Guðmundur Högni bestur karla á Smáþjóðleikunum í San Marino

Mistök mótshaldara við útreikning á Sinclair urðu þess valdandi að Einar Ingi Jónsson fékk verðlaun sem besti lyftingakarlinn á nýafstöðnum Smáþjóðleikum í San Marino en ekki Guðmundur Högni Hilmarsson. Mótshaldarar staðfestu það í dag og hörmuðu mistökin. Þeir sendu heildar úrslit frá mótinu þar sem þetta er leiðrétt: Heildar úrslit smáþjóðleikanna í lyftingum

Guðmundur Högni lyfti nýjum íslandsmetum í snörun (134kg), jafnhendingu (160kg) og það varð einnig nýtt íslandsmet í samanlögðum árangri 294kg í -94kg flokki karla. Þetta gaf Guðmundi Högna 334,09 stig á móti 330,6 stigum Einars. Í þriðja sæti varð Maltverjinn Kyle Sean Micallef með 329,56 stig.

Sjá má myndbönd af lyftunum Guðmundar hér að neðan:

Ísland smáþjóðameistari 2017

Eftirfarandi frétt birtist á mbl: http://www.mbl.is/sport/frettir/2017/04/23/island_sigradi_i_san_marino/

Ísland bar sig­ur úr být­um í liðakeppni Smáþjóðal­eik­anna í ólymp­ísk­um lyft­ing­um sem fram fóru í San Marínó í gær. Þeta er í fyrsta skipti frá ár­inu 1989 sem Ísland vinn­ur liðakeppn­ina á þessu móti.

Liðakeppn­in fer þannig fram að þrír karl­ar og tvær kon­ur keppa og er sam­an­lögð Sincla­ir-stiga­tala reiknuð upp fyr­ir þessa fimm kepp­end­ur. Þetta er annað árið í röð sem kon­ur eru með í stiga­keppn­inni en áður voru það ein­ung­is þrír karl­ar sem voru í henni.

Björk Óðins­dótt­ir og Ein­ar Ingi Jóns­son urðu stiga­hæstu kepp­end­ur móts­ins í kvenna- og karla flokki. Aðeins 0.14 stig voru á milli Ein­ars Inga Jóns­son­ar og liðsfé­laga hans Guðmund­ar Högna Hilm­ars­son­ar en Guðmund­ur Högni snaraði og jafn­henti nýj­um Íslands­met­um í -94 kg flokki karla.

Björk Óðins­dótt­ir keppti í -63 kg flokki kvenna, hún lyfti 75 kg og 80 kg í snör­un og reyndi síðan við 85 kg í þriðju til­raun sem hefði verið nýtt Íslands­met en það fór ekki upp. Í jafn­hend­ingu lyfti hún 95 kg, 100 kg og 106 kg sem var jöfn­un á ís­lands­meti Þuríðar Erlu Helga­dótt­ur og keppn­is­bæt­ing hjá Björk í jafn­hend­ingu um 4 kíló.

Sól­veig Sig­urðardótt­ir keppti í -69 kg flokki. Hún náði ekki að fram­kvæma snör­un­ina eins og hún vildi og náði aðeins einni gildri lyftu, 75 kíló­um. Jafn­hend­ing­in gekk hins­veg­ar eins og í sögu og lyfti hún 98 kg, 103 kg og 107 kg en allt voru það met í flokki 23 ára og yngri og 107 kg lyft­an yfir Íslands­meti í -63 kg flokki kvenna og per­sónu­leg bæt­ing hjá Sól­veigu.

Ein­ar Ingi Jóns­son var létt­ast­ur karl kepp­end­anna, 71,47 kg, og keppti því í -77kg flokki. Hann snaraði 112 kg í ann­ari til­raun eft­ir að hafa klikkað á þeirri þyngd í fyrstu til­raun. Hann klikkaði síðan á 118 kg í þriðju til­raun. Í jafn­hend­ingu byrjaði hann á 142 kg en fékk síðan 148 kg ógilt fyr­ir svo­kallaða pressu. Hann fékk því aðeins 2 af 6 lyft­um gild­ar en það dugði hon­um til þess að vera með stiga­hæsta ár­ang­ur allra karl­kyns kepp­enda.

