Vísindarit EWF 5.tölublað, 2.árgangur

Evrópska lyftingasambandið (EWF) heldur áfram að gefa út vísindarit sitt. Ein af hugmyndafræðinni á bak við tímaritið er að rannsóknir sem gerðar eru á ólympískum lyftingum séu gerðar á lyftingamönnum og konum sem keppa á stórmótum.

Í þessu blaði er m.a. greining á snöru tækni íþróttamanna frá 2004-2014, einnig mjög áhugaverð greining á hnébeygju.

Hægt er að nálgast allt blaðið hér: http://ewfed.com/documents/EWF_Scientific_Magazine/EWF_Scientific_Magazine_EWF_N5.pdf

ewf_scientific_mag

Keppendalistinn í Ríó

2016_Summer_Olympics_logo.svg

Alþjóða lyftingasambandið (IWF) hefur birt keppendalistann fyrir ólympíuleikana í Ríó 2016.

91 þjóð mun senda keppendur á leikana í Ríó en alls keppa 250 lyftingakarlar og konur, 156 karlar og 104 konur.

Kínverjar senda einir þjóða fullt lið 6KK og 4KVK, en Egyptar, Kólembía og Taíland senda 9 keppendur. Hvít-Rússar, Kazakstan og Rússland senda svo 8 keppendur en þessi lönd hafa öll verið í eldlínunni eftir fjölda brota á lyfjalögum IWF og WADA og misstu Rússland og Kazakstan fyrir vikið eitt sæti í karla og kvenna flokki.

Norðurlandaþjóðirnar senda þrjá keppendur:

-85kg flokkur karlar: Milko Tokola [Finnland]
-58kg flokkur kvenna: Angelica Roos [Svíþjóð]
-63kg flokkur kvenna: Anni Vuohijoki [Finnland] sem keppt hefur síðustu tvö ár á RIG.

Ástralir unnu sér inn eitt sæti á leikunum í kvennaflokki í ár og mun silfurverðlauna hafinn frá Crossfit leikunum 2015 keppa fyrir þeirra hönd, Tia-Clair Toomey.
En hún er sem stendur í þriðja sæti eftir fyrsta keppnisdag á Crossfit leikunum 2016.

Dagskrá leikana er eftirfarandi:
6.Ágúst -48kg flokkur KVK
7.Ágúst -56kg flokkur KK
7.Ágúst -53kg flokkur KVK
8.Ágúst -62kg flokkur KK
8.Ágúst -58kg flokkur KVK
9.Ágúst -63kg flokkur KVK
9.Ágúst -69kg flokkur KK
10.Ágúst -69kg flokkur KVK
10.Ágúst -77kg flokkur KK
11.Ágúst Engar lyftingar
12.Ágúst -85kg flokkur KK
12.Ágúst -75kg flokkur KVK
13.Ágúst -94 KK
14.Ágúst +75 KVK
15.Ágúst -105kg KK
16.Ágúst +105kg KK

Hægt er að sjá heildarlista með keppendum hér: http://www.iwf.net/wp-content/uploads/downloads/2016/07/Rio2016_List-of-Athletes-by-Event_20160721_Public.pdf

Hægt er að sjá skiptingu eftir löndum hér: http://www.iwf.net/wp-content/uploads/downloads/2016/07/List-of-Quota-by-NOC_Public.pdf

Haust dagskrá LSÍ

Dagskrá:LSI_haust

31.Júl Landsmót UMFÍ (11-18 ára)

6.Ágúst Íslandsmeistaramót Unglinga (13-20 ára) – Síðasti séns til að ná lágmörkum á NM senior. Preliminary entry 15.Ágúst, Final entry 31.Ágúst fyrir NM. Auglýsing mun birtast í næstu viku varðandi Íslandsmeistaramót Unglinga

24-28.Ágúst Æfingabúðir EWF fyrir 13-17 ára í Lettalandi (2KK + 2KVK + 2 Þjálfarar) – Val fyrir 25.Júlí

17.September Haustmót LSÍSíðasti séns til vinna sér inn þátttökurétt á NM unglinga

1.Október Nordic Championships (Rovaniemi – Finnlandi) – Síðasti séns á að ná lágmörkum fyrir EM unglinga

29.Október NM unglingaNordic Junior Championship (Hafnarfjörður – Ísland)

1.Desember Evrópumeistaramót Unglinga og -23 ára (EWF), Eiliat, Ísreal

17.Desember Jólamót LSÍsíðasti séns á að ná lágmörkum fyrir RIG 2017

Lágmörk hér að neðan eru útreiknuð í Sinclair

lsi_lagmork

 

Unglingalandsmót UMFÍ

umfi

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um verslunarmannahelgina og hefst 28.júlí og endar 31. júlí. Mótið er fyrir 11-18 ára og þarf aðeins að greiða eitt þátttökugjald. Gjaldið er 7.000 krónur og er hægt að skrá sig til keppni í fleiri en einni grein fyrir þetta eina verð, t.d. frjálsar íþróttir, lyftingar ofl.

