Ársþing LSÍ: Fyrsta konan formaður í 50 ára sögu sambandsins

Síðastliðinn sunnudag 26. mars, fagnaði Lyftingasamband Íslands því að 50 ár eru liðin frá stofnun sambandsins. Helga Hlín Hákonardóttir var kjörin formaður og er hún jafnframt fyrsta konan í sögu sambandsins til að taka við embætti formanns.

Eftir hefðbundin þingstörf undirrituðu fráfarandi formaður Magnús Þórðarson og nýkjörinn formaður Helga Hlín, samning við framkvæmdastjóra ÍSÍ, Andra Stefánsson og 2. varaformann Hafsteinn Pálsson, um að Lyftingasamband Íslands fari úr flokki þróunarsambands C upp í alþjóðlegt B samband hjá ÍSÍ.

Lyftingasambandið gerði einnig sjö einstaklinga að Heiðursfélögum LSÍ en allir eiga það sameiginlegt að hafa átt veglegt framlag til framgangs ólympískra lyftinga á Íslandi. Heiðursfélagarnir eru þau Guðmundur Sigurðsson, Birgir Þór Borgþórsson, Guðmundur Helgi Helgason, Gísli Kristjánsson, Hrönn Svansdóttir, Anna Hulda Ólafsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir.

Önnur sem kosin voru í stjórn sambandsins voru Magnús Þórðarson sem tekur sæti varaformanns, Erna Héðinsdóttir sem ritari, Harpa Þorláksdóttir sem gjaldkeri og Hrund Scheving og Ásgeir Bjarnason sem meðstjórnendur, en Ásgeir var jafnframt kjörinn formaður tækninefndar. Í varastjórn eru Eggert Ólafsson, Kári Walter, Birkir Örn Jónsson og Gerald Brimir Einarsson. Fulltrúar íþróttamanna í stjórn eru Katla Ketilsdóttir og Árni Rúnar Baldursson.

Keppendalisti Íslandsmeistaramóts ásamt frekari upplýsingum

Á laugardaginn næstkomandi, 18. mars fer fram Íslandsmeistaramót, sem haldið verður af Lyftingafélagi Mosfellsbæjar í íþróttahúsinu að Varmá. Vigtun hefst stundvíslega klukkan 8 fyrir kk og 9 fyrir kvk.

KK 10:00
73 kgFélagEntry Total
Árni Rúnar BaldurssonLyftingafélag Reykjavíkur240
81 kgFélagEntry Total
Viktor JónssonLyftingafélag Reykjavíkur200
Jón Smári HanssonLyftingadeild KA205
Bjarki Breiðfjörð BjörnssonUMFSelfoss255
89 kgFélagEntry Total
Aron Kristinn ÁgústssonLyftingafélag Kópavogs190
Tindur EliasenLyftingafélag Reykjavíkur225
Sigurður Darri RafnssonLyftingafélag Reykjavíkur275
Gerald Brimir EinarssonLyftingafélag Reykjavíkur282
96 kgFélagEntry Total
Ari JónssonLyftingafélag Kópavogs190
102 kgFélagEntry Total
Blaine McConnellLyftingadeild KA280
Sigurður ÁrnasonLyftingafélag Mosfellsbæjar195
109 kgFélagEntry Total
Svanur Þór VilhjálmssonLyftingafélag Kópavogs240
KVK HÓPUR 1 12:30
59 kgFélagEntry Total
Natalía GunnlaugsdóttirLyftingafélag Kópavogs120
Helga Hlín HákonardóttirUMFStjarnan125
Thelma Rún GuðjónsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur132
Rakel Ragnheiður JónsdóttirLyftingafélag Kópavogs150
Amalía Ósk SigurðardóttirLyftingafélag Mosfellsbæjar160
64 kgFélagEntry Total
Heiða Mist KristjánsdóttirUMFStjarnan100
Bríet Anna HeiðarsdóttirLyftingafélagið Hengill140
Olga Ýr GeorgsdóttirUMFN Massi150
Snædís Líf P. DisonLyftingafélag Reykjavíkur155
Thelma Mist OddsdóttirLyftingafélag Kópavogs160
Íris Rut JónsdóttirUMFN Massi180
KVK HÓPUR 2 15:00
71 kgFélagEntry Total
Árdís GrétarsdóttirLyftingafélag Mosfellsbæjar115
Lilja Lind HelgadottirLyftingafélag Kópavogs120
Úlfhildur Arna UnnarsdóttirUMFStjarnan180
Eygló Fanndal SturludóttirLyftingafélag Reykjavíkur210
76 kgFélagEntry Total
Guðný Björk StefánsdóttirLyftingafélag Kópavogs170
81 kgFélagEntry Total
Indíana Lind GylfadóttirUMFStjarnan150
87 kgFélagEntry Total
Friðný FjólaUMFStjarnan198
87+ kgFélagEntry Total
Ragna HelgadóttirLyftingafélag Kópavogs130
Unnur Sjöfn JónasdóttirLyftingafélag Kópavogs148
Erla ÁgústsdóttirLyftingafélag Kópavogs193

