Sumarmót LSÍ Mótaskrá og Keppendalisti

Til Keppenda, þjálfara og annara starfsmanna:
Mætið með grímu í vigtun
Mætið með eigin kalk og drykkjarföng
Ekki fara á áhorfendasvæði fyrr en eftir eigin keppni a.t.h. en þá er ekki hægt að fara aftur til baka á keppnissvæði.
Þjálfarar og aðrir starfsmenn þurfa að halda 1m bili milli sín, annara starfsmanna, keppenda og áhorfenda. Ef það er ekki hægt þarf að bera andlitsgrímur.

Áhorfendur:
Sumarmót LSÍ er haldið í húsnæði Crossfit Selfossi að Eyrarvegi 33, 800 Selfossi.
Áhorfendur eru leyfðir á mótinu en þurfa þeir allir að hafa grímu á sér nema rétt á meðan þeir neita matar eða drykkjar.
Skrá þarf áhorfendur með nafni, símanúmeri og kennitölu.

Streymi:
Streymt verður viðburðinum á TWITCH síðu sambandsins HÉR

Keppendalisti

KVK C

NafnFélag
Bríet Anna HeiðarsdóttirHengill
Valdís María SigurðardóttirLFR
Kolbrún Katla JónsdóttirUMFS
Heiða Mist KristjánsdóttirLFK
Hildur GuðbjarnadóttirLFR
Sólveig ÞórðardóttirLFR
Ragna HelgadóttirLFK
Erna Freydís TraustadóttirLFR
Arney BragadóttirLFR

KVK B

NafnFélag
Svandís Viðja VíðisdóttirUMFS
Anna Guðrún HalldórsdóttirHengill
Tinna María StefnisdóttirLFR
Snædís Líf PálmarsdóttirLFR
Guðný Björk StefánsdóttirLFG
Auður Arna EyþórsdóttirLFG
Tinna Marín SigurðardóttirLFR

KVK A

NafnFélag
Amalía Ósk SigurðardóttirLFM
Valdís BjarnadóttirLFR
Helena Rut PétursdóttirHengill
Katla Björk KetilsdóttirMassi
Úlfhildur Arna UnnarsdóttirLFR
Íris Rut JonsdottirMassi
Friðný Fjóla JónsdóttirHengill
Sólveig Sara SamúelsdóttirLFR
Heiðrún Stella ÞorvaldsdóttirHengill
Kristín Dóra SigurðardóttirLFM

KK

NafnFélag
Hjalti Gunnlaugur SkúlasonStjarnan
Brynjar Logi HalldórssonLFR
Gerald Brimir EinarssonLFG
Jóhann Valur JónssonLFG
Sveinn Ómar SigurðssonLFM
Marel Bent BjörgvinnsonUMFS
Tryggvi Freyr MagnússonUMFS
Bjarki Breiðfjörð BjörnssonUMFS

Uppfærð mótaskrá 2021

Nokkrar breytingar hafa orðið á mótum á Mótaskrá LSÍ 2021
Dagsettningar Norðurlandamóta Youth/Junior og Senior komu inn og þurfti því að færa Jólamót LSÍ fyrr í mánuðinn og á dagsettningu sem hentaði mótshaldara. Sett var dagsetning fyrir Íslandsmeistaramót Unglinga sem verður 23.október og ætla þau í Lyftingafélagi Reykjavíkur að halda mótið.

Lágmörk á erlend mót eru að finna undir flipanum „Lög og reglugerðir“ og þar undir „Lágmörk“.

Minnum á að Mótaskrá getur breyst fyrirvaralaust og þá sérstaklega vegna COVID. Hætt var við mörg mót erlendis í fyrra og þurfum við að vera viðbúin því einnig á þessu ári.

Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna vegna mótanna á lsi@lsi.is

2021 World Masters Weightlifting Virtual Championship – Helga Hlín Hákonardóttir 3. sæti

Helga Hlín Hákonardóttir í botnstöðu í snörun

Helga Hlín Hákonardóttir tók sinn móthluta í gær þann 26. maí í Gautaborg í Svíþjóð. Helga Hlín keppti í -59 kg flokki í Masters 45 og náði 54 kg í snörun, 71 kg í jafnhendingu og því 125 kg í samanlögðu með 227 Sinclair stig, en var þetta 13 kg bæting frá hennar besta árangri á móti. Þessi árangur færði Helgu Hlín 3. sæti í sínum aldurs og þyngdarflokki en var hún einungis einu kílói frá 2. sæti. 2021 World Masters Weightlifting Virtual Championship var aðeins þriðja mót Helgu Hlínar í lyftingum en hreppti hún titilinn sem Evrópumeistari 2020 í sínum aldurs og þyngdarflokki á sínu öðru móti.
Þess má geta að dóttir Helgu Hlínar, Úlfhildur Unnarsdóttir náði yfirburðar árangri á seinasta Norðurlandamóti unglinga og náði þar A-lágmörkum á EM U17 og HM U17 en æfa þær mægður saman undir þjálfun Unnars Helgasonar, eiginmanns Helgu Hlínar og föður Úlfhlidar. Hlökkum við mikið til að sjá hvað framtíðin bíður í skauti sér fyrir þessa fjölskyldu.
Innilega til hamingju með árangurinn Helga Hlín! Við erum afar stolt af þér!

Alma Hrönn Káradóttir keppir fyrir hönd Íslands á morgun 28.maí í Masters 35 í -76 kg flokki. Keppendur taka allir þátt á sínu heimasvæði útum allan heim og senda út upptökur sínar til Öldungasambandsins sem tekur saman árangurinn.

Frekari upplýsingar á https://www.iwfmasters.org/

Helga Hlín Hákonardóttir og Unnar Helgason eiginmaður og þjálfari hennar hafa verið dugleg að æfa í Gautaborg þar sem þau eru búsett.

Evrópumeistaramót Senior 2021

Nú hefur seinasti mótshluti íslendinga átt sér stað á Evrópumeistaramóti Senior 2021 í Rússlandi sem haldið er 3-11. apríl og því nokkrir dagar eftir á mótinu. Fóru fjórir keppendur á mótið, þau Þuríður Erla Helgadóttir, Amalía Ósk Sigurðardóttir, Einar Ingi Jónsson og Daníel Róbertsson með Hrund Scheving fyrrum heimsmeistara öldunga sem þjálfara.
Til hamingju með frábært mót kæru keppendur og þökkum við Hrund Scheving sérstaklega vel fyrir allt utan umhald, stuðning og hjálpsemi.
Þið getið séð úrslit íslensku keppandana á results.lsi.is eða allra keppenda HÉR

Þuríður Erla Helgadóttir

f.v. Hrund Scheving, Þuríður Erla Helgadóttir og Einar Ingi Jónsson

Þuríður Erla Helgadóttir (f. 1991) tók þátt í 59kg flokki kvenna á EM í B hópi 5. apríl. Þuríður er fremsta lyftingakona landsins og kláraði mótshluta sinn með 262,2 Sinclair stig, 83 kg í snörun, með nýtt íslandsmet í jafnhendingu með 108 kg og nýtt íslandsmet í samanlögðu með 191 kg en var þetta næst besti samanlagði árangur sem Þuríður hefur náð á sínum ferli frá 2011 en best hefur hún þó náð 194 kg á heimsmeistaramóti Senior 2017 og endaði þar í 10. sæti en var það fyrir þyngarflokkabreytingar innan alþjóðasambandsins 2018. EM 2021 var fjórða Evrópumeistaramótið sem Þuríður keppti á og skilaði hún sínum besta árangri hingað til á Evrópumeistaramóti og náði 10. sæti en náði hún 14. sæti árið 2019, 13. sæti árið 2017 og 14. sæti árið 2016. Þau 262,2 Sinclair stig sem Þuríður náði núna á EM 2021 er næst hæsta Sinclair stigatala sem Þuríður hefur náð á sínum ferli og næst hæsta Sinclair stigatala sem Íslensk kona hefur náð í lyftingum en á hún þó einnig þá hæstu. Þuríður er búin að uppfylla allar lágmarkskröfur varðandi þáttöku á Ólympíuleikunum en eru nokkrar Evrópuþjóðir sem eru stiga hærri og því fyrr með keppendur inn á leikana.

