Evrópumeistaramót í lyftingum

Ísland átti enga keppendur á evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem lauk í Georgíu í gær laugardaginn 18.Apríl. Ákveðið var að senda frekar keppendur á Heimsmeistaramótið í Houston þar sem ferðin til Georgíu er löng og dýr.

Norðurlandaþjóðirnar sendu allar keppendur (14kvk og 11kk) að undanskildu Íslandi og eru úrslit þeirra keppenda komin inn í gagnagrunn LSÍ: http://results.lsi.is/meet/evropumeistaramot-ewf-2015

Heildarúrslit mótsins má sjá á heimasíðu easywl þar sem einnig má sjá myndbönd af flest öllum lyftum mótsins: http://www.easywl.com/results/

Bestu norðurlandabúarnir voru Ruth Kasirye (NOR) í kvennaflokki sem varð fimmta í -69kg flokki með 105kg í snörun og 127kg í jafnhendingu, það gaf henni 292,1 stig. Í karlaflokki skoraði Miika Antti-Roiko (FIN) hæst með 150kg í snörun og 195kg í jafnhendingu í -94kg flokki, sá árangur færði honum 394,8 stig.

Smáþjóðleikar 2015

ewf_logo

37. Smáþjóðleikarnir í ólympískum lyftingum fara fram í Monte Carlo 24-26. Apríl.

Eitt af síðustu hlutverkum fyrri stjórnar var að velja liðið sem fer. Líkt og áður er keppt í stigakeppni þar sem þrír stigahæstu lyftingamennirnir keppa óháð kyni, á þessu verður vonandi bót á næstu árum.

Landslið Íslands að þessu sinni skipa:

Björgvin Karl Guðmundsson (Hengill)
Andri Gunnarsson (LFG)
Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR)
Sigurður Bjarki Einarsson (FH)

Farastjóri
Ásgeir Bjarnason

Frekari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu mótsins: http://europeansmallnationswl.weebly.com/

Bætingamót LFR

Úrslit úr mótinu má sjá í afreksgagnagrunni LSÍ: http://results.lsi.is/meet/baetingamot-lfr-2015

Bætingamót LFR verður haldið í húsakynnum Crossfit-Reykjavík/Lyftingafélags-Reykjavíkur sunnudaginn 15.mars og hefst mótið klukkan 13. Tímaseðill: Vigtun 11:00-12:00 KVK 13:00-14:30 KK 14:30 – 17:00

8Högni Hjálmtýr KristjánssonKK100494-2219-85LFR

# Nafn Flokkur Kennitala Þyngdarflokkur Félag
KVK
1 Hjördís Ósk Óskarsdóttir KVK 250684-2829 -63 FH
2 Harpa Dögg Steindórsdóttir KVK 210891-3079 -63 LFR
3 Annie Þórisdóttir KVK 180989-2429 -69 LFR
4 Katrín Tanja Davíðsdóttir KVK 100593-4169 -69 LFR
5 Gígja Árnadóttir KVK 200182-3919 -69 LFR
6 Hildur Björk Þórðardóttir KVK 050985-2459 75 LFR
7 Erna Héðinsdóttir KVK, m35 100176-3009 -75 Ármann
8 Freyja Mist Ólafsdóttir KVK, u20 011196-2309 -75 LFR
  KK
1 Einar Ingi Jónsson KK,u20 150296-4399 -69 LFR
2 Guðmundur Steinn Gíslason Kjeld KK, u20 160195-2159 -77 LFR
3 Víðir Tómasson KK, u20 130895-2129 -77 LFR
4 Snorri Björnsson KK 050394-2129 -85 LFR
5 Björgvin Karl Guðmundsson KK 240992-2729 -85 Hengill
6 Styrmir Vilhjálmsson KK 310893-2779 -85 LFR
7 Grétar Eiríksson KK 220689-2479 -85 LFR
9 Frederik Aegidius KK 110787-1167 -94 DK/Gestur
10 Hinrik Ingi Óskarsson KK 060994-2429 -94 LFR
11 Jón Elí Rúnarsson KK, u20 231095-2179 -94 LFR
12 Stefán Ingi Jóhannsson KK 090894-2939 -105 LFR
13 Gísli Kristjánsson KK, m50 280864-3829 105+ LFR

Lyftingaþing 2015: Ný stjórn

stjorn

Ný stjórn f.v: Lárus Páll, Ingi Gunnar, Guðmundur Már, Stefán Ragnar, Hildur, Árni Björn, Ásgeir og Grétar Skúli.