Streymi má finna á linkum hér fyrir neðan.
https://www.youtube.com/watch?v=SbJnwJIoZgs

Dómaranámskeið 17-18. mars

Skráðu þig HÉR

Námsefnið er umfangsmikið og á fyrirlestrunum verður skautað yfir það helsta og tækifæri til að spyrja spurninga. Það er því mikilvægt að þið komið vel undirbúin.

Námsefnið er: 
IWF TECHNICAL AND COMPETITION RULES & REGULATIONS

Prófið og svör á prófi er að finna á netinu og það er mín ráðlegging til ykkar að þið skimið yfir bókina (eða lesið spjaldanna á milli) gerið prófið og flettið upp því sem þið eruð óviss á.

Prófið:

Click to access IWF-TO-Exam-2019-Questions.pdf

Svör:

Click to access IWF-TO-Exam-2019-Answers.pdf

Gæti kannski hljómað eins og svind, en staðreyndin er að ef þið kunnið prófið og það sem á því er þá eruð þið komin með þekkingu á því sem skiptir máli.

Svo til að rifja upp er til útdráttur á íslensku, en það efni er sérstaklega um það sem snýr að keppendum og var hugsað til þess að fræða þá, en er líka gagnlegt fyrir ykkur.

Og svo nokkrir punktar sem er gott að hafa í vasanum á keppnisdag til að rifja upp, best að gera það fyrir hvert mót.

https://docs.google.com/document/d/1Qwz2MeSONIXzCZ3vElVRuVY2HHHDdgp2-2-cB6tOGCQ/edit?usp=sharing

Þið megið endilega biðja um aðgang að þessari síðu og nota hana til að spyrja spurninga ef einhverjar eru.

https://www.facebook.com/groups/1713014768997620/?notif_id=1655848726747259&notif_t=group_admin&ref=notif

Ef þið viljið virkilega hella ykkur í þetta þá eru til video á youtube sem hægt er að horfa á:

Gangi ykkur sem allra best og verið ófeimin að spyrja ef það er eitthvað óljóst.
Kveðja,
Erna Héðinsdóttir
ernahed@gmail.com

Lyftingaþing 2023

Lög LSÍ um þing sjá HÉR

FélögFulltrúafjöldiIðkendur 2021
Glímufélagið Ármann219
Kraftlyftingafélag Akureyrar – KFA4124
Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar – KFM342
Lyftingafélag Austurlands – LFA338
Lyftingafélagið Hengill224
Lyftingafélag Kópavogs – LFK5166
Lyftingafélag Reyðarfjarðar223
Lyftingafélag Reykjavíkur – LFR12494
UMFN Massi4105
UMF Stjarnan5169
Aðeins skráðir fulltrúar félaga hafa atkvæðisrétt á þinginu, skráning fer fram á kjörbréfi við komu á þingið

