EWF Scientific Seminar

Vísindaráðstefna EWF var haldin í Slóvakíu í byrjun Mars og átti Ísland tvo fulltrúa á henni þá Harald Björn Sigurðsson (Ármann) og Eyþór Einarsson (UMFN). Evrópska lyftingasambandið (EWF) er búið að hlaða upp fyrirlestrum sem fram fóru þar: http://www.ewfed.com/news_det.php?id=155

Ný stjórn kosinn á 43. Lyftingaþingi LSÍ

Ný stjórn var kosinn á 43.Lyftingaþingi LSÍ sem haldið var síðasta laugardag (11.Mars).

Út úr stjórn fór Árni Björn Kristjánsson sem hlaut silfurmerki ÍSÍ að launum á þinginu fyrir starfs sitt í þágu LSÍ. Hildur Grétarsdóttir sem hefur verið gjaldkeri sambandsins síðustu 2 ár fór einnig úr stjórn ásamt þremur varamönnum: Lárus Pál Pálssyni, Vilhelm Patrick Bernhöft og Jakob Daníel Magnússyni. Öllum er þeim þakkað góð störf.

Nýja stjórnin er skipuð eftirfarandi:

Formaður: Ásgeir Bjarnason
Varaformaður: Ingi Gunnar Ólafsson
Ritari: Stefán Ragnar Jónsson
Gjaldkeri: Katrín Erla Bergsveinsdóttir
Meðstjórnandi: Erna Björk Kristinsdóttir

Varastjórn:
Grétar Skúli Gunnarsson
María Rún Þorsteinsdóttir
Rúnar Kristmansson
Jakobína Jónsdóttir

Sjá þinggerð 43.Lyftingaþings hér

Ársskýrslu LSÍ má nálgast hér

Ný lög sambandsins má nálgast hér

Ný samþykktar mótareglur sambandsins má nálgast hér

Ný samþykkt reglugerð um Liðabikar LSÍ má nálgast hér

Ný samþykkt reglugerð um Íslandsmeistaratitil liða má nálgast hér

Hjördís Ósk ráðin framkvæmdastjóri/starfsmaður sambandsins.

Hjördís Ósk Óskarsdóttir var þann 1. Febrúar ráðin starfsmaður sambandsins til 31. Mars 2018. Stjórn LSÍ býður hana velkomna til starfa.

Lyftingaþing 2017 (11.mars)

Lyftingaþing 2017 fer fram næsta laugardag 11.mars þar sem fram fer kjör til stjórnar LSÍ og lagðar eru fram lagabreytingar, ársreikningar sambandsins, afreksstefna (2017-2020) og annað sem viðkemur starfi LSÍ.

Við munum hefja þingið stundvíslega 13:30 þ.e. 30mín seinna en áður hafði verið auglýst.

Þingið verður haldið í höfuðstöðvum ÍSÍ, Engjavegi 6.

Mótareglur LSÍ (þrýstið hér) verða lagðar fyrir þingið til kostninga og hvetjum við alla lyftingamenn að kynna sér innihald þeirra og koma með athugasemdir í tíma fyrir þingið.

Eftirfarandi lagabreytingar (https://lyftingar.files.wordpress.com/2015/03/log_lsi_2015.pdf)  liggja fyrir og verður kosið um þær á þinginu:

8.grein Liður 13
Núverandi grein
Kosinn formaður dómaranefndar
Breytingar tillaga
Kosinn formaður tækninefndar

18.grein
Núverandi grein
Stjórn og varamenn hafa atkvæðisrétt um val á lyftingakonu og karli ársins, valið skal ávallt miðast við tímabilið 1. Desember til 30. Nóvember. Ef óskað er eftir því getur kosning verið nafnlaus. Val á lyftingakonu og karli ársins skal miðast við árangur íþróttamannsins á liðnu ári og er þá sérstaklega horft til Sinclair stigatölu sem og árangur á alþjóðlegum mótum. Lyftingakarl eða kona ársins skulu ekki hafa orðið uppvís af lyfjamisferli.
Breytingar tillaga
Stjórn og varamenn hafa atkvæðisrétt um val á lyftingakonu og karli ársins, valið skal ávallt miðast við tímabilið 1. Desember til 30. Nóvember. Ef óskað er eftir því getur kosning verið nafnlaus. Val á lyftingakonu og karli ársins skal miðast við árangur íþróttamannsins á liðnu ári og er þá sérstaklega horft til Sinclair stigatölu sem og árangur á alþjóðlegum mótum.Íþróttamenn koma ekki til greina í vali á lyftingakonu og karli ársins á meðan þeir taka út refsingu og í eitt ár eftir að refsingu lýkur vegna brota á lyfjalögum ÍSÍ, IWF og/eða WADA.

