Lyftingasamband Íslands auglýsir eftir starfsmanni

Lyftingasamband Íslands (LSÍ) óskar eftir að ráða starfsmann/framkvæmdastjóra í 20% stöðu.

Starfssvið:
• Samskipti við stjórn, nefndir og félög.
• Undirbúningur við landliðsverkefni.
• Viðburðarstjórnun.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun og/eða starfsreynsla sem nýst getur í starfinu.
• Góðir samskiptahæfileikar.
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
• Góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli (kostur).
• Góð tölvukunnátta.
• Reynsla af markaðsmálum er kostur.
• Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á íþróttahreyfingunni og/eða ólympískum lyftingum.

Umsóknarfrestur er til 22.janúar

Umsóknir og spurningar sendast á asgeir@lsi.is

Samningur frá 1.febrúar 2017 til 31.mars 2018, laun samkvæmt samkomulagi.

WOW – RIG 29.Janúar

Hinir árlegu RIG leikar í ólympískum lyftingum verða haldnir Sunnudaginn 29.Janúar milli 10-13 í Laugardalshöllinni líkt og í fyrra. Mótið verður tekið upp og sýnt á RÚV seinna um daginn.

Keppendalistinn er tilbúinn en 10 karla og konur keppa í Sinclair stigakeppni og eru nánast allt besta lyftinga fólk landsins mætt til leiks m.a. lyftingafólk ársins 2016 Andri Gunnarsson og Þuríður Erla Helgadóttir.

Karlar

Nafn Félag
Andri Gunnarsson LFG
Einar Ingi Jónsson LFR
Björgvin Karl Guðmundsson Hengill
Jakob Daníel Magnússon LFH
Daníel Róbertsson Ármann
Ingólfur Þór Ævarsson KFA
Davíð Björnsson Ármann
Árni Freyr Bjarnason Ármann
Stefan Agren Sweden
Jere Johansson Finland

Konur

Nafn Klúbbur
Þuríður Erla Helgadóttir Ármann
Anna Hulda Ólafsdóttir LFR
Jakobína Jónsdóttir LFR
Aníta Líf Aradóttir LFR
Lilja Lind Helgadóttir LFG
Katla Björk Ketilsdóttir UMFN
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir UMFN
Birna Blöndal Sveinsdóttir KFA
Katrín Vilhjálmsdóttir KFA
Jenni Puputti Finland

Andri og Þurí lyftingafólk ársins

Úthlutun úr afrekssjóð ÍSÍ

Lyftingasamband Íslands hlaut úthlutun úr afrekssjóð ÍSÍ að upphæð kr. 1.100.000,- styrkurinn er eyrnamerktur landsliðsverkefnum kvenna og vegna fagteymis fyrir afrekshóp.

Framundan eru tvö stór mót, EM í Split í Króatíu í byrjun Apríl og HM í lok Nóvember sem haldið er í Californiu í Bandaríkjunum.

Jólamótið 2016: Úrslit

Jólamótið fór fram í Sporthúsinu síðastliðinn laugardag (17.des) í umsjón Lyftingafélags Kópavogs. Alls mættu 60 keppendur til leiks en þetta er fjölmennasta innanlandsmót sem LSÍ hefur haldið. Brugðið var á það ráð að keppa samtímis á tveimur pöllum og tókst það með ágætum. Gaman var að sjá hversu margir mættu til keppni og jafnframt hversu margir voru að stíga sín fyrstu skref á keppnisplallinum. Það voru 10 keppendur 15 ára og yngri og um helmingur keppenda var 20 ára og yngri.

Sannarlega skemmtilegur endir á keppnisárinu, en samtals kepptu 127 einstaklingar (68kk og 59kvk) á mótum á vegum LSÍ árið 2016.

Heildarúrslit má nálgast í afreksgagnagrunni sambandsins hér

Spennandi keppni var í mörgum flokkum og ágætur árangur náðist. Stigahæst kvenna varð Katla Björk Ketilsdóttur (UMFN), en hún snaraði 69kg og jafnhenti 82kg sem gáfu henni 214,6 sinclair stig. Þetta eru jafnframt Íslandsmet í 58kg flokki stúlkna (U17) og unglinga (U20). Önnur varð Birna Blöndal Sveinsdóttir (KFA) en hún bætti Íslandsmetin í 53kg flokki er hún snaraði 65kg og jafnhenti 75kg sem gáfu 211,8 sinclair stig. Hörð keppni var um þriðja sætið en það hreppti Birna Dís Ólafsdóttir (LFH) með 201,6 stig en skammt þar á eftir kom Hrund Scheving (Ármann) með 200,2 stig.

