NM Senior 2017

Landslið Íslands hefur verið valið í tengslum við Norðurlandamót Fullorðinna 2017 sem fram fer í Svíþjóð 1.-3. September. Ísland mun síðan halda Norðurlandamótið 2018 en það fór síðast fram hérlendis á Akureyri 2013.

Árni Rúnar og Emil Ragnar keppa þar á sýnu fyrsta móti fyrir landslið Íslands í ólympískum lyftingum.

Karlar:
Einar Ingi Jónsson (LFR) -77kg flokk
Árni Rúnar Baldursson (Hengill) -77kg flokk
Emil Ragnar Ægisson (UMFN) -85kg flokk
Ingólfur Þór Ævarsson (KFA) +105kg flokk

Konur:
Aníta Líf Aradóttir (LFG) -69kg flokk
Lilja Lind Helgadóttir (LFG) -69kg flokk
Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) -90kg flokk

Þjálfarar:
Ingi Gunnar Ólafsson – varaformaður LSÍ
Hjördís Ósk Óskarsdóttir -framkvæmdastjóri LSÍ

Heildarkeppendalista má sjá hér að neðan:

NAME & SURNAME CAT BIRTH DATE SEX COUNTRY M/R BEST TOTAL
Sonja Haapanen 48 kg 18.12.1989 W FIN M 140
Surya Sundqvist 48 kg 13.02.1994 W SWE M 147
Katrine Nim Bruhn 53 kg 29.12.1991 W DEN M 159
Sarah Hovden Øvsthus 53 kg 20.03.1994 W NOR M 170
Rebekka Tao Jakobsen 53 kg 12.09.1996 W NOR M 170
Anna Huzelius 53 kg 11.03.1989 W SWE M 146
Amanda Nowakovska Poulsen 58 kg 19.12.1992 W DEN M 164
Jenni Puoliväli 58 kg 26.06.1990 W FIN M 155
Zekiye Cemsoylu Nyland 58 kg 23.04.1990 W NOR M 180
Sol Anette Waaler 58 kg 14.08.1992 W NOR M 165
Line Holst 63 kg 21.06.1986 W DEN M 172
Anni Vuohijoki 63 kg 24.05.1988 W FIN M 200
Jenni Puputti 63 kg 28.06.1986 W FIN M 180
Ine Andersson 63 kg 17.08.1989 W NOR M 190
Emma Margrethe Hald 63 kg 01.01.1997 W NOR M 175
Angelica Roos 63 kg 15.04.1989 W SWE M 201
Jenny Adolfsson 63 kg 18.05.1982 W SWE M 180
Elin Lindström 63 kg 28.06.1983 W SWE R 170
Amanda Manfeld Simonsen 69 kg 18.06.1991 W DEN M 171
Riina Saksa 69 kg 15.10.1980 W FIN M 165
Anita Aradottir 69 kg 06.01.1988 W ISL M 190
Lilja  Lind Helgadottir 69 kg 31.08.1996 W ISL M 170
Marit Årdalsbakke 69 kg 11.05.1992 W NOR M 180
Patricia Strenius 69 kg 23.11.1989 W SWE M 227
Erica Green 69 kg 14.08.1993 W SWE M 184
Mette Pedersen 75 kg 03.12.1993 W DEN M 164
Hanna Kauhanen 75 kg 07.10.1990 W FIN M 185
Melissa Schanche 75 kg 01.01.1989 W NOR M 180
Ida Åkerlund 75 kg 20.08.1993 W SWE M 182
Louise Vennekilde 90 kg 03.01.1986 W DEN M 186
Freyja Mist Olafsdóttir 90 kg 11.11.1996 W ISL M 179
Paula Junhov Rindberg 90 kg 02.05.1988 W SWE M 200
Suvi Helin +90 kg 10.05.1985 W FIN M 200
NAME & SURNAME CAT BIRTH DATE SEX COUNTRY M/R BEST TOTAL
Thor Dal Wellendorph 62 kg 20.07.1993 M DEN M 202
Jere Vento 69 kg 22.12.1989 M FIN M 245
Daniel Roness Strand 69 kg 14.04.1991 M NOR M 250
Eddie Berglund 69 kg 19.01.1995 M SWE M 239
Daniel Falk 69 kg 06.05.1994 M SWE M 242
Tim Kring 77 kg 16.09.1990 M DEN M 301
Klaus Eloranta 77 kg 26.07.1993 M FIN M 264
Einar Ingi Jonsson 77 kg 15.02.1996 M ISL M 261
Arni Runar Baldursson 77 kg 05.07.1995 M ISL M 240
Eskil Engelsjerd Andersen 77 kg 01.02.1999 M NOR M 270
Roger Behrmann Myrholt 77 kg 05.01.1995 M NOR M 270
Erik Jonsson 77 kg 11.02.1991 M SWE M 266
Tobias Spedtsberg 85 kg 15.12.1991 M DEN M 280
Anders Holm-Nielsen 85 kg 06.02.1992 M DEN M 273
Kristian Laapotti 85 kg 19.07.1992 M FIN M 265
Jere Johansson 85 kg 13.02.1987 M FIN M 280
Emil Ragnar Aegisson 85 kg 23.03.1994 M ISL M 264
Tomas Fjeldberg 85 kg 22.06.1985 M NOR M 275
Mats Olsen 85 kg 19.07.1995 M NOR M 270
Sebastian Fallman 85 kg 27.09.1992 M SWE M 295
Simon Darville 94 kg 26.06.1993 M DEN M 286
Magnus Brandt 94 kg 18.12.1996 M DEN M 290
Robert Pirkkiö 94 kg 25.06.1993 M FIN M 300
Håvard Grostad 94 kg 07.09.1988 M NOR M 300
Robert Berg 94 kg 16.02.1987 M SWE M 299
Kimmo Lehtikangas 105 kg 16.02.1992 M FIN M 325
Lauri Tuovinen 105 kg 22.07.1990 M FIN M 298
Sindre Rørstadbotnen 105 kg 21.11.1992 M NOR M 320
Stefan Ågren 105 kg 15.09.1988 M SWE M 341
Thomas Kronborg Larsen +105 kg 01.08.1989 M DEN M 313
Ingolfur Thor Aevarsson +105 kg 12.07.1991 M ISL M 300
Vebjørn Varlid +105 kg 08.07.1990 M NOR M 320
Hampus Lithén +105 kg 23.04.1992 M SWE M 340
Advertisements

