EM 2016: Úrslit

Evrópumeistaramótinu 2016 lauk í Rúmeníu á Sunnudaginn, Ísland átti tvo keppendur að þessu sinni þau Einar Inga Jónsson (LFR) og Anítu Líf Aradóttir (LFG).

Heildarúrslit má sjá m.a. hér: http://www.easywl.com/results/index.php

Einar Ingi var að keppa á sínu fyrsta stórmóti í fullorðinsflokki og átti hann gott mót en hann bætti sig og íslandsmet sín í -77kg flokki, fyrst með því að lyfta 120kg í snörun og síðan 123kg. Í jafnhendingu lyfti hann 145kg, 150kg en náði ekki að klára jarkið í 155kg. Hann setti einnig met í samanlögðum árangri.

Aníta Líf Aradótti náði sér ekki á strik og féll úr leik í snörun með 73kg, hún jafnhenti síðan örugglega 90,95 og 100kg.

27 þjóðir áttu fulltrúa á mótinu en Rússland, Úkraína, Armenía, Hvíta Rússland, Moldóva og Tyrkland eru öll í banni fram í September vegna fjölda brota á lyfjalögum í tengslum við ólympíuleikana 2008 og 2012.

Þetta nýttu aðrar þjóðir sér og áttu Svíar tvo verðlaunahafa, ólympíufarinn Angelica Roos lyfti 85kg í snörun og 106kg í jafnhendingu samtals 191kg í -58kg flokk sem tryggði henni silfur í samanlögðu. Það voru þremur kg minna en Þuríður Erla Helgadóttir lyfti á HM 2017 þar sem hún varð í 10.sæti.

Samlandi hennar Patricia Strenius lyfti 98kg í snörun og 131kg í jafnhendingu í -69kg flokk sem einnig var norðurlandamet í jafnhendingu. Samtals 230kg og sá árangur tryggði henni glæsileg gullverðlaun í flokknum. Fyrstu gullverðlaun svía í kvennaflokki á stórmóti í lyftingum.

Íslandsvinurinn Anni Vuhijoki lyfti bronsi í -63kg flokk með 203kg og það sama gerði samlandi hennar Meri Ilmarinen með 223kg í samanlögðu í -75kg flokk.

Frétt um árangur Angelicu Roos: https://www.insidethegames.biz/articles/1063224/first-senior-glory-for-latvias-koha-and-a-landmark-weightlifting-moment-for-sweden

Frétt um árangur Patricu Strenius: https://www.insidethegames.biz/articles/1063300/strenius-is-first-swedish-woman-and-first-crossfit-weightlifter-to-win-european-gold

 

Advertisements

Evrópumót fullorðinna, Rúmeníu

Evrópumótið í olympískum lyftingum hefst þann 26.mars næstkomandi og munum við senda 2 keppendur í ár, þau Anítu Líf Aradóttir sem keppir í -69 kg flokki og Einar Inga Jónsson sem keppir í -77 kg flokki

Þau munu bæði keppa á fimmtudaginn 29.mars í Bucharest í Rúmeníu

Hérna er hægt að sjá dagskrá mótsins

http://www.ewfed.com/2018/Senior/EWC2018startbook.pdf

IMG_5350

Dómaranámskeið í Danmörku

Erna Héðinsdóttir (cat.2) alþjóðadómari var fulltrúi Íslands á dómaranámskeiði í Danmörku fyrir alþjóðadómara á vegum Evrópska lyftingasambandsins (EWF) síðustu helgi. Fyrri daginn var farið yfir reglur IWF og seinni daginn dæmdu dómararnir á danska meistaramótinu.29025600_10156153846004520_7194270048448413696_n

f.v. Astrid Hasani (gjaldkeri EWF), Erna Héðinsdóttir, Hasan Akkus (aðalritari EWF), Tina Baiter (Danmörku)

44. Lyftingaþing 17.mars klukkan 10:00

Minnum á lyftingaþingið á Laugardaginn, þar sem fram fer kjör til stjórnar LSÍ og lagðar eru fram lagabreytingar, ársreikningarsambandsins, afreksstefna og annað sem viðkemur starfi LSÍ.Þingið hefst klukkan 10:00.

