Frestun Smáþjóðleika í Kýpur

Þann 10. mars síðastliðin ákváð ríkisstjórn Kýpur að allar keppnir á smáþjóðleikunum sem höfðu fleiri en 75 keppendur yrðir frestarð vegna versnandi áhrifa á COVID-19 í Evrópu.
Í kjölfar þessara ákvarðanna ákvað Lyftingarsamband Kýpurs að fresta einnig Evópsku Smáþjóðleikunum í Ólympískum lyftingum þrátt fyrir að keppendur séu u.þ.b. 30 talsins til að leggja heilsu keppenda ekki í óþarfa hættu.

Keppnin átti að vera laugardaginn 21. mars 2020
en færist til laugardagsins 14. nóvember 2020

Til stendur að senda:
Árna Rúnar Baldursson,
Daníel Róbertsson,
Einar Inga Jónsson,
Amalíu Ósk Sigurðardóttur og
Birnu Aradóttur

Lyftingaþing 2020

Lyftingaþing LSÍ var haldið þann 1.mars 2020. Farið var yfir ársreikninga, ársskýrslu og fjárhagsáætlun sambandsins. Verða allar upplýsingar frá lyfingaþinginu settar á heimasíðu sambandsins á næstu dögum.

Kosið í nýja stjórn

Aftari lína f.v. Davíð Ólafur Davíðsson, Magnús B. Þórðarson, Ásgeir Bjarnason, Einar Ingi Jónsson, Jens Andri Fylkisson og Þór Reynir Jóhannsson.
Fremri lína f.v. Maríanna Ástmarsdóttir, Árni Rúnar Baldursson og Ingi Gunnar Ólafsson
(Sigurð Darra Rafnsson vantar á mynd)

Formaður: Magnús B. Þórðarson
Varaformaður: Árni Rúnar Baldursson
Gjaldkeri: Ásgeir Bjarnason
Ritari: Jens Andri Fylkisson
Meðstjórnandi: Davíð Ólafur Davíðsson
Varastjórn:
Einar Ingi Jónsson
Ingi Gunnar Ólafsson
Sigurður Darri Rafnsson
Þór Reynir Jóhannsson

Framkvæmdarstjóri: Maríanna Ástmarsdóttir
Formaður tækninefndar: Ingi Gunnar Ólafsson

Ný lög voru sett um lyfjamál

20.gr. Lyfjamál

LSÍ og allir félagsmenn, keppendur og starfsmenn skulu án undantekninga hlíta lögum ÍSÍ um lyfjamál. Þeir skulu einnig hlíta reglum IWF og WADA í lyfjamálum og hafa Lyfjaeftirlit Íslands, ITA og IWF á hverjum tíma skilyrðislausan rétt og aðgang til að lyfjaprófa iðkendur við æfingar og/eða keppnir.

Tillaga stjórnar

Tillaga stjórnar var að stjórnskipa nefnd til þess að yfirfæra lögin fyrir lyftingaþing 2021, sú tillaga var samþykkt og munu næstu vikur fara í það að finna bestu aðilana í það verkefni.

Íslandsmeistaramót : Úrslit

Hægt er að skoða heildarúrslit í afreksgagnagrunni sambandsins: https://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-2020

Lyftingafélag Mosfellsbæjar hélt íslandsmeistaramótið í ólympískum lyftingum í samstarfi við LSÍ Laugardaginn 22.Febrúar en íslandsmótið hefur verið haldið árlega í Mosfellsbænum síðan 2017.

35 keppendur mættu til leiks 16 konur og 18 karlar úr 8 félögum. Lyftingafélag Kópavogs varð Íslandsmeistari í liðakeppninni með 41 stig, Lyftingafélag Garðabæjar í öðru sæti með 29 stig og Stjarnan þriðja með 27 stig.

Eitt íslandsmet í fullorðinsflokki var sett þegar Amaíla Ósk Sigurðardóttir úr lyftingafélagi mosfellsbæjar lyfti 100kg í jafnhendingu í lokatilraun í -64kg flokki kvenna en áður hafði hún lyft 97kg sem var Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri. Amalía snaraði mest 75kg og endaði sem stigahæsti keppandi mótsins í kvennaflokki með 230,8 Sinclair stig. Birna Aradóttir úr Stjörnunni varð önnur í -64kg flokki og einnig á Sinclair stigum.

Árni Rúnar Baldursson úr Stjörnunni varð íslandsmeistari í -73kg flokki karla lyfti 115kg í snörun og 135kg í jafnhendingu sem gerðu hann að stigahæsta karl keppenda mótsins.

Erika Eik Antonsdóttir úr Lyftingafélagi Kópavogs setti 2 íslandsmet 17 ára og yngri í -59kg flokki þegar hún snaraði 64kg og lyfti 134kg samanlagt.