Skráning fer fram á vef UMFÍ: http://skraning.umfi.is/

Ólympískar lyftingar verða nú með annað árið í röð og mun Lárus Páll Pálsson (laruspallpalsson@gmail.com) verða greinastjóri. Ólympíski hlutinn fer fram Laugardaginn 31.Júlí í Menntaskólanum í Borgarnesi.

Vigtun hefst 9:00

Mótið hefst 11:00

Strákar 11 til 15 ára og 16 til 18 ára hefst kl. 11:00

Stelpur 11 til 15 ára og 16 til 18 ára hefst kl. 13:00

Keppt verður í tveimur aldurshópum:

18 ára og yngri (KVK og KK)

15 ára og yngri (KVK og KK)

Keppt í sinclair í samanlögðum árangri en ekki er nauðsynlegt að ná gildri snörun til að fá að lyfta í jafnhendingu.

 

 

Endurprófun á sýnum frá ÓL 2008 og 2012

2016_Summer_Olympics_logo.svg

Alþjóða Ólympíunefndin (IOC) lét endurprófa sýni úr lyftingamönnum frá Ólympíuleikunum 2008 og 2012. Sjö íþróttamenn skiluðu jákvæðum sýnum úr 2008 prófunum og tíu íþróttamenn úr 2012 prófunum. Þar á meðal er besti lyftingamaður heims síðasta áratuginn, Kazakhstaninn Ilya Ilyin, sem sigraði á leikunum 2008 og 2012  í sínum þyngdarflokk og hefur fjórum sinnum verið kosinn lyftingamaður ársins. Boyanka Kostova sem hefur borið höfuð og herðar yfir aðra keppendur í -58kg flokki kvenna síðustu 2 ár er ein af þeim sem fellur 2012, þar sem hún endaði í 5.sæti. Hún er núverandi evrópu og heimsmeistari í -58kg flokk kvenna.

Alþjóðalyftingasambandið (IWF) hefur nú þegar bannað öllum þessum keppendum þátttöku í RÍÓ. Að auki hefur stjórn alþjóðalyftingasambandsins lagt fram fimm skrefa refsiramma fyrir aðildarlönd sem eru uppvís af lyfjamisnotkun:

#1 13 úthlutunar sæti í Ríó eru tekin af löndum sem tengjast lyfjamisnotkun á tímabilinu sem hægt er að vinna sér inn þátttöku á ólympíuleikunum. Azerbajan (1KK/1KVK), Hvíta-Rússland (1KK), Kazakhstan (1KK/1KVK), Moldova (2KK), Norður-Kórea (1KK/1KVK), Rússland (1KK/1KVK), Rúmenía (1KK), Úsbekistan (1KVK).

#2 Sett er upp sérstök rannsóknarnefnd sem skoðar þau lönd sem eru með 3 eða fleiri jákvæð sýni á ári, ásamt þeim löndum sem voru með 3 jákvæð sýni 2008 og 2012.

#3 Breytingar á lyfjalögum alþjóðasambandsins sem bannar landssambönd sem eru með flest föll á Ólympíuári.

#4 Banna þátttöku allra þeirra sem skiluðu jákvæðum sýnum 2008 og 2012 í Ríó (2016).

#5 Banna þátttöku þeirra landa sem skiluðu samtals 3 jákvæðum sýnum 2008 og 2012 í eitt ár frá öllum lyftingakeppnum. Það eru Kazakhstan, Rússland og Hvíta-Rússland.

Að lokum tilkynnti alþjóðalyftingasambandið úthlutun á sætum til Ríó sem þó þurfa að vera samþykkt af alþjóðaólympíunefndinni. 8 körlum og 11 konum var aukalega úthlutað sætum og fengu eftirfarandi lönd sæti:

Afríka: KEN (KK) / MAR (KVK) MRI (KVK)
Asia: QAT (KK) SRI (KK) / IRQ (KVK) UAE (KVK)
Evrópa: GRE (KK) ISR (KK) / FIN (KVK) LAT (KVK) SWE (KVK)
Eyjaálfa: NRU (KK) / SOL (KVK)
Pan-Ameríka: CHI (KK) GUA (KK) / ARG (KVK) PER (KVK) URU (KVK)

Sérstaklega ánægjulegt er að sjá að Norðulandaþjóðirnar Finnland og Svíþjóð sem voru í 7. og 8. sæti í liðakeppni evrópumeistaramótsins í kvenna flokki fá sæti úthlutuðu ásamt Lettlandi.

