IWF Special and Electoral Congress

Síðastliðna helgi var þing í Tirana, Albaníu þar sem kosið var um nýja stórn IWF (International Weightlifting Federation).
Þingið átti upprunalega að vera frá 25-26 júní, en sökum mistaka við kosninga á General Secretary / Treasurer þurftu að vera auka kosningar sem luku í dag.
Mistökin voru þau að það þarf meirihluta til að vinna kosningarnar, semsagt 50% +1 af atkvæðum. Jose Quinones frá Perú var tilnefndur sigurverari í þeim hluta en við nánari skoðun komust mistökin í ljós og farið var fram á endurkosningu. Antonio Urso frá Ítalíu bar sigur úr býtum í endurkosningunum.

Ný stjórn er því eftirfarandi
President : Mohammed Jalood (IRQ)
General Secretary/treasurer : Antonio Urso (ITA)
1st Vice President : Ursula Garza Papandrea (USA)
Vice Presidents :
Attila Adamfi (HUN)
Doris Marrero (VEN)
Petr Krol (CZE)
Pyrros Dimas (GRE)
Executive Board members :
Fathi Masoudi (TUN)
Florian Sperl (GER)
Gardencia Du Plooy (RSA)
Hiromi Miyake (JPN)
Matthew Curtain (GBR)
Mohammed Ahmed Alharbi (KSA)
Sam Coffa ( AUS)
Tom Liaw (SGP)
Wen Shing Chang (TPE)
Yassiny Esquivel (CRC)
Forrester Chrisopher Osei (GHA)

Sumarmót LSÍ

Stór helgi að baki hjá lyftingadeild KA. Á laugardag hélt deildin dómaranámskeið í KA heimilinu, námskeiðið veitti landsdómararéttindi í ólympískum lyftingum og útskrifuðust fimm dómarar. Þau Alex C. Orrason, Birkir Örn Jónsson, Jakob Ernfelt Jóhannesson, Reginn F. Unason og Sesselja Sigurðardóttir. Námskeiðið var haldið í samstarfi við Lyftingasamband Íslands og er þetta í fyrsta skiptið sem Íslendingur kennir slíkt námskeið hérlendis. Umsjón með námskeiðinu höfðu Lárus Páll Pálsson og Erna Héðinsdóttir, vill deildin þakka þeim, LSÍ og bakhjörlum deildarinnar innilega fyrir.

Á sunnudag þreytti deildin síðan frumraun sína í mótahaldi og hélt með pompi og prakt sumarmót í ólympískum lyftingum í samstarfi við Lyftingasamband Íslands. Mótið fór fram í húsnæði Norður við Njarðarnes. Níu keppendur voru skráðir til leiks, fimm í kvennaflokki og fjórir í karlaflokki. Mótið var sinclair mót en þá fá keppendur stig sem reiknast út frá líkamsþyngd og samanlagðri þyngd lyftanna. Keppandi fær þrjár tilraunir til þess að lyfta hámarks þyngd í snörun annarsvegar og jafnhendingu hins vegar.

Úrslit í kvennaflokki:

1.sæti – Rakel Ragnheiður Jónsdóttir – Lyftingafélag Garðabæjar

2.sæti – Thelma Mist Oddsdóttir – Lyftingafélag Kópavogs

3.sæti – Sigurbjörg Óskarsdóttir – Lyftingafélag Vestmannaeyja

Úrslit í karlaflokki

1.sæti – Alex Daði Reynisson – Lyftingafélag Garðabæjar

2.sæti – Gerald Brimir Einarsson – Lyftingafélag Garðabæjar

3.sæti – Þórbergur Ernir Hlynsson – Lyftingafélag Reykjavíkur

Nokkur Íslandsmet féllu á mótinu.

Rakel Ragnheiður Jónsdóttir bætti eigið Íslandsmet um 1 kg þegar hún snaraði 72 kg í loka lyftu sinni í snörun. Er lyftan því nýtt Íslandsmet U23 ára í -59kg flokki.

Alex Daði Reynisson sló Íslandsmet í snörun þegar hann lyfti 130kg í sinni síðustu lyftu. Þetta var Íslandsmet í opnum –96kg flokki.