Bjarki Þórðarson Lyftingafélagi Kópavogs setti 6 íslandsmet í-96kg flokki 15 ára og yngri þegar hann snaraði 52kg og síðan 56kg, jafnhenti 72kg og síðan 77kg sem samanlagt voru met 128kg og 133kg.

Loks setti Gísli Kristjánsson Lyftingafélagi Reykjavíkur öldungamet (30stk.) í flokkum 35-39 ára, 40-44 ára, 45-49 ára, 50-54 ára og 55-59 ára í -109kg flokk þegar hann snaraði fyrst 121kg og síðan 125kg, jafnhenti fyrst 130kg og síðan 140kg sem voru samanlögð met 255kg og 265kg.

Allir íslandsmeistarar:

-59kg KVK: Íris rut Jónsdóttir (Massi) 60/88 = 148kg samanlagt

-64kg KVK: Amalía Ósk Sigurðardóttir (LFM) 75/100 = 175kg samanlagt

-71kg KVK: Birta Líf Þórarinsdóttir (LFR) 80/96 = 176kg samanlagt

-76kg KVK: Sólveig Þórðardóttir (LFK) 50/64 = 114kg samanlagt

-87kg KVK: Indíana Lind Gylfadóttir (LFG) 64/76 = 140kg samanlagt

-73kg KK: Árni Rúnar Baldursson (STJ) 115/135 = 250kg samanlagt

-81kg KK: Emil Ragnar Ægisson (MAS) 115/150 = 265kg samanlagt

-89kg KK: Alex Daði Reynisson (LFG) 102/135 = 237kg samanlagt

-96kg KK: Árni Freyr Bjarnason (LFK) 120/147 = 267kg samanlagt

-102kg KK: Ingólfur Þór Ævarsson (STJ) 110/145 = 255kg samanlagt

-109kg KK: Gísli Kristjánsson (LFR) 125/140 = 265kg samanlagt

Mótadagskrá Íslandsmeistaramóts og keppendalisti

Konur (e. Women)

Hópur B – 59-64kg

Erika Eik Antonsdóttir 59kg
Hrafnhildur Finnbogadóttir59kg
Íris Rut Jónsdóttir59kg
Tinna María Stefnisdóttir59kg
Amilía Ósk Sigurðardóttir64kg
Birna Aradóttir64kg
Eydís Arna Birgisdóttir64kg
Inga Arna Aradóttir64kg
Steinunn Anna Svansdóttir64kg
Þórdís Elín Bjarkadóttir64kg

Hópur a – 71-81kg

Auður Ýr Gunnarsdóttir71kg
Birta Líf Þórarinsdóttir71kg
Hrund Scheving71kg
Kristín Dóra Sigurðardóttir71kg
Lilja Lind Helgadóttir71kg
Þórhildur Kristbjörnsdóttir71kg
Sólveig Þórðardóttir76kg
Indíana Lind Gylfadóttir87kg

Karlar (e. Men)

Hópur B – 49-89kg

Ari Tómas Hjálmarsson49kg
Árni Rúnar Baldursson73kg
Árni Olsen Jóhannesson81kg
Birkir Örn Jónsson81kg
Emil Ragnar Ægisson81kg
Sigurður Darri Rafnsson81kg
Alex Daði Reynisson89kg
Guðmundur Jökull Ármannsson89kg
Jóel Kristjánsson89kg
Tómas Helgi Wehmeier89kg
Róbert Þór Guðmarsson89kg
Suthaphat Saengcheuapho89kg

Hópur A – 96-109kg

Árni Freyr Bjarnason96kg
Bjarki Þórðarson96kg
Símon gestur ragnarsson96kg
Stephen Albert Björnsson96kg
Veigar Ágúst Hafþórsson96kg
Ingólfur Þór Ævarsson102kg
Natthaphon Ladkrathok109kg
Gísli Kristjánsson109kg

Úthlutun frá afrekssjóð ÍSÍ

Kostnaður LSÍ við mót og fundi erlendis frá árinu 2014 (tölur úr ársreikningum sambandsins) og úthlutun frá afrekssjóð fyrir sömu ár.

Lyftingasamband Íslands fékk 3.800.000 ISK úthlutuðum úr afrekssjóði ÍSÍ nú í dag, og er það um tvöföldun á styrkjum síðustu tveggja ára. LSÍ fékk hæsta styrk allra C-sambanda og blæs þessi styrkur sambandinu byr undir báða vængi en töluverð aukning hefur orðið í umfangi sambandsins síðustu ár eins og sjá má á grafinu hér að ofan.

Frekari upplýsingar um styrkveitinguna má lesa á heimasíðu ÍSÍ:http://www.isi.is/frettir/frett/2020/02/10/ISI-uthlutar-taeplega-462-m.kr.-i-afreksstyrki-/

ROMA WORLD CUP 2020

Þuríður Erla Helgadóttir (f. 1991) tók þátt í Roma World Cup á dögunum en var það 5 mótið sem telur til úrtöku fyrir Ólympíuleikana í ár, en það 6 og seinasta verður Evrópumeistaramótið í Apríl. Þuríður Erla er fremasta lyftingakona landsins, keppir í -59 kg flokki og tókum við smá viðtal við hana í framhaldi af mótinu.

