Guðmundur Högni með unglingamet í snörun og samanlögðu

Guðmundur Högni Hilmarrson (LFR) keppti í B hópi 85kg flokks unglinga á Evrópumeistaramóti unglinga og undir 23 ára í morgun. Guðmundur Högni opnaði á 118kg í snörun og bætti þar sem sitt eigið unglingamet um 1kg. Hann bætti um betur í annari tilraun með því að lyfta 123kg, en 126kg í þriðju tilraun voru of þung í þetta skiptið.

Í jafnhendingunni lyfti Guðmundur Högni 147kg í fyrstu tilraun og bætti þar með unglingametið í samanlögðu í 270kg, bæting um 5kg. Honum mistókst síðan í tvígang að lyfta 152kg sem hefðu tryggt honum Íslandsmet unglinga og fullorðinna jafnhendingu og í samanlögðu í flokki fullorðina.

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR)

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR)

LSÍ óskar Guðmundi Högna, og þjálfara hans Guðmundi Sigurðssyni, til hamingju með góða frammistöðu á sínu fyrsta alþjóðlega stórmóti. Næsta mót Guðmundar Högna er Norðurlandamót Unglinga sem fram fer í Noregi í lok mánaðarins.

A hópur 85kg flokksins keppir á morgun (7. okt.) kl 16 að staðartíma (13 að íslenskum tíma). Úrslit og vefsendingu frá EM er að finna á síðu Lyftingasambands Evrópu: http://ewfed.com/news_det.php?id=100

Guðmundur Högni á EM unglinga

Í dag hefst keppni á Evrópumeistaramóti unglinga og 23 ára og yngri í ólympískum lyftingum. Mótið fer fram dagana 3. til 10. október og er haldið í borginni Klaipeda í Litháen. Fulltrúi Íslands á mótinu er Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) sem keppir í 85kg flokki unglinga (20 ára og yngri). Guðmundur Högni er 19 ára og því gjaldgengur í unglingaflokk á næsta ári líka.

17 keppendur eru skráðir í 85kg flokk unglinga og keppir Guðmundur Högni í B hópi á þriðjudaginn (6. okt.) kl 11 að staðartíma (kl 8 að íslenskum tíma). A hópurinn keppir svo á miðvikudeginum (7. okt.) kl 16 að staðartíma.

Keppendur og hópaskipting í 85kg flokki á EM unglinga

Keppendur og hópaskipting í 85kg flokki á EM unglinga

Besti árangur Guðmundar Högna í 85kg flokki er 117kg í snörun, 150kg í jafnhendingu og 265kg í samanlögðu. Allt eru þetta Íslandsmet unglinga auk þess að jafnhendingin er einnig Íslandsmet fullorðinna. Guðmundur er í góði formi og er Íslandsmet fullorðinna í samanlögði í stórhættu en það er 272kg í eigu Björvins Karls Guðmundssonar.

Frekari upplýsingar um mótið má finna á síðu Lyftingasambands Evrópu: http://ewfed.com/news_det.php?id=90

Með Guðmundi í för er þjálfari hans og afi, Guðmundur Sigurðsson, sem lyftingafólki er að góðu kunnur. LSÍ óskar Guðmundi Högna góðs gengis.

Gísli Heimsmeistari og með Heimsmet í snörun

Gísli Kristjánsson (LFR) varð rétt í þessu Heimsmeistari í 105kg flokki 50-54 ára á Heimsmeistaramóti öldunga sem fram fer í finnsku borginni Rovaniemi.

Gísli setti glæsilegt heimsmet í snörun í flokknum er hann lyfti 142kg og bætti gamla metið um 7kg. Gísli lyfti síðan 150kg í jafnhendingu en mistókst tvívegis við 159kg sem hefði tryggt honum heimsmet í samanlögðu. Gísli lyfti því samnlagt 292kg og sigraði með yfirburðum en næsti maður lyfti 228kg.

Þá varð Gísli stigahæsti keppandinn í flokki 50-54 ára með 414.83 Meltzer-Faber stig.

