Norðurlandamót: Dagur 2

Jakob Daníel Magnússon varð í öðru sæti

Jakob Daníel Magnússon varð í öðru sæti

Jakob Daníel Magnússon (LFH) nældi sér í silfurverðlaun í dag á norðurlandamóti fullorðinna þar sem hann laut í lægra haldi fyrir íslandsvininum Sami Raappana frá Finnlandi. Jakob snaraði 122kg og jafnhenti 146kg, hann tók jafnhendinguna í þriðju tilraun eftir að hafa klikkað á 145 og 146kg einu sinni, frábært !

Bjarmi Hreinsson (LFR) átti ekki góðan dag á pallinum, hann klikkaði á 125, 128 og 129kg í snörun eftir að hafa átt góða upphitun. Hann meiddist á olnboga í síðustu tilraun í snöruninni og ákvað að hætta keppni.

Sigmundur Davíðsson stóðst síðan cat.2 alþjóðlegt dómarapróf og er hann því þriðji íslenski dómarinn með virk alþjóðaréttindi.

Þar með lýkur þátttöku íslensku keppendanna á NM 2015.

Norðurlandamót 2015: Dagur 1

20150829_181740

f.v. Árni Björn, Oddrún Eik, Freyja, Hjördís, Þuríður og Ingi Gunnar

Íslensku stelpurnar stóðu sig frábærlega í dag, frekari lýsing á mótinu mun koma seinna í dag en úrslit munu fara inn í gagnagrunn sambandsins þegar þau berast: http://results.lsi.is/meet/nordic-championship-ntf-2015

Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann) varð í dag norðurlandameistari í -58kg flokki kvenna á Norðurlandameistaramótinu í ólympískum lyftingum sem fram fer í Slagelse í Danmörku núna um helgina.

Þuríður lyfti 78kg í snörun sem var bæting um 2kg á íslandsmeti Önnu Huldu Ólafsdóttur sem varð norðurlandameistari 2014 í sama flokki. Íslenska liðið var með öndina í hálsinum eftir að hún hafði klikkað á byrjunarþyngdinni 73kg og fyrri tilraun á 78kg. Þuríður lyfti hinsvegar þyngdinni í lokatilraun og kom sér í yfirburðarstöðu fyrir jafnhendinguna. Þar lyfti hún síðan 97kg sem jafnframt var bæting á hennar eigin íslandsmeti um 1kg. Hún reyndi við 104kg í lokatilrauninni sem hefði verið persónulegt met.

Oddrún Eik Gylfadóttir (Ármann) keppti einnig í sama flokki og hefur átt betri daga á pallinum, hún fór með opnunarþyngdirnar sínar 64kg í snörun og 77kg í jafnhendingu. Hún endaði í 6.sæti í -58kg flokki.

Hjördís Ósk Óskarsdóttir (FH) varð önnur í -63kg flokki kvenna, hún snaraði 70kg og jafnhenti 102kg. Í lokatilraun reyndi hún við 106kg sem hún rétt missti í efstu stöðu.

Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) keppti síðan síðust íslensku keppandanna í dag og lyfti 76kg í snörun og 92kg í jafnhendingu sem gáfu henni bronsverðlaun eftir æsi spennandi keppni við hina dönsku Karina Hauge en þær lyftu sömu þyngd en Karina var 2kg léttari og fékk því silfur.

Norðurlandamót 2015 í Danmörku: Keppendalistinn

Keppendalistinn fyrir norðurlandamótið er kominn á netið: http://results.lsi.is/meet/nordic-championship-ntf-2015

Tveir karlar og fimm konur munu keppa fyrir Íslands hönd á einhverju stærsta norðurlandamóti sem sögur fara af en 31 kona og 30 karlar eru skráðir til leiks.