Ársþing Lyftingasambands Íslands var haldið 7. mars síðastliðinn í fundasal Lionshreyfingarinnar í Sóltúni 20 í Reykjavík.  Formaður setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna, en þingfulltrúar voru 14 frá sjö aðildarfélögum af ellefu.  Formaður flutti skýrslu stjórnar og ritari stjórnar gerði grein fyrir reikningum, en í ávarpi formanns var gjaldkera sambandsins, Elísabetar Sóleyjar Stefánsdóttur, minnst en hún lést nýverið eftir harða baráttu við krabbamein.

Sambandið var rekið með hagnaði á síðasta starfsári og náðu reikningar yfir 16 mánaða timabil, en bókhaldsárið var fært yfir í almanaksárið á síðasta ársþingi sambandsins.  Afreksstefna LSÍ var kynnt á þinginu og samþykkt, en auk þess gerð breying á lögum sambandsins þar sem kveðið er á um að afreksstefnan skuli endurskoðuð og rædd á ársþingum. received_10200528021040971 Lárus Páll Pálsson lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til endurskjörs og var hann sæmdur Gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín.  Þá voru einnig Guðmundur Helgi Helgason og Sigmundur Davíðsson heiðraðir með Silfurmerki ÍSÍ á þinginu.

Nýr formaður var kjörinn Ásgeir Bjarnason, en aðrir í stjórn eru Árni Björn Kristjánsson, Hildur Grétarsdóttir, Ingi Gunnar Ólafsson og Stefán Ragnar Jónsson. Í varastjórn voru kosnir Lárus Páll Pálsson, Arnar Tuliníus, Grétar Skúli Gunnarsson og Guðmundur Már Þorvarðarson. Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og var jafnframt þingforseti.

þinggerd_41_Lyftingaþing

Ársskýrsla_LSÍ_2015

Hvíldu í friði Elísabet

Í dag var borin til grafar í Sauðakrókskirkju Elísabet Sóley Stefánsdóttir. Elísabet var kosin á síðasta lyftingaþingi í stjórn Lyftingasambandsins og gengdi hún stöðu gjaldkera á starfsárinu sem nú er að ljúka. Það er búið að vera erfitt að horfa upp á veikindi Elísabetar síðustu mánuði og baráttu hennar við krabbameinið. Elísabet var mikill orkubolti og var hún alltaf tilbúin að leggja fram hjálparhönd. Stjórn lyftingasambandsins sendir dætrum hennar og aðstandendum samúðarkveðjur.elisabet

Minningarathöfn verður haldin í Seljakirkju föstudaginn 27.Febrúar klukkan 20.

Einnig verða haldnir minningartónleikar í Tjarnarbíói 26.mars: http://skagfirdingafelagid.is/is/read/2015/02/17/barattukona-fallin-fra-minningartonleikar-i-mars

Úthlutun úr Afrekssjóð ÍSÍ 2015

Þrír lyftingamenn/konur fengu úthlutun úr afreksmannasjóð ÍSÍ sem úthlutað var 23.Janúar.

Anna Hulda Ólafsdóttir (LFR) fékk 300.000kr eingreiðslu styrk

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) fékk 200.000kr eingreiðslu styrk

Lilja Lind Helgadóttir (LFG) fékk 200.000kr eingreiðslu styrk

Lyftingasambandið óskar þeim til hamingju og vonar að þetta verði hvatning til afreka á árinu.

Sjá frétt ÍSÍ um úthlutunina: http://www.isi.is/frettir/frett/2015/01/23/ISI-uthlutar-afreksstyrkjum-/

RIG 2015: Úrslit og fréttir

Fininn Sami Raappana varð stigahæstur karla með 343,2 Sinclair stig

Fininn Sami Raappana varð stigahæstur karla með 343,2 Sinclair stig

Keppni á reykjavíkurleikunum lauk í gær, mikil keppni var á meðal keppenda.Þuríður Erla Helgadóttir (ÁRM) vann kvenna keppnina og finninn Sami Raappana vann karlakeppnina.

Heildarúrslit má nálgast í gagnagrunni sambandsins: http://results.lsi.is/meet/reykjavik-international-games-2015

Umfjöllun MBL um mótið
http://www.mbl.is/sport/reykjavikurleikar/2015/01/24/slandsmetin_fuku_i_faxafeni/

Björgvin í viðtali eftir mótið
http://www.mbl.is/sport/reykjavikurleikar/2015/01/24/tharf_ad_berjast_fyrir_thvi_ad_komast_a_pall/

Þuríður í viðtali eftir mótið
http://www.mbl.is/sport/reykjavikurleikar/2015/01/24/meira_stress_a_lyftingamotunum/

Umfjöllun RÚV
http://ruv.is/frett/thuridur-og-finnskur-keppandi-hlustkorpust

Myndir frá mótinu:

https://www.flickr.com/photos/103688949@N03/sets/72157648137803703/

Myndir frá jólamótinu:

https://www.flickr.com/photos/103688949@N03/sets/72157648136391213/