HM í lyftingum: Keppni hefst

Þuríður Erla Helgadóttir keppir fyrst íslensku keppendana í dag en hægt er að nálgast upplýsingar um keppnina hér: http://www.iwf.net/wp-content/uploads/downloads/2017/11/StartBook_Anaheim.pdf

LIVE STREAM: https://www.teamusa.org/usa-weightlifting/live

Við munum birta úrslit eins fljótt og auðið er í gagnagrunni sambandsins: http://results.lsi.is/meet/heimsmeistaramot-iwf-2017

Fyrir aðrar upplýsingar mælum við með heimasíðu mótshaldara: https://www.teamusa.org/USA-Weightlifting/2017-IWF-WWC-Anaheim

Þuríður Erla keppir í dag (29.11.2017) klukkan 10:55 á staðartíma (18:55) á íslenskum tíma. Þuríður keppir í B-grúppu og eru þrír keppendur með hærra entry total en Þuríður á góða möguleika að vera í baráttunni með efstu sætin í hópnum.

thuri

Björk Óðinsdóttir er næst íslensku keppendanna en hún keppir á morgun (30.11.2017) klukkan 13:55 á staðartíma (21:55) á íslenskum tíma. Björk keppir í B-grúppu í -63kg flokk kvenna og er þetta hennar fyrsta stórmót í ólympískum lyftingum.

bjork

Að lokum keppa Sólveig Sigurðardóttir og Aníta Líf Aradóttir á föstudaginn (1.12.2017) klukkan 10:55 á staðartíma (18:55) á íslenskum tíma í B-hóp -69kg flokk en þær eru einnig eins og Björk að keppa í fyrsta sinn á stórmóti í ólympískum lyftingum en Aníta er ríkjandi norðurlandameistari í -69kg flokk þegar hún snaraði 80kg og jafnhenti 109kg í September.

solveig

Advertisements

Ísland með fjóra keppndur á HM

Við munum gera frekari grein fyrir þátttöku Íslands á HM í lyftingum sem fram fer um mánaðarmótin Nóvember/Desember í Anaheim Californiu á næstu dögum.

Ísland á fjóra keppendur í kvennaflokki:

Þuríður Erla Helgadóttir keppir í -58kg flokki kvenna
Björk Óðinsdóttir keppir í -63kg flokki kvenna
Sólveig Sigurðardóttir keppir í -69kg flokki kvenna
Aníta Líf Aradóttir keppir í -69kg flokki kvenna

Þuríður keppir hér í annað sinn á HM en hún var meðal keppenda 2015, Björk, Sólveig og Aníta keppa í fyrsta sinn á stórmóti í ólympískum lyftingum og verður þetta frábær reynsla fyrir þær.

Keppendalistinn er kominn á netið: http://www.iwf.net/wp-content/uploads/downloads/2017/11/2017_Anaheim_Entries_by_cat.pdf

Breytingar fyrir Tokyo 2020

Sérstök íþróttanefnd alþjóðalyftingasambandsins IWF (e. Sports Program Commission) skilaði áliti sýnu varðandi breytingu á kerfi fyrir ólympískar lyftingar nú um nýliðna helgi (11.-13. Nóvember).

Breytingarnar sem þau leggja til verða lagðar fyrir stjórn sambandsins til samþykktar nú í lok mánaðarins 25.-26. Nóvember á HM í Anaheim.

  • Stytting á tímabili sem gildir til þátttöku fyrir Tokyo 2020 (e. olympic qualification period) niður í 18 mánuði, 2 heimsmeistaramót 2018 og 2019 (áður 24 mánuðir).
  • Keppendur þurfa að keppa reglulega á þessu 18 mánaða tímabili, óstaðfest tala er minnst sex sinnum (áður tvisvar sinnum).
  • Keppt verður í 7 þyngdarflokkum hjá körlum og konum (áður 8 hjá körlum og 7 hjá konum).
  • Hámark 14 keppendur í hverjum þyngdarflokk af hvoru kyni bara A grúppa (áður raðað í A og B grúppur).
  • Hámark 4 keppendur af hvoru kyni frá hverju landi (áður hámark 6 karlar og 4 konur).
  • Hámark 1 keppandi frá hverju landi í hvern þyngdarflokk (áður 2 keppendur hámark).
  • Líklega verða þyngdarflokkabreytingar í öllum flokkum karla og kvenna, SPC nefndin vinnur áfram að þeirri breytingu. Mögulega verða sér þyngdarflokkar bara á ólympíuleikum en IWF þyngdarflokkar á öðrum mótum. Óstaðfest
  • SPC nefndin vinnur að breytingum til að gera lyftingar enn áhorfsvænni.

