Íslandsmeistaramót unglinga: Freyja Mist með Norðurlandamet.

Íslandsmeistarmót unglinga (U20 og U17) var haldið í öruggri umsjá Lyftingafélags Hafnarfjarðar í dag. Góður árangur náðist og féllu fjölmörg Íslandsmet, bæði í fullorðinsflokki og í yngri aldursflokkum.

Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) setti Norðurlandamet U20 í snörun (88kg), jafnhendingu (106kg) og samanlögðu (194kg) í +75kg flokki. Fyrri met í snörun (84kg) og samanlögðu (186kg) voru í eigu hinnar finnsku Meri Ilmarinen sett 2011 en jafnhendingarmetið (103kg) var sett af Lilju Lind Helgadóttur árið 2014.

Freyja Mist var stigahæst stúlkna U20 með 227,9 sinclair stig, en stigahæst stúlkna U17 var Katla Björk Ketilsdóttir (UMFN) með 189,3 sinclair stig.

20160806_130307 Katla Björk (UMFN) og Freyja Mist (LFR) stigahæstar stúlkna U17 og U20.

Einar Ingi Jónsson (LFR) náði bestum árangri pilta er hann bætti Íslandsmet sín í 69kg flokki, bæði fullorðinna og U20, er hann snaraði 110kg og jafnhendi 139kg. Sá árangur 249kg gaf honum hæsta sinclair skor pilta 335,4 stig.

Stigahæstur pilta U17 varð Axel Máni Hilmarsson (LFR) en hann lyfti samanlagt 192kg (84kg + 108kg) í 77kg flokki og hlaut fyrir það 248,5 sinclair stig.

20160806_160600

Einar Ingi (LFR) og Axel Máni (LFR) stigahæstir pilta U20 og U17.

Heildarúrslit mótsins má finna hér: http://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-unglinga-u17-og-u20-2016

Myndir og video frá mótinu  má finna hér: https://goo.gl/photos/2iUpQEqMEfBNhAda8

Íslandsmeistaramót unglinga: Tímaseðill og keppendalisti

Íslandsmeistaramót unglinga (U20 og U17) fer fram laugardaginn 6. ágúst. Lyftingafélag Hafnarfjarðar (LFH) heldur mótið og fer það fram í húsnæði Crossfit Hafnarfjarðar að Hvaleyrarbraut 41, Hafnarfirði.

27 keppendur eru skráðir til leiks (13 kk, 14 kvk) en auk þess eru tveir keppendur í opnum flokki sem freysta þess að ná lágmörkum fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Rovaniemi, Finnlandi þann 1. október.

Tímaseðill er svohljóðandi:

Vigtun KVK 08:00-09:00
Vigtun KK 09:00-10:00
Keppni KVK (Allir flokkar) 10:00-12:30
Keppni KK (Allir flokkar) 13:00-15:00

Keppendalista má sjá hér: http://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-unglinga-u17-og-u20-2016

Rússar Bannaðir frá keppni á Ólympíuleikum í Ríó

Alþjóðalyftingasambandið (IWF) hefur útilokað rússneska landsliðið frá keppni í ólympískum lyftingum, á þetta sér nokkuð langan aðdraganda en fjöldi brota á lyfjalögum IWF og WADA spilar þar stóra rullu sem og niðurstöður úr endurprófunum á sýnum frá ólympíuleikunum 2008 og 2012.

Skýringu IWF má finna hér: http://www.iwf.net/2016/07/29/iwf-eb-decision-on-russian-participation-at-the-rio-2016-og/

Við þetta fá 3 þjóðir sæti fyrir kvenkyns keppenda en það eru Albanía, Georgía og Makedónía

5 þjóðir fá sæti fyrir karl keppenda en það eru Belgía, Króatía, El Salvador, Mongolía og Serbía.

Úrslit frá unglingalandsmóti

12 keppendur 9KVK og 3KK mættu til leiks í Borgarnesi á unglingalandsmót UMFÍ. Keppendur á 11-18 aldursári geta þar keppt í fjölda greina og nú annað árið í röð voru ólympískar lyftingar meðal keppnisgreina.

Heildarúrslit: http://results.lsi.is/meet/unglingalandsmot-umfi-2016

Katla Björk Ketilsdóttir (UMFN) fylgdi eftir góðum árangri á Sumarmótinu á Akureyri þegar hún bætti sig í snörun og lyfti 61kg (met U17) og síðan 64kg sem var bæði íslandsmet í 17 ára og yngri sem og 20 ára og yngri en fyrra metið var 63kg í eigu Sólveigar Sigurðardóttir (LFG) sem keppti í liðakeppninni á nýliðnum heimsleikum í Crossfit.

File 30-07-16 23 49 47

Matthías Abel Einarsson (Hengill) endurheimti snöru metin sín í -62kg flokk þegar hann lyfti 61kg og 64kg. Hann lyfti síðan 75kg í jafnhendingu og setti met með þeirri lyftu í flokki 17 ára og yngri.

Í flokki 15 ára og yngri voru yngstu keppendur á 11 aldursári en keppt var með 5kg stön í þeim flokki þar sem keppendur voru að taka sín fyrstu skref.