Æfingabúðir EWF 17 ára og yngri í Lettlandi 2017

5 Íþróttamenn og 2 þjálfarar fara í æfingabúðir 17 ára og yngri í Lettlandi 14.-19. Ágúst. EWF greiðir fæði og uppihald og LSÍ styrkir hvern þáttakenda um 50þús krónur fyrir flugmiðum.

Karlar:
Veigar Ágúst Hafþórsson (f.2000) – LFH
Matthías Abel Einarsson (f.2000) – Hengill
Jóel Páll Viðarsson (f.2002) – KFA
Brynjar Ari Magnússon (f.2004) – LFH

Konur:
Hrafnhildur Finnbogadottir (f.2000) – LFK

Þjálfarar:
Magnús B. Þórðarson – LFH
Þorbergur Guðmundsson – KFA

Unglingalandsmót- Olympískar lyftingar

umfi

 Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Fljótsdalshéraði um verslunarmannahelgina 2017.

Og keppt verður í Olympískum lyftingum sunnudaginn 6.ágúst í húsakynnum Crossfit Austur á Egilsstöðum.

Keppt verður eftir sinclair stuðli.

Mótið var síðast haldið á Héraði árið 2011 en verður nú haldið á ný, og sem fyrr undir nafni Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) í samstarfi við sveitarfélagið Fljótdalshérað.

Unglingalandsmót UMFÍ var fyrst haldið á Dalvík árið 1992 og því verður mótið á Héraði 25 ára afmælismóti.

Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunar- mannahelgina.

Mótið er öllum opið á aldrinum 11–18 ára.

Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki.

Skráning fer fram í gegnum UMFÍ, sjá hér http://www.umfi.is/unglingalandsmot-umfi

Hægt er að hafa samband varðandi skráningu við Ingólf á netfanið ingolfur@umfi.is eða í síma 847 6287 milli kl. 16.00 og 18.00.

Dómaranámskeið dagana 12-13.ágúst

Dómaranámskeið 2017

 

Dómaranámskeið LSÍ verður haldið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal daganna 12-13 ágúst næstkomandi.

Námskeiðið mun hefjast kl.09:00 báða dagana.

Hvert aðildarfélag verður að senda 2 félagsmenn á námskeiðið, en ótakmarkaður fjöldi er á námskeiðið gjaldfrjálst fyrir félagsmenn  lyftingafélaga.

