Magnússon á NM Unglinga 2020. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson

Brynjar Ari Magnússon (2004) keppir fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur í -89 kg flokki. Brynjar heldur nú 12 Íslandsmetum og þá í U15 og U17 í -81 kg flokki og -89 kg flokki en hefur sett önnur 46 met. Brynjar hefur keppt í Ólympískum lyftingum frá árinu 2016 þá aðeins á tólfta aldursári og þá í -69 kg flokki. Nú hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á hans fyrsta móti tók Brynjar 50 kg í snörun og 55 kg í jafnhendingu með þá 105 kg í samanlögðu og 144,4 Sinclair stig. Brynjar tók sitt allra besta mót á NM Unglinga 19. desember síðastliðin, þá með 118 kg í snörun, 130 kg í jafnhendingu (en best á hann 135 kg) og 248 kg í samanlögðu og þá með 294,9 Sinclair stig.

Feðgarnir Magnús B. Þórðarson og Brynjar Ari Magnússon
Erika Eik Antonsdóttir á NM unglinga 2020. Mynd eftir Árna Rúnar Baldursson

Erika Eik Antonsdóttir (2003) keppir fyrir hönd Lyftingafélags Kópavogs í -59 kg flokki. Erika hefur aðeins keppt á þremur mótum síðan 2018 en heldur samt 6 metum í -59 kg flokki, þá í U15 og Youth (U17) og hefur sett önnur 6 met. Besta mót Eriku til þessa var á NM Unglinga 2020. Þar tók hún 66 kg í snörun, 76 kg í jafnhendingu og 142 í samanlögðu. Þetta skilaði henni 196,69 Sinclair stigum.

Ungmenni ársins U15

Magnús B. Þórðarson, Bjarki Þórðarson og Maríanna Ástmarsdóttir

Bjarki Þórðarson (2006) keppir fyrir hönd Lyftingafélags Kópavogs í -96 kg flokki. Bjarki tók fyrst þátt á Jólamóti LSÍ 2019 þá á þrettánda aldursári. Bjarki heldur þremur íslandsmetum í -96 kg flokki U15 með 56 kg í snörun, 77 kg í jafnhendingu og 133 kg í samanlögðu með 153,96 Sinclair stig. Þessar tölur setti hann á öðru móti sínu á Íslandsmeistaramóti LSÍ í febrúar síðastliðin.

Bergrós Björnsdóttir á NM Unglinga 2020. Mynd eftir Árna Rúnar Björnsson.

Bergrós Björnsdóttir (2007) keppir fyrir hönd UMFSelfoss í -64 kg flokki. Bergrós tók þátt á sínu fyrsta móti á Jólamóti LSÍ 2019, þá á sínu tólfta aldursári. Bergrós heldur nú 5 Íslandsmetum í U15 og Youth (U17) en þau met setti hún á NM Unglinga 2020, en hefur einnig sett önnur 8 met. Best á hún 65 kg í snörun, 75 kg í jafnhendingu, 140 kg í samanlögðu og 182,6 Sinclair stig. Þessar tölur setti hún á NM Unglinga 2020 og má geta þess að þessi 13 ára mær snaraði 1,5 kg yfir eigin líkamsþyngd.

Magnús B. Þórðarsong og Bergrós Björnsdóttir

Úrslit NM Unglinga – 2020

Brynjar Logi Halldórsson. 1. sæti -81 kg Junior

Seinni dagur Norðurlandamóti ungling lauk í dag. Keppnin fór með prýði eins og viðmátti búast. Engir áhorfendur voru á mótinu en var því streymt frá miðlum Norska landssambandins en voru einungis lágmarks starfsmenn á mótinu vegna Covid19. Dómarar mótsins dæmdu lyfturnar í tölvum hvaðan af á norðurlöndunum í gegnum streymið.

Tóku 12 keppendur þátt í mótinu og þarf af voru þrjár meyjar og fjórir drengir (Youth) og þrjár stúlkur og tveir piltar (Junior). Þar af lentu 11 á verðlaunapalli. Bergrós Björnsdóttir lenti í 3. sæti í -64 kg flokki U17. Úlfhildur Unnarsdóttir lenti í 2. sæti í -71 kg flokki U17. Bjarki Breiðfjörð lenti í 1. sæti -73 kg flokki U17. Birgir Hilmarsson lenti í 3. sæti í -81 kg flokki U17. Brynjar Ari Magnússon lenti í 1. sæti -89 flokki U17. Kári Norbu Halldóruson lenti í 3. sæti í +102kg flokki U17. Kristín Dóra Sigurðardóttir lenti í 2. sæti í -71 kg flokki U20. Birta Líf Þórarinsdóttir lenti í 2. sæti í -76 kg flokki U20. Eygló Fanndal Sturludóttir lenti í 1. sæti í -76 kg flokki U20. Brynjar Logi Halldórsson lenti í 1. sæti í -81 kg flokki U20 og Símon Gestur Ragnarsson lenti í 1. sæti í -96 kg flokki U20

Úrlist mótsins er að finna á results.lsi.is

Þökkum við starfsmönnum mótsins kæralega fyrir sitt framlag og keppendum öllum fyrir frábært mót.

Símon Gestur Ragnarsson. 1. sæti -96 kg flokkur Junior. Ungmenni ársins U20 2020

Íslandsmet

Alls vou 32 íslandsmet sett á mótinu í U15, U17(Youth), U20(Junior) og U23 með 17 lyftum.

Erika Eik Antonsdóttir (f. 2003) var fyrsti keppandinn á svið. Hún Keppti í 59 kg flokki Youth (U17). Erika setti íslandsmet í 4 lyftum af þeim 6 sem hún tók sem endaði í 66 kg í snörun, 76 kg í jafnhendingu og 142 kg í samanlögðu. U17 met.

Bergrós Björnsdóttir (f. 2007) var yngsti keppandi mótsins, aðeins 13 ára gömul og keppti í -64 kg flokki Youth (U17). Bergrós setti íslandsmet í 4 lyftum af 6 sem hún tók sem endaði í 65 kg í snörun, 75 kg í jafnhendingu og 140 í samanlögðu. U17 og U15 met.

Úlfhildur Unnarsdóttir (f. 2005) keppti í -71 kg flokki Youth (U17) og setti íslandsmet í 5 lyftum af þeim 6 sem hún tók sem endaði í 77 kg í snörun, 90 kg í jafnhendingu og 167 kg í samanlögðu. U15 met.

Bjarki Breiðfjörð Björnsson (f. 2003) keppti í -73 kg flokki Youth (U17) og setti íslandsmet í 4 lyftum af þeim 6 sem hann tók sem endaði í 95 kg í snörun, 106 kg í jafnhendingu og 201 kg í samanlögðu. U17 met.

Brynjar Ari Magnússon (f. 2004) keppti í -89 kg flokki Youth (U17) og setti íslandsmet í 3 lyftum. Þetta endaði í 118 kg í snörun og 130 kg í jafnhendingu. U17 met.

Eygló Fanndal Sturludóttir (f. 2001) keppti í -76 kg flokki Junior (U20) og setti 2 met með einni lyftu í U20 og U23 með 95 kg jafnhendingu og 169 kg í samanlögðu.