Undirritaður formaður gefur ekki kost á sér til formennsku þar sem hann er að flytja erlendis.

Ég vil hvetja félög og félaga til að fjölmenna á þingið, ég minni á lög sambandsins þar sem segir í 10.grein að starfssvið stjórnar LSÍ er að framkvæma ályktanir lyftingaþings.

Dagskrá lyftingaþings samkvæmt lögum LSÍ er eftirfarandi:
1) Þingsetning.
2) Kosin kjörbréfanefnd 3ja manna.
3) Kosning fyrsta og annars þingforseta og tveggja þingritara.
4) Kosnar nefndir þingsins:
a) Fjárhagsnefnd.
b) Laga- og leikreglnaefnd
c) Allsherjarnefnd.
d) Kjörnefnd.
Nefndir þessar eru skipaðar 3 mönnum hver
5) Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína
6) Gjaldkeri leggur fram, endurskoða reikninga sambandsins til samþykktar.
7) Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
8) Lagðar fram laga- og leikreglnabreytingar þær, sem fram hafa komið.
9) Teknar til umræðu aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnarinnar, svo og önnur mál er þingið vill ræða.
ÞINGHLÉ
10) Nefndarálit og tillögur og atkvæðagreiðsla um þær.
11) Ákveðið gjald ævifélaga
12) Kosning stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á Íþróttaþing.
a) Formaður.
b) 1-2 úr fráfarandi stjórn.
c) 2-3 meðstjórnendur.
d) 4 varamenn.
e) 2 skoðunarmenn,
f) Fulltrúi Íþróttaþing.
13) Kosinn formaður dómaranefndar.
14) Önnur mál.
15) Þingfundargerðir lesnar og staðfestar.
16) Þingslit.

Úrslit af íslandsmótinu 2018

Íslandsmótið 2018 fór fram laugardaginn 17.Febrúar í íþróttahúsinu Varmá í umsjón Lyftingafélag Kópavogs og Lyftingafélags Mosfellsbæjar og var öll mótsumgjörð til fyrirmyndar.

Öll úrslit má sjá hér  http://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-2018

Birna Aradóttir (LFR) átti frábært mót og bætti íslandsmet í U20 bæði í snörun og jafnhendingu, en hún snaraði 80 kg og jafnhenti 90 kg og endaði hún mótið með  231 sinclair stig og varð stigahæst kvenna. Þess má geta að norðurlandametin í snörun í flokki 20 ára og yngri eru 78kg í -58kg flokk og 82kg í -63kg flokk. Birna lyfti því yfir metinu í -58kg flokk en hún vigtaðist um 59kg inn í mótið.

Bjarmi Hreinsson (LFR) varð stigahæstur karla þegar hann snaraði 131kg og jafnhenti síðan nýju íslandsmeti karla í -94kg flokk 161kg og á Bjarmi þá öll þrjú metin í flokknum en metið í snörun og samanlögðu setti hann á RIG í lok Janúar. Bjarmi reyndi við 140kg í snörun og 170kg í jafnhendingu í þriðju tilraununum sínum.

Lyftingafélag Kópavogs (LFK) varð íslandsmeistari liða, en í fyrsta sinn var afhentur bikar fyrir besta liðið.

Liðakeppni

# Félag Stig Niðurbrot stiga
1 LFK 47 7 + 7 + 5 + 5 + 5 + 5 + 4 + 4 + 3 + 2
2 LFR 40 7 + 7 + 7 + 7 + 5 + 5 + 2
3 LFG 27 7 + 7 + 7 + 3 + 2 + 1
4 LFH 16 7 + 5 + 4
5 UMFN 13 5 + 4 + 4
6 Ármann 7 7
7 Hengill 3 3

Önnur met sem sett voru á mótinu voru öldungamet hjá Hrund Scheving í flokki 35-39 ára og 40-44ára en þyngsta jafnhendingin hennar var yfir heimsmeti í masters flokki 40-44ára en skráð met er 92.5kg.

Rökkvi Guðnason tvíbætti íslandsmetin í flokki -62kg karla 15 ára og yngri þegar hann snaraði 63kg og 66kg, hann jafnhenti síðan 80kg og 83kg.

