Íslendingar taka þátt í Smáþjóðaleikunum í San Marínó

Lyftingasamband Íslands er þessa daganna að setja upp afreksstefnu. Samhliða því hefur Árni Björn Kristjánsson tekið að sér landsliðsþjálfarastöðu að minnsta kosti út árið 2014.

Landsliðsþjálfari
Árni Björn hefur bæði þjálfað og keppt í Ólympískum lyftingum, meðal annars keppti hann á Norðulandameistaramótinu í fyrra. Árni Björn hefur íþrótta og þjálfarabakgrunn.  Hann bæði æfði og þjálfaði í tennis. Fór svo að æfa CrossFit 2009 og Ólympískar lyftingar 2011.  Hann er yfirþjálfari hjá Lyftingafélagi Garðabæjar og þjálfar einnig hjá crossfit XY.  Árni Björn hefur einstaklega mikinn áhuga á framtíð lyftinga á Íslandi og tekur þetta verkefni að sér af heilum hug.

522604_10151374629025407_2020487410_nÁrni Björn Kristjánsson ásamt unnustu sinni Guðrúnu Ósk Maríasdóttir

Æfingabúðir LSÍ

Á dögunum bauð LSÍ uppá æfingabúðir.  Þær voru haldnar í húsakynnum Sporthús Reykjanesbæjar.  Dagurinn heppnaðist frábærlega og var mætingin góð.  Boðið var uppá tvær æfingar, fyrir og eftir hádegismat.  Eftir hádegismat var fræðslufundur áður en haldið var í næstu æfingu. Þar sem þetta heppnaðist vel er fyrirhugað að halda fleiri svona æfingabúðir á árinu.

2014-03-29 11.03.56Landsliðshópur á fyrri æfingu ásamt stjórnarmeðlimum LSÍ
(Vantar Andra Gunnarsson og Guðmund Högni á myndina)

Smáþjóðaleikar í Ólympískum Lyftingum í San Marínó

Í gær fóru fjórir karlmenn úr landsliðshópnum til San Marínó að keppa á Smáþjóðaleikunum í Ólympískum Lyftingum.  Þetta eru þeir Gísli Kristjánsson, Sigurður Bjarki Einarsson, Andri Gunnarsson og Árni Björn Kristjánsson. Árni er einnig þjálfari og farastjóri í hópnum.  Mótið er liðakeppni fyrir smáþjóðir og telja efstu þrír til stiga.  Þetta eru öflugir lyftingamenn og verður spennandi að sjá hvort þeir standi við orð sín og komi með gullið heim.

Þeir munu allir keppa á morgun laugardag klukka 11.00 að staðartíma eða 9.00 á Íslenskum tíma.  Ekki er vitað til þess að sýnt verði beint frá mótinu, en ef svo verður munum við láta vita á Facebook síðu okkar.

San Marino

“Þröngt mega sáttir sitja” Gísli, Andri og Árni.

San Marino 1

Siggi Bjarki og Gísli Kristjáns komnir til San Marino í gærkveldi

 

7 nýir dómarar á Norðurlandi

2013-06-22 15.08.30

Frá hægri; Ivan Mendez, Kristján H. Buch, David Nyombo, Fríða Björk, Grétar Skúli, Hulda B. Waage, Edda Ósk og Per Mattingsdal frá IWF.

Dómaranámskeið í Ólympískum lyftingum var haldið á Akureyri þann 22. júní síðastliðinn. 7 nýir dómarar luku prófi og óskar Lyftingasambandið þeim velfarnaðar í starfi.

Áhugi á Ólympískum lyftingum hefur verið stigvaxandi og hefur Norðurlandið ekki verið nein undantekning frá því undir styrkri handleiðslu Grétars Skúla formanns KFA.  Þess má geta að Norðurlandamót fullorðina í Ólympískum lyftingum verður haldið á Akureyri dagana 16-18. ágúst.

