Íslandsmeistaramótið 2016: Skráning hafin

Íslandsmeistaramótið í ólympískum lyftingum verður haldið helgina 27.Feb-28.Feb í húsakynnum Lyftingafélags Garðabæjar / Crossfit XY. Við stefnum að því að mótið keyri bæði laugardag og sunnudag frá 13-17, konur keppa á laugardeginum (27.Feb) og karlar á sunnudeginum (28.Feb). Ef við teljum ekki þörf á því að vera með mótið á tveimur dögum þá munum við sameina þetta í einn dag (laugardaginn).

Skráning er hafin á lsi@lsi.is (nafn, kennitala, lyftingafélag, þyngdarflokkur). Skráningarfrestur er til 21.Febrúar.

Lyftingaþing 2016

Lyftingaþing LSÍ verður haldið 26.mars í húsakynnum ÍSÍ, kjörbréf munu berast félögum á næstu dögum.

Við hvetjum áhugasama til að kynna sér lög sérsambandsins, mæta á þingið og taka þátt í starfinu. Lögin má nálgast hér: https://lyftingar.files.wordpress.com/2015/03/log_lsi_2015.pdf

Ég vill sérstaklega benda áhugasömum á 5.grein

5. grein.
Lyftingaþingið fer með æðsta vald í málefnum LSÍ. Þingið sitja fulltrúar frá þeim aðilum, sem mynda LSÍ. Fulltrúafjöldi hvers aðila fer eftir tölu virkra lyftingaiðkenda í skráningarkerfi ÍSÍ, þannig að fyrir allt að 25 menn koma 2 fulltrúar og síðan fyrir hverja 25 eða brot úr 25 upp í allt að 100 iðkendur og þá 1 fulltrúi að auki fyrir hverja 50 iðkendur þar fram yfir.

Þingið skal árlega háð fyrir 30.mars. Skal boða það bréflega með minnst eins mánaða fyrirvara. Málefni, sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skulu tilkynnt stjórn LSÍ minnst 21 degi fyrir þingið (5.mars). Þá skal stjórn LSÍ tilkynna sambandsaðilum dagskrá þingsins, ásamt tillögum og lagabreytingum, sem borist hafa, í síðasta lagi 14 dögum fyrir þing. Lyftingaþingið er lögmætt, ef löglega hefur verið til þess boðað.

RIG 2016 Lokið

RIG 2016 lauk í gær, heildarúrslit má nálgast á eftirfarandi síðu: http://results.lsi.is/meet/reykjavik-international-games-2016-2016

Myndir frá mótinu:

Karlar: https://www.flickr.com/…/103688949…/albums/72157663432596249
Konur:https://www.flickr.com/…/103688949…/albums/72157663976300251

Upptaka frá mótinu: http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/reykjavikurleikarnir/20160130-0

Umfjöllun mbl.is um mótið: http://www.mbl.is/sport/reykjavikurleikar/2016/01/30/einar_og_ingunn_med_islandsmet/

Sjá svipmyndir frá mótinu hér að neðan, eins og alltaf þökkum við Haraldi Leví Jónssyni fyrir myndatöku.

@annahuldaolafs improved her personal best in competition with a 78kg snatch at #rig16 going for 5/6 lifts and securing 3rd place

A photo posted by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

#rig16 að verða klárt byrjar 10 !

A photo posted by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

RIG: Tímaseðill

Frestur til að breyta þyngdarflokkum er til miðnættis 29.1.2016, mótið er Sinclair mót svo það skiptir aðeins máli upp á skráningu meta. Veitt verða verðlaun fyrir 3 stigahæstu árangrana í karla og kvenna flokki. Vigtin verður komin niðrí höll á föstudeginum, er núna staðsett í Crossfit Reykjavík ef keppendur vilja vigta sig á henni fyrir mót.

Vigtun og keppni fer fram í Laugardalshöll (það verður gufa á staðnum, vigtun er staðsett í tengibyggingunni milli gömlu og nýju hallarinnar. En keppnin fer fram í nýju höllinni.

8:00-9:00 Vigtun (allir flokkar, konur í forgang)

10:00-11:20 KVK

11:30-13:00 KK

#RIG16

Lyftinganámskeið 31.jan

Þann 31.janúar 2016 verður haldið námskeið í ólympískum lyftingum. Kennarar á námskeiðinu eru Colin Burns og Cortney Batchelor.

Colin Burns USA setti bandarískt met í snörun á HM 2014 þegar hann snaraði 169kg í -94kg flokki karla. Hann var Bandaríkjameistari í -94 kg flokki 2014 og hlaut brons verðlaun á Pan-Am leikunum í snörun sem -85 kg lyftari 2013. Cortney Batchelor er tvöfaldur Bandaríkjameistari í -58kg flokki og hefur auk þess keppt á tveimur Heimsmeistaramótum. Hennar besti árangur er 86kg í snörun og 107kg í jafnhendingu frá HM 2014. Þau búa bæði í Colorado og æfa í Ólympíuþorpi Bandaríkjamanna undir leiðsögn Zygmunt Smalcerz landsliðsþjálfara Bandaríkjamanna. Þau muni bæði keppa á RIG 30.janúar.