Frábær umfjöllun stöðvar 2 um mótið: http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVB73BC90A-9897-45C1-B275-37F0BAE3B3CD

Svipmyndir frá mótinu má sjá hér að neðan:

Karlaflokkarnir 🏋️‍♀️

A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

Gott comeback eftir meiðsli -> 🥈og bæting á móti. Sáttur✌🏼

A post shared by DANÍEL ÓMAR (@danielgudmundsson) on

Íslandsmót: Skráningarlisti og Tímaseðill

Tímaseðill
8:00-9:00 Vigtun (KVK)
9:00-10:00 Vigtun (KK)
10:00-12:00 KVK (-48,-53,-58,-63) – 13 keppendur
12:05-13:45 KVK (-69,-75,-90kg) – 10 keppendur
13:45 Verðlaunaafhending KVK
14:00-16:30 KK (Allir flokkar) – 18 keppendur
16:30 Verðlaunaafhending KK

 

Þyngdarflokkur Nafn Félag
-48kg Ásrún Arna Sch Kristmundsdóttir LFK
-53kg Eir Andradóttir LFG
-53kg Hrafnhildur Arnardóttir LFK
-53kg Líney Dan Gunnarsdóttir LFK
-58kg Kristrún Ingunn S. Sveinsdóttir LFK
-63kg Álfrún Tinna Guðnadóttir LFR
-63kg Íris Rut Jónsdóttir UMFN
-63kg Birna Aradóttir LFR
-63kg Inga Arna Aradóttir LFR
-63kg Margrét Þórhildur Maríudóttir LFK
-63kg Amalía Ósk Sigurðardóttir LFK
-63kg Hrafnhildur Finnbogadóttir LFK
-69kg Birta Líf Þórarinsdóttir LFR
-69kg Aþena Eir Jónsdóttir UMFN
-69kg Hrund Scheving LFK
-69kg Thelma Hrund Helgadóttir Hengill
-69kg Viktoría Rós LFG
-69kg Arna Eyþórsdóttir LFG
-75kg Álfrún Ýr Björnsdóttir LFH
-75kg Kristín Jakobsdóttir Ármann
-75kg Eygló Fanndal Sturludóttir LFK
-75kg Sandra Pawlik LFK

 

Karlar
Þyngdarflokkur Nafn Félag
-62kg Matthías Abel Einarsson Hengill
-62kg Rökkva Hrafn Guðnason LFR
-69kg Guðbjartur Árni Björnsson LFK
-69kg Róbert Þór Guðmarsson LFH
-77kg Ingimar Jónsson LFG
-77kg Matthías Björn Gíslason LFH
-77kg Alexander Sólon Kjartansson LFH
-85kg Guðmundur Jökull Ármannsson LFG
-85kg Daníel Róbertsson LFK
-85kg Emil Ragnar Ægisson UMFN
-85kg Almar Kristmannsson LFG
-85kg Sveinn Atli Árnason LFK
-94kg Bjarmi Hreinsson LFR
-94kg Daníel Ómar Guðmundsson LFR
-94kg Veigar Ágústsson Hafþórsson LFH
-105kg Sigurjón Guðnason LFR
(+105kg) Ingólfur Þór Ævarsson KFA
(+105kg) Ingvi Karl Jónsson Ármann

 

RIG 2018: Úrslit

Heildarúrslit frá RIG 2018 má nálgast hér: http://results.lsi.is/meet/reykjavik-international-games-2018

Útsending RÚV: http://ruv.is/sarpurinn/ruv/reykjavikurleikarnir-2018/20180128-1

Sjá umfjöllun mbl hér að neðan og í hlekknum: https://www.mbl.is/sport/reykjavikurleikar/2018/01/28/sex_islandsmet_i_olympiskum_lyftingum/

Sex Íslands­met voru sleg­in í Ólymp­ísk­um lyft­ing­um á WOW Reykja­vik In­ternati­onal Games í Laug­ar­dals­höll í dag. Keppt var í svo­kallaðri Sincla­ir stiga­keppni þar sem lík­amsþyngd kepp­enda og heild­arþyngd sem þeir lyfta reikn­ast upp í ákveðinn stiga­fjölda.

