Ný stjórn, Jólamót, RIG og fleira

40 ára afmælisþing Lyftingasambands Íslands var haldið 23 nóvember síðastliðinn.  Vel var mætt á þingið og hafði Sigríður Jónsdóttir þingforseti og fulltrúi frá ÍSÍ það eftir hversu frábært það væri að sjá þessa miklu grósku í starfi Lyftingasambandsins.  Iðkendur í ólympískum lyftingum á Íslandi hafa margfaldast á síðustu þrem árum.

2013-11-23 14.46.19

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var gestur þingsins. Illugi sagði frá sinni eigin reynslu af lyftingum og tók undir gildi íþróttarinnar, bæði líkamlegs eðlis sem og efnahagslegs ávinnings. Hann tók undir orð formanns LSÍ í setningarræðunni um það hversu vel það hentar fólki á öllum aldri að stunda lyftingar sem einstaklings íþróttagrein. Illugi lagði mikla áherslu á það hvað hann saknaði þess mikið að sjá ekki lyftingar í sjónvarpi lengur. Það var ein af þeim íþróttum sem hann man eftir að hafa alist upp við að horfa á í sjónvarpi.

Eftir að menntamálaráðherra lauk ávarpi sínu tók við af honum annar gestur þingsins Ma Jian Ping kínverskur lyftingaþjálfari sem að var þessa sömu helgi með verklegt lyftinganámskeið hjá Lyftingafélagi Garðabæjar. Hann kynnti stuttlega fyrir viðstöddum hvernig staðið er að hlutunum í Kína. Hann fór meðal annars yfir það hvernig afreksstefna kínverja er uppbyggð, hvernig staðið er að vali í landslið þeirra og hvernig undirbúning fyrir stórmót er háttað.

Ný stjórn Lyftingasambands Íslands var kosin, en hún er eftirfarandi: Lárus Páll Pálsson formaður, Árni Björn Kristjánsson varaformaður, Elísabet Sóley Stefánsdóttir gjaldkeri , Ásgeir Bjarnason ritari og Sigmundur Davíðsson  meðstjórnandi.  Í varastjórn eru Andri Gunnarsson, Arnar Þór Tulinius, Bjarki Guðmundsson og Ingi Gunnar Ólafsson.

Stjórn lyftingasambandsins og varastjórnendur hafa fundað og skipt á milli sín verkum.  Það eru gleðitíðindi fyrir sambandið hversu margir áhugasamir einstaklingar hafa gefið sig fram og er ekki von á öðru en góðu lyftingaári.

Næsta lyftingamót verður jólamót LSÍ. Haldið í húsakynnum LFG / CrossFit – XY í Garðabæ laugardaginn 14. desember. Skráningafrestur er til 10. desember á lsi@lsi.is Þátttökugjald er 1000kr og greiðist við skráningu inná reikning 311-26-2992 kt: 430275-0119

Undirbúningur er hafinn fyrir RIG 2014.  Mótið verður haldið í húsakynnum LFR /CrossFit Reykjavík laugardaginn 25. janúar.

Lágmörk verða fyrir RIG mótið og er því um að gera fyrir alla þá sem hafa ekki náð lágmörkum eða skráðum árangri að taka þátt í jólamótinu og freista þess að ná þeim.

Lágmörkin eru eftirfarandi:

Karlar

Líkamsþyngd – Snörun – C&J
56 – 56kg – 70kg
62 – 62kg – 80kg
69 – 69kg – 90kg
77 – 77kg – 100kg
85 – 85kg – 105kg
94 – 94kg – 115kg
105 – 100kg – 120kg
105+ – 105kg – 125kg

Konur

Líkamsþyngd – Snörun – C&J .
48 – 30kg – 50kg
53 – 40kg – 55kg
58 – 50kg – 60kg
63 – 55kg – 65kg
69 – 58kg – 68kg
75 – 61kg – 70kg
75+ – 63kg – 72kg

Hægt er að hafa samband við stjórn LSÍ

Lárus Páll Pálsson, laruspallpallsson@gmail.com, 8622432

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, elisabet@innihald.is, 8916607/7724474

Árni Björn Kristjánsson, arnib11@gmail.com , 6162694

Ásgeir Bjarnason, asgbjarnason@gmail.com, 8686992

Sigmundur Davíðsson, sigmundur@centrum.is, 6911961

Andri Gunnarsson, andrigun@lv.is, 8990085

Ingi Gunnar Ólafsson, ingigo75@gmail.com, 8664294

Bjarki Guðmundsson, bjarkig28@gmail.com, 8670470

Arnar Þór Tulinius, arnartulinius@gmail.com, 6906582

2013-11-23 18.35.14