Eftirfarandi er listi yfir þá urðu uppvísir af notkun á ÓL 2008 og 2012

2008

KHURSHUDYAN, Hripsime (ARM) – Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

DUDOGLO, Alexandru (MDA) – Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

EVSTYUKHINA, Nadezda (RUS) – dehydrochlormethyltestosterone metabolites (S1.1 Anabolic agents)

TAYLAN, Nurcan (TUR) – Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

SHAINOVA, Marina (RUS) – Dehydrochlormethyltestosterone metabolites and stanozolol metabolites (S1.1 Anabolic agents)

ZAIROV, Intigam (AZE) – Dehydrochlormethyltestosterone (S1.1 Anabolic agents) – Remains suspended due to previous IWF sanction until 21.12.2023

ILYIN, Ilya (KAZ) – Stanozolol (S1.1 Anabolic agents) – Remains provisionally suspended

Bætt við 10.7.2016 í 2008 hópinn

  • MARTIROSYAN, Tigran (ARM) / M69kg – Stanozolol, Dehydrochlormethyltestosterone (S 1.1 Anabolic agents)
  • HASANOV, Sardar (AZE) – Dehydrochlormethyltestosterone (S 1.1 Anabolic agents)
  • OZKAN, Sibel (TUR) – Stanozolol (S 1.1 Anabolic agents)

2012

AUKHADOV, Apti (RUS) – Dehydrochlormethyltestosterone, Drostanolone (S1.1 Anabolic agents)

KOSTOVA, Boyanka (AZE) – Dehydrochlormethyltestosterone, Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

PODOBEDOVA, Svetlana (KAZ) – Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

SAZANAVETS, Dzina (BLR) – Drostanolone, Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

SHKERMANKOVA, Maryna (BLR) – Dehydrochlormethyltestosterone, Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

KALINA, Yuliya (UKR) – Dehydrochlormethyltestosterone (S1.1 Anabolic agents)

ZHARNASEK, Yauheni (BLR) – Dehydrochlormethytestosterone, Stanozolol, Oxandrolone (S1.1 Anabolic agents)

MANEZA, Maiya (KAZ) – Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

ILYIN, Ilya (KAZ) – Dehydrochlormethyltestosterone, Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

CHINSHANLO, Zulfiya (KAZ) – Oxandrolone, Stanozolol (S1.1 Anabolic agents)

 

Guðmundur Sigurðsson 70 ára

Guðmundur Sigurðsson er einn af frumherjum ólympískra lyftinga á Íslandi en iðkun þeirra hófst upp úr 1960. Guðmundur var meðal keppenda á fyrstu mótunum sem haldin voru í ólympískum lyftingum hérlendis í byrjun árs 1963 og spannar keppnisferill hans um hálfa öld.

Guðmundur varð snemma einn fremsti lyftingamaður landsins og var fyrstur Íslendinga til að keppa á erlendum vettvangi er hann og Óskar Sigurpálsson tóku þátt í Norðurlandamótinu 1967. Hann keppti á tvennum Ólympíuleikum, í Munchen 1972 og Montreal 1976. Í Montreal hafnaði hann í 8. sæti í -90kg flokki og er það besti árangur sem Íslenskur lyftingamaður hefur náð. Guðmundur keppti einnig á tveimur Heimsmeistaramótum (1974 og 1979) og fjórum Evrópumeistaramótum (1972, 1974, 1976 og 1980). Þá varð hann fyrstur Íslendinga til að verða Norðurlandameistari árið 1977 og endurtók leikinn árið 1979 og að lokum fyrsti Smáþjóðleikameistarinn 1985. Þá hefur Guðmundur náð mögnuðum árangri í öldungaflokkum þar sem hann hefur 5 sinnum orðið Heimsmeistari (1989, 1991, 1993, 1995 og 2006) og Evrópumeistari 2008 auk þess að setja fjölda Heimsmeta í öldungaflokki.

