Liðabikar LSÍ

Úrslit liðabikars eru reiknuð út í gagnagrunni sambandsins: https://results.lsi.is/teamcompetition/2019

Reglur um liðabikar LSÍ má hlaða niður hér að neðan:

Reglur um liðabikar LSÍ (*.pdf)

Liðabikar LSÍ

Mót sem teljast til liðabikars ár hvert eru Sumarmótið, Haustmótið og Jólamótið.

Mótin eru stigamót þar sem verðlaunað er fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti samkvæmt Sinclair stigatöflu í karla og kvenna flokki.

8 konur skipa fullt lið í þyngdarflokkunum -48kg,-53kg,-58kg,-63kg,-69kg,-75kg, -90kg og +90kg.

8 karlar skipa fullt lið í þyngdarflokkunum -56kg, -62kg, -69kg, -77kg, -85kg, -94kg, -105kg, +105kg

Mest telja 2 einstaklingar í hverjum þyngdarflokk.

Hægt er að vera með 2 varamenn í kvenna keppni og 2 varamenn í karla keppni sem telja ef einstaklingur fellur úr keppni.

Eftirfarandi fjöldi stiga er veittur:
1. sæti í þyngdarflokk fær 7 stig
2. sæti í þyngdarflokk fær 5 stig
3. sæti í þyngdarflokk fær 4 stig
4. sæti í þyngdarflokk fær 3 stig
5. sæti í þyngdarflokk fær 2 stig
6. sæti í þyngdarflokk fær 1 stig

Liðabikarinn er farandbikar og er afhentur því liði sem hlýtur flest samanlögð stig út úr þessum þremur mótum.

Ef tvö lið eru jöfn að stigum í lok keppninnar þá vinnur það lið sem hefur flesta sigra (1.sæti). Ef ennþá eru tvö lið jöfn þá vinnur það lið sem hefur hærri samanlagðan Sinclair af öllum sigurvegurum (1.sæti).

Allir íþróttamenn verða að vera skráðir í Felix kerfi ÍSÍ til þess að mega keppa á mótum hjá LSÍ og íþróttamaðurinn má ekki keppa fyrir tvö mismunandi lið í áðurnefndri liðakeppni á keppnisárinu.

Íþróttamenn sem taka þátt í liðakeppni LSÍ verða að hafa íslenskt vegabréf eða vera með fasta búsetu á Íslandi.

Samþykkt á lyftingaþingi 11.3.2017

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s