Sigurður Freyr Árnason frá lyftingafélagi Mosfellsbæjar átti einstaklega gott mót en hann sló Íslandsmet í snörun, jafnhendingu og samanlagðri þyngd í -102kg flokki. Sigurður er 46 ára og því gjaldgengur í öldungaflokk 45 ára og eldri og öldungaflokk 35 ára og eldri. Því sló Sigurður Íslandsmetin í tveimur aldursflokkum. Gaman er að segja frá því að þetta er í fyrsta skiptið sem Sigurður keppir í ólympískum lyftingum.

Að lokum vill stjórn lyftingadeildarinnar þakka keppendum, sjálfboðaliðum, áhorfendum og bakhjörlum deildarinnar fyrir stuðninginn um helgina. Án ykkar er ekki hægt að halda svona viðburði og erum við gríðarlega þakklát.

Sjáumst hress á næsta móti!

#LyftifyrirKA

Úlfhildur og Bergrós í 7 og 8 sæti

Eggert, Úlfhildur, Bergrós og Helga Hlín

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir og Bergrós Björnsdóttir hafa lokið keppni á heimsmeistaramóti youth í Mexico.
Bergrós keppti í -71kg B grúbbunni og átti hún glæsilegt mót, hún lyfti í snörun 75-78-81kg og í jafnhendingunni 95-100-x103. Með þessum glæsilega árangur hreppti Bergrós titlinum af Úlfhildi sem yngsta konan til að lyfta 100kg yfir höfuð. 81kg snörunin hennar bergrósar var nýtt Íslandsmet í flokki 15 ára og yngri. 100kg jafnhendingin var svo bæting á Íslandsmetinu um 3kg. Með þessum glæsilega árangri lyfti hún því 181kg í samanlögðum árangri, sem var bæting um 4kg á Íslandsmeti í flokki 15 ára og yngri. Bergrós er fædd árið 2007 og hefur því nægan tíma fyrir ennþá meiri bætingar!

Úlfhildur keppti síðan í A grúbbuni og tók í snörun 80-84-x87kg. 87kg var tilraun að nýju Íslandsmeti í flokki 17 ára og yngri en gekk því miður ekki upp í þetta skiptið. Í jafnhendingunni byrjaði Úlfhildur mjög sterk, hún opnaði á 100kg sem er einungis 1kg undir hennar eigin Íslandsmeti. Hún lyfti því af miklu öryggi. Næst tók hún 103kg sem var því miður dæmt ógilt af kviðdóm. Úlhildur ákvað þá að reyna við 104kg í síðustu tilraun, sem hefði verið bæting á Íslandsmeti um 3kg, en því miður þá gekk það ekki eftir, og Úlfhildur klárar því mótið með 184kg í samanlægðum árangri. Úlfhilfur hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og verður spennandi að fylgjast með henni á komandi árum!

Úlfhildur með 100kg fyrir ofan höfuðm Mynd frá @iwfnet / @isac_morillas

Heimsmeistaramót Youth í Mexico

Bergrós Björnsdóttir og Úlfhildur Arna Unnarsdóttir keppa á morgun fyrir hönd Íslands í Mexico og verður spennandi að fylgjast með þeim.
Báðar keppa þær í -71kg flokki, en Bergrós keppir klukkan 10 að staðartíma í B-grúppu (15:00 á okkar tíma) og Úlfhildur klukkan 18 að staðartíma í A-grúppu (23:00 á okkar tíma)

Þetta er fyrsta heimsmeistaramót hjá Bergrósu en Úlfhildur hefur keppt á tveimur heimsmeistaramótum áður, HM youth í Sádí Arabíu í fyrra og HM junior í Grikklandi fyrir nokkrum vikum síðan.

Beint streymi má finna á youtube rás IWF í hlekknum hér að neðan.

https://www.youtube.com/c/InternationalWeightliftingFederation

Dómaranámskeið

Lyftingadeild KA og Lyftingasamband íslands standa fyrir dómaranámskeiði í ólympískum lyftingum.
Námskeiðið endar á skriflegu prófi sem veitir landsdómararéttindi.

Námskeiðið fer fram í fundarsal í KA heimilinu og æfingasal Training for warriors Akureyri.

