Unglingalandsmót- Olympískar lyftingar

umfi

 Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Fljótsdalshéraði um verslunarmannahelgina 2017.

Og keppt verður í Olympískum lyftingum sunnudaginn 6.ágúst í húsakynnum Crossfit Austur á Egilsstöðum.

Keppt verður eftir sinclair stuðli.

Mótið var síðast haldið á Héraði árið 2011 en verður nú haldið á ný, og sem fyrr undir nafni Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) í samstarfi við sveitarfélagið Fljótdalshérað.

Unglingalandsmót UMFÍ var fyrst haldið á Dalvík árið 1992 og því verður mótið á Héraði 25 ára afmælismóti.

Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunar- mannahelgina.

Mótið er öllum opið á aldrinum 11–18 ára.

Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki.

Skráning fer fram í gegnum UMFÍ, sjá hér http://www.umfi.is/unglingalandsmot-umfi

Hægt er að hafa samband varðandi skráningu við Ingólf á netfanið ingolfur@umfi.is eða í síma 847 6287 milli kl. 16.00 og 18.00.

Dómaranámskeið dagana 12-13.ágúst

Dómaranámskeið 2017

 

Dómaranámskeið LSÍ verður haldið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal daganna 12-13 ágúst næstkomandi.

Námskeiðið mun hefjast kl.09:00 báða dagana.

Hvert aðildarfélag verður að senda 2 félagsmenn á námskeiðið, en ótakmarkaður fjöldi er á námskeiðið gjaldfrjálst fyrir félagsmenn  lyftingafélaga.

Skráning fer fram á lsi@lsi.is.

Kennari verður reynsluboltinn Taisto Kauppola frá Finnlandi. 

dómari á námskeiði

Hvert félag ber skylda að senda 2 aðila á námskeiðið en ótakmarkaður fjöldi er á námskeiðið meðlimum lyftingafélaga að kostnaðarlausu.

Skráning á námskeiðið sendist á lsi@lsi.is

Reglur IWF: http://www.iwf.net/wp-content/uploads/downloads/2015/01/IWF-TCRR-2013-2016.2015.01.22.pdf

Í lokin er próf eins og þetta:

http://www.iwf.net/wp-content/uploads/downloads/2017/02/IWF-TO-Exam-Questions-20170213.pdf

Og svörin við prófinu:

http://www.iwf.net/wp-content/uploads/downloads/2017/02/IWF-TO-Exam-Answers-20170213.pdf

Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur.

Sumarmótið: Úrslit

Sumarmót LSÍ fór fram í húsakynnum og umsjón LFG/Crossfit XY, Laugardaginn 11.Júní. Heildarúrslit má nálgast í afreksgagnagrunni LSÍ: http://results.lsi.is/meet/sumarmot-lsi-2017

39 keppendur hófu keppni frá 9 lyftingafélögum og féllu fjölmörg met í unglingaflokkum og margar keppnisbætingar. Þetta var fyrsta mót af þremur í Liðabikar LSÍ 2017 og er staðan eftir fyrsta mót eftirfarandi:

# Félag Stig Stig á Sumarmóti
1 LFH 45 7 + 7 + 5 + 5 + 5 + 4 + 4 + 3 + 2 + 2 + 1
2 LFG 37 7 + 7 + 7 + 5 + 5 + 4 + 2
3 LFR 35 7 + 7 + 7 + 4 + 3 + 3 + 2 + 2
4 LFK 20 7 + 5 + 5 + 3
5 UMFN 17 7 + 7 + 3
6 LFM 7 7
6 KFA 7 7
8 Ármann 5 5
9 Hengill 4 4

 

Í kvenna flokki sigraði Aníta Líf Aradóttir sem keppti í fyrsta sinn fyrir LFG á mótinu. Aníta átti frábært mót og lyfti 82kg í snörun (2kg bæting) og 108kg í jafnhendingu (8kg bæting !), með þessum árangri fer Aníta í 5.sæti á all-time Sinclair listanum yfir bestu lyftingakonur landsins með 241,7 stig. Hún mun án efa gera atlögu að Íslandsmeti Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttir 110kg í -69kg flokki kvenna á næstu mótum.

Önnur varð Viktoría Rós Guðmundsdóttir sem einnig hefur skipt um félag og keppir núna fyrir LFG. Viktoría keppir létt í -69kg flokki kvenna (64,95kg) og tók góðar bætingar í snörun 70kg (3kg bæting) og 96kg í jafnhendingu (4kg bæting). Þessi árangur gaf henni 213,6 Sinclair stig.

