Hvíldu í friði Elísabet

Í dag var borin til grafar í Sauðakrókskirkju Elísabet Sóley Stefánsdóttir. Elísabet var kosin á síðasta lyftingaþingi í stjórn Lyftingasambandsins og gengdi hún stöðu gjaldkera á starfsárinu sem nú er að ljúka. Það er búið að vera erfitt að horfa upp á veikindi Elísabetar síðustu mánuði og baráttu hennar við krabbameinið. Elísabet var mikill orkubolti og var hún alltaf tilbúin að leggja fram hjálparhönd. Stjórn lyftingasambandsins sendir dætrum hennar og aðstandendum samúðarkveðjur.elisabet

Minningarathöfn verður haldin í Seljakirkju föstudaginn 27.Febrúar klukkan 20.

Einnig verða haldnir minningartónleikar í Tjarnarbíói 26.mars: http://skagfirdingafelagid.is/is/read/2015/02/17/barattukona-fallin-fra-minningartonleikar-i-mars

Úthlutun úr Afrekssjóð ