Haustmót og forvarnir vegna COVID

LSÍ hefur ígrundað vel og vandlega útfærslu á mótinu og komst að niðurstöðu að leyfa áhorfendur á mótinu, enda er ekki búist við því að fjöldi manns fari yfir 200 manna viðmið sóttvarnarlaga.

Ákvöðrun er tekin á þeim forsendum að hægt sé að aðskilja keppendur frá áhorfendum á mótsstað. Enginn fær að koma inn í hús án þess að vera með grímu og allir þurfa að vera meðvitaðir og huga vel að sóttvörnum. Allir eru hvattir til að koma með sínar eigin grímur en grímur verða einnig til sölu á staðnum.

Aðskilin salerni verður fyrir áhorfendur og keppendur. Spritt verður við inngang og á völdum svæðum og eru allir hvattir til að vera duglegir að nýta sér það.

Áhorfendur og starfsmenn þurfa að vera með grímur allan tíman. Keppendur þurfa að vera með grímur í vigtun og í búningsklefa. Á meðan beðið er eftir vigtun þurfa mega keppendur ekki taka niður grímur.

Aðeins einn keppandi má vera á hverri stöng á upphitunarsvæði og þarf að sótthreinsa búnað að lokinni upphitun.

Magnús B. Þórðarson
Formaður LSÍ

Haustmót LSÍ

Forvarnir, streymi, mótadagskrá og keppendalisti

Forvarnir vegna COVID

Vegna fjölgunnar á smitum seinustu vikuna þurfa ALLIR starfsmenn, þjálfarar og áhorfendur á mótinu að hafa grímu allt mótið. Keppendur þurfa að hafa grímu í vigtun og á meðan þeir bíða eftir sínum hóp og á milli lyftna. Ekki þurfa keppendur að notast við grímu meðan upphitun stendur eða á keppnispalli en þarf að sótthreinsa allar keppnis og upphitunarstangir og upphitunarlóð eftir hvern hóp, sótthreinsar hver og einn eftir sig sjálfa/n.

A.T.H.
REGLUR VEGNA COVID GETA BREYST FYRIRVARALAUST.
UPPLÝSINGAR VERÐA SETTA Á SAMFÉLAGSMIÐLA OG HEIMASÍÐU LSÍ

Streymi

Streymt verður viðburðinum á TWITCH síðu LSÍ HÉR

Mótadagskrá

Keppendalisti

B Hópur Kvenna

Unnur Sjöfn JónasdóttirLFG
Heiða Mist KristjánsdóttirLFK
Katrín Ragna JóhannsdóttirUMFS
Katharina JóhannsdóttirUMFS
Sólveig ÞórðardóttirLFK
Auður Arna EyþórsdóttirLFG
Jenný GuðmundsdóttirLFR
Svandís Viðja VíðisdóttirUMFS
Auður Ýr GunnarsdóttirLFK
Viktoría Rós GuðmundsdóttirUMFS

A Hópur Kvenna

Indíana Lind GyfadóttirLFG
Kristín Dóra SigurðardóttirLFM
Friðný Fjóla JónsdóttirHengill
Birta Líf ÞórarinsdóttirLFR
Íris Rut JónsdóttirMassi
Amalía Ósk SigurðardóttirLFM
Hrund SchevingLFK

B Hópur Karla

Aron Örn GunnarssonLFR
Arnór Daði JónssonUMFS
Davíð ingimar þórmundssonUMFS
Hlynur Smári MagnússonLFR
Guðmundur Bjarni BrynjólfssonUMFS
Guðjón Valgeir GuðmundssonLFK
Marel Bent BjörgvinssonUMFS
Bjarki Breiðfjörð BjörnssonUMFS
Birgir HilmarssonLFR

A Hópur Karla

Suthaphat SaengchueaphoLFK
Jóel KristjánssonLFR
Símon gestur ragnarssonUMFS
Örn DavíðssonUMFS
Alex Daði ReynissonLFG
Birkir Örn JónssonLFG
Emil Ragnar ÆgissonMassi
Brynjar Logi HalldórssonLFR