File 30-07-16 23 49 24

 

Stóraukið fjármagn til afrekssjóðs

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþrótta og Ólympíusamband Íslands undirrituðu í dag tímamótasamning til næstu þriggja ára um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. Framlagið mun hækka í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum og er því um fjórföldun að ræða.

Önnur framlög ríkisins til ÍSÍ voru einnig aukin um 60 milljónir. Lyftingasambandið fagnar þessari fjármögnun.

 

isi

Líney Rut  (framkvæmdastjóri ÍSÍ), Sigurður Ingi (forsætisráðherra), Lárus Blöndal (forseti ÍSÍ), Illugi Jökulsson (Menntamálaráðherra), Bjarni Benediktsson (fjármálaráðherra)

Vísindarit EWF 5.tölublað, 2.árgangur

Evrópska lyftingasambandið (EWF) heldur áfram að gefa út vísindarit sitt. Ein af hugmyndafræðinni á bak við tímaritið er að rannsóknir sem gerðar eru á ólympískum lyftingum séu gerðar á lyftingamönnum og konum sem keppa á stórmótum.

Í þessu blaði er m.a. greining á snöru tækni íþróttamanna frá 2004-2014, einnig mjög áhugaverð greining á hnébeygju.

Hægt er að nálgast allt blaðið hér: http://ewfed.com/documents/EWF_Scientific_Magazine/EWF_Scientific_Magazine_EWF_N5.pdf

ewf_scientific_mag

Keppendalistinn í Ríó

2016_Summer_Olympics_logo.svg

Alþjóða lyftingasambandið (IWF) hefur birt keppendalistann fyrir ólympíuleikana í Ríó 2016.

91 þjóð mun senda keppendur á leikana í Ríó en alls keppa 250 lyftingakarlar og konur, 156 karlar og 104 konur.

Kínverjar senda einir þjóða fullt lið 6KK og 4KVK, en Egyptar, Kólembía og Taíland senda 9 keppendur. Hvít-Rússar, Kazakstan og Rússland senda svo 8 keppendur en þessi lönd hafa öll verið í eldlínunni eftir fjölda brota á lyfjalögum IWF og WADA og misstu Rússland og Kazakstan fyrir vikið eitt sæti í karla og kvenna flokki.

Norðurlandaþjóðirnar senda þrjá keppendur:

-85kg flokkur karlar: Milko Tokola [Finnland]
-58kg flokkur kvenna: Angelica Roos [Svíþjóð]
-63kg flokkur kvenna: Anni Vuohijoki [Finnland] sem keppt hefur síðustu tvö ár á RIG.

Ástralir unnu sér inn eitt sæti á leikunum í kvennaflokki í ár og mun silfurverðlauna hafinn frá Crossfit leikunum 2015 keppa fyrir þeirra hönd, Tia-Clair Toomey.
En hún er sem stendur í þriðja sæti eftir fyrsta keppnisdag á Crossfit leikunum 2016.

Dagskrá leikana er eftirfarandi:
6.Ágúst -48kg flokkur KVK
7.Ágúst -56kg flokkur KK
7.Ágúst -53kg flokkur KVK
8.Ágúst -62kg flokkur KK
8.Ágúst -58kg flokkur KVK
9.Ágúst -63kg flokkur KVK
9.Ágúst -69kg flokkur KK
10.Ágúst -69kg flokkur KVK
10.Ágúst -77kg flokkur KK
11.Ágúst Engar lyftingar
12.Ágúst -85kg flokkur KK
12.Ágúst -75kg flokkur KVK
13.Ágúst -94 KK
14.Ágúst +75 KVK
15.Ágúst -105kg KK
16.Ágúst +105kg KK

Hægt er að sjá heildarlista með keppendum hér: http://www.iwf.net/wp-content/uploads/downloads/2016/07/Rio2016_List-of-Athletes-by-Event_20160721_Public.pdf

Hægt er að sjá skiptingu eftir löndum hér: http://www.iwf.net/wp-content/uploads/downloads/2016/07/List-of-Quota-by-NOC_Public.pdf

Haust dagskrá LSÍ

Dagskrá:LSI_haust

31.Júl Landsmót UMFÍ (11-18 ára)

6.Ágúst Íslandsmeistaramót Unglinga (13-20 ára) – Síðasti séns til að ná lágmörkum á NM senior. Preliminary entry 15.Ágúst, Final entry 31.Ágúst fyrir NM. Auglýsing mun birtast í næstu viku varðandi Íslandsmeistaramót Unglinga

24-28.Ágúst Æfingabúðir EWF fyrir 13-17 ára í Lettalandi (2KK + 2KVK + 2 Þjálfarar) – Val fyrir 25.Júlí

17.September Haustmót LSÍSíðasti séns til vinna sér inn þátttökurétt á NM unglinga

1.Október Nordic Championships (Rovaniemi – Finnlandi) – Síðasti séns á að ná lágmörkum fyrir EM unglinga

29.Október NM unglingaNordic Junior Championship (Hafnarfjörður – Ísland)

1.Desember Evrópumeistaramót Unglinga og -23 ára (EWF), Eiliat, Ísreal

17.Desember Jólamót LSÍsíðasti séns á að ná lágmörkum fyrir RIG 2017

Lágmörk hér að neðan eru útreiknuð í Sinclair

lsi_lagmork