Þriðja sæti skipaði Álfrún Ýr Björnsdóttir LFH sem fylgdi eftir góðum árangri frá meistaramóti UMSK og lyfti 72kg í snörun og 98kg í jafnhendingu (2kg bæting). Þetta gaf henni 204,6 Sinclair stig um einu og hálfu stigi betur en Katla Björk Ketilsdóttir UMFN sem snaraði glæsileg met í -63kg flokki bæði U17 og U20 ára kvenna. Fyrst 71kg og síðan 73kg sem var 3kg keppnisbæting hjá Kötlu.

Hjá Körlunum var það Einar Ingi Jónsson LFR sem náði bestum árangri hann snaraði 116kg (4kg bæting) og jafnhenti 145kg (2kg bæting) og þetta gaf honum hæsta Sinclair sem hann hefur náð 339,07 stig. og fór hann með því upp Björgvin Karl Guðmundsson á allt-time Sinclair lista karla  um 0,04 stig. Þetta voru einnig ný met í snörun, jafnhendingu og samanlögðum árangri í -77kg flokki karla 23 ára og yngri.

Í öðru sæti varð Ingólfur Þór Ævarsson KFA sem snaraði glæsilega 135kg (8kg bæting) og jafnhenti 165kg (1kg bæting). Ingólfur átti góðar tilraunir við 140kg í snörun og tvær við 172kg í jafnhendingu en náði ekki að klára þær lyftur. Ingólfur er greinilega í miklum bætingum og mögulega fer Íslandsmet Gísla Kristjánsonar í -105kg flokki karla, 175kg frá árinu 2003 að komast í færi. Ingólfur vigtaðist 110,75kg inn í mótið og fékk 321,5 Sinclair stig.

Þriðji varð Emil Ragnar Ægisson UMFN sem átti góða endurkomu í nýjum þyngdarflokk eftir erfið meiðsl. Emil snaraði 117kg (4kg bæting) og jafnhenti 147kg (5kg bæting). Þessi árangur tryggði Emil 315,7 stig.

Íslandsmet sem sett voru á mótinu voru eftirfarandi:

Rökkvi Guðnason LFR setti met í öllum flokkum bæði karla og unglingaflokkum í -56kg flokki þegar hann snaraði best 50kg og jafnhenti 62kg. Rökkvi var einnig yngsti keppandi mótsins aðeins 12 ára (f.2005).

Agnes Ísabella Guðmundsdóttir LFH setti met í öllum greinum í -53kg flokki 15 ára og yngri með 35kg í snörun og 40kg í jafnhendingu.

Katla Björk Ketilsdóttir UMFN snaraði ný met 70kg og 73kg í -63kg flokki kvenna U17 og U20 ára. Það gaf henni einnig met í samanlögðum árangri í sama flokk.

Brynjar Ari Magnússon LFH snaraði 68kg og 73kg sem voru ný met í -69kg flokki 15 ára og yngri.

Veigar Ágúst Hafþórsson LFH bætti Íslandsmetið í -94kg flokki karla 17 ára og yngri um 1kg þegar hann snaraði 97kg.

Einar Ingi Jónsson LFR setti ný met í öllum greinum í -77kg flokki karla 23 ára og yngri eins og áður sagði.

 

 

Tímaseðill og Keppendalisti

Tímaseðill
7:00 – 8:00 Vigtun KVK (Allir flokkar)
8:00 – 9:00 Vigtun KK (Allir flokkar)
9:00 – 10:25 KVK – B hópur (11 keppendur)
10:30 – 12:25 KK – B hópur (13 keppendur)
12:30 – 13:50 KVK – A hópur (9 keppendur)
14:00 – 16:00 KK – A hópur (13 keppendur)