Viðtal

Hvernig gekk í Róm?

Átti ekki minn besta dag í Róm því miður. Snaraði 80 kg í fyrstu tilraun. Tók svo 83 kg í seinni tilraun en missti lásinn. Í þriðju lyftu reyndi ég við 84 kg en missti hana aftur fyrir mig. Ég var óvenju þreytt í fótunum í upphitun fyrir jafnhendingu (e. Clean & Jerk), á góðum degi hefði ég byrjað í 100 kg en ég byrjaði í 97 kg tók svo 100 kg og failaði á cleaninu í 103 kg.

Hvert er næsta mót sem þú ætlar að taka þátt í?

Næsta lyftingamót er Evrópumeistaramótið í Ólympískum í Moskvu í Apríl. Það er gullmót og qualification mót fyrir Ólympíuleikana. Fyrir það tek ég þátt í nokkrum CrossFit mótum. Wodapalooza í Miami núna í febrúar sem er Sanctioned Event fyrir CrossFit Games. Stefnan er að ná eins háum stigum og ég get.

Hver var þín fyrsta keppni í ólympískum lyftingum?

Það var á móti sem kallaðist “Flolli” það var lítið mót sem byrjaði á lyftingamóti, ekki eins strangar reglur og eru með press out til dæmis. Keppnin endaði svo á einu CrossFit workouti. Þetta var 2010 þegar ég var nýbyrjuð í CrossFit og með fyrstu skiptunum sem ég prófaði snörun og jafnhendingu, ég gerði Power Snatch og Power Clean, held eg hafi samt gert Split Jerk frekar en Push Jerk.

Hvað var það við ólympískar lyftingar sem togaði í þig?

Það er mikilvægt að geta lyft þungt í CrossFit og lyftingar og ólympískar lyftingar eru stór hluti af CrossFit. Svo fannst mér bara gaman að keppa á lyftingamótum líka. Ólypmískar lyftingar eru svo ótrúlega tæknilega flóknar og það er það sem gerir þær svo geggjað skemmtilegar að mínu mati.

Hvað hugsarðu þegar þú ert kominn á pallinn?

Ekkert annað en að ég ætla að ná þessari lyftu. Kannski um 1-2 tæknileg atriði, eins og að muna að brace a mig í upphafstöðunni.

Hver er að þjálfa þig og hvernig ertu að æfa?

Árni Freyr Bjarnason gerir prógramið mitt núna síðan sumarið 2018. Ég æfi 2 sinnum á dag 5 sinnum í viku. Fyrri æfingin eru lyftingar/styrkur og seinni æfingin fimleikar og conditioning.

Þú keppir bæði í Crossfit og ólympískum, er erfitt að hagræða þessum íþróttum saman hvað varðar æfingar?

Það getur stundum verið smá púsl, hef samt aldrei leyft því að verða eitthvað vandamál.

Hver eru þín helstu markmið í framhaldinu?

Mín helstu markmið eru að ná lágmörkum á Heimsleikana og/eða Ólympíuleikana.

Hvaða ráð hefurðu til ungra lyftara sem eru að stíga sín fyrstu skref?

Að vera þolinmóð og góðir hlutir gerast hægt. Hugsa líka lengra fram í tímann með því að hugsa fyrirbyggjandi. Ekki byrja að vinna í liðleika og tækni eftir að þú meiðir þig.

Mótið í Róm er hægt að sjá hér fyrir neðan

Skráning á Íslandsmeistaramót 2020 er hafin!

Skráningarformið er HÉR

Úr mótareglum LSÍ

3.gr. Hlutgengi
Rétt til þátttöku á mótum LSÍ hafa allir meðlimir aðildarfélaga LSÍ sem eru skuldlausir við sín félög, LSÍ og rétt skráðir í Felix – félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ.
Erlendir keppendur sem ekki hafa íslenska kennitölu þurfa að vera skráðir hjá sínu landssambandi og verða að fá leyfi hjá viðkomandi landssambandi til að fá að keppa á mótum hjá LSÍ.

4.gr. Framkoma og ábyrgð
Félög, keppendur, forystumenn og aðrir skulu jafnan sýna drengskap og koma fram af hollustu, heiðarleika og sönnum íþróttaanda. Sérhvert félag er ábyrgt fyrir framkomu keppenda sinna og allra þeirra sem hlutverk hafa á vegum þess í tengslum við mótahald og keppni. Viðurlög við brotum á ofangreindum reglum eru ákveðin af aganefnd LSÍ og samþykkt af stjórn LSÍ.