Gísli á efsta þrepi verðlaunapallsins á HM öldunga í Rovaniemi

Gísli á efsta þrepi verðlaunapallsins á HM öldunga í Rovaniemi

Úrslit mótsins fá finna hér : http://www.masters2015.fi/results en Gísli keppti í session 32.

LSÍ óskar Gísla til hamingju með titilinn og heimsmetið.

Gísli á HM öldunga

Heimsmeistaramót öldunga (35 ára og eldri) fer fram dagana 12. – 19. september í Finnlandi, nánar tiltekið í borginni Rovaniemi, höfuðstað Lapplands. Mótið er mjög fjölmennt en alls eru 525 keppendur skráðir til leiks, þar af 19 sem eru komnir yfir áttrætt.

Lógó mótsins er tilvísun í tilkall Rovaniemi sem heimili jólasveinsins

Lógó mótsins er tilvísun í tilkall Rovaniemi sem heimili jólasveinsins

Gísli Kristjánsson (LFR) er skráður til leiks í 105kg flokki 50-54 ára. Keppendur í flokki Gísla eru 6 og miðað við forskráningar hefur Gísli talsverða yfirburði. Gísli keppir á fimmtudeginum 17. september kl 15:30 að staðartíma (12:30 að íslenskum tíma).

Gísli Kristjánsson á góðri stund

Gísli Kristjánsson á góðri stund

Gísli er í góðu formi og ætti að geta gert atlögu að heimsmetunum í sínum flokki. Metið í snörun er 135kg sett af Svíanum Stefan Jakobsson árið 1999, metið í jafnhendingu er 166kg sett árið 2009 af Bretanum Gurdawar Singh Dhesi og metið í samanlögðu er 300kg einnig sett af Stefan Jakobsson árið 1999.

Lyftingasambandið óskar Gísla góðs gengis.

Frekari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu þess: http://www.masters2015.fi/ og á facebook síðunni: https://www.facebook.com/masters2015

Norðurlandamót: Dagur 2

Jakob Daníel Magnússon varð í öðru sæti

Jakob Daníel Magnússon varð í öðru sæti

Jakob Daníel Magnússon (LFH) nældi sér í silfurverðlaun í dag á norðurlandamóti fullorðinna þar sem hann laut í lægra haldi fyrir íslandsvininum Sami Raappana frá Finnlandi. Jakob snaraði 122kg og jafnhenti 146kg, hann tók jafnhendinguna í þriðju tilraun eftir að hafa klikkað á 145 og 146kg einu sinni, frábært !

Bjarmi Hreinsson (LFR) átti ekki góðan dag á pallinum, hann klikkaði á 125, 128 og 129kg í snörun eftir að hafa átt góða upphitun. Hann meiddist á olnboga í síðustu tilraun í snöruninni og ákvað að hætta keppni.

Sigmundur Davíðsson stóðst síðan cat.2 alþjóðlegt dómarapróf og er hann því þriðji íslenski dómarinn með virk alþjóðaréttindi.

Þar með lýkur þátttöku íslensku keppendanna á NM 2015.

Norðurlandamót 2015: Dagur 1

20150829_181740

f.v. Árni Björn, Oddrún Eik, Freyja, Hjördís, Þuríður og Ingi Gunnar

Íslensku stelpurnar stóðu sig frábærlega í dag, frekari lýsing á mótinu mun koma seinna í dag en úrslit munu fara inn í gagnagrunn sambandsins þegar þau berast: http://results.lsi.is/meet/nordic-championship-ntf-2015

Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann) varð í dag norðurlandameistari í -58kg flokki kvenna á Norðurlandameistaramótinu í ólympískum lyftingum sem fram fer í Slagelse í Danmörku núna um helgina.