Katla Björk Ketilsdóttir @katlaketils gerði sér lítið fyrir og vann kvennakeppnina á Jólamóti LSÍ. Katla er fædd árið 2000 og keppti nú í fyrsta sinn í -58kg flokki, hún snaraði mest 69kg þremur kg frá norðurlandameti ungkvenna 17 ára og yngri svo Katla hefur allt næsta ár til að slá það met. Í jafnhendingu fór hún upp með 82kg og allt voru þetta Íslandsmet í unglingaflokkum. – Birna Blöndal Sveinsdóttir @birnablondal87 keppti í -53kg flokki og varð önnur á stigum eftir að hafa snarað og jafnhent ný íslandsmet 65kg snörun og 75kg jafnhending best. – Birna Dís Ólafsdóttir LFH @birnadisolafsd varð þriðja og setti einnig met í kafnhendingu 72kg sem Birna Blöndal síðan sló. Birna Dís fór yfir 200 stiga Sinclair múrinn í fyrsta sinn og því ber að fagna.

A photo posted by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

Stigahæstur karla varð Daníel Róbertsson (Ármann) en snaraði 112kg og jafnhenti 142kg, 79,25kg að líkamsþyngd, sem gáfu honum 314,8 sinclair stig. Annar varð Ingólfur Þór Ævarsson (KFA) en snaraði 125kg og jafnhenti 163kg sem gáfu 310,1 stig og voru jafnframt þyngstu lyftur mótsins. Gífurlega hörð barátta var um bronsverðlaunin þar sem 0,2 stig skildu að 3. og 4. sætið og 0,8 stig 3.-5.sæti. Það fór þó svo að bronsið féll í skaut Davíð Björnssyni (Ármann) en hann snaraði 108kg og jafnhenti 140kg sem gáfu 306,8 sinclair stig. Fjórði varð Árni Freyr Bjarnason (Ármann) með 306,6 stig og fimmti Birkir Örn Jónsson (KFA) með 306,0 stig.

Þrír stigahæstu karl keppendur á Jólamóti LSÍ 2016. Daníel Róbertsson Ármanni endaði í fyrsta sæti með 112kg í snörun og 142kg í jafnhendingu, Ingólfur Þór Ævarsson @iaevarsson varð annar með 125kg í snörun og 163kg í jafnhendingu og Davíð Björnsson @davidcf_95 varð þriðji með 108kg í snörun og 140kg í jafnhendingu. Mikil bárátta var um þriðja sætið og munaði aðeins 0.2 stigum á Davíð og Árna Frey @arni.freyr sem varð í 4.sæti og aðeins 0.8 stigum á Davíð og Birki Erni @bosilitli sem varð 5-ti. Allir 5 bættu sinn besta árangur á mótinu. #Repost @davidcf_95 with @repostapp ・・・ 3rd place in Christmas tournament of @icelandic_weightlifting this was the largest weightlifting competition ever in Iceland. I got 108/140 @79.5 kg BW Sinclair points 306.8 @zeropointiceland @hledsla @sportvorur @perform.is @nobullproject #thetrainingplan #zpcompression #feelitreal #NOBULL #hleðsla #weightlifting #snatch #clean #jerk #podium #sinclair #squat #crossfit

A photo posted by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

Fjöldi meta féll á mótinu. Auk þess að Birna Blöndal Sveinsdóttir (KFA) bætti öll Íslandsmetin í 53kg flokki kvenna eins og áður hefur fram komið þá lyfti Birna Dís Ólafsdóttir einnig yfir gömlu metunum í jafnhendingu og samanlögðu sem hún átti sjálf. Þá var árangur Kötlu Bjarkar (UMFN) Íslandsmet í 58kg flokki í U17, U20 og U23 og Hrundar Scheving (Ármann) í flokki 35-39 ára í 75kg. Elín Rósa Magnúsdóttir (LFK) setti met í 63kg flokki og Einar Ísberg (Hengill) í 56kg flokki í öllum greinum í U15. Þá setti Jón Kaldalóns Björnsson (LFR) met í snörun og samanlögðu í 85kg flokki pilta U17.

