NJC2016: Schedule (draft)

The Nordic Junior Championships will be held at Íþróttahúsið Strandgötu in Hafnarfjordur 29-30. October. Weigh-in will be at Suðurbæjarlaug 850m from the sports hall.

Updated final entry as of 22.10.2016:final-entry-22_10_2016

Schedule (draft):

Saturday 29th of October

7:00-8:00 Weigh-in all female categories (Suðurbæjarlaug)
8:00-9:00 Weigh-in male youth category (Suðurbæjarlaug)
8:45-9:00 Opening Ceremony
9:00-10:30 1-Female-Youth 48kg and 58kg (11 athletes)
10:40-12:10 2-Female-Youth 53kg, 63kg and 69kg (11 athletes)
12:20-13:30 3-Male-Youth 56kg,62kg,69kg (7 athletes)
13:40-15:10 4-Male-Youth 77kg, 85kg, 94kg and +94kg (11 athletes)
15:20-16:40 5-Female-Junior 53kg, 58kg, 63kg (10 athletes)
16:50-18:00 6-Female-Junior 69kg and 75kg (7 athletes)
19:00-21:00 Banquet with award ceremony

Sunday 30th of October

7:00-8:00 Weigh-in male junior category (Suðurbæjarlaug)
9:00-10:50 7-Male -Junior 62kg, 69kg, 77kg (13 athletes)
11:00-12:40 8-Male-Junior 85kg, 94kg, 105kg and +105kg (12 athletes)
12:50-13:10 Award ceremony
13:30 Bus to airport from competition hall

NM Senior 2016: Úrslit

Norðurlandamótinu í ólympískum lyftingum lauk um síðustu helgi.Ísland átti 7 keppendur á mótinu sem flestir voru í mikilli báráttu um verðlaunasæti.

Heildarúrslit má nálgast hér

Sjá umfjöllun morgunblaðsins hér

-58kg flokkur kvenna

Jakobína Jónsdóttir vann til silfur verðlauna og bætti sig um 3kg í snörun og jafnhendingu þegar hún lyfti 73kg í snörun og 90kg í jafnhendingu. Hún átti tilraun við 92kg sem hefði sett pressu á hina finnsku Laura Liukkonen sem lyfti 73kg í snörun og 93kg í jafnhendingu. Jakobína var léttari og hefði því sigrað ef þær hefðu lyft sömu þyngd.

-63kg flokkur kvenna

Anna Hulda Ólafsdóttir og Björk Óðinsdóttir voru mættar í þennan flokk og búist var við harðri baráttu fyrirfram en 4-5 konur áttu möguleika á palli. Anna Hulda byrjaði á því að klikka á 77kg opnunarlyftu í snörun sem var mögulega dýrkeypt því hún lyfti auðveldlega 77kg í annari tilraun og síðan 82kg sem var nýtt Íslandsmet og virtist eiga inn. Björk átti frábæra snörun þar sem hún fór með 75kg, 80kg og loks 83kg í lokalyftunni sem hún fékk dæmda ógilda 3-0 af dómurum en kviðdómur dæmdi lyftuna gilda þar sem hreyfing var á öxlum en ekki olnbogum og bæting á íslandsmeti Önnu var því staðreynd.Helstu keppinautar þeirra klikkuðu allar í þriðju tilraun og því var Björk með forustu eftir snörun, Ine Andersson með 82kg og Anna með 82kg. Í jafnhendingu byrjaði Anna á 90kg en cleanið misfórst aðeins og lyftan varð fyrir vikið hæg og þung, því næst fór Anna í 92kg sem var mun betri lyfta og loks í 95kg í þriðju tilraun jafnt hennar besta árangri og var sú lyfta lang auðveldust. Anna lauk því keppni með 177kg og tryggt þriðja sæti, þetta var hennar hæsti Sinclair í lyftingum en tilfinningin var að nokkur kíló voru skilin eftir á pallinum. Nú var röðin komin að Björk en hún opnaði í 95kg og hin norska Ine Anderssen í 96kg, þær voru því jafnar eftir fyrstu lyftu og Ine í forustu á léttari líkamsþyngd. Björk fór því næst í 100kg sem litu mjög vel út og Ine í 101kg sem var einnig frábær lyfta. Ine varð í 12.sæti á EM í Noregi með 84kg í snörun og 104kg í jafnhendingu og því þurfti að spá í spilin hvað myndi þurfa til þess að vinna hana en hún virtist eiga 3-5kg inni í jafnhendingu. Ákveðið var að kalla 106kg á stöngina sem hefði verið nýtt Íslandsmet í jafnhendingu og Elite-pin lágmark fyrir Björk (189kg samanlagt). Ine fór því í 105kg og lyfti á undan, hún klikkaði á þeirri lyftu og mögulega má deila um það hvort það var góð ákvörðun eða slæm að halda sig við 106kg í stað þess að lækka þyngdina niður í 105kg. Björk fór í 106kg sem var það þyngsta sem hún hafði clean-að eftir að hafa slitið hásin fyrir um einu og hálfu ári, hún stóð upp með það nokkuð auðveldlega og kláraði lyftuna upp fyrir haus en fékk ógilt fyrir pressu. Ine og Björk lyftu því jafn miklu og Ine sigraði flokkin og Björk með silfur.

