Úrslit: Ísland vs. Ísrael

Ísland keppti á móti Ísrael í landskeppni í dag þar sem þrír keppendur af hvoru kyni kepptu í Sinclair stiga keppni. Hugmyndin af mótinu er sprottin undan því að núna hefur WOWAIR hafið beint flug til Tel Aviv og voru þeir einn af styrktaraðilum mótsins. Mótið var haldið fyrir lokagrein á stóru crossfit móti í Tel Aviv og var utandyra í sólinni. Einnig er mótið undirbúningur fyrir keppendur sem keppa á HM í lyftingum í lok Nóvember.

Ísrael fór með sigur í samanlagðri keppninni með fyrnasterkum körlum og setti m.a. Artur Mugurdumov Ísraelskt met í jafnhendingu í -105kg flokki þegar hann jafnhenti 197kg. Litlu máttu þó muna að þeirra sterkasti keppandi Igor Olshaneski dyttu úr keppni í snörun en hann lyfti opnunarþyngd sinni í þriðju tilraun.

Kvennaliðið okkar vann þó hið Ísraelska og Þuríður Erla Helgadóttir varð stigahæst kvenna með 247,6 stig en hún snaraði 80kg og jafnhenti 105kg. En bæði Þuríður og Sólveig fóru með allar sínar lyftur í gegn og Aníta Líf allar snaranir en þær munu allar keppa á HM í Bandaríkjunum mánaðarmótin Nóvember/Desember.

Sólveig Sigurðardóttir setti nýtt íslandsmet í -75kg flokk kvenna en hún vigtaðist létt í flokkin (69.5kg) og jafnhenti 107kg sem var bæting á meti Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur um 2kg sett árið 2015 og bæting á metinu í samanlögðum árangri um 4kg. Einar Ingi Jónsson jafnaði Íslandsmetið í snörun í -77kg flokki þegar hann snaraði 117kg, og var það nýtt met í flokki 23 ára og yngri. Hann reyndi einnig við 120kg.

Ísland KVK = 711,5 Stig
Ísland KK = 969,1 Stig
Ísland Samanlagt = 1681 Stig

Ísrael KVK = 690,3 Stig
Ísrael KK = 1126,7 Stig
Ísrael Samanlagt = 1817 Stig

Besta KVK = Þuríður Erla Helgadóttir 274,6 stig (80/105)
Besti KK = Artur Mugurdumov 389,2 stig (150/205)

Advertisements

NM junior í Finnlandi dagana 27-29.október

Það má með sanni segja að framtíðin sé björt hjá olympískum lyftingum á Íslandi en við munum senda 12 manna keppnishóp til Finnlands 27.október til að keppa á Norðurlandamóti unglinga.

Þeir sem fara fyrir hönd Íslands eru:

Birta Hafþórsdóttir U20

 • Keppir í -75kg flokki

Birna Aradóttir U20

 • Keppir í -63kg flokki

Margrét Þórhildur Jóhannsdóttir U20

 • Keppir í -69kg flokki

Thelma Hrund Helgadóttir U20

-Keppir í -69kg flokki

Katla Ketilsdóttir U17

 • Keppir í -63kg flokki

Hrafnhildur Finnbogadóttir U17

 • Keppir í -63kg flokki

Arnór Gauti Haraldsson U20

 • Keppir í -85kg flokki

Jón Kaldalóns U20

 • Keppir í -77kg flokki

Guðmundur Juanito U20

 • Keppir í -85kg flokki

Matthías Abel Einarsson U17

 • Keppir í -62kg flokki

Veigar Hafþórsson U17

 • Keppir í -94kg flokki

Brynjar Magnússon U17

 • Keppir í -77kg flokki

Það verður gaman að fylgjast með þessum flotta hóp á þessu móti

 

Landskeppni Ísland – Ísrael

Sex manna lið frá Íslandi keppir á föstudaginn (20.Október) í Tel Aviv í landskeppni milli Íslands og Ísraels í ólympískum lyftingum. Mótið er haldið í tengslum við stórt liða crossfit mót sem heitir Affiliate Cup og verður mótið fyrir loka greinina í mótinu. Valið var í lið Íslands útfrá árangri á árinu 2017 og er liðið skipað eftirfarandi:

Karlar:
Einar Ingi Jónsson (LFR)
Ingólfur Þór Ævarsson (KFA)
Daníel Róbertsson (Ármann)

Konur:
Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann)
Sólveig Sigurðardóttir (LFR)
Aníta Líf Aradóttir (LFG)

Þjálfari með hópnum er Árni Freyr Bjarnason.