Verðlauna afhending allir flokkar að loknu móti

# Þyngdarflokkur Nafn Fæðingar ár Félag Hópur
1 -56 Rökkvi Hrafn Guðnason 2005 LFR B
2 -69 Baldur Daðason 2001 LFR B
3 -69 Ingvar Ólafsson 2001 LFR B
4 -69 Róbert Þór Guðmarsson 2001 LFH B
5 -69 Brynjar Ari Magnússon 2004 LFH B
6 -69 Breki Kjartansson 1995 LFR B
7 -77 Haraldur Holgeirsson 1998 LFG A
8 -77 Guðmundur Jökull Ármansson 1998 LFG B
9 -77 Matthías Björn Gíslason 2001 LFH B
10 -77 Axel Máni Hilmarsson 1999 LFR B
11 -77 Daníel Askur Ingólfsson 1997 LFH A
12 -77 Einar Ingi Jónsson 1996 LFR A
13 -85 Orri Bergmann Valtýsson 1996 LFH A
14 -85 Ragnar Ágúst Ragnarsson 1993 LFH A
15 -85 Emil Ragnar Ægisson. 1994 UMFN A
16 -85 Arnór Gauti Haraldsson 1998 LFH A
17 -94 Veigar Ágúst Hafþórsson 2000 LFH B
18 -85 Davíð Óskar Davíðsson 1992 LFG A
19 -85 Guðmundur Juanito Ólafsson 1997 UMFN A
20 -94 Hilmar Örn Jónsson 1994 LFG A
21 -105 Sigurjón Guðnason 1999 LFR B
22 -105 Þorsteinn Þórarinsson 1993 LFK A
23 105 Ingólfur Þór Ævarsson 1991 KFA A
24 105 Ingvi Karl Jónsson 1998 Ármann B
# Þyngdarflokkur Nafn Félag Hópur
1 -48 Hrafnhildur Arnardóttir 2003 LFK B
2 -53 Agnes ísabella Gunnarsdóttir 2002 LFH B
3 -58 Sigríður Jónsdóttir 1992 LFK B
4 -58 Íris Ósk Jónsdóttir 1991 LFG A
5 -58 Sonja olafsdottir 1979 LFM A
6 -63 Hrafnhildur Finnbogadóttir 2000 LFK B
7 -63 Katla Ketilsdóttir 2000 UMFN A
8 -63 Elín Rósa Magnúsdóttir 2002 LFK B
9 -63 Álfrún Tinna Guðnadóttir 2002 LFR B
10 -63 Inga Lóa Marinósdóttir 2001 LFR B
11 -69 Aníta Líf Aradóttir 1988 LFG A
12 -69 Margrét Þórhildur Jóhannsdóttir 1997 Ármann B
13 -69 Thelma Hrund Helgadóttir 1997 Hengill A
14 -69 Viktoría Rós Guðmundsdóttir 1991 LFG A
15 -69 Nicole Jakubczak 2001 LFH B
16 -75 Ásta Ólafsdóttir 1998 LFK B
17 -75 Álfrún Ýr Björnsdóttir 1995 LFH A
18 -75 Birta Hafþórsdóttir 1998 LFG A

Keppendalisti á Sumarmóti LSÍ

Uppfærður keppendalisti

Karlar

# Þyngdarflokkur Nafn Fæðingar ár Félag
1 -56 Rökkvi Hrafn Guðnason 2004 LFR
2 -69 Baldur Daðason 2001 LFR
3 -69 Ívar Helgi Rúnarsson 2001 LFR
4 -69 Ingvar Ólafsson 2001 LFR
5 -69 Róbert Þór Guðmarsson 2001 LFH
6 -69 Brynjar Ari Magnússon 2004 LFH
7 -69 Breki Kjartansson 1995 LFR
8 -77 Haraldur Holgeirsson 1998 LFG
9 -77 Guðmundur Jökull Ármansson 1998 LFG
10 -77 Matthías Björn Gíslason 2001 LFH
11 -77 Axel Máni Hilmarsson 1992 LFR
12 -77 Daníel Askur Ingólfsson 1997 LFH
13 -77 Einar Ingi Jónsson 1996 LFR
14 -85 Orri Bergmann Valtýsson 1996 LFH
15 -85 Ragnar Ágúst Ragnarsson 1993 LFH
16 -85 Emil Ragnar Ægisson. 1994 UMFN
17 -85 Arnór Gauti Haraldsson 1998 LFH
18 -85 Sveinn Atli Árnason 1995 LFK
19 -85 Veigar Ágúst Hafþórsson 2000 LFH
20 -85 Davíð Óskar Davíðsson 1992 LFG
21 -85 Guðmundur 1997 UMFN
22 -94 Hilmar Örn Jónsson 1994 LFG
23 -105 Sigurjón Guðnason 1999 LFR
24 -105 Þorsteinn Þórarinsson 1993 LFK
25 105 Ingólfur Þór Ævarsson 1991 KFA
26 105 Ingvi Karl Jónsson 1998 Ármann
 Konur
# Þyngdarflokkur Nafn Félag
1 -48 Hrafnhildur Arnardóttir 2003 LFK
2 -53 Agnes ísabella Gunnarsdóttir 2002 LFH
3 -58 Sigríður Jónsdóttir 1992 LFK
4 -58 Íris Ósk Jónsdóttir 1991 LFG
5 -58 Sonja olafsdottir 1979 LFM
6 -63 Hrafnhildur Finnbogadóttir 2000 LFK
7 -63 Elín Rósa Magnúsdóttir 2002 LFK
8 -63 Álfrún Tinna Guðnadóttir 2002 LFR
9 -63 Inga Lóa Marinósdóttir 2001 LFR
10 -63 Lilja Ósk Guðmundsdóttir 2001 LFR
11 -69 Aníta Líf Aradóttir 1988 LFG
12 -69 Margrét Þórhildur Jóhannsdóttir 1997 Ármann
13 -69 Fanney Rós Magnúsdóttir 1989 LFK
14 -69 Thelma Hrund Helgadóttir 1997 Hengill
15 -69 Viktoría Rós Guðmundsdóttir 1991 LFG
16 -69 Nicole Jakubczak 2001 LFH
17 -75 Ásta Ólafsdóttir 1998 LFK