Lyftingafólk ársins 2016

Stjórn LSÍ hefur valið lyftingafólk ársins 2016

Þuríður Erla Helgadóttir (f.1991) úr Ármanni er lyftingakona ársins 2016 og er þetta annað árið í röð sem hún hlýtur titilinn. Þuríður varð í 14.sæti í -58kg flokki á Evrópumeistaramótinu í Ólympískum Lyftingum sem haldið var í Noregi. Hún varð einnig Íslandsmeistari 2016 í -58kg flokki og stigahæsti íslenski keppandinn á því móti og jafnframt stigahæst íslenskra kona allra tíma þegar hún snaraði 80kg og jafnhenti 104kg sem gáfu henni 260 Sinclair stig.

Yfirlit yfir árangur Þuríðar: http://results.lsi.is/lifter/turidur-erla-helgadottir

Andri Gunnarsson (f.1983) úr lyftingafélagi Garðabæjar er lyftingakarl ársins 2016. Hann varð Íslandsmeistari 2016 og stigahæsti maður mótsins þegar hann snaraði nýtt íslandsmet 157kg í +105kg flokki karla og jafnhenti einnig nýtt met 186kg sem gáfu honum 354,6 Sinclair stig.

Yfirlit yfir árangur Andra: http://results.lsi.is/lifter/andri-gunnarsson

Ungmenni ársins (karlaflokkur)

Einar Ingi Jónsson (f.1996), Lyftingafélagi Reykjavíkur er ungmenni ársins í karlaflokki. Einar Ingi keppti á 7 mótum á árinu og setti Íslandsmet í einni eða fleiri greinum á þeim öllum í -69kg flokki karla. Hann endaði í 10.sæti á Evrópumeistaramóti 20 ára og yngri. Hann varð Norðurlandameistari unglinga í -69kg flokki og í þriðja sæti á Norðurlandamóti fullorðinna. Einar varð Íslandsmeistari í -69kg flokk karla og einnig Íslandsmeistari unglinga í sama flokki, þá var hann í liði Íslands á Smáþjóðleikunum í Ólympískum lyftingum. Stigahæsta árangrinum náði hann á Norðurlandameistaramóti fullorðinna þegar hann snaraði 110kg og jafnhenti 143kg sem gáfu honum 341,1 Sinclair stig.

Yfirlit yfir árangur Einars: http://results.lsi.is/lifter/einar-ingi-jonsson

Ungmenni ársins (kvennaflokkur)

Freyja Mist Ólafsdóttir (f.1996), Lyftingafélagi Reykjavíkur er ungmenni ársins í kvennaflokki. Freyja Mist setti 10 Norðurlandamet unglinga á árinu í -75kg og +75kg flokki kvenna 20 ára og yngri. Freyja varð í 8.sæti á Evrópumeistaramóti unglinga 20 ára og yngri í -75kg flokki. Hún varð Norðurlandameistari unglinga í +75kg flokki og fullorðinna í -75kg flokki. Besti árangur hennar á árinu var þegar hún snaraði 88kg og jafnhenti 106kg sem tryggðu henni 227,9 Sinclair stig.

Yfirlit yfir árangur Freyju: http://results.lsi.is/lifter/freyja-mist-olafsdottir

Jólamótið: Tímaseðill og skipulag

Tímaseðill og uppsetning á mótinu má nálgast hér að neðan.

Allir keppendur verða vigtaðir milli 10:15-11:15

Síðasti séns til að breyta þyngdarflokkum er á hádegi föstudaginn 16.Des í gegnum lsi@lsi.is, aðeins er tekið á móti breytingum í gegnum lsi@lsi.is