Haustmót LSÍ 2020 á Selfossi

Skráning er hafin á Haustmót LSÍ og verður það haldið 26-27. september á Selfossi á þessu sinni af UMF Selfoss og þökkum við þeim kærlega fyrir að gefa okkur mótstað.
Eins og svo oft áður höfum við báða dagana bakvið eyrað þangað til skráningu er lokið svo við sjáum hversu marga keppendur skrá sig en yfirleitt eru mótin okkar keyrð á einum degi nema fjöldi fari yfir öll velsæmismörk. Skráning er opin til 15. september.

Hlökkum til að sjá ykkur á Selfossi!
Maríanna Ástmarsdóttir
Framkvæmdarstjóri LSÍ

HLEKKUR Á SKRÁNINGU HÉR

Úrslit Sumarmóts LSÍ og Íslandsmeistaramóts Unglinga

Þakkarorð

Þann 25. júlí síðastliðinn var Sumarmót LSÍ og Íslandsmeistaramót Unglinga haldið með miklum ágætum af Lyftingafélagi í Kópavogs á heimavelli þeirra í Sporthúsinu í Kópavogi. Var þetta mót fyrsta mót LSÍ sem streymt var á Twitch og geta þeir sem vilja fylgt LSÍ á Twitch HÉR. Mótið var sett og kynning á fyrsta hóp gerð á tilsettum tíma en vegna skrúfu í keppnispalli sem stóð uppúr þurftu mótshaldarar að seinka byrjun fyrstu lyftu um dágóðastund eða þar til hún var löguð. Þetta atvik breytti dagskrá mótsins töluvert en með dugrar vinnu allra starfsmanna var hægt að rétta tíman þó nokkuð af og seinkaði verðlauna afhendingu einungis um u.þ.b. 20 mínútur í lokin. Við þökkum öllum starfsmönnum mótsins kærlega fyrir alla aðstoðina, þið stóðuð ykkur frábærlega. Án ykkar glaðlyndi og vinnusemi hefðum við verið lagt fram eftir öllu. Þið eruð frábær! Var þetta einstaklega skemmtilegt mót og frábært að sjá hversu margir settu met, toppuðu sinn persónulega árangur eða jafnvel tóku þátt í sínu fyrsta móti sem er mikill persónulegur sigur.

Með tilhlökkun til næsta móts!
Maríanna Ástmarsdóttir
Framkvæmdarstjóri LSÍ

Úrslit

Til að sjá allar tölur mótsins þá getið þið farið á http://results.lsi.is

Stigahæðsti árangur

Sumarmót LSÍ

Karlaflokkur

  1. sæti Arnór Gauti Haraldsson hjá Lyftingafélagi Garðabæjar í -89kg flokki var með 294kg í samanlögðu og 350,8 Sinclairstig. Arnór setti setti íslandsmet bæði í U23 og almennuflokki í snörun með 135 kg, jafnhendingu með 159kg og því einnig samanlögðu 294kg.
  2. sæti Daníel Róbertsson hjá Lyftingafélagi Reykjavíkur í -89 flokki. Gerði hann persónulegar bætingar á mótinu með 132 kg í snörun og 158 kg í jafnhendingu.
  3. sæti Sigurður Darri Rafnsson frá Lyftingafélagi Reykjavíkur í -81kg flokki var með 250kg í samanlögðu og 313,1 Sinclairstig. Þessi frábæri árangur hans landaði honum stöðu í landsliði LSÍ fyrir Norðurlandamót.