Skráning fer fram á lsi@lsi.is.

Kennari verður reynsluboltinn Taisto Kauppola frá Finnlandi. 

dómari á námskeiði

Hvert félag ber skylda að senda 2 aðila á námskeiðið en ótakmarkaður fjöldi er á námskeiðið meðlimum lyftingafélaga að kostnaðarlausu.

Skráning á námskeiðið sendist á lsi@lsi.is

Reglur IWF: http://www.iwf.net/wp-content/uploads/downloads/2015/01/IWF-TCRR-2013-2016.2015.01.22.pdf

Í lokin er próf eins og þetta:

http://www.iwf.net/wp-content/uploads/downloads/2017/02/IWF-TO-Exam-Questions-20170213.pdf

Og svörin við prófinu:

http://www.iwf.net/wp-content/uploads/downloads/2017/02/IWF-TO-Exam-Answers-20170213.pdf

Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur.

Sumarmótið: Úrslit

Sumarmót LSÍ fór fram í húsakynnum og umsjón LFG/Crossfit XY, Laugardaginn 11.Júní. Heildarúrslit má nálgast í afreksgagnagrunni LSÍ: http://results.lsi.is/meet/sumarmot-lsi-2017

39 keppendur hófu keppni frá 9 lyftingafélögum og féllu fjölmörg met í unglingaflokkum og margar keppnisbætingar. Þetta var fyrsta mót af þremur í Liðabikar LSÍ 2017 og er staðan eftir fyrsta mót eftirfarandi:

# Félag Stig Stig á Sumarmóti
1 LFH 45 7 + 7 + 5 + 5 + 5 + 4 + 4 + 3 + 2 + 2 + 1
2 LFG 37 7 + 7 + 7 + 5 + 5 + 4 + 2
3 LFR 35 7 + 7 + 7 + 4 + 3 + 3 + 2 + 2
4 LFK 20 7 + 5 + 5 + 3
5 UMFN 17 7 + 7 + 3
6 LFM 7 7
6 KFA 7 7
8 Ármann 5 5
9 Hengill 4 4

 

Í kvenna flokki sigraði Aníta Líf Aradóttir sem keppti í fyrsta sinn fyrir LFG á mótinu. Aníta átti frábært mót og lyfti 82kg í snörun (2kg bæting) og 108kg í jafnhendingu (8kg bæting !), með þessum árangri fer Aníta í 5.sæti á all-time Sinclair listanum yfir bestu lyftingakonur landsins með 241,7 stig. Hún mun án efa gera atlögu að Íslandsmeti Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttir 110kg í -69kg flokki kvenna á næstu mótum.

Önnur varð Viktoría Rós Guðmundsdóttir sem einnig hefur skipt um félag og keppir núna fyrir LFG. Viktoría keppir létt í -69kg flokki kvenna (64,95kg) og tók góðar bætingar í snörun 70kg (3kg bæting) og 96kg í jafnhendingu (4kg bæting). Þessi árangur gaf henni 213,6 Sinclair stig.

Þriðja sæti skipaði Álfrún Ýr Björnsdóttir LFH sem fylgdi eftir góðum árangri frá meistaramóti UMSK og lyfti 72kg í snörun og 98kg í jafnhendingu (2kg bæting). Þetta gaf henni 204,6 Sinclair stig um einu og hálfu stigi betur en Katla Björk Ketilsdóttir UMFN sem snaraði glæsileg met í -63kg flokki bæði U17 og U20 ára kvenna. Fyrst 71kg og síðan 73kg sem var 3kg keppnisbæting hjá Kötlu.

Hjá Körlunum var það Einar Ingi Jónsson LFR sem náði bestum árangri hann snaraði 116kg (4kg bæting) og jafnhenti 145kg (2kg bæting) og þetta gaf honum hæsta Sinclair sem hann hefur náð 339,07 stig. og fór hann með því upp Björgvin Karl Guðmundsson á allt-time Sinclair lista karla  um 0,04 stig. Þetta voru einnig ný met í snörun, jafnhendingu og samanlögðum árangri í -77kg flokki karla 23 ára og yngri.