Þuríður lyfti 78kg í snörun sem var bæting um 2kg á íslandsmeti Önnu Huldu Ólafsdóttur sem varð norðurlandameistari 2014 í sama flokki. Íslenska liðið var með öndina í hálsinum eftir að hún hafði klikkað á byrjunarþyngdinni 73kg og fyrri tilraun á 78kg. Þuríður lyfti hinsvegar þyngdinni í lokatilraun og kom sér í yfirburðarstöðu fyrir jafnhendinguna. Þar lyfti hún síðan 97kg sem jafnframt var bæting á hennar eigin íslandsmeti um 1kg. Hún reyndi við 104kg í lokatilrauninni sem hefði verið persónulegt met.

Oddrún Eik Gylfadóttir (Ármann) keppti einnig í sama flokki og hefur átt betri daga á pallinum, hún fór með opnunarþyngdirnar sínar 64kg í snörun og 77kg í jafnhendingu. Hún endaði í 6.sæti í -58kg flokki.

Hjördís Ósk Óskarsdóttir (FH) varð önnur í -63kg flokki kvenna, hún snaraði 70kg og jafnhenti 102kg. Í lokatilraun reyndi hún við 106kg sem hún rétt missti í efstu stöðu.

Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) keppti síðan síðust íslensku keppandanna í dag og lyfti 76kg í snörun og 92kg í jafnhendingu sem gáfu henni bronsverðlaun eftir æsi spennandi keppni við hina dönsku Karina Hauge en þær lyftu sömu þyngd en Karina var 2kg léttari og fékk því silfur.

Norðurlandamót 2015 í Danmörku: Keppendalistinn

Keppendalistinn fyrir norðurlandamótið er kominn á netið: http://results.lsi.is/meet/nordic-championship-ntf-2015

Tveir karlar og fimm konur munu keppa fyrir Íslands hönd á einhverju stærsta norðurlandamóti sem sögur fara af en 31 kona og 30 karlar eru skráðir til leiks.

Karlar:
Jakob Daníel Magnússon (-85kg)
Bjarmi Hreinsson (-105kg)

Konur:
Oddrún Eik Gylfadóttir (-58kg)
Þuríður Erla Helgadóttir (-58kg)
Hjördís Ósk Óskarsdóttir (-63kg)
Freyja Mist Ólafsdóttir (-69kg)

Skiptingin eftir löndum er eftirfarandi:
Konur:
Danmörk = 7
Noregur = 7
Finnland = 7
Svíþjóð = 5
Ísland = 4

Karlar:
Noregur: 9
Finnland: 8
Danmörk: 8
Svíþjóð: 3
Ísland: 2

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Friday, Aug 28th

18.00: Dinner at Hotel Frederik d. II, Idagårdsvej 3, 4200 Slagelse.
20:00: Technical Congress of the Nordic Weightlifting Federation at Hotel Frederik d. II,
Idagårdsvej 3, 4200 Slagelse.

Saturday, Aug 29th

07:00-10:00: Breakfast at Hotel Frederik d. II, Idagårdsvej 3, 4200 Slagelse.
09:00-10:00: Weigh-in at Hotel Frederik d. II, Idagårdsvej 3, 4200 Slagelse.
10.45: Opening ceremony at Sportscenter Atlas, Industrivej 27, 4200 Slagelse
11:00: Competition at Sportscenter Atlas, Industrivej 27, 4200 Slagelse.

Women 48 – 53 kg.
Women 58 kg.
Women 63 kg.
Women 69 – 75.
Men 62 – 69 kg.

13:00-16;00: Lunchbuffet at Sportscenter Atlas, Industrivej 27, 4200 Slagelse
20:00: Banquet at Hotel Frederik d. II, Idagårdsvej 3, 4200 Slagelse.

Sunday, Aug 30th
08:00-10:00: Breakfast at Hotel Frederik d. II, Idagårdsvej 3, 4200 Slagelse.
09:00-10:00: Weigh-in at Hotel Frederik d. II, Idagårdsvej 3, 4200 Slagelse.
11:00: Competition at Sportscenter Atlas, Industrivej 27, 4200 Slagelse

Men 77 – 85 kg.
Men 94 kg.
Men 105 – +105 kg.

13:00-15:00: Lunchbuffet at Sportscenter Atlas, Industrivej 27, 4200 Slagelse