Meðfram keppnisferlinum hefur Guðmundur unnið þrotlaust að uppgangi ólympískra lyftinga. Hann hefur verið mikilvirkur þjálfari og verið óþreytandi við kynningu og útbreiðslu íþróttarinnar. Jafnvel þegar lítið hefur verið um aðstöðu til æfinga, hefur hann lagt lyftingamönnum til æfingaaðstöðu í kjallaranum hjá sér. Hann hefur verið heiðraður á margvíslegan hátt fyrir störf sín og afrek. Hann er einn fjögurra íslenskra lyftingamanna sem hlotið hefur „Elite pin“ Lyftingasambands Norðurlandanna fyrir árangur í keppni, verið sæmdur Gullmerki ÍSÍ og hlotið Heiðursorðu Lyftingasambands Norðurlanda fyrir sitt mikla fram í þágu greinarinnar.

Lyftingasamband Ísland óskar Guðmundi til hamingju með árin sjötíu og þakkar ómetanlegt framlag til lyftingaíþróttarinnar á Íslandi.

Hér að neðan má sjá svipmyndir frá ferli Guðmundar.

9fa739fa-8d6d-4a33-bc38-ed8a5c0d870c

1967

 

 

gvendur_1972

1972

1973

1973

olympiudagurinn_5_jul_1976

1976

OL_1976

1976, Guðmundur var seinna færður upp í 8.sætið

gvendur_200_1977

1977

4462ca59-291c-469b-9727-6933a90e1f10_L

1977

NM_meistari_1977

1977

NM_1977_svenska

1977

gvendur_haettir_1977

1977

gusti_gvendur_1979

1979

gvendur_biggi_1980

1980

gvendur_pipa_1980

1980

 

2abd8c39-2f1a-47e7-b11b-555408d37575

1985

gvendur_19titlar

1989

smatjodleikar_1990

1990

hm_oldunga_1991

1991

gudmundur_2004

2004

 

 

Sumarmótið: Úrslit

16 keppendur hófu leik á Sumarmóti LSÍ á Akureyri. Hrafnhildur Finnbogadóttir [f.2000] (Ármanni) setti ný met í flokki 17 ára og yngri í -58kg flokki þegar hún snaraði 47kg og jafnhenti 62kg. Katla Björk Ketilsdóttir [f.2000] (UMFN) setti einnig met í -63kg flokki 17 ára og yngri þegar hún snarar 60kg og jafnhenti 74kg. Jóel Páll Viðarson [f.2002] (KFA) snaraði síðan 60kg í -62kg flokki og setti met í U15,U17,U20 og U23.

Heildar úrslit úr sumarmótinu eru komin á netið: http://results.lsi.is/meet/sumarmotid-2016

 

Sumarmót úrslit KK: 1.Ingólfur Þór Ævarsson (KFA) 308,5, 2.Árni Rúnar Baldursson (Hengill) 286,7, 3.Birkir Örn Jónsson (KFA) 279,8

A photo posted by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

Upplýsingar um Sumarmótið

Vigtun hefst 10 og mótið byrjar 12. Konur byrja og síðan karlar.

Mótið verður haldið í Sunnuhlíð 12. Gisting er einnig í Sunnuhlíð 12.

Fyrir frekari upplýsingar má hringja í:
Ásgeir Bjarnason (formann LSÍ): 8686992
Grétar Skúla Gunnarsson (formann KFA): 8484460

Mótsgjald greiðist til mótshaldara 2500kr:
RN: 0302-26-631080
KT: 631080-0309

Núverandi skráningarlisti lýtur svona út: http://results.lsi.is/meet/sumarmotid-2016

 

Við ætlum að leyfa fólki að skrá sig fram á fimmtudag 2.júlí. Endilega að rúlla norður og keppa fyrir ykkar félag !

Æfingabúðir hjá unglingalandsliðinu

Norðurlandamót unglinga verður haldið á Íslandi (Kaplakrika) helgina 29.-30. Október og undirbúningur er hafin. Æfingabúðir sem haldnar voru í Reykjanesbæ um síðustu helgi með landsliðshóp 20 ára og yngri og 17 ára yngri voru fyrsti liður í þessum undirbúningi. Tvær æfingar voru haldnar, fyrirlestur um hvað er framundan á árinu og Sævar Ingi Borgarsson hélt fyrirlestur um liðleika, meðhöndlun og fyrirbyggjandi æfingar. Hópurinn borðaði síðan saman á Thai í Keflavík.

Lyftingasambandið þakkar íþróttamönnum og þjálfurum fyrir góða mætingu með von um að þetta verði bætingasumar.

Unglingalandsliðs æfingabúðir í Reykjanesbæ í dag, seinni æfingin að hefjast

A photo posted by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on