Í öðru sæti varð Ingólfur Þór Ævarsson KFA sem snaraði glæsilega 135kg (8kg bæting) og jafnhenti 165kg (1kg bæting). Ingólfur átti góðar tilraunir við 140kg í snörun og tvær við 172kg í jafnhendingu en náði ekki að klára þær lyftur. Ingólfur er greinilega í miklum bætingum og mögulega fer Íslandsmet Gísla Kristjánsonar í -105kg flokki karla, 175kg frá árinu 2003 að komast í færi. Ingólfur vigtaðist 110,75kg inn í mótið og fékk 321,5 Sinclair stig.

Þriðji varð Emil Ragnar Ægisson UMFN sem átti góða endurkomu í nýjum þyngdarflokk eftir erfið meiðsl. Emil snaraði 117kg (4kg bæting) og jafnhenti 147kg (5kg bæting). Þessi árangur tryggði Emil 315,7 stig.

Íslandsmet sem sett voru á mótinu voru eftirfarandi:

Rökkvi Guðnason LFR setti met í öllum flokkum bæði karla og unglingaflokkum í -56kg flokki þegar hann snaraði best 50kg og jafnhenti 62kg. Rökkvi var einnig yngsti keppandi mótsins aðeins 12 ára (f.2005).

Agnes Ísabella Guðmundsdóttir LFH setti met í öllum greinum í -53kg flokki 15 ára og yngri með 35kg í snörun og 40kg í jafnhendingu.

Katla Björk Ketilsdóttir UMFN snaraði ný met 70kg og 73kg í -63kg flokki kvenna U17 og U20 ára. Það gaf henni einnig met í samanlögðum árangri í sama flokk.

Brynjar Ari Magnússon LFH snaraði 68kg og 73kg sem voru ný met í -69kg flokki 15 ára og yngri.

Veigar Ágúst Hafþórsson LFH bætti Íslandsmetið í -94kg flokki karla 17 ára og yngri um 1kg þegar hann snaraði 97kg.

Einar Ingi Jónsson LFR setti ný met í öllum greinum í -77kg flokki karla 23 ára og yngri eins og áður sagði.

 

 

Tímaseðill og Keppendalisti

Tímaseðill
7:00 – 8:00 Vigtun KVK (Allir flokkar)
8:00 – 9:00 Vigtun KK (Allir flokkar)
9:00 – 10:25 KVK – B hópur (11 keppendur)
10:30 – 12:25 KK – B hópur (13 keppendur)
12:30 – 13:50 KVK – A hópur (9 keppendur)
14:00 – 16:00 KK – A hópur (13 keppendur)

Verðlauna afhending allir flokkar að loknu móti

# Þyngdarflokkur Nafn Fæðingar ár Félag Hópur
1 -56 Rökkvi Hrafn Guðnason 2005 LFR B
2 -69 Baldur Daðason 2001 LFR B
3 -69 Ingvar Ólafsson 2001 LFR B
4 -69 Róbert Þór Guðmarsson 2001 LFH B
5 -69 Brynjar Ari Magnússon 2004 LFH B
6 -69 Breki Kjartansson 1995 LFR B
7 -77 Haraldur Holgeirsson 1998 LFG A
8 -77 Guðmundur Jökull Ármansson 1998 LFG B
9 -77 Matthías Björn Gíslason 2001 LFH B
10 -77 Axel Máni Hilmarsson 1999 LFR B
11 -77 Daníel Askur Ingólfsson 1997 LFH A
12 -77 Einar Ingi Jónsson 1996 LFR A
13 -85 Orri Bergmann Valtýsson 1996 LFH A
14 -85 Ragnar Ágúst Ragnarsson 1993 LFH A
15 -85 Emil Ragnar Ægisson. 1994 UMFN A
16 -85 Arnór Gauti Haraldsson 1998 LFH A
17 -94 Veigar Ágúst Hafþórsson 2000 LFH B
18 -85 Davíð Óskar Davíðsson 1992 LFG A
19 -85 Guðmundur Juanito Ólafsson 1997 UMFN A
20 -94 Hilmar Örn Jónsson 1994 LFG A
21 -105 Sigurjón Guðnason 1999 LFR B
22 -105 Þorsteinn Þórarinsson 1993 LFK A
23 105 Ingólfur Þór Ævarsson 1991 KFA A
24 105 Ingvi Karl Jónsson 1998 Ármann B
# Þyngdarflokkur Nafn Félag Hópur
1 -48 Hrafnhildur Arnardóttir 2003 LFK B
2 -53 Agnes ísabella Gunnarsdóttir 2002 LFH B
3 -58 Sigríður Jónsdóttir 1992 LFK B
4 -58 Íris Ósk Jónsdóttir 1991 LFG A
5 -58 Sonja olafsdottir 1979 LFM A
6 -63 Hrafnhildur Finnbogadóttir 2000 LFK B
7 -63 Katla Ketilsdóttir 2000 UMFN A
8 -63 Elín Rósa Magnúsdóttir 2002 LFK B
9 -63 Álfrún Tinna Guðnadóttir 2002 LFR B
10 -63 Inga Lóa Marinósdóttir 2001 LFR B
11 -69 Aníta Líf Aradóttir 1988 LFG A
12 -69 Margrét Þórhildur Jóhannsdóttir 1997 Ármann B
13 -69 Thelma Hrund Helgadóttir 1997 Hengill A
14 -69 Viktoría Rós Guðmundsdóttir 1991 LFG A
15 -69 Nicole Jakubczak 2001 LFH B
16 -75 Ásta Ólafsdóttir 1998 LFK B
17 -75 Álfrún Ýr Björnsdóttir 1995 LFH A
18 -75 Birta Hafþórsdóttir 1998 LFG A