Amalía Ósk Sigurðardóttir

Amalía Ósk Sigurðardóttir

Amalía Ósk Sigurðardóttir (f. 1997) tók þátt í fyrsta sinn á Evrópumeistaramóti 6.apríl síðast liðin í 64 kg flokki kvenna og náði þar 235,3 Sinclair stigum með 79 kg í snörun, 100 kg í jafnhendingu og 179 kg í samanlögðu og lenti í 17. sæti. Amalía ein af fremstu lyftingakonum landins með 235,97 Sinclair stig undir sínu belti sem hún tók á Haustmóti LSÍ 2020. Amalía meiddist í úlnlið í vetur og talaði um að hún hafði haft erfitt með snörun eftir meiðslin en þó var árangurinn á EM hennar næst besti árangur á móti og aðeins 0,67 Sinclair stigum frá hennar besta árangri.

Einar Ingi Jónsson

Einar Ingi Jónsson

Einar Ingi Jónsson (f. 1996) keppti í 73 kg flokki karla 6. apríl síðastliðin og endaði með 114 kg í Snörun, 145 kg í jafnhendingu, 259 kg í samanlögðu og 333,5 Sinclair stig og lenti í 16. sæti. EM 2021 var þriðja Evrópumeistaramótið sem Einar keppti á en er hann einnig búinn að uppfylla allar lágmarkskröfur varðandi þáttöku á Ólympíuleikunum en eru nokkrar Evrópuþjóðir sem eru stiga hærri og því fyrr með keppendur inn á leikana.
Þú getur horft á mótshluta Einars Inga HÉR

Daníel Róbertsson

Daníel Róbertsson

Daníel Róbertsson (f. 1991) tók þátt á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti 8. apríl í 89 kg flokki karla. Þar náði hann 125 kg í snörun en því miður náði hann ekki gildir jafnhendingu og féll því úr keppni. Eins og það er alltaf jafn leiðinlegt að hrasa á mótum og þá sérstaklega stórmótum þá skilgreinir það okkur ekki þegar við hrösum heldur hvort við stöndum upp aftur. Daníel á mikið inni og hlökkum við til að sjá hvert hann nær í framtíðinni.

Evrópumeistaramót Senior 2021

Evrópumeistaramót Senior 2021 er haldið í Moskvu í Rússlandi dagana 3-11. apríl. Þar munu Amalía Ósk Sigurðardóttir í 64 kg flokki, Daníel Róbertsson í 89 kg flokki, Einar Ingi Jónsson í 73 kg flokki og Þuríður Erla Helgadóttir í 59 kg flokki taka þátt fyrir Íslands hönd en er það Hrund Scheving sem rekur lestina sem þjálfari. Allir eru komnir til Rússlands nema Daníel sem lendir þar 5. apríl en má fylgjast með þeim á Instagrami sambandsins sem og á instagrami keppenda og þjálfara. Mótinu verður streymt af heimasíðu Evrópusambandsins en einnig er hægt að fylgjast með beinum vefúrslitum. Hlekkir hér fyrir neðan með dagskrá og keppendalista, streymi og vefúrslitum.

DAGSKRÁ OG KEPPENDALISTI

Íslenskur tími

59B 5. apríl Þuríður Erla Helgadóttir 7:00
64B 6. apríl Amalía Ósk Sigurðardóttir 7:00
73B 6. apríl Einar Ingi Jónsson 10:00
89B 8. apríl Daníel Róbertsson 8:30

STREYMI Á MÓTIÐ HÉR

BEIN VEFÚRSLIT HÉR

Íslandsmeistaramót Senior 2021 ÚRSLIT

Heildarúrslit: https://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-2021

Íslandsmeistaramót í fullorðinsflokki var haldið í gær í Íþróttamiðstöðinni Varmá í Mosfellsbæ af Lyftingafélagi Mosfellsbæjar (LFM).
39 keppendur tóku þátt á mótu en þar af voru 31 kona og 8 karlar. Keppnin byrjaði kl: 9:00 og stóð til 18:30 en með vigtun stóð mótið yfir í 11 og hálfan klukkutíma.
Á mótinu var annað mótakerfi notað í fyrsta sinn en það heitir því þjála nafni
OWLCMS – Olympic Weightlifting Competition Management System. Mótakerfið gaf mjög góða raun og voru þjálfara, keppendur og starfsmenn á mótinu ánægðir með breytinguna. Mótið sjálft rann mjög vel og var keppi karla lokið ca. 30 mínútum fyrir áætlun.
536 einstaklingar horfðu á streymið frá mótinu frá 10 löndum m.a. Þýskalandi, Kanada og Danmörku en 94% áhorfenda voru frá Íslandi.