-69kg flokkur kvenna

Hér var Aníta Líf Aradóttir mætt en á pappír var nokkuð öruggt að hin sænska Patricia Strenius myndi sigra. Aníta byrjaði á 75kg í snörun sem var auðveld lyfta og fór því næst í 80kg. Fyrri tilraun Anítu á 80kg var ekki góð en seinni tilraunin mun betri þó að hún náði ekki gildri lyftu. Í jafnhendingu var ákveðið að fá keppnis reynslu og fá allar lyftur í gegn, 95kg, 98kg og 100kg fóru því í gegn auðveldlega sem var öruggt silfur.

-75kg flokkur kvenna

Freyja Mist Ólafsdóttir var síðust kvenna til að hefja keppni, Freyja þurfti að létta sig um 2,5kg á sólahring fyrir keppni og það tók því sinn toll, en tvær mjög sterkar stelpur voru í +75kg flokki og Freyja hefði því aðeins átt mögulega á brons eða silfri þar. Freyja hefur verið að glíma við smávægileg hnémeiðsli og því var ákveðið fyrir mótið að hún myndi powerclean-a í jafnhendingunni en snara undir stöngina til að hlífa hnéinu fyrir NM unglinga í lok mánaðarins. Fyrsta markmið var að lyfta til sigurs og seinna markmiðið var að gera atlögu að norðurlandametum unglinga í -75kg flokki 81kg í snörun og 101kg í jafnhendingu. Freyja opnaði á 78kg í snörun og fór síðan í 82kg sem var nýtt met og auðveld lyfta, í þriðju tilraun fór hún 86kg sem hún stóð upp með hálfa leið en missti mjög tæpt. Í jafnhendingunni fór hún í 96kg sem tryggðu henni sigur og einnig íslandsmet unglinga í samanlögðu í -75kg flokk. Síðan var reynt við 102kg með powerclean-i sem hefði verið nýtt norðurlandamet unglinga en það gekk ekki í hvorugri tilrauninni. Norðurlandameistaratitill og eitt norðurlandamet unglinga var staðreynd.

-69kg flokkur karla

Einar Ingi Jónsson var síðastur íslensku keppendanna á fyrri degi mótsins hér var markmiðið að keppa til sigurs en daginn fyrir mótið fór Tim Kring (Danmörku) niður um flokk úr -77kg í -69kg og því var vitað að erfitt yrði fyrir Einar að keppa um gull. Norðmaðurinn Daníel Ronnes var því helsti keppinautur Einars. Einar opnaði á 105kg í snörun en sú tilraun var ekki góð og því var ákveðið að fara aftur í sömu þyngd, hún fór og því næst var hækkað í 110kg. Einar lyfti 110kg auðveldlega í þriðju tilraun á meðan Ronnes opnaði á 110kg og fór síðan í 114kg sem hann lyfti í þriðju og síðustu tilraun. Hann var því með 4kg forskot á Einar og léttari líkamsþyngd (30gr). Tim Kring snaraði 121kg. Í jafnhendingunni opnaði Einar öruggur á 137kg og fór síðan í 143kg sem var góð bæting um 4kg á íslandsmetinu sínu. Rönnes lyfti því næst 144kg og var því komin með 5kg forskot á Einar. Ákveðið var að fara í 146kg sem hefði verið 1kg bæting á norðurlandameti unglinga í eigu Milko Tokola í stað þess að fara í 149kg sem hefði þurft til þess að sigra Rönnes um silfrið. Einar lyfti þeirri þyngd en fékk lyftuna 3-0 dæmda af vegna pressu, flestir voru á því að það hefði verið mjög harður dómur en kviðdómur gerði ekki athugasemd við þann dóm. Norðurlandametið stendur því enn í 145kg en Einar mun án vafa taka það met fyrr en seinna.

-105kg flokkur karla

Á síðari keppnisdeginum keppti Ingólfur Þór Ævarsson í fyrnasterkum -105kg flokk karla en 6 keppendur voru skráðir í flokkinn, stefnan var sett á bætingar í snörun og jafnhendingu. Ingólfur hóf keppni á 120kg í snörun og lyfti þeirri þyngd auðveldlega, því næst fór hann í 127kg en náði ekki að sitja undir henni til að standa upp. Jafnhendingin gekk betur þar sem hann lyfti 155kg í opnunar þyngd og síðan 162kg í þriðju og síðustu tilraun sem var bæting um 1kg. Ingólfur fékk miklvæga keppnisreynslu og 5.sætið var staðreynd.

