Reykjavíkurleikarnir

Reykjavíkurleikarnir 2013

Úrslit kvennaÚrslit karla

Fjöldamörg Íslandsmet voru bætt á Reykjavíkurleikunum árið 2013 en þar að auki bættu allir erlendu keppendurnir sinn besta árangur. Verðlaun voru einungis veitt út frá sinclair stigum. Mótið heppnaðist einstaklega vel og var sýnt beint frá seinni hluta mótsins á RÚV.

Anna Hulda Ólafsdóttir setti ný Íslandsmet í 58 kg flokki kvenna í snörun og samanlögðu. Hrannar Guðmundsson setti einnig ný met í 77 kg flokki karla í snörun jafnhendingu og samanlögðu. Þá bætti bandaríski meistarinn í flokki 20 ára og yngri, Mark Kollin Cockrell, sinn besta árangur.

Úrslit í karlaflokki urðu þau að í fyrsta sæti varð Mark Kollin Cockrell frá Bandaríkjunum. Í öðru sæti varð Gísli Kristjánsson úr Lyftingafélagi Reykjavíkur og í þriðja sæti varð Yngve Apneseth frá Noregi.

Úrslit í kvennaflokki urðu þau að í fyrsta sæti varð Anna Hulda Ólafsdóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur. Í öðru sæti varð Þuríður Erla Helgadóttir og í þriðja sæti Hjördís Ósk Óskarsdóttir, báðar úr Ármanni.

Karlar RIG 2013Konur RIG 2013

——————————————————————————————————————————————————-
Reykjavíkurleikarnir 2012

This slideshow requires JavaScript.

Glæsilegu móti í ólympískum lyftingum er lokið á Reykjavíkurleikunum. Hvorki fleiri né færri en 11 Íslandsmet litu dagsins ljós á þessu firnasterka móti.
Keppni fór fram í húsakynnum Crossfit Reykjavík og Lyftingafélags Reykjavíkur í Skeifunni 8.
Keppt var samkvæmt Sinclair staðli, sem þýðir að líkamsþyngd og heildarþyngd sem er lyft eru tekin með í reikninginn og allir keppendur metnir samkvæmt því.

Úrslit mótsins urðu þau að í kvennaflokki sigraði Christina Trier Ejstrup frá Danmörku, í öðru sæti varð Madeleine Alhner frá Svíþjóð og í þriðja sæti Anníe Mist Þórisdóttir, Lyftingafélagi Reykjavíkur. Í karlaflokki sigraði Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur, í öðru sæti varð Daniel Skoglund frá Svíþjóð og í þriðja sæti Frederik Ægidus frá Danmörku.

Íslandsmetin ellefu sem sett voru á mótinu eru eftirfarandi:

Bjarki Guðmundsson úr Ármanni, setti 2 Íslandsmet í unglingaflokki 77 kg og snaraði 85 kg sem er nýtt Íslandsmet og í samanlögðu 187 kg sem er líka nýtt Íslandsmet.

Daði Reynir Kristleifsson úr Lyftingafélagi Reykjavíkur setti íslandsmet í 77 kg flokki karla þegar hann jafnhattaði 124 kg.

Gísli Kristjánsson úr Lyftingafélagi Reykjavíkur, setti Íslandsmet í +105kg flokki karla, þegar hann snaraði 156kg.

Anna Hulda Ólafsdóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur, setti 2 Íslandsmet í 58 kg flokki kvenna þegar hún snaraði 55kg og 120 kg samanlagt á sínu fyrsta móti sem verður að teljast stórkostlegur árangur.

Sigurlaug Rúna Guðmundsdóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur setti 3 Íslandsmet í 63 kg flokki kvenna, þegar hún snaraði 50kg, jafnhattaði 70kg og náði því 120kg samanlagt. Allt nýtt Íslandsmet og eins og hjá Önnu Huldu er Sigurlaug að keppa í fyrsta skipti og því um að ræða stórkostlegan árangur.

Anníe Mist Þórisdóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur, setti 2 Íslandsmet í 69 kg flokki kvenna, þegar hún jafnhattaði 92 kg og samanlagt 157 kg.

Ólympískar lyftingar voru í fyrsta sinn í ár á meðal keppnisgreina á Reykjavíkurleikunum og byrjuðu heldur betur vel með sterku og skemmtilegu móti

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s