 

Íslandsmótið í Ólympískum lyftingum 2013 – keppendalisti
nr. Nafn Fæðingaár Félag Þyngdarfl.
47 Þuríður Erla Helgadóttir 91 Ármann -58
30 Anna Ólafsdóttir 85 LFR -63
85 Katrín Tanja Davíðsdóttir 92 Ármann -69
01 Lilja Lind Helgadóttir 96 Ármann -75
18 Íris Hrönn Garðarsdóttir 97 KFA -75
12 Hulda B. Waage 85 KFA -75
63 Guðrún Sólveig Sigurgrímsdóttir 68 Ármann +75
43 Hildur Björk Þórðardóttir 85 LFR +75
08 Fríða Björk Einarsdóttir 98 KFA +75
33 Ómar Berg Jóhannesson 96 KFA -56
17 Alfreð Aðalsteinsson 93 Ármann -69
10 Kjartan Ágúst Jónasson 93 UÍA -69
46 Torfi Franklín Hjaltason 96 KFA -77
28 Stefán Þór Jósefsson 93 KFA -77
19 Andri Gíslason 90 KFA -77
73 Ari Bragi Kárason 89 KFA -85
61 Gísli Rafn Gylfason 70 Ármann -85
93 Kári Walter Margrétarson 92 Ármann -94
37 Bjarmi Hreinsson 92 UÍA -94
97 Haukur Sigurðsson 85 Ármann -94
74 Sigurður Bjarki Einarsson 85 Ármann -94
14 Árni Freyr Bjarnason 88 Armann -94
58 Andri Gunnarsson 85 KFA -105
47 Ingi Gunnar Ólafsson 75 Ármann -105
92 Árni Freyr Stefánsson 85 KFA -105
62 Gísli Kristjánsson 64 LFR +105
09 Grétar Skúli Gunnarsson 88 KFA +105
27 Kristján Logi Einarsson 95 KFA +105

Íslandsmeistaramót 2012

Þuríður að Jafnhatta 78 kg.

Laugardaginn 24.3 fór fram  Íslandsmeistaramótið í ólympískum lyftingum í Borgarnesi.  Mikil gróska er í ástundun ólympískra lyftinga á Íslandi um þessar mundir og var mótið hið fjölmennasta í áraraðir. Margir ungir og efnilegir lyftingamenn þreyttu frumraun sína á mótinu og gefur frammistaða þeirra góð fyrirheit um framtíð Ólympískra lyftinga á Íslandi. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá nýja og vel þjálfaða kynslóð lyftingakvenna, sem flestar hafa kynnst Ólympískum lyftingum í gegnum ástundun sína á Crossfit.

Besta árangri mótsins náðu þau Gísli Kristjánsson, sem hlaut 345 Sinclair stig, og Þuríður Erla Helgadóttir sem hlaut 185,0 Sinclair stig.
Fjölmörg Íslandsmet voru sett á mótinu, og fara þau hér á eftir:

Hrannar Guðmundsson, í 77 kg þyngdarflokkki, setti Íslandsmet í snörun (108kg), jafnhendingu (140kg) og samanlögðu (248kg).

Þuríður Erla Helgadóttir, í 58 kg þyngdarflokki, setti Íslandsmet í snörun (62 kg), jafnhendingu (77 kg) og samanlögðu (139 kg).

Sigurlaug Rúna Guðmundsdóttir, í 63kg þyngdarflokki, setti Íslandsmet í snörun (54kg), jafnhendingu (71kg), og samanlögðu (125kg).

Katrín Tanja Davíðsdóttir, 18 ára, lyfti 70 kg í snörun, og bætti þar með Íslandsmet Anníe Mist Þórisdóttur um 2 kg. Hún setti jafnframt met í flokki 20 ára og yngri í snörun (70 kg), jafnhendingu (85kg) og samanlögðu (155 kg). Hún keppti í 69kg þyngdarflokki.

Lilja Lind Helgadóttir, 15 ára, setti stúlknamet í snörun (50kg), jafnhendingu (70 kg) og samanlögðu (120 kg). Hún keppti í 69 kg þyngdarflokki.

Guðmundur Högni Hilmarsson, 15 ára, setti drengjamet í í snörun (90kg), jafnhendingu (112 kg) og samanlögðu (202 kg). Hann keppti í 85kg þyngdarflokki.