Dómaranámskeið 2015

Dómaranámskeið LSÍ verður haldið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal daganna 21-23 Maí.
Hvert aðildarfélag getur sent tvo félagsmenn á námskeiðið gjaldfrjálst og fer skráning fram á lsi@lsi.is, verðið er 5000kr fyrir aðra.

Kennari verður Per Mattingsdal formaður norska lyftingasambandins og Alþjóðadómari IWF.

Drög af dagskrá er meðfylgjandi: Program Ref. Seminar in Reykjavik 2015

Reglur IWF: http://www.iwf.net/wp-content/uploads/downloads/2015/01/IWF-TCRR-2013-2016.2015.01.22.pdf

Úrslit og myndir frá Íslandsmeistaramótinu

Andri Gunnarsson og Þuríður Erla Helgadóttir urðu stigahæst

Andri Gunnarsson og Þuríður Erla Helgadóttir urðu stigahæst í karla og kvenna flokki

Frábæru íslandsmóti lauk í gær, nokkrir helltust úr lestinni á síðustu dögum fyrir mótið en 32 keppendur mættu til leiks 15 konur og 17 karlar. Mikið var um íslandsmet og meiri breidd í keppendahópnum en við höfum séð áður. Mótinu verður gerð betri skil á næstu dögum en úrslit og myndir eru komin á netið. Lyftingasamband Íslands þakkar öllum þeim sem komu að mótinu, styrktaraðilum en einnig öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem komu frá flestum lyftingafélögum landsins!

Úrslit: http://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-2015

Myndir Karlar: https://www.flickr.com/photos/103688949@N03/sets/72157649989154414/

Myndir Konur: https://www.flickr.com/photos/103688949@N03/sets/72157651912125768/

Innslag í sunnudags íþróttafréttum RÚV: http://ruv.is/sarpurinn/ruv/ithrottir/20150503

Frétt MBL um mótið: http://www.mbl.is/sport/frettir/2015/05/04/fjoldi_meta_a_islandsmotinu_2/

Sjá frétt RÚV: http://ruv.is/frett/thuridur-fyrst-yfir-250-stiga-murinn

Sjá frétt í Fjarðarpóstinum (síða 6): http://www.fjardarposturinn.is/images/FP-pdf/FP-2015-18-skjar.pdf

Íslandsmeistaramótið 2015: Tímaseðill

Skorað hefur verið nokkrum sinnum á LSÍ að hafa konur á eftir körlum, það verður því prufað í fyrsta skipti á þessu móti.

Tímaseðill (birtur með fyrirvara)

Vigtun fer fram í suðurbæjarlaug í Hafnarfirði

Vigtun KK (8:00-9:00)

Vigtun KVK (9:00-10:00)

KK Hópur 1 (8 KK) (90 min) 10:00-11:30
Þyngdarflokkar: -69kg og -77kg

KK Hópur 2 (11 KK) (120 min) 11:40-13:40
Þyngdarflokkar: -85kg, -94kg, -105kg og 105kg+

KVK Hópur 1 (11 KVK) (120 min) 13:50-15:50
Þyngdarflokkar: -48kg, -53kg, -58kg og -63kg

KVK Hópur 2 (8 KVK) (90 min) 16:00-17:30
Þyngdarflokkar: -69kg, -75kg og +75kg

Smáþjóðleikar í lyftingum: Ísland í öðru sæti

Liðið mætt í kynningu

Liðið mætt í kynningu

SJÁ frétt mbl um mótið:http://www.mbl.is/sport/frettir/2015/04/26/island_i_odru_saeti/

Smáþjóðleik­arn­ir í ólymp­ísk­um lyft­ing­um fóru fram í Mónakó í gær en mótið er ár­legt mót á milli smáþjóðanna þar sem ár­ang­ur þriggja bestu lyft­inga­manna er tal­inn sam­an til að finna sig­ur­veg­ara.

Sex þjóðir sendu lið til keppni þetta árið en það voru ásamt móts­höld­ur­um í Mónakó; Ísland, Kýp­ur, Malta, Lúx­em­borg og San Marínó. Lið Íslands og Kýp­ur háðu harða keppni um stiga­bik­ar móts­ins og fór það svo að Kýp­ur sigraði með um 15 Sincla­ir stig­um eða sam­tals 997,8 stig­um á móti 985,1stig­um Íslands.

Stiga­hæst­ur ís­lend­ing­anna var hinn 18 ára gamli Guðmund­ur Högni Hilm­ars­son sem snaraði 125 kg og jafn­henti 158 kg sem er nýtt Íslands­met í -94kg flokki karla en Guðmund­ur vigtaðist inn 86,71 kg. Hann var jafn­framt þriðji stiga­hæsti maður móts­ins með 334,9 Sincla­ir stig

Björg­vin Karl Guðmunds­son snaraði 122 kg og jafn­henti 150 kg, Sig­urður Bjarki Ein­ars­son snaraði 127 kg (sem er nýtt Íslands­met í -94 kg flokki karla) og jafn­henti 156 kg og að lok­um snaraði Andri Gunn­ars­son 140 kg og jafn­henti 170 kg en hann reyndi við 183 kg í jafn­hend­ingu sem hafði tryggt Íslandi sig­ur en missti lyft­una í efstu stöðu.

Þeir verða all­ir í eld­lín­unni ásamt besta lyft­inga­fólki lands­ins næstu helgi (2.maí) þegar Íslands­mótið fer fram í Kaplakrika milli 10-18 og er aðgang­ur ókeyp­is.

Evrópumeistaramót í lyftingum

Ísland átti enga keppendur á evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem lauk í Georgíu í gær laugardaginn 18.Apríl. Ákveðið var að senda frekar keppendur á Heimsmeistaramótið í Houston þar sem ferðin til Georgíu er löng og dýr.

Norðurlandaþjóðirnar sendu allar keppendur (14kvk og 11kk) að undanskildu Íslandi og eru úrslit þeirra keppenda komin inn í gagnagrunn LSÍ: http://results.lsi.is/meet/evropumeistaramot-ewf-2015

Heildarúrslit mótsins má sjá á heimasíðu easywl þar sem einnig má sjá myndbönd af flest öllum lyftum mótsins: http://www.easywl.com/results/

Bestu norðurlandabúarnir voru Ruth Kasirye (NOR) í kvennaflokki sem varð fimmta í -69kg flokki með 105kg í snörun og 127kg í jafnhendingu, það gaf henni 292,1 stig. Í karlaflokki skoraði Miika Antti-Roiko (FIN) hæst með 150kg í snörun og 195kg í jafnhendingu í -94kg flokki, sá árangur færði honum 394,8 stig.