Námskeiðið er hugsað fyrir lyftingafólk en áhersla verður lögð á grunnatriði lyftinga sem og aukaæfingar til að leiðrétta og styrkja veikleika. Colin hefur verið með fjarþjálfun fyrir marga íþróttamenn m.a. Andra Gunnarsson lyftingamann ársins síðustu tveggja ára með góðum árangri.

Námskeiði er haldið í Crossfit XY Miðhrauni 2 Garðabæ og hefst kl 13:15 og stendur til 18:00.

Verð er 12.500 kr sem rennur beint til þeirra Colin og Cortney.Aðeins er pláss fyrir 10 einstaklinga á námskeiðinu fyrstur kemur fyrstur fær.

Skráning fer fram á lsi@lsi.is

Jólamót LSÍ: Heildar úrslit

Jólamót LSÍ fór fram 20.Desember í umsjón Lyftingafélags Reykjavíkur eins og áður hefur fram komið hér á síðunni. Heildarúrslit má nálgast í gagnagrunni sambandsins: http://results.lsi.is/meet/jolamot-2015

Veitt voru verðlaun fyrir stigahæstu keppendur í karla og kvennaflokkum en jafnfram 20 ára og yngri og 17 ára og yngri en um helmingur keppenda var 20 ára eða yngri.

U15 = 8
u17 = 6
U20 = 7
U23 = 9
KK/KVK = 11
M35-39 = 3

Ef einhverjir luma af myndum frá mótinu má endilega senda þær á lsi@lsi.is og við munum deilda þeim.

Úrslit

Kvenna flokkur

 1. Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann): 242 Sinclair stig
 2. Ingunn Lúðvíksdóttir (Ármann): 196,2 Sinclair stig
 3. Álfrún Ýr Björnsdóttir (LFH): 195,6 Sinclairstig

Karla flokkur

 1. Emil Ragnar Ægisson (UMFN): 317,8 Sinclair stig
 2. Einar Ingi Jónsson (LFR): 317,0 Sinclair stig
 3. Ingólfur Þór Ævarsson (KFA): 304,6 Sinclair stig

Konur 20 ára og yngri

 1. Margrét Þórhildur Jóhannesdóttir (Ármann): 144,9 Stig
 2. Íris Hrönn Garðarsdóttir (KFA): 126,4 Stig
 3. Una Mist Óðinsdóttir (LFR): 110,9 Stig

Karlar 20 ára og yngri

 1. Eina Ingi Jónsson (LFR): 317 Stig
 2. Ingimar Jónsson (LFG):259,1 Stig
 3. Jan Hinrik Hansen (HEN):257,9 Stig

Konur 17 ára og yngri

 1. Una Mist Óðinsdóttir (LFR): 110,9 Stig
 2. Andrea Rún Þorvaldsdóttir (Ármann): 110,8 Stig
 3. Hrafnhildur Finnbogadóttir (Árman): 108,3 Stig

Karlar 17 ára og yngri

 1. Ingimar Jónsson (LFG): 259,1 Stig
 2. Arnór Gauti Haraldsson (LFH): 256,2 Stig
 3. Sigurður Darri Rafnsson (LFR): 247,5 Stig

Fjölmörg Íslandsmet voru sett í ýmsum aldursflokkum.

Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann) setti met í jafnhendingu í -58kg flokki (101kg).

Einar Ingi Jónsson (LFR) setti tvö met í jafnhendingu í fullorðinsflokki í -69kg flokki 129kg og 132kg, það voru einnig met í flokki 20 ára og yngri sem og 23 ára og yngri.

Matthías Abel Einarsson (Hengill) sett met í öllum lyftum í -62kg flokki U15,U17,U20 og U23 og standa nú metin í 58kg í snörun og 70kg í jafnhendingu.

Emil Ragnar Ægisson (UMFN) setti ný met í -77kg flokki 23 ára og yngri, 112kg í snörun og 138kg í jafnhendingu.

Ingimar Jónsson (LFG) setti ný met í jafnhendingu og samanlögðum árangri í -85kg flokki 17 ára og yngri með 115kg og síðan 121kg.

Sindri Ingvarsson (Ármanni) bætti sín eigin met í -94kg flokki karla 15 ára og yngri þegar hann snaraði 77kg og jafnhenti 87kg.

Ingun Lúðvíksdóttir (Ármanni) bætti met í -69kg öðlingaflokki 35-39ára kvenna þegar hún snaraði 70kg og jafnhenti 85kg.

Erna Héðinsdóttir (LFR) setti met í öllum lyftum í -75kg öðlingaflokki 39-39ára kvenna og standa metin 60kg í snörun og 71kg í jafnhendingu.

Hrafnhildur Finnbogadóttir (Ármanni) setti tvö met í snörun og eitt í jafnhendingu í -63kg flokki kvenna 15 ára og yngri þegar hún snaraði 32kg og 35kg. Hún jafnhenti 42kg.

Una Mist Óðinsdóttir (LFR) og Andrea Rún Þorvaldsdóttir (Ármann) skiptust á að setja met í -69kg flokki kvenna 15 ára og yngri. Una snaraði 36kg sem var met og jafnhenti 48kg sem var einnig met. Andrea bætti um betur og jafnhenti 53kg og á þar með metið í samanlögðum árangri.