Mótið verður góður undirbúningur fyrir Þuríði, Sólveigu og Anítu en allar eru þær skráðar til leiks á HM í lok Nóvember sem fram fer í Anaheim í Kaliforníu.

Næst á dagskrá hjá LSÍ er landskeppni milli Íslands og Ísraels í Tel Aviv núna á föstudaginn 20. Október sem haldin er í tengslum við Affiliate cup. Þrír karlar (@einaringij , @iaevarsson, @dannirobertsson ) og þrjár konur frá hvorri þjóð etja kappi og er mótið liður í undirbúning @thurihelgadottir , @solsigurdardottir Og @anitalif fyrir HM sem fram fer í lok Nóvember. Stórar þakkir fá @wowair fyrir að styrkja ferðina. . Next up for team Iceland is a friendly competition between Iceland and Israel in Tel Aviv as part of Affiliate cup this Friday! Three men and three women from each nation will battle it out and the competition will be a good preperation for @thurihelgadottir , @solsigurdardottir and @anitalif who will be in Anaheim (WC weightlifting) in November. Big thanks to the Israeli federation and Affiliate cup organizers as well as @wowair for the support and direct flight from Iceland to Tel Aviv. . #weightlifting #crossfit #anaheim #usaweightlifting #iwf #ewf

A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

Haustmótið: Úrslit

Haustmóti LSÍ lauk í dag en mótshaldari var Lyftingafélagið Hengill í Hveragerði og stóðu þau sig með stakri prýði.

Heildarúrslit má nálgast í afreksgagnagrunninum:http://results.lsi.is/meet/haustmot-lsi-2017

Topp 3 KVK

Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) 90/105  – 226,4 Sinclair stig
Viktoría Rós Guðmundsdóttir (LFG) 71/90 – 205,2 Sinclair stig
Rakel Hlynsdóttir (Hengill) 73/90 – 203,9 Sinclair stig

Topp 3 KK

Bjarmi Hreinsson (LFR) 136/150 – 322,6 Sinclair stig
Guðmundur Steinn Gíslason Kjeld (LFA) 109/136 – 303,7 Sinclair stig
Birkir Örn Jónsson (LFG) – 105/142 – 298,7 Sinclair stig

34 keppendur hófu keppni 22 í kvennaflokki og 12 í karlaflokki. Matthías Abel Einarsson (Hengill) bætti snöru metið í öllum flokkum í -63kg flokki þegar hann snaraði 69kg. Einar Ísberg (Hengill) bætti íslandsmetið í flokki 15 ára og yngri -62kg flokki þegar hann jafnhenti 72kg og 76kg, það voru líka met í samanlögðum árangri. Að lokum bætti Agnes Ísabella Guðmundsdóttir (LFH) íslandsmet 15 ára og yngri í -53kg flokki kvenna þegar hún jafnhenti 48kg.

 

Liðakeppni mótsins

# Félag Stig Niðurbrot stiga
1 Hengill 35 7 + 7 + 7 + 5 + 5 + 4
2 LFR 31 7 + 7 + 7 + 4 + 3 + 2 + 1
3 LFG 27 7 + 7 + 5 + 5 + 3
4 LFH 26 7 + 5 + 5 + 5 + 4
5 LFK 20 7 + 7 + 3 + 2 + 1
6 UMFN 11 7 + 4
7 LF Austurlands 7 7

Staðan í Liðabikar LSÍ fyrir lokamótið (Jólamótið) má sjá hér að neðan og ljóst er að nýtt lið mun vinna bikarinn en Lyftingadeild Ármanns hefur unnið bikarinn síðastliðin tvö ár.