 

Sjá tilkynningu IWF: http://www.iwf.net/2017/11/14/iwf-sport-programme-commission-recommends-changes-to-tokyo-2020-weightlifting-programme/

Sjá tilkynningu insidethegames: https://www.insidethegames.biz/articles/1057930/weightlifting-set-to-adopt-new-qualification-system-for-tokyo-2020-based-on-form

Jólamót í Ólympískum lyftingum

 

jólamót auglýsing

Helgina 16. -17. desember næstkomandi fer fram jólamót í ólympískum lyftingum.
Mótið fer fram á Granda101, Fiskislóð 49-51, 101 Reykjavík.
Skráning sendist á  lsi@lsi.is þar sem fram þarf að koma;
nafn, lyftingafélag, kennitala og þyngdarflokkur. .
Skráningarfrestur er til kl. 00:00 þann 10. desember.
Keppnisgjaldið er 2.500kr. og greiðist af félagi keppanda inn á eftirfarandi reikning:
Reiknnr: 0513-26-2225
Kt. 441116-2170
Staðfesting sendist á grandi101@grandi101.is

Elite Pin NTF: Lágmörk

Búið er að gefa út ný lágmörk fyrir Elite Pin norðurlandasambandsins, Elite Pin hefur verið afhentur norðurlandabúum frá 1970 og hafa um 140 manns hlotnast viðurkenningin.

New Nordic Elite Pin requirements 2017

Ísland á 4 karla og 1 konu sem hafa hlotið viðurkenninguna.

1976 Guðmundur Sigurðsson

1976 Gústaf Agnarsson

1993-1995 Haraldur Ólafsson

2015 Þuríður Erla Helgadóttir (HM 2015 181kg í -58kg flokk kvenna)

2017 Andri Gunnarsson (EM 2017 355kg í +105kg flokk karla)

Copenhagen Cup 2018 (CWC)

Copenhagen Cup hefur verið ágætlega sótt í gegnum tíðina af íslendingum, mótið fer fram í Kaupmannahöfn í umsjón IK99. Mótið er haldið helgina fyrir RIG 20-21.Janúar.

Facebook síða mótsins

Frekari upplýsingar um mótið hér: Copenhagen Weightlifting Cup 2018

Allir iðkenndur innan LSÍ þurfa að sækja um leyfi frá sambandinu til að keppa erlendis á mótum innan alþjóðalyftingasambandins IWF.

Evrópumeistaramótið 2018 fært til Albaníu

Evrópumeistaramótið í lyftingum hefur verið fært frá Tyrklandi til Albaníu vegna þess að Tyrkir eru meðal þeirra þjóða sem hafa fengið árs bann frá alþjóðalyftingasambandinu. Mótið verður haldið á sömu dagsetningum og áður var áætlað. Evrópumótin á næsta ári eru því eftirfarandi:

Dagsetning Keppni Staður
23 Mars-1 Apríl 2018 SENIOR EUROPEAN CHAMPIONSHIPS ALB-Tirana
04-13 Maí 2018  U15&U17 EUROPEAN CHAMPIONSHIPS ITA-Lignano Sabbiadoro
24-31 Október 2018  JUNIOR & U23 EUROPEAN CHAMPIONSHIPS  ESP- La Coruna

NM Unglinga: Úrslit dagur 2

Þrír íslenskir keppendur voru meðal þeirra 24 sem kepptu á lokadegi NM U17 og U20 sem fram fór í Pori Finnlandi. Úrslit keppanda frá fyrri deginum má lesa í færslunni hér að neðan.

Heildarúrslit: http://results.lsi.is/meet/nordic-junioryouth-championship-ntf-2017

Arnór Gauti Haraldsson (f.1998) átti stórgott mót, hann snaraði seríuna 115kg-120kg-125kg í -85kg flokki og var síðasta lyftan bæting á U20 meti Guðmundar Högna Hilmarssonar sett árið 2015 á NM unglinga (124kg). Arnór jafnhenti síðan 142kg eftir að hafa fengið opnunarlyftuna 140kg ógilda. Lokatilraunin var síðan 151kg sem hefði verið nýtt íslandsmet unglinga en það fór ekki upp og annað sætið var staðreynd í flokknum á eftir hinum norska Eskil Andersen sem snaraði nýju persónulegu meti 129kg og jafnhenti 150kg áður en hann reyndi tvisvar við 165kg. Arnór bætti sinn besta árangur um 9kg og tryggði sig líklegast inn á RIG 2018. Hann varð einnig þriðji stigahæsti karl keppandinn á mótinu af 42 keppendum.

