Freyja Mist í 8.sæti

Freyja Mist Ólafsdóttir lauk keppni á Evrópumeistaramóti Unglinga 20 ára og yngri í 8.sæti í -75kg flokk.

Freyja snaraði nýtt norðurlandamet unglinga í -75kg flokki 83kg en náði með herkjum að klára jafnhendinguna í þriðju og síðustu tilraun með 96kg. Samanlagður árangur er líka nýtt Íslandsmet í -75kg flokki kvenna 20 ára og yngri. Freyja glýmdi við eymsli í hné á mótinu og sýndi mikinn karakter að klára jafnhendinguna.

Freyja og lyftingar á íslandi vöktu athygli insidethegames sem fjölluðu um mótið.

Einar Ingi með nýtt íslandsmet í snörun

Einar Ingi Jónsson endaði í 10.sæti á Evrópumeistaramóti Unglinga í ólympískum lyftingum sem fram fer í Eilat í Ísrael.

Einar hóf keppni með því að snara 107kg því næst fór hann í 113kg sem var nýtt íslandsmet í fullorðins og unglingaflokkum, í þriðju tilraun reyndi hann við 116kg en það fór ekki upp.

Í jafnhendingu opnaði hann á 136kg rétt yfir tvöfaldri líkamsþyngd (67.72kg) en stöngin lenti illa á honum, hann ákvað því að fara aftur í þá þyngd og lyfti henni létt og 10.sætið tryggt.

Þegar hér var komið við sögu átti Einar eina tilraun eftir, hinn breski Louis Hampton lyfti 140kg og var því með forustu á Einar en Einar lyfti 3kg meira í snörun. Í stað þess að tryggja sér 9.sætið þá var kallað 146kg á stöngina en það var tilraun til nýs norðurlandamets unglinga en Einar hefur aðeins út árið til að setja met í unglingaflokki. Þessari þyngd lyfti Einar upp fyrir haus á NM fullorðinna í Finnlandi en fékk dæmt ógilt og reyndi síðan aftur við á NM unglinga í Hafnarfirði og meiddi sig á ökkla í þeirri tilraun og þurfti að hætta keppni. Þyngdin fór ekki upp í dag og 10.sætið var því staðreynd en Einar má vel við una að keppa í A-hóp á sínu fyrsta stórmóti og setja samt íslandsmet í snörun.

Þess má geta að hinn sænski Victor Ahlm sem keppti í B-hóp karla í -69kg flokki 20 ára og yngri reyndi einnig við norðurlandametið 146kg fyrr um daginn í sinni þriðju tilraun.

Norðmaðurinn Eskil Andersen setti glæsilegt norðurlandamet 17 ára og yngri þegar hann lyfti 153kg í jafnhendingu í B-hóp -77kg flokk karla 20 ára og yngri.

 

 

EM unglinga 20 ára og yngri

Ísland á 2 keppendur á EM unglinga sem hefst á morgun í Eilat, Ísrael.

Heimasíða mótsins

Einar Ingi Jónsson LFR keppir 5.Desember í A-grúppu í -69kg flokk karla 20 ára og yngri klukkan 18:00 að staðartíma (16:00) á íslenskum tíma.

junior_69

Freyja Mist Ólafsdóttir LFR keppir svo -75kg flokki næsta fimmtudagskvöld 20:00 á staðartíma en Freyja er með 7 besta árangurinn inn í mótið.

freyja_75

Maður á mann: Guðmundur Sigurðsson

Skemmtilegt útvarpsviðtal við Guðmund “silver” Sigurðsson sem tekið var í útvarpsþættinum maður á mann: http://ruv.is/sarpurinn/ras-1/madur-a-mann/20160828

Guðmundur á 50 ára keppnisferil í ólympískum lyftingum og hvetjum við alla til að kynna sér keppnisferil hans sem spannar m.a. 2 ólympíuleika: http://results.lsi.is/lifter/gudmundur-sigurdsson

 

Erna Héðinsdóttir með cat.2 alþjóðaréttindi

Erná Héðinsdóttir lauk um helgina alþjóðadómararéttindum cat.2 á Norðurlandamóti unglinga í lyftingum. Lyftingasambandið óskar Ernu til hamingju með áfangann.

Hún bætist því í hóp alþjóðadómara sem við eigum en þau eru:

Lárus Páll Pálsson cat.2
Andrea Sif Hilmarsdóttir cat.2
Sigmundur Davíðsson cat.2
Erna Héðinsdóttir cat.2

NJC2016: Schedule (draft)

The Nordic Junior Championships will be held at Íþróttahúsið Strandgötu in Hafnarfjordur 29-30. October. Weigh-in will be at Suðurbæjarlaug 850m from the sports hall.

Updated final entry as of 22.10.2016:final-entry-22_10_2016

Schedule (draft):

Saturday 29th of October

7:00-8:00 Weigh-in all female categories (Suðurbæjarlaug)
8:00-9:00 Weigh-in male youth category (Suðurbæjarlaug)
8:45-9:00 Opening Ceremony
9:00-10:30 1-Female-Youth 48kg and 58kg (11 athletes)
10:40-12:10 2-Female-Youth 53kg, 63kg and 69kg (11 athletes)
12:20-13:30 3-Male-Youth 56kg,62kg,69kg (7 athletes)
13:40-15:10 4-Male-Youth 77kg, 85kg, 94kg and +94kg (11 athletes)
15:20-16:40 5-Female-Junior 53kg, 58kg, 63kg (10 athletes)
16:50-18:00 6-Female-Junior 69kg and 75kg (7 athletes)
19:00-21:00 Banquet with award ceremony

Sunday 30th of October

7:00-8:00 Weigh-in male junior category (Suðurbæjarlaug)
9:00-10:50 7-Male -Junior 62kg, 69kg, 77kg (13 athletes)
11:00-12:40 8-Male-Junior 85kg, 94kg, 105kg and +105kg (12 athletes)
12:50-13:10 Award ceremony
13:30 Bus to airport from competition hall