Kvennaflokkur

  1. sæti Birna Aradóttir hjá Lyftingadeild Stjörnunnar í -64kg flokki setti íslandsmet í samanlögðu með 178 kg og náði 234,3 Sinclairstigum.
  2. sæti Amalía Ósk Sigurðardóttir hjá Lyftingafélagi Mosfellsbæjar í -64kg flokki náði 173kg í samanlögðu og 228,1 Sinclairstigum.
  3. sæti Alma Hrönn Káradóttir hjá Lyftingafélagi Kópavogs í -71kg flokki náði 174kg í samanlögðu og 218,4 Sinclairstigum. Alma setti þrjú öldungaflokks met í Masters 35 með 77kg í snörun, 97kg í jafnhendingu og 174 kg í samanlögðu.

Einnig er vert að nefna Ingunni Lúðvíksdóttur sem setti þó nokkur met í -76kg flokki öldunga. Þá í Masters 35 og 40 sem endaði í 71kg í snörun, 90kg í jafnhendingu og 161 í samanlögðu. Þetta náði henni í 194,3 Sinclairstig.

Íslandsmeistaramót Unglinga

Brynjar Ari Magnússon hjá LFR, fæddur 2004 í -89kg flokki var stigahæðstur drengja í U17 með 108kg í snörun og 130kg í jafnhendingu og náði því þessu með 284,5 Sinclairstigum.

Bergrós Björnsdóttir hjá UMFSelfoss, fædd 2007 í -64kg flokki var stigahæðst meyja í U17 með 60kg í snörun og 71kg í jafnhendingu og náði því 171,4 Sinclairstigum. Þess má geta að Bergrós var lang yngsti keppandi mótsins.

Símon Gestur Ragnarsson hjá UMFSelfoss, fæddur 2001 í -89kg flokki var stigahæðstur pilta í U20 með 119 í snörun sem var nýtt Íslandsmet í U20 og 132 í jafnhendingu sem gaf honum 292 Sinclairstig.

Katla Björk Ketilsdóttir hjá Massa í Njarðvík, fædd 2000 í -64kg flokki var stigahæðst stúlkna í U20 með 75 kg í snörun og 88kg í jafnhendingu sem landaði henni 213,4 Sinclairstigum.

Sætaskipan í unglingaflokkum

Karlaflokkar U17

-64kg flokkur
1. sæti: Hlynur Smári Magnússon – 197,6 Sinclairstig

-73kg flokkur
1. sæti: Birgir Hilmarsson – 230,6 Sinclairstig

-81kg flokkur
1. sæti Guðmundur Bjarni Brynjólfsson – 191,1 Sinclairstig

-89kg flokkur
1. sæti Brynjar Ari Magnússon – 284,5 Sinclairstig

Kvennaflokkur U17

-64kg flokkur
1. sæti Bergrós Björnsdóttir – 171,4 Sinclairstig

-71kg flokkur
1. sæti Sólveig Þórðardóttir – 144,7 Sinclairstig

-76kg flokkur
1. sæti Jenný Guðmundsdóttir – 144,1 Sinclairstig

+81kg flokkur
1. sæti Unnur Sjöfn Jónasdóttir – 108,8 Sinclairstig

Karlaflokkur U20

-81kg flokkur
1. sæti Brynjar Logi Halldórsson – 259,9 Sinclairstig

-89kg flokkur
1. sæti Símon Gestur Ragnarsson – 292 Sinclairstig
2. sæti Jóel Kristjánsson – 248,1 Sinclairstig

Kvennaflokkur U20

-55kg flokkur
1. sæti Guðlaug Li Smáradóttir – 121,2 Sinclairstig

-64kg flokkur
1. sæti Katla Björk Ketilsdóttir – 213,4 Sinclairstig
2. sæti Hrafnhildur Finnbogadóttir – 184,1 Sinclairstig

-71kg flokkur
1. sæti Birta Líf Þórarinsdóttir – 208,5 Sinclairstig
2. sæti Kristín Dóra Sigurðardóttir – 193,6 Sinclairstig
3. sæti Arey Rakel Guðnadóttir – 165,3 Sinclairstig

-76kg flokkur
1. Elín Birna Hallgrímsdóttir – 178,2 Sinclairstig

-87kg flokkur
1. Indíana Lind Gylfadóttir – 167,7 Sinclairstig

Keppendalisti fyrir Sumarmót LSÍ og Íslandsmeistaramót Unglinga 25. júlí

Athugasemdir skulu sendast á lsi@lsi.is

Íslandsmeistaramót Unglinga er þyngdarflokkamót
Sumarmót LSÍ er Sinclair-stiga mót
Vegna aðstæðna skora allir keppendur til stiga fyrir sitt félag í liðakeppni LSÍ.

