Úthlutun frá afrekssjóð ÍSÍ

Kostnaður LSÍ við mót og fundi erlendis frá árinu 2014 (tölur úr ársreikningum sambandsins) og úthlutun frá afrekssjóð fyrir sömu ár.

Lyftingasamband Íslands fékk 3.800.000 ISK úthlutuðum úr afrekssjóði ÍSÍ nú í dag, og er það um tvöföldun á styrkjum síðustu tveggja ára. LSÍ fékk hæsta styrk allra C-sambanda og blæs þessi styrkur sambandinu byr undir báða vængi en töluverð aukning hefur orðið í umfangi sambandsins síðustu ár eins og sjá má á grafinu hér að ofan.

Frekari upplýsingar um styrkveitinguna má lesa á heimasíðu ÍSÍ:http://www.isi.is/frettir/frett/2020/02/10/ISI-uthlutar-taeplega-462-m.kr.-i-afreksstyrki-/

ROMA WORLD CUP 2020

Þuríður Erla Helgadóttir (f. 1991) tók þátt í Roma World Cup á dögunum en var það 5 mótið sem telur til úrtöku fyrir Ólympíuleikana í ár, en það 6 og seinasta verður Evrópumeistaramótið í Apríl. Þuríður Erla er fremasta lyftingakona landsins, keppir í -59 kg flokki og tókum við smá viðtal við hana í framhaldi af mótinu.

Viðtal

Hvernig gekk í Róm?

Átti ekki minn besta dag í Róm því miður. Snaraði 80 kg í fyrstu tilraun. Tók svo 83 kg í seinni tilraun en missti lásinn. Í þriðju lyftu reyndi ég við 84 kg en missti hana aftur fyrir mig. Ég var óvenju þreytt í fótunum í upphitun fyrir jafnhendingu (e. Clean & Jerk), á góðum degi hefði ég byrjað í 100 kg en ég byrjaði í 97 kg tók svo 100 kg og failaði á cleaninu í 103 kg.

Hvert er næsta mót sem þú ætlar að taka þátt í?

Næsta lyftingamót er Evrópumeistaramótið í Ólympískum í Moskvu í Apríl. Það er gullmót og qualification mót fyrir Ólympíuleikana. Fyrir það tek ég þátt í nokkrum CrossFit mótum. Wodapalooza í Miami núna í febrúar sem er Sanctioned Event fyrir CrossFit Games. Stefnan er að ná eins háum stigum og ég get.

Hver var þín fyrsta keppni í ólympískum lyftingum?

Það var á móti sem kallaðist “Flolli” það var lítið mót sem byrjaði á lyftingamóti, ekki eins strangar reglur og eru með press out til dæmis. Keppnin endaði svo á einu CrossFit workouti. Þetta var 2010 þegar ég var nýbyrjuð í CrossFit og með fyrstu skiptunum sem ég prófaði snörun og jafnhendingu, ég gerði Power Snatch og Power Clean, held eg hafi samt gert Split Jerk frekar en Push Jerk.

Hvað var það við ólympískar lyftingar sem togaði í þig?

Það er mikilvægt að geta lyft þungt í CrossFit og lyftingar og ólympískar lyftingar eru stór hluti af CrossFit. Svo fannst mér bara gaman að keppa á lyftingamótum líka. Ólypmískar lyftingar eru svo ótrúlega tæknilega flóknar og það er það sem gerir þær svo geggjað skemmtilegar að mínu mati.

Hvað hugsarðu þegar þú ert kominn á pallinn?

Ekkert annað en að ég ætla að ná þessari lyftu. Kannski um 1-2 tæknileg atriði, eins og að muna að brace a mig í upphafstöðunni.

Hver er að þjálfa þig og hvernig ertu að æfa?

Árni Freyr Bjarnason gerir prógramið mitt núna síðan sumarið 2018. Ég æfi 2 sinnum á dag 5 sinnum í viku. Fyrri æfingin eru lyftingar/styrkur og seinni æfingin fimleikar og conditioning.

Þú keppir bæði í Crossfit og ólympískum, er erfitt að hagræða þessum íþróttum saman hvað varðar æfingar?

Það getur stundum verið smá púsl, hef samt aldrei leyft því að verða eitthvað vandamál.

Hver eru þín helstu markmið í framhaldinu?

Mín helstu markmið eru að ná lágmörkum á Heimsleikana og/eða Ólympíuleikana.

Hvaða ráð hefurðu til ungra lyftara sem eru að stíga sín fyrstu skref?

Að vera þolinmóð og góðir hlutir gerast hægt. Hugsa líka lengra fram í tímann með því að hugsa fyrirbyggjandi. Ekki byrja að vinna í liðleika og tækni eftir að þú meiðir þig.

Mótið í Róm er hægt að sjá hér fyrir neðan

Skráning á Íslandsmeistaramót 2020 er hafin!

Skráningarformið er HÉR

Úr mótareglum LSÍ

3.gr. Hlutgengi
Rétt til þátttöku á mótum LSÍ hafa allir meðlimir aðildarfélaga LSÍ sem eru skuldlausir við sín félög, LSÍ og rétt skráðir í Felix – félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ.
Erlendir keppendur sem ekki hafa íslenska kennitölu þurfa að vera skráðir hjá sínu landssambandi og verða að fá leyfi hjá viðkomandi landssambandi til að fá að keppa á mótum hjá LSÍ.