Guðmund­ur Högni Hilm­ars­son átti gott mót en hann vigtaðist 93,88 kg og keppti í -94 kg flokki karla. Guðmund­ur snaraði 128 kg og 134 kg sem var nýtt Íslands­met. Hann reyndi síðan við 136 kg í þriðju til­raun. Í jafn­hend­ingu lyfti hann 155 kg og 160 kg sem var nýtt Íslands­met og var ár­ang­ur hans einnig nýtt Is­lands­met í sam­an­lögðum ár­angri.

Bjarmi Hreins­son keppti líkt og Guðmund­ur í -94kg flokki. Hann snaraði 118 kg og 128 kg og reyndi líkt og Guðmund­ur Högni við 136 kg í loka­tilraun og var mjög nærri því að lyfta þeirri þyngd. Bjarmi átti eldra metið í flokkn­um, 133 kg, sett fyr­ir ári síðan á Smáþjóðal­eik­un­um sem haldn­ir voru á Kýp­ur 2016. Bjarmi byrjaði jafn­hend­ing­una á 145 kg en klikkaði síðan naum­lega á 153 kg og 155 kg í ann­ari og þriðju til­raun.

Þetta var í 39. sinn sem Smáþjóðal­eik­arn­ir í ólymp­ísk­um lyft­ing­um voru haldn­ir. Það var tölu­verður miss­ir að því að lið Kýp­ur sem hef­ur oft­ast unnið mótið síðustu ár þurfti að draga sig úr leik að sök­um fjár­hags­vand­ræða sam­bands­ins þar í landi. Ísland vann því mótið, lið Möltu varð í öðru sæti og San Marínó í þriðja sæti.

Í til­kynn­ingu frá Lyft­inga­sam­bandi Íslands seg­ir að Ísland muni halda 40. Smáþjóðal­eik­ana á næsta ári, 2018,  og verði þar með gest­gjafi þeirra í fyrsta skipti. Líkt og á Íslandi hafi mik­il spreng­ing orðið í iðkun íþrótt­ar­inn­ar í ríkj­um smáþjóða Evr­ópu og bú­ast megi við góðri keppni.

Smáþjóðleikarnir í ólympískum lyftingum á Laugardaginn (22.Apríl)

Komið er að þriðja landsliðsverkefninu í mánuðinum en það eru smáþjóðleikarnir í San Marino í ólympískum lyftingum. Þetta er í 39. skipti sem smáþjóðleikar í ólympískum lyftingum eru haldnir en á næsta ári verða þeir á Íslandi í fyrsta skiptið. Keppt er í liðakeppni 3 Karlar og 2 Konur og eins og áður hefur komið fram er landslið Íslands á mótinu skipað eftirfarandi keppendum:

Karlar
Guðmundur Högni Hilmarsson
Einar Ingi Jónsson
Bjarmi Hreinsson

Konur
Björk Óðinsdóttir
Sólveig Sigurðardóttir

Allir keppendur eru í sínu besta formi og líklegt er að einhver íslandsmet séu í hættu á mótinu. Kýpverjar sem hafa unnið keppnina síðustu ár drógu sig úr keppni að sökum fjárhagserfiðleika og eru því maltverjar þeir líklegustu til að veita okkar fólki keppni.

Við munum reyna að miðla úrslitum hratt og örugglega í gegnum heimasíðuna (lsi.is), afreksgagnagrunn LSÍ og Instagram síðu LSÍ. Einnig er snap chat aðgangurinn “icelandic weightlifting” virkur meðal iðkennda og keppenda í ólympískum lyftingum og þá er yfirleitt keppendur eða þjálfarar sem stýra honum.

San Marino Cup er haldið samhliða mótinu og eru alls 64 keppendur á mótinu m.a. nokkrir sterkir keppendur frá Þýskalandi.