Spurningum um þingið og fulltrúafjöld félaga verður svarað á lsi@lsi.is

Mótaskrá 2023

Birt með fyrirvara um breytingar

Reykjavík International Games Laugardalshöll 29. Jan – Lokið

Íslandsmeistaramót Lyftingafélag Mosfellsbæjar 18. Mars – staðfest

Heimsmeistaramót U17, Durres, Albania, 25. mars

EM masters, Waterford, Írland, 12-21. Maí

Lyftingaþing LSÍ, ÍSÍ, 26. Mars – verður auglýst síðar

EM Senior (París Qualifier), Yerevan, Armeníu, 15-23. Apríl

Íslandsmeistaramót unglinga, Óstaðfestur Mótshaldari, 20.Maí

IWF Grand Prix (París Qualifier), Havana, Cuba, 2-12. Júní

Sumarmót LSÍ, Lyftingadeild KA, Akureyri, 24-25.júní

European Masters Games, Ilmailunkatu Tampere, Finnlandi, 26.-30.júní

EM Youth,
Chisinau, Moldóva, 6-17.júlí

EM Junior og U23 Bucharest, Rúmeníu, 24 júlí-3. ágúst

HM Masters, Kraká Póllandi, 19.-27. ágúst

Heimsmeistaramót IWF (París Qualifier) Ryiadh, Saudi Arabía, 2-17. September

Haustmót LSÍ Óstaðfestur Mótshaldari 23-24.September

Norðurlandamót Fullorðinna Landskrona, Svíðþjóð, 27.október

Norðurlandamót Unglinga, Rovaniemi, Finnland, 11. Nóvember

Heimsmeistaramót Junior Guadalajara, Mexico, Nóvember (óstaðfest)

Smáþjóðaleikar, Luxemburg, 25-26. Nóvember

IWF Grand Prix 3 (París Qualifier) Doha, Qatar Desember, 1. Desember

Jólamót LSÍ Óstaðfestur Mótshaldari 17. Desember

Lágmörk LSÍ eru að finna HÉR

Reykjavík International Games 2023

Sunnudagurinn 29. janúar / Sunday 29th of January

Vigtun/Weigh-In
Konur/Women 7:00am
Karlar/Men 8:00am
Keppni hefst/Competition Starts
Konur/Women 9:00am
Karlar/Men 11:00am
Verðlaunaafhending/Award ceremony

Keyptu miða á viðburðinn HÉR

Buy Tickets HERE

Liðakeppni

Fimm lið, hvert skipað 2 körlum og 2 konum er skráð til leiks á RIG 2023.
Liðakeppnin fer þannig fram að stigahæsti keppandinn samkvæmt 2017-2020 Sinclair stigum af hvoru kyni mun fá 10 stig, annað sætið 9 stig og svo koll af kolli. Samanlögð stig munu síðan útskurða sigurvegara

Ef tvö lið eru jöfn er það lið hærra sem er með hæstu stigatölu samanlagt af einum karl og einum kvenn keppenda. Ef lið eru ennþá jöfn deila þau sætinu.
Ef keppandi lyftir ekki samanlögðum árangri þá fær hann núll stig.

Weightlifting Team competition

Five teams composed of 2 males and 2 females a total of ten male lifters and ten female lifter are currently signed up for RIG 2023.
Team competition will be based on points where the highest ranked lifter based on 2017-2020 Sinclair points [1] gets 10 points, second place 9 points in each of the gender categories.

If two or more teams are even, the team with the highest combined score of one male and one female winner is ranked higher. If the teams are still even they will share the placement.
If a competitor does not get a total he will get zero points in the team competition.

Results will be posted on www.results.lsi.is

Lið og keppendur / Teams and Competitors

Erla Ágústsdóttir á Reykjavík International Games 2022

Ísland/Iceland

Alex Daði Reynisson
Brynjar Logi Halldórsson
Þuríður Erla Helgadóttir
Úlfhildur Arna Unnarsdóttir

Noregur/Norway

Kim Eirik Tollefsen
Daniel Ronnes
Melissa Schanche
Julia Jordanger

Svíþjóð/Sweden – Out of Competition

Danmörk/Denmark

Louis Strøier
Thomas Strøier
Melina Barhagh
Mette Fasmila Pedersen

Finnland/Finland

Jesse Nykänen
Lassi Kemppainen
Emilia Tiainen
Heidi Kunelius

Færeyjar/Faroe Islands

Niels Áki Mørk
Pól Andreasen
Asta Egilstoft Nielsen
Maibrit Reynheim Petersen

50 ár frá stofnun Lyftingasamband Íslands

Stofnfundur lyftingasamband Íslands var haldinn 27.Janúar 1973 og því 50 ár frá stofnun.

Við hvetjum áhugasama til að nálgast Morgunblaðið í dag þar sem farið er stuttlega yfir sögu sambandsins: https://www.mbl.is/mogginn/bladid/innskraning/?redirect=%2Fmogginn%2Fbladid%2Fgrein%2F1828098%2F%3Ft%3D952488181&page_name=grein&grein_id=1828098

Hér að neðan má hlaða niður ársskýrslu upphafsársins 1973