Ingólfur Þór Ævarsson @iaevarsson með 162kg á NM2016. Photo: Tryggve Duun

A photo posted by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) on

Stigahæstu keppendur mótsins

Ávallt er afhendur stigabikar fyrir hæsta Sinclair mótsins sem sjá má hér að neðan

# Name Team Gender Weight Total Sinclair
1 Eero Retulainen FIN M 93,73 325,0 371,2
2 Kim Eirik Tollefsen NOR M 110,09 342,0 367,9
3 Tim Kring DEN M 67,32 268,0 366,3
# Name Team Gender Weight Total Sinclair
1 Meri Ilmarinen FIN F 76,76 222,0 262,6
2 Sarah Hovden Övsthus NOR F 52,07 167,0 255,5
3 Patricia Strenius SWE F 67,73 200,0 253,8

NM 2016

Sýnt verður frá mótinu á eftirfarandi vefsíðu: http://tilasto.painonnosto.fi/lifter.php?lifter_id=942

Dagskráin er eftirfarandi
11:15 (8:15 ÍSL) Keppni hefst
Hópur 1 (-48kg og -53kg flokkur KVK) 9 keppendur
Hópur 2 (-58kg og -63kg flokkur KVK) 11 keppendur
Hópur 3 (-69kg, -75kg og +75kg flokkur KVK) 9 keppendur
Hópur 4 (-69kg flokkur KK) 6 keppendur
Hópur 5 (-62kg, -77kg og -85kg flokkur KK) 7 keppendur

Við munum reyna að uppfæra afreksgagnagruninn eftir því sem við best getum um og eftir keppni: http://results.lsi.is/meet/nordic-championship-2016

 

Norðurlandamót Unglinga: Keppendalisti

Keppendalisti fyrir Norðurlandamót Unglinga sem haldið verður í Íþróttahúsinu Strandgötu 29.-30.Október er kominn á netið og má nálgast hér.

Final registration for Nordic Junior Championships in Iceland is available here.

83 keppendur munu keppa á mótinu af því eru 23 íslenskir keppendur sem sjá má hér að neðan:

Fjöldi Nafn Þyngdfl. Aldursfl. f. Best samanlagt
1 Jónsdóttir, Rakel Ragnheiður 53 Youth, F 1999 122
2 Ómarsdóttir, Nanna 58 Youth, F 2000 99
3 Finnbogadóttir, Hrafnhildur 58 Youth, F 2000 110
4 Ingvarsdóttir, Helena 63 Youth, F 1999 134
5 Ketilsdóttir, Katla Björk 63 Youth, F 2000 148
6 Þorvaldsdóttir, Andrea Rún 69 Youth, F 2000 102
7 Ingólfsdóttir, Brynja Maren 69 Youth, F 1999 112
8 Einarsson, Matthías Abel 62 Youth,M 2000 128
9 Steinarsson, Einar Örn 77 Youth,M 1999 190
10 Hilmarsson, Axel Máni 77 Youth,M 1999 192
11 Björnsson, Jón Kaldalóns 85 Youth,M 1999 185
12 Guðnason, Sigurjón 94 Youth,M 1999 185
13 Jónsdóttir, Bryndís 63 Junior,F 1996 138
14 Helgadottir, Lilja Lind 69 Junior,F 1996 167
15 Olafsdottir, Freyja Mist 75 Junior,F 1996 194
16 Þrastarson, Jökull Máni 69 Junior,M 1998 190
17 Jónsson, Einar Ingi 69 Junior,M 1996 249
18 Ingólfsson, Daníel Askur 77 Junior,M 1997 216
19 Hreiðarsson, Andri Orri 77 Junior,M 1996 228
20 Jónsson, Ingimar 85 Junior,M 1998 210
21 Haraldsson, Arnór Gauti 85 Junior,M 1998 239
22 Ólafsson, Guðmundur Juanito 94 Junior,M 1997 220
23 Hilmarsson, Gudmundur Högni 94 Junior,M 1996 283

NM 2016: keppendalisti

pmjulisteeng15-09Keppendalisti fyrir NM fullorðinna hefur verið birtur, þyngdarflokkar verða staðfestir á tæknifundi fyrir mótið. Eins og alltaf er haldin liðakeppni félaga samhliða mótinu og eru nokkrir mjög sterkir lyftingamenn.

Áður hefur komið fram að Ísland á 7 fulltrúa á mótinu, 5 í kvenna keppni og 2 í karlakeppni.

Keppendalisti NM: http://results.lsi.is/meet/nordic-championship-2016

Liðakeppni félagsliða: http://results.lsi.is/meet/nordic-championship-ntf-team-champ-2016

 

Haustmótið: Úrslit

Haustmótið fór fram í Íþróttahúsinu í Hveragerði í dag (17.September) í umsjón Lyftingafélagsins Hengils.