Viljum við þakka öllum sem komu að mótinu fyrir vel unnin störf, án ykkar hefði þetta ekki gengið svona vel! Takk fyrir frábært mót og innilega til hamingju með árangurinn elsku keppendur! Sjáumst á næsta móti!

Maríanna Ástmarsdóttir
Framkvæmdastjóri LSÍ

Stigahæstu keppendur

Eygló Fannad Sturludóttir og Einar Ingi Jónsson

Í kvennaflokki var Eygló Fanndal Sturludóttir frá Lyftingafélagi Kópavogs efst stiga með 234,8 Sinclair stig og í karlaflokki var það Einar Ingi Jónsson frá Lyftingafélagi Reykjavíkur með 320,1 Sinclair stig.

Kvennaflokkar

59 kg flokkur

Heiða Mist Kristjánsdóttir og Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir

Í 2. sæti með 108 kg í samanlögðum árangri og 147,9 Sinclair stig var Heiða Mist Kristjánsdóttir frá Lyftingafélagi Kópavogs. Heiða var að keppa á sínu þriðja móti og mætti samanlagðan árangur sinn um 14 kg.
Í 1. sæti með 158 kg í samanlögðum árangri og 220,5 Sinclair stig var Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir frá Lyftingafélagi Hengils og með því hækkaði Sinclairin sín um 4,1 stig og náði B lágmörkum fyrir NM 2021.

64 kg flokkur

f.v. Íris Rut Jónsdóttir, Amalía Ósk Sigurðardóttir og Steinunn Anna Svansdóttir

Í 3. sæti með 153 kg í samanlögðum árangri og 204,3 Sinclair stig var Steinunn Anna Svansdóttir frá Lyftingafélagi Kópavogs og hækkaði þar með Sinclair stigin sín um 1,9 stig. Steinunn er nú aðeins 0,7 stigum frá því að ná C lágmörkum á NM 2021.
Í 2. sæti með 162 kg í samanlögðum árangri og 217,4 Sinclair stig var Íris Rut Jónsdóttir frá UMFN Massa og hækkaði stigin sín um 3,3 stig. Íris hefur náð C lágmörkum á NM 2021 og aðeins 2,6 stigum frá B lágmörkum.
Í 1. sæti með 174 kg í samanlögðum árangri og 230,2 Sinclair stig var Amalía Ósk Sigurðardóttir frá Kraftlyftingafélagi Mosfellsbæjar. Amalía er á leiðinni á Evrópumeistaramót Senior í næsta mánuði í fyrsta sinn fyrir Íslands hönd og var ÍM hennar fyrsta mót eftir úlnliðsmeiðsli og stóð hún sig með ágætum.

71 kg flokkur

f.v. Hrund Scheving, Eygló Fanndal Sturludóttir og Helena Pétursdóttir

Í 3. sæti með 172 kg í samanlögðum árangri og 215 Sinclair stig var Helena Pétursdóttir frá Lyftingafélaginu Hengli. Helena bætti samanlagðan árangur sinn frá 2018 um 25 kg og náði C lágmörkum á NM 2021.
Í 2. sæti með 173 kg í samanlögðum árangri og 213,6 Sinclair stig var
Hrund Scheving frá Lyftingafélagi Kópavogs.
Hrund sleit Crossband árið 2018 og var þetta í fyrsta sinn sem hún jafnaði sinn besta árangur í Snörun á móti eftir meiðslin. Náði hún 95 kg í jafnhendingu sem er aðeins 1 kg undir hennar besta árangri. Hrund reyndi við 98 kg í jafnhendingu á mótinu sem fór upp en fékk ógilda. Hrund setti nýtt Masters 35 og 40 Íslandsmet í snörun með 78 kg og nýtt Masters 40 íslandsmet í jafnhendingu með 95 kg og samanlögðum árangri í Masters 40 með 173 kg. Hrund hefur náð C lágmörkum á NM 2021.
Í 1. sæti með 188 kg í samanlögðum árangri og 234,8 Sinclair stig var
Eygló Fanndal Sturludóttir frá Lyftingafélagi Kópavogs
. Eygló setti ný Junior og U23 íslandsmet í snörun, jafnhendingu og samanlögðu með 83 kg í snörun, 105 kg í jafnhendingu og 188 í samanlögðu. Eygló er núna aðeins 1 kg frá því að setja íslandsmet í Senior flokki í jafnhendingu og 2 kg frá íslandsmeti senior í snörun. Eygló er búin að ná A lágmörkum á EM Junior og A lágmörkum á NM Senior.