19.grein (ný grein)
Formaður tækninefndar er kosinn ár hvert á lyftingaþingi. Formaður tækninefndar þarf að hafa lokið tækniprófi/dómaraprófi IWF í ólympískum lyftingum (e. IWF Technical Officials Examination). Hann/hún útnefnir 4 einstaklinga með sér í tækninefnd sem lokið hafa tækniprófi/dómaraprófi.

Smáþjóðleikar í ólympískum lyftingum

ATH Breyting 17.3.2017
Sólveig Sigurðardóttir fer í stað Jakobínu Jónsdóttur sem þurfti að afbóka sig

Lið Íslands á smáþjóðleikana í ólympískum lyftingum hefur verið valið, en keppnin er liðakeppni milli smáþjóða evrópu sem fram fer í San Marino í ár 21-22.Apríl.

Þrír karlar og tvær konur skipa lið Íslands og fór valið fram þannig að árangur keppenda á árinu 2016 og RIG 2017 gilti með Sinclair stigatölunni sem þá var í gildi. Nýr Sinclair (2017-2020) tók gildi eftir Íslandsmeistaramótið. Sjá listana sem notaðir voru við valið hér að neðan.

Lið Íslands 2017:

Karlar:
Björgvin Karl Guðmundsson – Hengill
Einar Ingi Jónsson – LFR
Guðmundur Högni Hilmarsson – LFR

Konur:
Björk Óðinsdóttir – KFA
Sólveig Sigurðardóttir – LFR

KK Listi:

# Nafn Félag Þyngd Total Sinclair
1 Andri Gunnarsson LFG 127,90 343,00 354,56
2 Björgvin Karl Guðmundsson Hengill 84,65 285,00 341,28
3 Einar Ingi Jónsson Iceland 68,77 253,00 341,07
4 Guðmundur Högni Hilmarsson Iceland 89,65 288,00 335,52
5 Bjarmi Hreinsson Iceland 94,00 285,00 325,13
6 Emil Ragnar Ægisson UMFN 76,10 255,00 323,27
7 Daníel Róbertsson Ármann 79,25 254,00 314,79
8 Ingólfur Þór Ævarsson KFA 108,45 289,00 312,39
9 Jakob Daníel Magnússon  LFH  87,20  262,00 309
10 Davíð Björnsson Ármann 79,50 248,00 306,83

KVK Listi

# Nafn Félag Þyngd Total Sinclair
1 Þuríður Erla Helgadóttir Ármann 57,70 184,00 260,03
2 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir UMFN 68,90 201,00 252,44
3 Björk Óðinsdóttir Iceland 62,40 183,00 244,75
4 Anna Hulda Ólafsdóttir Iceland 62,07 177,00 237,57
5 Hjördís Ósk Óskarsdóttir Iceland  62,58 176,00 234,9
6 Jakobína Jónsdóttir Iceland 56,62 163,00 233,60
7 Sólveig Sigurðardóttir LFR 62,80 175,00 233,05
8 Aníta Líf Aradóttir LFR 67,95 180,00 227,96
9 Freyja Mist Ólafsdóttir LFR 77,80 194,00 227,94
10 Birna Blöndal Sveinsdóttir KFA 52,55 146,00 221,74

Lágmörk á mót erlendis 2017-2018

LSÍ hefur gefið frá sér lágmörk á mót erlendis fyrir árin 2017 til 2018. Lágmörk eru gefin út til næstu tveggja ára sem auðveldar íþróttamönnum undirbúning.

Lágmörk Fullorðinsflokkar

Lágmörk Unglingaflokkar

Helstu breytingar frá fyrri árum eru eftirfarandi:

B-lágmark þýðir að íþróttamaður þarf að greiða flugfargjaldið sitt sjálfur en ekki 50% af kostnaði við heildar ferð og teljum við það til hagsbóta fyrir íþróttamanninn.

Á árinu 2017 verður ekki greitt A-lágmark á NM unglinga, það verður hinsvegar gert á árinu 2018. Ástæða þess er tvíþætt; 1) lyftingasambandið hefur nú ráðið starfsmann í hlutastarf og fylgir því ákveðinn kostnaður og 2) að Ísland heldur NM fullorðinna 2018 og því verður meira fjármagn til staðar til að standa undir kostnaði við ferðir unglingalandsliðsins.

 

EM senior og HM youth næst á dagskrá

 

Það verður nóg um að vera hjá lyftingafólkinu  okkur í apríl:

EM í ólympískum lyftingum fer fram dagana 2-8.apríl og munum við senda þau Þuríður Erlu Helgadóttur og Andra Gunnarsson

Þuríður mun keppa mánudaginn 3.apríl í -58 kg flokki og Andri mun keppa laugardaginn 8.apríl í +105kg fokki

Á sama tíma eða 3-10.apríl fer fram HM unglinga sem haldið er í Bankok í Thailandi og munum við senda Kötlu Ketlisdóttur en hún mun keppa í -58kg flokki og keppir hún föstudaginn 7.apríl

Íslandsmótið 2017

Íslandsmótið 2017 fór fram í Íþróttamiðstöðinni Varmá í Mosfellsbæ þann 19. febrúar, í öruggri umsjá Lyftingafélags Mosfellsbæjar. 43 keppendur mættu til leiks að þessu sinni frá 9 félögum.