Liðabikar 2017 (eftir 2/3)

Lið Stig
LFH 71
LFR 66
LFG 64
LFK 40
Hengill 39
UMFN 28
LFM 7
KFA 7
LF Austurlands 7
Ármann 5

Tímaseðill og ráslistar fyrir haustmótið

andri (800x440)

Tímaseðill:

Laugardagur
8:00-9:00 Vigtun grúppa 1 og 2 KVK
9:00-10:00 Vigtun grúppa 3 KVK
Keppni
10:00-11:30 Grúppa 1 KVK
11:45-13:15 Grúppa 2 KVK
13:30-15:00 Grúppa 3 KVK
Sunnudagur
8:00-9:00 Vigtun allir
10:00-11:00 Grúppa 1 KK
11:15-13:00 Grúppa 2 KK

Ráslistar konur:

Þyngdarflokkur Nafn Grúppa Flokkur Félag
-53 Agnes Ísabella Gunnarsdóttir 1 U17 LFH
-58 Hrafnhildur Arnarsdóttir 1 U17 LFK
-58 Perla Karen Gunnarsdóttir 1 U17 LFK
-63 Lilja Ósk Guðmundsdóttir 1 U17 LFR
-63 Inga Lóa Marinósdóttir 1 U17 LFR
-63 Arna Gunnarsdóttir 1 U17 LFR
-63 Álfrún Tinna Guðnadóttir 1 U17 LFR
-63 Hrafnhildur Finnbogadóttir 1 U17 LFK
-63 Marsibil Hera Víkingsdóttir 1 U17 LFR
-63 Sólrún Ása Steinarsdóttir 1 U17 LFK
-69 Birta Líf Þórarinsdóttir 1 U17 LFR
-69 Guðrún Kristín Kristinsdóttir 1 U17 LFK
Þyngdarflokkur Nafn Grúppa Flokkur Félag
-53 Sigríður Dröfn Auðunsdóttir 2 U20 LFK
-58 Lovísa Líf Jónsdóttir 2 U20 LFH
-58 Tekla Eir H Kúld 2 U20 LFH
-63 Amalía Ósk Sigurðardóttir 2 U20 LFK
-69 Aþena Eir Jónsdóttir 2 U20 UMFN
-69 Thelma Hrund Helgadóttir 2 U20 Hengill
-69 Margrét Þórhildur 2 U20 LFK
-69 Eydís Arna Birgisdóttir 2 U20 Hengill
-69 Ásta Ólafsdóttir 2 U20 LFK
-75 Vigdís Hind Gísladóttir 2 U20 Hengill
-90 Erika Mjöll Jónsdóttir 2 U20 Hengill
Þyngdarflokkur Nafn Grúppa Flokkur Félag
-58 Íris Ósk Jónsdóttir 3 KVK LFG
-58 Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir 3 KVK Hengill
-63 Íris Rut Jónsdóttir 3 KVK UMFN
-69 Viktoría Rós Guðmundsdóttir 3 KVK LFG
-69 Aníta Líf Aradóttir 3 KVK LFG
-69 Rakel Hlynsdóttir 3 KVK Hengill
-75 Álfrún Ýr Björnsdóttir 3 KVK LFH
-90 Freyja Mist Ólafsdóttir 3 KVK LFR
-90 Birta Hafþórsdóttir 3 U20 LFG

Ráslistar karlar:

Þyngdarflokkur Nafn Grúppa Flokkur Félag
-56 Rökkvi Hrafn Guðnason 1 U17 LFR
-62 Matthías Abel Einarsson 1 U17 Hengill
-62 Einar Ísberg 1 U17 Hengill
-69 Róbert Þór Guðmarsson 1 U17 LFH
-69 Alexander Sólon Kjartansson 1 U17 LFH
-69 Dagur Fannarsson 1 U17 Lyftingadeild Mosó
-77 Matthías Björn Gíslason 1 U17 LFH
Þyngdarflokkur Nafn Grúppa Flokkur Félag
-77 Guðmundur Kjeld 2 KK LFA
-77 Einar Örn Steinarsson 2 U20 LFH
-85 Guðmundur Jökull Ármansson 2 U20 LFG
-85 Daníel Askur Ingólfsson 2 U20 LFH
-85 Orri Bergmann Valtýrsson 2 KK LFH
-85 Birkir Örn Jónsson 2 KK LFG
-85 Sveinn Atli Árnason 2 KK LFK
-85 Björgvin Karl Guðmundsson 2 KK Hengill
-94 Hilmar Örn Jónsson 2 KK LFG
-94 Árni Freyr Bjarnason 2 KK LFK
-94 Kristján Hrafn Kristjánsson 2 KK LFK
-105 Bjarmi Hreinsson 2 KK LFR

 

Mikil skráning á haustmótið

Það er mjög góð skráning á haustmótið okkar og munum við hafa 2 daga mót.
Mótið er haldið hjá Hengli í Hveragerði.
Konur keppa á laugardag og karlar á sunnudag
 
Vigtun verður kl.08:00 á laugardag fyrir konur og hefst keppni  kl.10
Á sunnudaga er sama fyrirkomulag fyrir karla.
 