Guðmundur Ólason (f.1997) keppti í sama flokk og fór með allar lyftur í gegn 105kg í snörun og 135kg í jafnhendingu þyngst. Fjórum kílóum á eftir brons sætinu, tveir svíar kepptu í flokknum en báðir duttu þeir út í snörun.

23030925_1538657666222744_1181414272_o

f.v. Magnus Osterman (DEN), Omed Alam (DEN), Jón Kaldalóns Björnsson (ISL)

Jón Kaldalóns Björnsson (f.1999) hefur átt betri dag en hann lenti í þriðja sæti í sterkum -77kg flokk þar sem stigahæsti maður mótsins sigraði; Omed Alam frá Danmörku. Jón náði aðeins að lyfta opnunarlyftunum sínum 97kg í snörun og 117kg í jafnhendingu. Hann átti góðar tilraunir við 102kg og 104kg í snörun. Hann reyndi við 125kg og 133kg í jafnhendingu og hefði verið í bullandi baráttu við silfrið á góðum degi. Jón er á fyrsta ári í flokki 20 ára og yngri.

 

NM Unglinga: Úrslit Dagur 1

Um 60 keppendur luku keppni á NM unglinga í dag og eru úrslit komin inn í afreksgagnagrunn sambandsins: http://results.lsi.is/meet/nordic-junioryouth-championship-ntf-2017

Einnig má nálgast upptöku af mótinu hér: https://livestream.com/NVF/events/7872618

Úrslit frá mótshöldurum: https://painonnosto.fi/artikkeli/2017-10-28-nordic-weightlifting-championships-youth-junior-2017-results

Ísland eignaðist tvo norðurlandameistara í dag, Katla Björk Ketilsdóttir (f.2000) vann -63kg flokk 17 ára og yngri kvenna snaraði 73kg og jafnhenti 85kg og vann sinn flokk með 8kg. Hrafnhildur Finnbogadóttir (f.2000) varð þriðja í sama flokk.

Birta Hafþórsdóttir (f.1998) vann síðan -75kg flokk 20 ára og yngri með því að snara 76kg og jafnhenda 90kg, og lyfti hún fjórum kílóum meira en næsti keppandi.

Birna Aradóttir (f.1999) átti frábært mót og vann silfurverðlaun í -63kg flokki kvenna 20 ára og yngri og þurfti hin sænska Daniella Gehrman að lyfta 1kg meira en Birna til að hafa sigur af hólmi. Birna bætti sig um fjögur kíló í jafnhendingu þegar hún lyfti 87kg sem hún power cleanaði óvænt! Hún snaraði 75kg og var árangur hennar fjórði stigahæsti árangur 38 kvenn keppenda á mótinu og sá stigahæsti meðal íslendinganna. Frábær innkoma en Birna á tvö næstu ár eftir í flokki 20 ára og yngri og má gera ráð fyrir harðri keppni milli hennar og Kötlu Bjarkar á næstu árum.

Thelma Hrund Helgadóttir (f.1997) varð fimmta í sama þyngdarflokki.

Í -69kg flokki kvenna 20 ára og yngri varð Margrét Þórhildur Jónsdóttir (f.1997) fyrir því óláni að falla úr keppni í jafnhendingu eftir að hafa snarað 63kg.

Matthías Abel Einarsson (f.2000) varð í fimmta sæti í -62kg flokk karla en hann snaraði 67kg og jafnhenti 87kg.

brynjar_brons

Brynjar Ari Magnússon (f.2004) varð þriðji í -77kg flokki karla og setti nýtt íslandsmet í snörun 83kg í flokki 15 ára og yngri í annari tilraun og reyndi við 88kg í síðustu tilraun. Brynjar jafnhenti 95kg og var einnig yngsti keppandi mótsins.

veigar_silfur

Veigar Ágúst Hafþórsson (f.2000) vann síðan silfurverðlaun í flokki -94kg karla 17 ára og yngri þegar hann snaraði 95kg og klikkaði tvisvar sinnum á 101kg, hann jafnhenti síðan 120kg.

 

NM Unglinga

Hópurinn er kominn í loftið ! Hér eru nokkrir hlekkir sem vert er að skoða.

Mótið hefst 11:00 á staðartíma báða daganna það er klukkan 8:00 um morgun að íslenskum tíma.

Við munum birta hlekk á streymi þegar hann berst okkur.

Facebook síða mótsins:

Heimasíða finnska sambandsins

Heimasíða norðurlanda sambandsins (NTF)

Keppendalisti mótsins

Úrslit frá NM unglinga 2016 á Íslandi