Hæst bar glæsilegur árangur lyftingafólks ársins, þeirra Þuríðar Erlu Helgadóttur (Ármann) og Andra Gunnarssonar (LFG), en þau urðu stigahæstu keppendurnir og settu bæði Íslandsmet í öllum greinum í sínum flokkum.

Andri tók 160kg í snörun sem er 3kg bæting á fyrra meti og 190kg í jafnhendingu sem er 4kg bæting. Samtals lyfti hann því 350kg sem gefa honum 360,1 Sinclair stig en nýr Sinclair kvarði tók gildi nú um áramótin.

Andri Gunnarsson með 160kg nýtt íslandsmet í snörun. . Jafnhending að hefjast . #weightlifting

A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

Þuríður Erla keppti í 63kg flokki og bætti Íslandsmet Bjarkar Óðinsdóttur (KFA) í snörun um 1kg er hún tók 84kg og bætti síðan jafnhendingarmet Hjördísar Óskar Óskarsdóttur (FH) um 1kg er hún lyfti 106kg. Sú lyfta var ótrúlega baráttulyfta sem hefur hlotið verðskuldaða athygli. Samanlagt tók Þuríður því 190kg sem gefa henni 260,1 Sinclair stig en það er hæsta Sinclair skor sem íslensk kona hefur náð.

Spennandi og skemmtileg keppni var í mörgum flokkum á mótinu. Í 69kg flokki karla var hörkubarátta milli ungra og upprennandi lyftingamanna, en þar sigraði Brynjar Ari Magnússon (LFH) eftir mikla keppni við Dag Fannarsson (LFM) en báðir lyftu þeir 135kg samanlagt.

Einar Ingi Jónsson (LFR) keppti í annað skipti í 77kg flokki og sigraði með 252kg sem gáfu honum 330,4 Sinclair stig sem var það næst hæsta hjá körlunum. Einar átti tvær tilraunir við Íslandsmet í jafnhendingu, 147kg, en hafði ekki erindi sem erfiði í þetta skiptið.

Í 85kg flokki sigraði Daníel Róbertsson (Ármann) með 265kg sem er bæting á hans besta árangri en Daníel hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Hann var jafnframt með þriðji stigahæsti karl mótsins með 321,0 Sinclair stig. Daníel varð einnig meistari í fyrra en þá lyfti hann 242kg samanlagt.

Í 94kg flokki sigraði Goði Ómarsson (LFG) og varði titilinn frá því í fyrra. Hann tók 258kg í samanlögðu sem er 10kg meira en á mótinu í fyrra og þá átti hann einnig tilraun við Íslandsmet, 159kg, í lokalyftunni í jafnhendingu sem tókst ekki að þessu sinni.

Ingólfur Þór Ævarsson (KFA) varði titilinn í 105kg flokknum er hann lyfti 285kg samanlagt, 11kg meira en hann lyfti í fyrra.

Í 58kg flokki kvenna sigraði Sigríður Jónsdóttir (LFK).

Sigríður Jónsdóttir LFK var ein keppenda í -58kg flokki og sigraði því örugglega.

A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

Eins og áður hefur komið fram sigraði Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann) í 63kg flokki en það var fjölmennasti flokkur mótsins með 9 keppendur. Aníta Líf Aradóttir (LFR) varð önnur með 177kg samanlagt sem gaf henni 232,3 Sinclair stig sem var það næst hæsta hjá konunum.

Lilja Lind Helgadóttir (LFG) varði titilinn í 69kg flokki eftir mikla baráttu við Viktoríu Rós Guðmundsdóttur (LFH). Lilja Lind lyfti 162kg samanlagt en Viktoría Rós 159kg en úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu lyftu.

Hörð keppni var einnig í 75kg flokki kvenna en þar skildi einunigs 1kg milli gulls og silfurs. Sigurvegari varð Soffía Bergsdóttir (Ármann) með 154kg en Birta Hafþórsdóttir (LFH) varð önnur með 153kg.

Í fyrsta sinn var keppt í nýjum þyngdarflokkum kvenna en reglur IWF breyttust um áramótin og í stað +75kg flokks koma 90kg og +90kg flokkar. Sesselja Sigurðardóttir (KFA) er fyrsti Íslandsmeistarinn í 90kg flokknum en hún lyfti 138kg samanlagt.

Sesselja Sigurðardóttir KFA @sessa90 var ein keppenda í -90kg flokki kvenna og því fyrsti íslandsmeistarinn í þeim flokki með 60/78/138

A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

Öll úrslit má finna á http://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramotid-2017