Þuríður Erla Helga­dótt­ir (LFK) sýndi það og sannaði í dag að hún er besta lyft­inga­kona lands­ins. Hún lyfti 5 af 6 lyft­um og sigraði með því að snara 84kg og jafn­henta 101kg. Önnur var hin finnska Sa­ara Leskin­en sem lyfti sömu þyngd­um og Þuríður en hún var aðeins þyngri, Sa­ara átti góða til­raun við 109kg í loka­lyft­unni. Þriðja varð Aníta Líf Ara­dótt­ir (LFG). Birna Ara­dótt­ir (LFR) varð fjórða og setti ís­lands­met ung­linga 20 ára og yngri í jafn­end­ingu þegar hún lyfti 89kg í ann­arri til­raun.

Í karla­keppn­inni var keppn­in mjög hörð og nokk­ur ný Íslands­met féllu. Ein­ar Ingi Jóns­son (LFR) sigraði með því að snara nýju Íslands­meti, 119kg í ann­arri til­raun, og reyndi við bæt­ingu á meti í þriðju, 121kg, sem hann náði ekki. Hann lyfti síðan 145kg í opn­un­ar lyft­unni í jafn­hend­ingu en Ein­ar vigt­ast aðeins um 70kg. Hann reyndi tví­veg­is við bæt­ingu á ís­lands­met­inu 153kg og var ná­lægt því.

Í öðru sæti nokkuð óvænt var Bjarmi Hreins­son (LFR) sem varð hálf­gerður senuþjóf­ur móts­ins þegar hann tví­bætti Íslands­metið í snör­un í -94kg flokki karla, fyrst með 135kg og síðan 137kg. Hann var síðan mjög nærri því að falla úr keppni í jafn­hött­un þegar hann klikkaði á 155kg og 158kg áður en hann lyfti 158kg sem tryggði hon­um silfrið og nýtt Íslands­met í sam­an­lögðum ár­angri 295kg.

Þriðji varð Jere Johans­son frá Finn­landi sem lyfti þyngst 126kg í snör­un. Eft­ir að hafa opnað á 150kg í jafn­hött­un átti hann góða til­raun við 154kg sem kviðdóm­ur dæmdi af hon­um og notaði hann síðustu til­raun­ina til að reyna að sigra Ein­ar með því að lyfta 157kg sem hann náði ekki.

Birk­ir Örn Jóns­son jafn­henti 152kg sem var nýtt Íslands­met í -85kg flokki 23 ára og yngri en hann varð í 6.sæti.

 

RIG 2018: Keppendalist

RIG fer fram Sunnudaginn 28.Janúar frá 10-13 í Laugardalshöll.

Sýnt verður svo beint frá keppninni á RÚV í samantekt kl.14:50

Keppendalistinn er klár

Konur Félag/Land Snörun /Jafnhending
Þuríður Erla Helgadóttir 1991 ARM 86/108 @ -58kg
Saara Leskinen 1993 FIN 89/108 @ -63kg
Katla Björk Ketilsdóttir 2000 UMFN 77/88 @ -63kg
Neta Bronstein 1989 ISR 72/92 @ -63kg
Birna Aradóttir 1999 LFR 75/87 @ -63kg
Katrín Vilhjálmsdóttir 1986 KFA 66/90 @ -63kg
Aníta Líf Aradóttir 1988 LFG 82/108 @ -69kg
Lilja Lind Helgadóttir 1996 LFG 80/103 @ -69kg
Rakel Hlynsdóttir 1993 Hengill 73/90 @ -69kg
Álfrún Ýr Björnsdóttir 1993 LFH 72/98 @ -75kg
Karlar
Einar Ingi Jónsson 1996 LFR 118/152 @ -77kg
Yoav Sorek 1983 ISR 118/148 @ -77kg
Árni Rúnar Baldursson 1995 Hengill 112/135 @ -77kg
Birkir Örn Jónsson 1995 LFG 116/147 @ -85kg
Davíð Björnsson 1995 LFG 109/140 @ -85kg
Daníel Róbertsson 1991 LFK 120/145 @ -85kg
Jere Johansson 1987 FIN 126/156 @ -85kg
Árni Freyr Bjarnason 1988 LFK 126/157 @ -94kg
Bjarmi Hreinsson 1992 LFR 136/153 @ -94kg
Ingólfur Þór Ævarsson 1991 KFA 130/171 @ +105kg