Tamás Aján endurkjörinn forseti IWF

SZJ_2843_resize-1024x656

Tamás Aján ásamt nýkjörinni stjórn alþjóðalyftingasambandsins

Formaður Lyftingasambandsins tók þátt í kostningum alþjóðalyftingasambandsins (IWF) fyrir hönd Íslands sem fram fóru í Bangkok í Tælandi 29-30.Maí. Hinn 78 ára gamli ungverji Tamás Aján var endurkosinn formaður sambandsins eftir harða kostningarbaráttu við Ítalann Antonio Urso og munaði þar mestu stuðningur mið austurlanda og Afríkuríkja við Tamás Aján.

Tamás hlaut 86 atkvæði á móti 61 atkvæði Urso en 147 þjóðir höfðu atkvæðisrétt og mun hann því verða 82 ára þegar næstu kostningar fara fram og hefur þá verið yfir 50 ár í stjórn IWF. Aján var fyrst kosinn í stjórn IWF 1970, varð aðalritari 1976 og forseti árið 2000. Hann hefur verið umdeildur en er heiðursfélagi í alþjóðaólympíunefndinni (IOC) og einn af upphafsstjórnarmeðlimum WADA.

Aðrir sem kostnir voru í stjórn voru:

Aðalritari: Mohammed Jalood (Írak) sem sigraði sitjandi aðalritara frá Kína Ma Wenguang og Kínverjar eiga því engan fulltrúa af 16 stjórnarmeðlimum en þeir unnu 5 gull verðlaun og 2 silfur á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.

Fyrsti varaforseti: Intarat Maj. Gen. YODBANGTOEY (Taíland).

Fyrsti kvenn varaforseti: Ursula PAPANDREA (USA). Í fyrsta sinn var kosin sérstaklega um konu sem einn af varaforsetum stjórnar og var það hin grísk ættaði forseti Bandaríska lyftingasambandsins Ursula Papandrea sem var kosinn.

Varaforsetar: Nicu VLAD (Rúmeníu), Jose Carlos QUINONES (Perú), Zhanat TUSSUPBEKOV (Kazakstan), Petr KROL (Tékkland).

Kvenn stjórnarmeðlimur: Karoliina LUNDAHL (Finnland) var kosinn í stjórn IWF og er hún þriðji norðurlandabúinn til að starfa í stjórn IWF.

Stjórnarmeðlimir: Pyrros DIMAS (Grykkland), Birendra Prasad BAISHYA (Indland), Maxim AGAPITOV (Rússland), Shakhrillo MAKHMUDOV (Úzbekistan), Mahmoud MAHGOUB (Egyptaland), Luis Oswaldo ZAMBRANO ANDRADE (Ekvador), Michael IRANI (Bretland).

Antonio Urso hafði talað fyrir miklum breytingum innan alþjóðalyftingasambandsins m.a. varðandi meðferð á málum sem varða brot á lyfjalögum WADA.

Nánari umfjöllun má sjá á vef insidethegames og á heimasíðu IWF.