Tímaseðill og skipulag á pdf formi

Uppsetning á mótinu

Tímaseðill

Vigtun Herbergi 1 Herbergi 2
10:15 KK KVK
Tími Pallur 1 Tími Pallur 2
12:15 KVK – C 12:15 KVK – A
14:00 KVK – B 14:00 KK – B
15:30 KK -C 16:15 KK – A
# Nafn Félag Þyngdarflokkur Grúppa
KVK
1 Birna Blöndal Sveinsdóttir KFA -53kg A
2 Birna Dís Ólafsdóttir LFH -53kg A
3 Þuríður Erla Helgadóttir Ármann -63kg A
4 Sandra Hrönn Arnardóttir Ármann -69kg A
5 María Rún Þorsteinsdóttir Hengill -69kg A
6 Rakel Hlynsdóttir Hengill -69kg A
7 Álfrún Ýr Björnsdóttir LFH -75kg A
8 Birta Hafþórsdóttir LFH (+75kg) A
9 Viktoría Rós Guðmundsdóttir LFH -69kg A
10 Katla Björk Ketilsdóttir UMFN -63kg A
11 Hrafnhildur Finnbogadóttir Ármann -63kg B
12 Hrund Scheving Ármann -69kg B
13 Birna Almarsdóttir Hengill -63kg B
14 Brynja Maren Ingólfsdóttir Ármann -69kg B
15 Thelma Hrund Helgadóttir Hengill -69kg B
16 Snæfríður Jóhannesdóttir Ármann -69kg B
17 Hulda Rós Blöndal Ármann -69kg B
18 Soffía Bergsdóttir Ármann -75kg B
19 Sonja Björk Ingólfsdóttir Ármann (+75kg) B
20 Freydís María Friðriksdóttir LFK (+75kg) B
21 Birna Aradóttir LFR -63kg C
22 Amalía Ósk Sigurðardóttir LFK -63kg C
23 Elín Rósa Magnúsdóttir LFK -63kg C
24 Perla Karen Gunnarsdóttir LFK -63kg C
25 Lára Kristín Friðriksdóttir LFK -69kg C
26 Ásta Ólafsdóttir LFK -75kg C
27 Sandra Pawlik LFK -75kg C
28 Matthildur Sigurjónsdóttir LFH (+75kg) C
29 Erika M. Jónsdóttir Hengill (+75kg) C
# Nafn Félag Þyngdarflokkur Grúppa
KK
1 Jón Kaldalóns Björnsson LFR -77kg A
2 Andri Orri Hreiðarsson UMFN -77kg A
3 Daníel Róbertsson Ármann -85kg A
4 Sigurður Darri Rafnsson LFR -85kg A
5 Birkir Örn Jónsson KFA -85kg A
6 Davíð Björnsson Ármann -85kg A
7 Guðmundur Juanito Ólafsson UMFN -85kg A
8 Jón Elí Rúnarson LFR -94kg A
9 Árni Freyr Bjarnason Ármann -94kg A
10 Jan Hinrik Hansen Hengill -94kg A
11 Ingólfur Þór Ævarsson KFA -105kg A
12 Arnþór Ingi Guðjónsson UMFN -77kg A
13 Hlynur Örn Hrafnkellsson LFR -85kg B
14 Guðjón Ingi Sigurðsson LFK -85kg B
15 Einar Örn Steinarsson LFH -85kg B
16 Kjartan Elfar Baldvinson LFM -94kg B
17 Þórhallur Andri Jónsson KFA -94kg B
18 Franz Jónas Arnar Arnarson Ármann -94kg B
19 Þórarinn Reynir Valgeirsson Ármann -94kg B
20 Garðar Karl Ólafsson Ármann -94kg B
21 Hafsteinn Gunnlaugsson LFR -94kg B
22 Ingvi Karl Jónsson Ármann -105kg B
23 Arnar Harðarson Ármann -105kg B
24 Þorsteinn Þórarinsson LFK -105kg B
25 Kristján Hrafn Kristjánsson Ármann -105kg B
26 Davíð Rósenkrans Hauksson Ármann -94kg B
27 Einar Ísberg Hengill -56kg C
28 Róbert Þór Guðmarsson LFH -69kg C
29 Dagur Fannarsson LFM -69kg C
30 Brynjar Ari Magnússon LFH -69kg C
31 Tumi Vídalín KFA -69kg C
32 Matthías Björn Gíslason LFH -77kg C
33 Jóel Páll Viðarsson KFA -77kg C
34 Veigar Ágúst Hafþórsson LFH -85kg C
35 Kjartan Asbjörnsson LFK -85kg C
36 Sveinn Atli Árnason LFK -85kg C
37 Jón Víðir Þorvaldsson LFR -77kg C

Jólamótið: Skráningu lokið

Skráningu er lokið á Jólamótið, 66 keppendur er skráðir til keppni 29 KVK og 37 KK. Unnið er að því að skipuleggja hvernig hægt er að keyra svo marga keppendur í gegn á einum degi og verið að skoða þann möguleika að keppa á tveimur lyftingapöllum í einu.Tímaseðill á að liggja fyrir á miðvikudaginn.