76 kg flokkur

Guðbjörg Valdimarsdóttir og Elín Birna Hallgrímsdóttir

Í 3. sæti með 140 kg í samanlögðum árangri og 168,2 Sinclair stig var Guðný Björk Stefánsdóttir frá Lyftingafélagi Garðabæjar.
Í 2. sæti með 156 kg í samanlögðum árangri og 187,1 Sinclair stig var Guðbjörg Valdimarsdóttir frá Lyftingafélaginu Hengli. Guðbjörg bætti samanlagað árangur sinn frá 2018 um 36 kg.
Í 1. sæti með 159 kg í samanlögðum árangri og 191,3 Sinclair stig var Elín Birna Hallgrímsdóttir Lyftingafélagi Reykjavíkur. Elín bætti samanlagðan árangur sinn um 9 kg á mótinu og 13,1 Sinclair stig.

Hér má einnig nefna Ernu Héðinsdóttur sem setti Masters 45 íslandsmet á mótinu með 60 kg í snörun, 73 kg í jafnhendingu og 133 kg í samanlögðu.

81 kg flokkur

Anna Elísabet Stark

Í 1. sæti með 154 kg í samanlögðum árangri og 177,9 Sinclair stig var Anna Elísabet Stark frá Lyftingafélagi Kópavogs. Anna var að keppa á sínu öðru móti og hækkaði samanlagaðan árangur sinn um 3 kg og 5,8 Sinclair stig.

87 kg flokkur

f.v. Anna Guðrún Halldórsdóttir, Valdís Bjarnadóttir og Unnur Sjöfn Jónasdóttir

Í 3. sæti með 113 kg í samanlögðum árangri og 127,4 Sinclair stig var Unnur Sjöfn Jónasdóttir frá Lyftingafélagi Garðabæjar. Unnur hækkaði samanlagða árangur sinn um 6 kg og 7,4 Sinclair stig.
Í 2. sæti með 129 kg í samanlögðum árangri og 147,6 Sinclair stig var Anna Guðrún Halldórsdóttir frá Lyftingafélaginu Hengli. Anna setti Masters 35, 40, 45 og 50 íslandsmet með 55 kg í snörun, 74 kg í jafnhendingu og 129 kg í samanlögðu. Anna bætti árangur sinn með 11 kg og 12,9 Sinclair stig.
Í 1. sæti með 167 kg í samanlögðum árangri og 191,1 Sinclair stig var Valdís Bjarnadóttir Lyftingafélagi Reykjavíkur. Valdís bætti samanlagaðn árangur sinn um 14 kg og 11 Sinclair stig.

+87 kg flokkur

Indíana Lind Gylfadóttir

Í 1. sæti með 162 kg í samanlögðum árangri og 177,7 Sinclair stig var Indíana Lind Gylfadóttir frá Lyftingafélagi Garðabæjar. Indíana bætti samanlagaðan árangur sinn um 10 kg og 8 Sinclair stig.

Karlaflokkur

73 kg flokkur

Bjarki Breiðfjörð Björnsson og Einar Ingi Jónsson

Í 2. sæti með 191 kg í samanlögðum árangri og 249 Sinclair stig var Bjarki Breiðfjörð Björnsson frá UMFSelfoss.
Í 1. sæti með 249 kg í samanlögðum árangri og 320,1 Sinclair stig var Einar Ingi Jónsson frá Lyftingafélagi Reykjavíkur. Einar keppir á Evrópumeistaramóti Senior í Rússlandi í næstamánuði og er á lista til að komast inn á Ólympíuleikana í Tokyo í sumar.