Skráning á námskeiðið fer fram hér:
https://forms.gle/f25KMb28mHBcBzoF9
ATH námskeiðið er gjaldfrjálst

Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.
Laugaradagur 25.júní
09:00-10:15 – Fyrirlestur 1
– Kaffipása –
10:30 – 11:45 – Fyrirlestur 2
– Hádegismatur –
12:30 – 13:45 – Fyrirlestur 3
– Kaffipása –
14:00 – 15:00 – Verkleg kennsla í TFW salnum
15:50 – 17:00 – Próf

Sunnudagur 26.júní
Dómgæsla á sumarmóti Lyftingadeildar KA og LSÍ

Minnum einnig á skráningu á sumarmótið sem er í hlekknum hér fyrir neðan!
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeo1MTqhaaP9iQR8YvGcySYQ9QMi3bNuDLVlNdXNFM9ME0KPg/viewform?usp=sf_link

Elite pin x 2 á Evrópumeistaramótinu

Mótshluti okkar Íslendinga er lokið á Evrópumeistaramótinu í Tirana, Albaníu. Þær Katla Björk Ketilsdóttir og Eygló Fanndal Sturludóttir voru sér og löndum sínum til mikils sóma, en árangur þeirra var virkilega góður. Ferðin byrjaði þó með ákveðnum erfiðleikum, en British Airways lét Eygló og Inga Gunnar innrita handfarangurinn sinn með lofurðum um að hann myndi skila sér, og þeim gert vel grein fyrir því að um mikilvægan keppnisbúnað væri að ræða. British Airways lofaði að allt myndi skila sér. Það fór ekki svo, að Eygló og Ingi Gunnar enduðu töskulaus úti. Mamma hennar Eyglóar, hún Harpa Þorláksdóttir kom dóttur sinni til bjargar, og pantaði sér flug með engum fyrirvara og fór út með neyðarsendingu til hennar. Kunnum við henni miklar þakkir fyrir að standa svo þétt við bakið á dóttur sinni.

Landsliðshópurin á EM. Eygló, Katla og Ingi Gunnar þjálfari

Katla hóf keppni fyrst, og gekk hennar móthluti mjög vel, hún fékk allar lyftur gildur og setti um leið fjölmörg Íslandsmet. Hún opnaði örugg á 82kg í snörun, fór þaðan í nýtt Íslandsmet í annari tilraun, 86kg og tvíbætti metið í þriðju tilraun með 88kg. Í jafnhendingunni tók Katla 101kg, og var með þeirri lyftu búin að setja nýtt Íslandsmet í samanlögðu, og bætti það svo þegar að hún setti Íslandsmet bæði í jafnhendingu og samanlögði í lyftu númer 2 og 3, sem voru 104kg og loks 106kg. Katla setti alls, með þessum frábæra árangri hvorki meira né minna en 14x Íslandsmet, og nældi sér í Elite Pin norðurlandanna, og var því 6x Íslendingur til að hljóta þennan titil.

Katla á Heimsmeitaramóti 2021

Eygló var næst á pallinn og tók 89kg í fyrstu tilraun í snörun, sem gekk ekki upp, en lyftið því örugglega í annari tilraun. Í þriðju og síðustu bað Eygló um 94kg. Hún lyfti því, þurfti að hlaupa áfram til að bjarga henni, en entist ekki pallurinn og lyftan því dæmd ógilt. Frábær tilraun engu að síður og meira í tankinum. Í jafnhendingunni tók eygló og opnaði örugglega á Íslandsmeti, 112kg, tók einnig og tvíbætti metið með 116kg í annari tilraun. Eygló reyndi síðan við 120kg en það gekk ekki upp í þetta skiptið. Hún landaði þó Íslandsmeti í samanlögðum árangri með 205kg. Þess má til gamans geta að fyrrum þyngsti samanlagði árangur sem Íslenk kona hafði lyft, var 202kg, og var það Eygló sem hélt því. Hér bætir hún því þyngsta samanlagða árangur kvenna á Íslandi um hvorki meira né minna en 3kg, og fékk einnig Elite Pin norðurlandanna, og var því 7x Íslendingurinn til að hreppa það.

Eygló á Heimsmeistaramóti 2021