4.gr. Framkoma og ábyrgð
Félög, keppendur, forystumenn og aðrir skulu jafnan sýna drengskap og koma fram af hollustu, heiðarleika og sönnum íþróttaanda. Sérhvert félag er ábyrgt fyrir framkomu keppenda sinna og allra þeirra sem hlutverk hafa á vegum þess í tengslum við mótahald og keppni. Viðurlög við brotum á ofangreindum reglum eru ákveðin af aganefnd LSÍ og samþykkt af stjórn LSÍ.

Útslit RIG 2020

Reykjavíkurleikarnir voru opnir í 13. skipti 23.janúar síðastliðinn og þann sunnudaginn 26. janúar tóku Ólympískar Lyftingar þátt.
Keppnin rann ótrúlega vel með mikilli baráttu keppenda og var mótið ótrúlega skemmtilegt að horfa á. Áhorfendur voru ótrúlega duglega að kvetja fólkið okkar áfram og fór stolt og þakklæti stjórnenda fór yfir öll viðmiðunarmörk.

Sigurvegarar (e. Winners)

Konur (e. Women)

Í 1. sæti með 234,4 sinclair stig, Mille Sögaard.
Í 2. sæti með 231,0 sinclair stig, Birna Aradóttir.
Í 3. sæti með 222,4 sinclair stig, Katla Björk Ketilsdóttir

Karlar (e. men)

Í 1. sæti með 376,0 sinclair stig, Tim Kring.
Í 2. sæti með 354,8 sinclair stig, Bar Lewi.
Í 3. sæti með 342,3 sinclair stig, Einar Ingi Jónsson.

Íslandsmet

14 íslandsmet voru sett á mótinu.

Konur (e. women)

Birna Aradóttir er fædd 1999 og setti 2 met í -64 kg flokki með einni lyftu, þá eitt í U23 og eitt í almennum flokki (e. Senior) með 83 kg í snörun (e. Snatch).

Hrund Scheving er fædd 1978 og setti 5 met í öldungarflokki (e. Masters 40) í -71 kg flokki sem endaði í 73kg í snörun, 94 kg í jafnhendingu (e. Clean and Jerk) og 167 kg í samanlögðu (e. Total).

Karlar (e. men)

Daníel Róbertsson er fæddur 1991 og setti 2 met í -89 kg flokki í senior með 157 kg í jafnhendingu og 284 kg í samanlögðu.

Einar Ingi Jónsson er fæddur 1996 og setti 2 met samanlögðu í -73 kg flokki í senior sem endaði í 266 kg.

ROMA 2020

Þuríður Erla Helgadóttir er á meðal keppenda á úrtökumóti fyrir ólympíuleikana ROMA 2020 á Ítalíu og keppir á morgun 28.Janúar í B-grúppu -59kg flokk kvenna klukkan 14:00 á staðartíma

Hægt er að fylgjast með útsendingu frá keppni á heimasíðu mótshaldara : http://www.federpesistica.it/roma-2020-weightlifting-world-cup/

LIVE SCOREBOARD: http://easywl.com/results/

A-grúppan keppir svo beint á eftir.

Hægt er að skoða stöðu keppenda varðandi úrtöku á ólympiuleikum á heimasíðu IWF: https://www.iwf.net/qualif/menu/

RIG 2020 – Keppendalisti

Stigahæðstu íslenskum keppendum í Ólympískum lyftingum er boðið á Reykjavíkurleika (RIG) sem verða haldnir í 13. sinn dagana 23.janúar til 3.febrúar.

Keppnin í Ólympískum lyftingum verður 26.janúar í frjálsíþróttasalnum í Laugardalshöll.
Stefnt er á að kvennaflokkur byrji klukkan 14:00 og karlaflokkur 15:30
Kostar 1.000 kr inn.

Konur (e. Women)

Íslenskir keppendur

Birna Aradóttir (1999) Stjarnan
Amalía Ósk Sigurðardóttir (1997) LFM
Birta Líf Þórarinsdóttir (2002) LFR
Katla Björk Ketilsdóttir (2000) Massi
Inga Arna Aradóttir (1995) Stjarnan
Alma Hrönn Káradóttir (1984) LFK
Helena Þórhallsdóttir (1990) LFG
Hrund Scheving (1978) LFK

Erlendir keppendur

Clara Jul () Danmörk
Mille Celina Søgaard () Danmörk

Karlar (e. men)

Íslenskir keppendur

Daníel Róbertsson (1991) LFK
Einar Ingi Jónsson (1996) LFR
Bjarmi Hreinsson (1992) LFR
Árni Rúnar Baldursson (1995) Stjarnan
Birkir Örn Jónsson (1995) LFG
Árni Freyr Bjarnason (1988) LFK
Ingimar Jónsson (1998) LFG
Davíð Óskar Davíðsson (1992) UMFS

Erlendir keppendur

Bar Lewi (1993) Ísrael
Tim Kring (1990) Danmörk