81 kg flokkur

Árni Rúnar Baldursson og Brynjar Logi Halldórsson

Í 2. sæti með 245 kg í samanlögðum árangri og 311,5 Sinclair stig var Árni Rúnar Baldursson frá Lyftingafélagi Reykjavíkur.
Í 1. sæti með 246 kg í samanlögðum árangri og 300,7 Sinclair stig var Brynjar Logi Halldórsson frá Lyftingafélagi Reykjavíkur. Brynjar bætti samanlagðan árangur sinn frá því í janúar um 7 kg og 4,8 Sinclair stig.

89 kg flokkur

Jóel Kristjánsson og Jóhann Valur Jónsson

Í 2. sæti með 200 kg í samanlögðum árangri og 232,6 Sinclair stig var Jóel Kristjánsson frá Lyftingafélagi Reykjavíkur.
Í 1. sæti með 205 kg í samanlögðum árangri og 245,5 Sinclair stig var Jóhann Valur Jónsson frá Lyftingafélagi Garðabæjar.

102 kg flokkur

Bernharð Anton Jónsson

Í 1. sæti með 187 kg í samanlögðum árangri og 207,4 Sinclair stig var Bernharð Anton Jónsson frá Lyftingadeild Ármanns.

Mótadagskrá og keppendalisti Íslandsmeistaramóts Senior 2021

Keppandalisti

Minnum alla á að koma með grímur í vigtun en einnig mæta með eigin drykkjarföng og sitt eigið kalk í keppni. Allir þurfa að vera í singleti og sótthreinsa sinn upphitunarbúnað (stangir og lóð) eftir sína keppni. Þeir sem ná ekki þyngd í vigtun skrást úr keppni. Þeir sem ná ekki einni gildri lyftu í snörun geta ekki haldið áfram keppni í jafnhendingu.

9:00 – KVK 59, 64 og 71B

NafnFélagÞyngdarflokkur
Heiðrún Stella ÞorvaldsdóttirHengill59
Heiða Mist KristjánsdóttirLFK59
Amalía Ósk SigurðardóttirLFM64
Íris Rut JónsdóttirMassi64
Hrafnhildur FinnbogadóttirUMFS64
Svandís Viðja VíðisdóttirUMFS64
Steinunn Anna SvansdóttirLFK64
Tinna María StefnisdóttirLFR64
Margrét Þórhildur Maríudóttir LFK71
Hildur GuðbjarnadóttirLFR71
Valdís María SigurðardóttirLFR71

11:30 – KVK – 71A

NafnFélagÞyngdarflokkur
Auður Arna EyþórsdóttirLFG71
Helena Rut Pétursdóttir Hengill 71
Viktoría Rós GuðmundsdóttirUMFS71
Kristín Dóra SigurðardóttirLFM71
Hrund SchevingLFK71
Eygló Fanndal SturludóttirLFK71
Alma Hrönn KáradóttirLFK71
Þórhildur KristbjörnsdóttirLFR71
Tinna Marín SigurðardóttirLFR71
Sólveig ÞórðardóttirLFR71

14:00 – KVK – 76, 81, 87 og +87

NafnFélagÞyngdarflokkur
Elín Birna HallgrímsdóttirLFR76
Erna HéðinsdóttirLFR76
Guðbjörg ValdimarsdóttirHengill76
Guðný Björk StefánsdóttirLFG76
Valdís BjarnadóttirLFR87
Anna Elísabet StarkLFK81
Unnur Sjöfn JónasdóttirLFG87
Anna Guðrún HalldórsdóttirHengill87
Indiana lind GylfadottirLFG+87

16:30 – KK – 73, 81, 89, 102 og 109

NafnFélagÞyngdarflokkur
Bjarki Breiðfjörð BjörnssonUMFS73
Einar Ingi JónssonLFR73
Brynjar Logi HalldórssonLFR81
Árni Rúnar BaldurssonLFR81
Birkir Örn JónssonLFG81
Jóhann Valur JónssonLFG89
Alex Daði ReynissonLFG89
Jóel KristjánssonLFR89
Bernharð Anton JónssonÁrmann102
Gísli KristjánssonLFR109