Karlar:
Jakob Daníel Magnússon (-85kg)
Bjarmi Hreinsson (-105kg)

Konur:
Oddrún Eik Gylfadóttir (-58kg)
Þuríður Erla Helgadóttir (-58kg)
Hjördís Ósk Óskarsdóttir (-63kg)
Freyja Mist Ólafsdóttir (-69kg)

Skiptingin eftir löndum er eftirfarandi:
Konur:
Danmörk = 7
Noregur = 7
Finnland = 7
Svíþjóð = 5
Ísland = 4

Karlar:
Noregur: 9
Finnland: 8
Danmörk: 8
Svíþjóð: 3
Ísland: 2

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Friday, Aug 28th

18.00: Dinner at Hotel Frederik d. II, Idagårdsvej 3, 4200 Slagelse.
20:00: Technical Congress of the Nordic Weightlifting Federation at Hotel Frederik d. II,
Idagårdsvej 3, 4200 Slagelse.

Saturday, Aug 29th

07:00-10:00: Breakfast at Hotel Frederik d. II, Idagårdsvej 3, 4200 Slagelse.
09:00-10:00: Weigh-in at Hotel Frederik d. II, Idagårdsvej 3, 4200 Slagelse.
10.45: Opening ceremony at Sportscenter Atlas, Industrivej 27, 4200 Slagelse
11:00: Competition at Sportscenter Atlas, Industrivej 27, 4200 Slagelse.

Women 48 – 53 kg.
Women 58 kg.
Women 63 kg.
Women 69 – 75.
Men 62 – 69 kg.

13:00-16;00: Lunchbuffet at Sportscenter Atlas, Industrivej 27, 4200 Slagelse
20:00: Banquet at Hotel Frederik d. II, Idagårdsvej 3, 4200 Slagelse.

Sunday, Aug 30th
08:00-10:00: Breakfast at Hotel Frederik d. II, Idagårdsvej 3, 4200 Slagelse.
09:00-10:00: Weigh-in at Hotel Frederik d. II, Idagårdsvej 3, 4200 Slagelse.
11:00: Competition at Sportscenter Atlas, Industrivej 27, 4200 Slagelse

Men 77 – 85 kg.
Men 94 kg.
Men 105 – +105 kg.

13:00-15:00: Lunchbuffet at Sportscenter Atlas, Industrivej 27, 4200 Slagelse

Æfingabúðir hjá LSÍ fóru fram síðustu helgi

Góð mæting var í æfingabúðir sem LSÍ stóð fyrir um helgina. Lyftingasambandið vill þakka Sporthúsinu í Reykjanesbæ fyrir að lána aðstöðuna:

btn-rey

Sautján lyftingakarlar og konur mættu og tóku á því á tveimur æfingum undir stjórn Inga Gunnars. Hluti af hópnum fer í lok mánaðarins á NM í Danmörku og voru æfingabúðirnar vettvangur til að þjappa hópnum saman fyrir þá ferð.

training_camp (800x414)

Tvær æfingar voru teknar, hópurinn borðaði saman á Thaí Keflavík,  Birgir Sverrisson starfsmaður ÍSÍ flutti fyrirlestur um lyfjaeftirlit ÍSÍ og Haraldur Björn Sigurðsson sjúkraþjálfari fór yfir helstu meiðsli lyftingamanna og fyrirbyggjandi aðferðir.

Úrslit frá UMFÍ og ÍM U20 ára

Einar Ingi, Sindri Pétur, Guðmundur Steinn, Freyja og Ólöf Maren sátt að loknu móti (Mynd: CrossfitReykjavik)

Einar Ingi, Sindri Pétur, Guðmundur Steinn, Freyja og Ólöf Maren sátt að loknu móti (Mynd: CrossfitReykjavik)

Úrslit eru komin frá unglingalandsmótinu og íslandsmeistaramóti 20 ára og yngri sem fram fór á Akureyri um verslunarmanna helgina: http://results.lsi.is/meet/unglingalandsmot-umfi-13-17-ara-2015

LFR gerði góða ferð norður en allir þeirra keppendur bættu sig og ber þar hæst árangur Sindra Péturs 105/136 og Freyju Mist 78/93 en þau voru stigahæstu keppendur mótsins.

Keppt var í fyrsta sinn í lyftingum á unglingalandsmóti UMFÍ og var HSK með þrjá keppendur. Stigahæstu keppendurnir þar voru Birta Hafþórsdóttir (HSK) 55/70 og Arnór Gauti (LFH) sem lyfti 85kg í snörun og 110kg í jafnhendingu.