Heildarúrslit má finna hér:http://results.lsi.is/meet/haustmot-2016

 

 

Nokkur unglinga og öldungamet féllu á mótinu

Katla Björk Ketilsdóttir (UMFN) [f.2000] setti ótal met í -63kg flokki 17 ára og yngri sem og 20 ára og yngri. Þegar hún snaraði 66kg og jafnhenti 82kg.

Lilja Lind Helgadóttir (LFG) [f.1996] setti met í jafnhendingu í -69kg flokki 20 ára og yngri þegar hún jafnhenti 92kg.

Guðrún Sólveig Sigurgrímsdóttir (Ármanni) [f.1968] (móðir Lilju og Þuríðar Erlu) setti Masters met í flokkum M35, M40 og M45 með 45kg í snörun og 65kg í jafnhendingu.

Einar Ísberg (Hengill) [f.2002] setti unglingamet í mörgum flokkum í -56kg flokki þegar hann snaraði 33kg og jafnhenti 55kg. Björgvin Karl Guðmundsson Crossfit hetja var þjálfari Einars á mótinu og greinilegt að hann hefur kennt Einari vel.

 

NM 2016: Landslið Íslands

NM 2016 verður haldið í Rovaniemi (Lapplandi/Finnlandi) helgina 1-2.Október.

Landslið Íslands er að þessu sinni skipað 5 konum og 2 körlum sem koma frá tveimur lyftingafélögum; LFR (5) og KFA (2). Öll eru þau með Instagram og hvetjum við áhugasama til að kíkja á þau.

Ísland hefur á síðustu árum 2x eignast Norðurlandameistara; Anna Hulda Ólafsdóttir (2014 í -58kg flokki kvenna) og Þuríður Erla Helgadóttir (2015 í -58kg flokki kvenna).

Keppendurnir 2016 eru eftirarandi:

-58kg flokkur KVK

Jakobína Jónsdóttir (@jakobinaj) keppir nú í fyrsta sinn fyrir landsliðið en á lyftingamóti á hún best 70kg í snörun og 87kg í jafnhendingu. Hún er líklegt til þess að bæta þann árangur úti í Finnlandi.

-63kg flokkur KVK

Björk Óðinsdóttir (@bjorkodins) mætir aftur til leiks á keppnispallinn í ólympískum lyftingum en hún varð þriðja á NM2014 þar sem hún jafnhenti Íslandsmet 102kg. Íslandsmetið í jafnhendingu er sem stendur 105kg í eigu Hjördísar Ósk Óskarsdóttur og getur Björk slegið það á góðum degi.

Anna Hulda Ólafsdóttir (@annahuldaolafs) keppir einnig í -63kg flokki en hún er reynslumesti keppandinn í hópnum og keppti síðast á EM í Apríl þar sem hún snaraði nýju íslandsmeti í -63kg flokki kvenna 81kg. Anna á best 95kg í jafnhendingu og er líkleg til að stimpla sig inn í 100kg klúbbinn mjög fljótlega.

-69kg flokkur KVK

Aníta Líf Aradóttir (@anitalif) er líkt og Jakobína að keppa á sýnu fyrsta móti fyrir landsliðið. Í Ágúst keppti hún og bætti sig um 17kg í samanlögðum árangri þegar hún lyfti 77kg í snörun og 103kg í jafnhendingu. Hún er til alls líkleg í Finnlandi og beygði í að framan í síðustu viku 135kg.

-75kg flokkur KVK

Freyja Mist Ólafsdóttir (@freyjamist) er á síðasta ári í unglingaflokki (U20) og hefur tekið mögnuðum framförum á árinu. Hún setti nokkur norðurlandamet unglinga í snörun og jafnhendingu á Íslandsmeistaramóti Unglinga í Ágúst og standa metin í 88kg í snörun og 106kg í jafnhendingu.

-69kg flokkur KK

Einar Ingi Jónsson (@einaringij) er líkt og Freyja á síðasta ári í unglingaflokki (U20) og hefur sett fjölmörg Íslandsmet í fullorðins og unglingaflokkum síðustu 2 árin. Á Íslandsmóti Unglinga í Ágúst snaraði hann 110kg og jafnhenti 139kg og standa metin þar. Norðurlandamet unglinga í jafnhendingu er 145kg sem er í eigu Milko Tokola frá Finnlandi og hefur Einar augastað á því.

-105kg flokkur KK

Ingólfur Þór Ævarsson (@iaevarsson) keppir í fyrsta sinn fyrir landsliðið, hans bestu tölur eru 127kg í snörun og 161kg í jafnhendingu. Ingólfur fluttist til Akureyrar 2015 þar sem hann æfir og stundar nám.