
Eygló hefur keppni í dag, klukkan 9 á íslenskum tíma.
Streymi er hægt að finna á facebook síðu EWF https://www.facebook.com/ewfsport og https://www.weightliftinghouse.co.uk/
Eygló hefur keppni í dag, klukkan 9 á íslenskum tíma.
Streymi er hægt að finna á facebook síðu EWF https://www.facebook.com/ewfsport og https://www.weightliftinghouse.co.uk/
Katla hefur keppni í dag klukkan 9, má búast við spennandi mótsdegi, en hún er í fanta formi og hefur verið að setja óformleg íslandsmet á æfingum, svo það verður spennandi að sjá niðurstöðu.
Hæt er að horfa á mótið í gegnum Pay per view hjá https://www.weightliftinghouse.co.uk/
Eygló keppir á morgun!
Úlfhildur Arna Unnarsdóttir og Brynjar Logi Halldórsson voru löndum sínum til mikils sóma á Heimsmeistaramóti ungmenna sem haldið var í Hereklion á Krít. Úlfhildur keppti í -71kg flokki og vigtaðist þar inn 69.85kg. Hún kom sterk inn í mótið og opnaði með 75kg í snörun, fór þaðan í 80kg sem gekk ekki upp, en kláraði það í þriðju tilraun. Í jafnhendingunni opnaði Úlfhildur á 95kg, tók svo 99kg og kláraði með 101kg, sem er 1kg bæting á hennar eigin íslandsmeti í flokki 17 ára og yngri. Úlfhildur, með þessum glæsilega árangri er orðin yngst íslenskra kvenna til að jafnhenda yfir 100kg á móti. Úlfhildur endaði í 18 sæti. Þess má til gamans geta að Úlfhildur var yngsti keppandinn, en hún er fædd árið 2005, og á því 3 ár eftir til að klifra hærra upp styrkleikalistann.
Brynjar Logi Halldórsson keppti í -89kg flokki og vigtaðist þar inn 86.95kg. Brynjar átti frábæran dag í snörun þegar að hann tók 120-123-125kg og fékk allar þrjár lyftur gildar. 125kg snörunin var bæting á hans eigin íslandsmeti um 2kg. Jafnhendingin gekk vel, Brynjar opnaði í 140kg, fór svo í 146 sem hann fékk dæmda ógilda af kviðdóm. Brynjar tók því 146kg aftur og kláraði hana svo engin vafi væri á því að lyftan væri gild. Niðurstaða Brynjars var því 125/146 og 271kg í samanlögðum árangri, og bæting á þriggja ára gömlu Íslandsmeti um 2kg. Brynjar endaði í 19 sæti.
Ísland á tvo keppendur á HM u20 sem haldið er í Krít, Úlfhildi og Brynjar Loga.
Úlfhildur er fyrst á pallinn en hún keppir föstudaginn 6. maí. klukkan 12:30 að staðartíma, sem þýðir 9:30 á íslenskum.
Brynjar Logi Halldórsson keppir á laugardaginn 07.05 klukkan 10:30 að staðartíma, þannig að klukkan 7:30 á íslenskum
Í dag fer fram fyrirlestur vegna lyfjamála.
Fyrirlesturinn hefst klukkan 12:00
Hvetjum áhugasama um að fylgjast með!
Topic: Principles and Values of Clean Sport (Including sanctions, consequences and speaking up)
Date and time: 21 April 2022, 14:00-15:00 CET
Registration link: https://us06web.zoom.us/webinar/register/WN_FQAO800GSliKY9gxduzN6w
Í dag klukkan 12:00 er fyrirlestur um lyfjamál!
Hvetjum áhugasama um að fylgjast með!
Topic: Medications, Supplements, Prohibited List and TUEs (Including the Principle of Strict Liability )
Date and time: 14 April 2022, 14:00-15:00 CET
Registration link: https://us06web.zoom.us/webinar/register/WN_PfWbwOj-S52xEk3bZrzwYA
í dag þann 07.04 klukkan 13 fer fram fyrirlestur vegna anti doping
Date and time: 07 April 2022, 14:00-15:00 CET
Registration link: https://us06web.zoom.us/webinar/register/WN_H8fa3uJvS8WFkaR3OTu_1w
Hvetjum við áhugasama um að kynna sér þetta!