Skráning eftir félögum er eftirfarandi:

Félög Fjöldi
Ármann 19
LFK 11
LFH 10
LFR 7
Hengill 7
KFA 6
UMFN 4
LFM 2
65

Keppendalisti

# Nafn Félag Þyngdarflokkur
KVK
1 Birna Blöndal Sveinsdóttir KFA -53kg
2 Birna Dís Ólafsdóttir LFH -53kg
3 Birna Aradóttir LFR -63kg
4 Hrafnhildur Finnbogadóttir Ármann -63kg
5 Amalía Ósk Sigurðardóttir LFK -63kg
6 Elín Rósa Magnúsdóttir LFK -63kg
7 Perla Karen Gunnarsdóttir LFK -63kg
8 Katla Björk Ketilsdóttir UMFN -63kg
9 Þuríður Erla Helgadóttir Ármann -63kg
10 Birna Almarsdóttir Hengill -63kg
11 Brynja Maren Ingólfsdóttir Ármann -69kg
12 Viktoría Rós Guðmundsdóttir LFH -69kg
13 Thelma Hrund Helgadóttir Hengill -69kg
14 Snæfríður Jóhannesdóttir Ármann -69kg
15 Sandra Hrönn Arnardóttir Ármann -69kg
16 Hrund Scheving Ármann -69kg
17 María Rún Þorsteinsdóttir Hengill -69kg
18 Rakel Hlynsdóttir Hengill -69kg
19 Hulda Rós Blöndal Ármann -69kg
20 Lára Kristín Friðriksdóttir LFK -69kg
21 Ásta Ólafsdóttir LFK -75kg
22 Sandra Pawlik LFK -75kg
23 Álfrún Ýr Björnsdóttir LFH -75kg
24 Soffía Bergsdóttir Ármann -75kg
25 Birta Hafþórsdóttir LFH (+75kg)
26 Sonja Björk Ingólfsdóttir Ármann (+75kg)
27 Matthildur Sigurjónsdóttir LFH (+75kg)
28 Erika M. Jónsdóttir Hengill (+75kg)
29 Freydís María Friðriksdóttir LFK (+75kg)
# Nafn Félag Þyngdarflokkur
KK
1 Einar Ísberg Hengill -56kg
2 Róbert Þór Guðmarsson LFH -69kg
3 Dagur Fannarsson LFM -69kg
4 Brynjar Ari Magnússon LFH -69kg
5 Tumi Vídalín KFA -69kg
6 Matthías Björn Gíslason LFH -77kg
7 Jón Kaldalóns Björnsson LFR -77kg
8 Jóel Páll Viðarsson KFA -77kg
9 Andri Orri Hreiðarsson UMFN -77kg
10 Jón Víðir Þorvaldsson LFR -77kg
11 Veigar Ágúst Hafþórsson LFH -85kg
12 Hlynur Örn Hrafnkellsson LFR -85kg
13 Daníel Róbertsson Ármann -85kg
14 Sigurður Darri Rafnsson LFR -85kg
15 Birkir Örn Jónsson KFA -85kg
16 Guðjón Ingi Sigurðsson LFK -85kg
17 Kjartan Asbjörnsson LFK -85kg
18 Sveinn Atli Árnason LFK -85kg
19 Einar Örn Steinarsson LFH -85kg
20 Davíð Björnsson Ármann -85kg
21 Guðmundur Juanito Ólafsson UMFN -85kg
22 Kjartan Elfar Baldvinson LFM -94kg
23 Þórhallur Andri Jónsson KFA -94kg
24 Franz Jónas Arnar Arnarson Ármann -94kg
25 Jón Elí Rúnarson LFR -94kg
26 Árni Freyr Bjarnason Ármann -94kg
27 Jan Hinrik Hansen Hengill -94kg
28 Þórarinn Reynir Valgeirsson Ármann -94kg
29 Garðar Karl Ólafsson Ármann -94kg
30 Hafsteinn Gunnlaugsson LFR -94kg
31 Ingvi Karl Jónsson Ármann -105kg
32 Ingólfur Þór Ævarsson KFA -105kg
33 Arnar Harðarson Ármann -105kg
34 Þorsteinn Þórarinsson LFK -105kg
35 Kristján Hrafn Kristjánsson Ármann -105kg
36 Arnþór Ingi Guðjónsson UMFN  -77kg
37 Davíð Rósenkrans Hauksson Ármann -94kg

Freyja Mist í 8.sæti

Freyja Mist Ólafsdóttir lauk keppni á Evrópumeistaramóti Unglinga 20 ára og yngri í 8.sæti í -75kg flokk.

Freyja snaraði nýtt norðurlandamet unglinga í -75kg flokki 83kg en náði með herkjum að klára jafnhendinguna í þriðju og síðustu tilraun með 96kg. Samanlagður árangur er líka nýtt Íslandsmet í -75kg flokki kvenna 20 ára og yngri. Freyja glýmdi við eymsli í hné á mótinu og sýndi mikinn karakter að klára jafnhendinguna.

Freyja og lyftingar á íslandi vöktu athygli insidethegames sem fjölluðu um mótið.