Íslendingar unnu til verðlauna á heimsleikunum í Crossfit

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum sem fylgist með lyftingum að Katrín Tanja Davíðsdóttir (LFR) vann heimsleikana í Crossfit 2015. Katrín hefur hefur verið dugleg að keppa í ólympískum lyftingum fyrir Íslands hönd og varð m.a. norðurlandameistari unglinga 2012, vann silfur 2013 og síðan silfur 2014 á norðurlandameistaramóti fullorðinna.

Katrín Tanja lyfti 85kg í snörun á Íslandsmeistaramótinu í Ólympískum Lyftingum fyrr á þessu ári

Katrín Tanja lyfti 85kg í snörun á Íslandsmeistaramótinu í Ólympískum Lyftingum fyrr á þessu ári

Norðurlandamót fullorðinna 2015 fer fram í Danmörku í lok Ágúst og verður Katrín á meðal keppenda.

Björgvin Karl Guðmundsson (Hengill) og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (UMFN) unnu bronsverðlaun á leikunum.

Lyftingasamband Íslands óskar þeim innilega til hamingju með þennan magnaða árangur og hlakkar til að sjá þau á næsta móti.

Heimsleikarnir í Crossfit

Heimsleikarnir í Crossfit fara fram nú um helgina en þeir hófust miðvikudaginn 22. Júlí.

Heimasíða leikana er games.crossfit.com

Ólympískum lyftingum er fléttað saman við keppnisgreinar og er ein keppnisgreinin meðal annars jafnhending (hámark) á sunnudaginn.

Allir af íslensku keppendunum í einstaklingskeppninni hafa keppt í lyftingum og þrír af átta keppendum í liðakeppninni og má sjá bestan árangur þeirra í jafnhendingu hér að neðan:

Einstaklingskeppnin:
Konur
Annie Mist Þórisdóttir – 105kg (15-03-2015)
Þuríður Erla Helgadóttir – 102kg (02-05-2015)
Katrín Tanja Davíðsdóttir – 98kg (02-05-2015)
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir – 94kg (31-05-2014)

Karlar
Björgvin Karl Guðmundsson – 150kg (25-04-2015)

Liðakeppnin
Anna Hulda Ólafsdóttir – 95kg (19-04-2014)
Hinrik Ingi Óskarsson – 135kg (15-03-2015)
Stefán Ingi Jóhannesson – 120 (15-03-2015)

Glærur og fræðsluefni frá æfingabúðum í Valencia

Evrópska lyftingasambandið (EWF) bauð kostnað við uppihald og þjálfun fyrir vikudvöl í Valencia á Spáni fyrir einn þjálfara, tvo unglinga (17 ára og yngri). Lárus Páll Pálsson (Ármann), Arnór Gauti Haraldsson (LFH) og Helena Ingvarsdóttir (LFK) fóru út fyrir hönd lyftingasambandsins.

Fyrirlestrar sem fluttir voru í æfingabúðunum eru komnir á netið á heimasíðu Evrópska lyftingasambandsins: http://ewfed.com/cat.php?id=9&akid=37

Antonio UrsoThe New Way of Weightlifting

Colin BuckleyCoach Development

Carlo VaraldaTraining Camp tests

Hasan AkkusSomatotypes of Weightlifters

Colin BuckleyValencia Summary and Closing

Skráning á Unglinga Landsmót UMFÍ og Unglingameistaramót Íslands

Skráning er hafin á Unglinga Landsmót UMFÍ, keppni í ólympískum lyftingum fer fram Laugardaginn 1. Ágúst milli 10:00-14:00.

Hægt er að skrá sig á heimasíðu UMFÍ: http://skraning.umfi.is/

Íslandsmeistaramót unglinga 20 ára og yngri verður haldið samhliða og þarf að skrá sig til keppni á sérstöku eyðublaði. Skráningarfresturinn er til 18.Júlí og þurfa félög að vera búin að greiða fyrir keppendur að skráningafresti loknum annars er skráning þeirra ekki tekin gild:ÍMOL2015

Þetta mót er það síðasta sem keppendur hafa til að tryggja sér þátttökurétt á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fer í Haugesund í Noregi 30.Október.

Allir keppendur fæddir 1995 og yngri hafa þátttökurétt á þessu móti og hvetjum við þá til að mæta og lyfta.