Vigtun kl.08:00 á sunnudag og keppni hefst kl.10
 
Grúbbur og keppendalisti kemur inn á morgun.
 
Ef það eru afskráningar þá vinsamlegast senda póst á lsi@lsi.is

Níu lönd bönnuð frá næstu stórmótum í Ólympískum lyftingum

Alþjóðalyftingasambandið (IWF) hefur tilkynnt að þær níu þjóðir sem voru með þrjú eða fleiri jákvæð lyfjaprófssýni frá endurprófunum á ólympíuleikunum 2008 og 2012 munu verða settar í eins árs bann frá allri keppni í ólympískum lyftingum og hefst bannið um miðjan Október í ár. Það þýðir að þessar þjóðir verða ekki meðal keppanda á Heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem hefst í lok Nóvember  í Anaheim  (Kaliforníu) og verður Ísland meðal þátttökuþjóða með 4-6 keppendur.

Úr endurprófununum voru 49 jákvæð sýni og meðal þeirra fjölmargir verðlaunahafar frá leikunum tveimur. Illya Ilyin frá Kasakstan líklegast stærsta nafnið í lyftingaheiminum en hann vann gullverðlaun í Bangkok og London ásamt því að vera fjórfaldur heimsmeistari í greininni.

Löndin níu og fjöldi jákvæðra sýna er eftirfarandi:

Rússland (10)
Kazakstan (10)
Hvíta-Rússland (7)
Azerbajan (5)
Armenía (4)
Tyrkland (3)
Úkraína (3)
Kína (3)
Moldova (3)

Kína og Rússland hafa unnið flest verðlaun á stórmótum í ólympískum lyftingum síðustu árum og mun þetta án efa hafa mikil áhrif á röðun efstu sæta. Mótin sem öll löndin níu missa af eru eftirfarandi:

HM í lyftingum, Nóvember 2017
Ólympíuleikar Æskunnar 2018
HM Unglinga 2018
Asíuleikarnir 2018
Evrópumeistaramótið 2018
Aðrar álfukeppnir 2018

Fréttatilkynning IWF: http://www.iwf.net/2017/09/30/iwf-executive-board-upholds-decision-related-to-member-federations-which-have-produced-three-or-more-retesting-cases/

Frétt insidethegames: https://www.insidethegames.biz/articles/1056018/one-year-bans-keep-china-russia-and-seven-others-out-of-weightlifting-world-championships

Listi yfir keppendur frá endurprófunum: http://www.iwf.net/anti-doping/reanalysis/

Nýtt norðurlandamet u17 ára í snörun

 

Katla Björk Ketilsdóttir UMFN keppti í dag fyrir hönd Íslands á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum 17 ára og yngri sem fram fer í Kósavó. Katla átti frábært mót og bætti sinn besta árangur um 12 kg í samanlögðum árangri sem tryggði henni 5.sæti af 13 keppendum í -63kg flokki aðeins 1kg á eftir keppandanum í fjórða sæti.

Katla hóf keppni á 72kg í snörun, því næst fór hún í 75kg sem hún klikkaði á en í lokatilraun fór hún í 77kg sem var tilraun við nýtt norðurlandamet í -63kg flokki kvenna 17 ára og yngri. Katla lyfti þeirri þyngd með glæsibrag og bætti þar með um ársgamalt met hinnar sænsku Ölvu Cederholm 76kg, 77kg hjá Kötlu var bæting á hennar eigin íslandsmeti um 4kg frá því fyrr í sumar.

Í jafnhendingunni þá byrjaði Katla á 82kg, því næst fór hún í 85kg og loks í 88kg, en bæði 85kg og 88kg voru ný íslandsmet, samanlagður árangur því 165kg.

Katla verður í eldlínunni í lok Október þegar 12 íslenskir keppendur fara á Norðurlandamót Unglinga 20 ára og yngri og 17 ára og yngri í Pori í Finnlandi.

Hægt er að sjá norðurlandametið hjá Kötlu frá mínútu 56:43 í útsendingu frá mótinu sem og aðrar lyftur: https://www.youtube.com/watch?v=0Q3C8Q6qb2c

Nánari útlistun á árangri Kötlu má sjá í gagnagrunni lyftingasambandsins: http://results.lsi.is/lifter/katla-bjork-ketilsdottir