Keppendalisti á Sumarmóti LSÍ

Uppfærður keppendalisti

Karlar

# Þyngdarflokkur Nafn Fæðingar ár Félag
1 -56 Rökkvi Hrafn Guðnason 2004 LFR
2 -69 Baldur Daðason 2001 LFR
3 -69 Ívar Helgi Rúnarsson 2001 LFR
4 -69 Ingvar Ólafsson 2001 LFR
5 -69 Róbert Þór Guðmarsson 2001 LFH
6 -69 Brynjar Ari Magnússon 2004 LFH
7 -69 Breki Kjartansson 1995 LFR
8 -77 Haraldur Holgeirsson 1998 LFG
9 -77 Guðmundur Jökull Ármansson 1998 LFG
10 -77 Matthías Björn Gíslason 2001 LFH
11 -77 Axel Máni Hilmarsson 1992 LFR
12 -77 Daníel Askur Ingólfsson 1997 LFH
13 -77 Einar Ingi Jónsson 1996 LFR
14 -85 Orri Bergmann Valtýsson 1996 LFH
15 -85 Ragnar Ágúst Ragnarsson 1993 LFH
16 -85 Emil Ragnar Ægisson. 1994 UMFN
17 -85 Arnór Gauti Haraldsson 1998 LFH
18 -85 Sveinn Atli Árnason 1995 LFK
19 -85 Veigar Ágúst Hafþórsson 2000 LFH
20 -85 Davíð Óskar Davíðsson 1992 LFG
21 -85 Guðmundur 1997 UMFN
22 -94 Hilmar Örn Jónsson 1994 LFG
23 -105 Sigurjón Guðnason 1999 LFR
24 -105 Þorsteinn Þórarinsson 1993 LFK
25 105 Ingólfur Þór Ævarsson 1991 KFA
26 105 Ingvi Karl Jónsson 1998 Ármann
 Konur
# Þyngdarflokkur Nafn Félag
1 -48 Hrafnhildur Arnardóttir 2003 LFK
2 -53 Agnes ísabella Gunnarsdóttir 2002 LFH
3 -58 Sigríður Jónsdóttir 1992 LFK
4 -58 Íris Ósk Jónsdóttir 1991 LFG
5 -58 Sonja olafsdottir 1979 LFM
6 -63 Hrafnhildur Finnbogadóttir 2000 LFK
7 -63 Elín Rósa Magnúsdóttir 2002 LFK
8 -63 Álfrún Tinna Guðnadóttir 2002 LFR
9 -63 Inga Lóa Marinósdóttir 2001 LFR
10 -63 Lilja Ósk Guðmundsdóttir 2001 LFR
11 -69 Aníta Líf Aradóttir 1988 LFG
12 -69 Margrét Þórhildur Jóhannsdóttir 1997 Ármann
13 -69 Fanney Rós Magnúsdóttir 1989 LFK
14 -69 Thelma Hrund Helgadóttir 1997 Hengill
15 -69 Viktoría Rós Guðmundsdóttir 1991 LFG
16 -69 Nicole Jakubczak 2001 LFH
17 -75 Ásta Ólafsdóttir 1998 LFK