Íslensku kvenn keppendurnir munu keppa klukkan 12:00 á staðartíma (10:00 á íslenskum tíma á Laugardaginn)

kvk_sm

Karlar keppa síðan klukkan 15:00 á staðartíma (13:00 á íslenskum tíma)

kk_sm

 

 

Meistaramót UMSK: Keppendalisti og tímaseðill

Tímaseðill:

Vigtun: 10:00-11:00
KVK: 12:00-13:30
KK: 13:40-16:00

Úrslit munu birtast í afreksgagnagrunni LSÍ

Keppendalistinn fyrir Meistaramót UMSK

KVK
# Flokkur Nafn Flokkur Félag
1 -48 Sigríður Dögg Auðunsdóttir U17,KVK LFK
2 -53 Hrafnhildur Arnardóttir U15,KVK LFK
3 -63 Amalía Ósk Sigurðardóttir U20,KVK LFK
4 -63 Elín Rósa Magnúsdóttir U15,KVK LFK
5 -63 Hrafnhildur Finnbogadóttir U17,KVK Ármann
6 -63 María Rún Þorsteinsdóttir KVK Hengill
7 -69 Hanna Rut Friðbertsdóttir U17,KVK LFM
8 -69 Guðrún Kristín Kristinsdóttir U17 LFK
9 -69 Rakel Hlynsdóttir KVK Hengill
10 -75 Álfrún Ýr Björnsdóttir KVK LFH
11 -90 Erika Mjöll Jónsdóttir U20,KVK Hengill
KK
# Flokkur Nafn Flokkur Félag
1 -62 Matthías Abel Einarsson U17,KK Hengill
2 -69 Dagur Fannarsson U17,KK LFM
3 -69 Fannar Hannesson U15,KK LFG
4 -69 Kristófer Guðmundsson U15,KK LFG
5 -69 Fannar Guðmundsson U15,KK LFG
6 -77 Árni Rúnar Baldursson KK Hengill
7 -77 Daníel Askur Ingólfsson U20,KK LFH
8 -85 Guðmundur Jökull Ármansson U20,KK LFG
9 -85 Fannar Már Arnarsson KK LFK
10 -85 Sveinn Atli Árnasson KK LFK
11 -94 Hilmar Örn S. Jónsson KK LFG
12 -94 Einar Alexander Haraldsson KK Hengill
13 -94 Bjarni Guðmundsson KK LFG
14 -94 Hörður Arge sveinsson KK LFG
15 -105 Ingvi Karl Jónsson U20,KK Ármann
16 -105 Þorsteinn Þorarinsson KK LFK

Katla Björk Ketilsdóttir keppir 1:00 í nótt

Katla Björk Ketilsdóttir (UMFN) mun keppa á HM 17 ára og yngri sem fram fer í Bankok klukkan 1:00 í nótt (6.Apríl). Hún keppir klukkan 8:00 á staðartíma og er að fara að fara að hefja vigtun þegar þetta er skrifað.

Live Stream

Live Scoreboard

Katla keppir í stórum C-hópi keppenda (15 keppendur), Katla er ein norðurlandabúa sem keppir á mótinu. En alls eru 44 keppendur skráðir í -58kg flokk kvenna sem er fjölmennasti þyngarflokkurinn í kvenna keppninni. Mótið er undankeppni fyrir Ólympíuleika æskunnar (f.2001 eða fyrr) sem fara fram á næsta ári og er þetta mót því sérstaklega fjölmennt 445 keppendur, 197 konur og 248 karlar.

Screenshot from 2017-04-06 22-20-53

Íslandsmet Kötlu í -58kg flokki 17 ára og yngri, 20 ára og yngri og 23 ára og yngri eru:

Snörun: 69kg
Jafnhendingu: 82kg
Samanlagt: 151kg


Norðurlandametin í -58kg flokki 17 ára og yngri eru líklegast eftirfarandi en vitað er að Suvi Talasterä lyfti 88kg á árinu 2016 og spurning hvort það hafi verið á móti sem gilti til norðurlandameta, en hún er kominn upp um flokk núna.

-58 kg
Snörun              72kg        Heidi Kanervisto    1981   FIN     11-11-1998 Lahti (FIN)
Jafnhending     87kg        Suvi Talasterä        1999   FIN     29.10.2016 Hafnarfjordur(ISL)
Samanlagt        158kg      Suvi Talasterä        1999   FIN     29.10.2016 Hafnarfjordur(ISL)