Þann 20. mars var haldið lyftingaþing í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg 6.
Nokkrar breytingar voru á stjórn. Magnús B. Þórðarson hélt áfram sem formaður, Árni Rúnar Baldursson steig til hliðar sem varaformaður og tók við stöðu ritara af Jens Anda Fylkissyni. Helga Hlín Hákonardóttir var kosin varaformaður. Þór Reynir Jóhannson steig til hliðar sem gjaldkeri en tók stöðu sem Skoðunarmaður ásamt Ívari Ísak Guðjónssyni. Margrét G. Jónsdóttir var kosin gjaldkeri. Kári Walter kom inn í stjórn sem meðstjórnandi og tók við af Einari Inga Jónssyni sem var kosinn fulltrúi íþróttamanna ásamt Kötlu Björk Ketilsdóttur.
Ásgeir Bjarnason, Ingi Gunnar Ólafsson og Sigurður Darri Rafnsson héldu áfram í varastjórn en Eggert Ólafsson kom nýr þar inn. Ásgeir Bjarnason var einnig kosinn formaður tækninefndar.
Íslandsmeistarmótið í ólympískum lyftingum var haldið í gær af Lyftingafélagi Mosfellsbæjar.
Það voru 25 keppendur í ár, þar af 19 konur. Töluvert var um afskráningar hjá körlunum en ýmsar ástæður liggja þar að baki. Á Íslandsmeistarmóti er keppt í þyngdarflokkum, og svo er verðlaunað fyrir stigahæstu konu og karl samkvæmt sinclair stigum. Eygló Fanndal Sturludóttir bar sigur úr býtum í stigakeppninni kvenna, með 88kg í snörun og 106kg jafnhendingu. Sá árangur skilaði henni glæsilegum 239.69 stigum. Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir og Katla Björk Ketilsdóttir áttu 2. og 3. sætið í stigakeppni kvenna en voru þær mjög jafnar á stigum. Heiðrún Stella með 231.7 stig og Katla með 231.2 stig.
Hjá körlunum vann Gerald Brimir Einarsson afgerandi sigur í stigakeppninni með 115kg snörun og 150kg jafnhendingu og 310.34 stigum. Gerald hefur einugnis síðan 2019 og á því stuttan feril og eflaust töluvert rými fyrir bætingar.
Úrslitin voru í eftirfarandi flokkum kvenna
-55kg flokkur kvenna
1. sæti Heiða Mist Kristjánsdóttir (LFK)
-59kg flokkur kvenna
1. sæti Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir (HENGILL)
2. sæti Rakel Ragnheiður Jónsdóttir (LFG)
-64kg flokkur kvenna
1. sæti Katla Björk Ketilsdóttir (MASSI)
2. sæti Thelma Mist Oddsdóttir (LFK)
3. sæti Erna Freydís Traustadóttir (Massi)
-71kg flokkur kvenna
1. sæti Eygló Fanndal Sturludóttir (LFR)
2. sæti Auður Arna Eyþórsdóttir (LFG)
3. sæti Sólveig Þórðardóttir (LFR)
-76kg flokkur kvenna
1. sæti Kristín Dóra Sigurðardóttir (LFM)
2. sæti Guðný Björk Stefánsdóttir (LFG)
3. sæti Aldís Huld Höskuldsdóttir (LFK)
+87kg flokkur kvenna
1. sæti Friðný Fjóla Jónsdóttir (HENGILL)
2. sæti Erla Ágústsdóttir (LFK)
3. sæti Ragna Helgadóttir (LFK)
Úrslitin voru í eftirfarandi flokkum karla
-73kg flokkur karla
1. sæti Viktor Jónsson (LFG)
-81 flokkur karla
1. sæti Bjarki Breiðfjörð (UMFS)
-89kg flokkur karla
1. sæti Gerald Brimir Einarsson (LFG)
2. sæti Jóhann Valur Jónsson (LFG)
-96kg flokkur karla
1. sæti Kári Walter