Konur

U17

FélagNafnÞyngdarflokkurFæðingarár
UMFSBergrós Björnsdóttir642007
LFKSólveig Þórðardóttir712004
LFRJenný Guðmundsdóttir762003
LFGUnnur Sjöfn Jónasdóttir+812004

U20

FélagNafnÞyngdarflokkurFæðingarár
LFKGuðlaug Li Smáradóttir552002
LFKHrafnhildur Finnbogadóttir642000
MassiKatla Björk Ketilsdóttir642000
LFRArey Rakel Guðnadóttir712002
LFRBirta Líf Þórarinsdóttir712002
LFMKristín Dóra Sigurðardóttir712001
LFRElín Birna Hallgrímsdóttir762000
LFGIndíana Lind Gylfadóttir872000

Senior

FélagNafnÞyngdarflokkurFæðingarár
LFKHeiða Mist Kristjánsdóttir591997
LFKSteinunn Anna Svansdóttir641998
LFKRagnhildur Sigríður Marteinsdóttir641998
UMFSSvandís Viðja Víðisdóttir641998
LFMAmalía Ósk Sigurðardóttir641997
StjarnanBirna Aradóttir641999
MassiÍris Rut Jónsdóttir641991
HengillHeiðrún Stella Þorvaldsdóttir641993
LFKAlma Hrönn Káradóttir711984
LFKAuður Ýr Gunnarsdóttir711997
LFKHrund Scheving711978
LFKErla Guðmundsdóttir711980
LFKIngunn Lúðvíksdóttir761977
HengillFriðný Fjóla Jónsdóttir761997
LFKAnna Elísabet Stark871999

Karlar

U17

FélagNafnÞyngdarflokkurFæðingarár
LFRHlynur Smári Magnússon672004
LFRBirgir Hilmarsson732003
UMFSGuðmundur Bjarni Brynjólfsson812003
LFRRökkvi Guðnason892005
LFRBrynjar Ari Magnússon892004

U20

FélagNafnÞyngdarflokkurFæðingarár
LFRBrynjar logi halldórsson812002
LFRJóel Kristjánsson892002
UMFSSímon gestur ragnarsson892001

Senior

FélagNafnÞyngdarflokkurFæðingarár
StjarnanÁrni Rúnar Baldursson731995
LFRSigurður Darri Rafnsson811998
LFGBirkir Örn Jónsson811995
LFRDaníel Róbertsson891991
StjarnanStephen Albert Björnsson891992
LFGÁrni Olsen Jóhannesson891997
LFGAlex Daði Reynisson891998
LFGArnór Gauti Haraldsson891998
LFKÁrni Freyr Bjarnason961988

Sumarfjarnám – Þjálfaramenntun ÍSÍ

Sumarfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 22. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.

Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.

Þátttökugjald á 1. stig er kr. 30.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði.
Þátttökugjald á 2. stig er kr. 28.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin. 
Gjaldið á 3. stig er kr. 40.000.-

Athugið að þeir nemendur/þjálfarar sem koma frá Fyrirmyndarfélögum/-deildum ÍSÍ fá 20% afslátt af námskeiðsgjaldi.

Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir mánudaginn 22. júní. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi. 

Slóð á skráningu á öll stig í sumarfjarnám Þjálfaramenntunar ÍSÍ 2020.

Allar nánari upplýsingar um Þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460-1467 og 863-1399 eða á vidar@isi.is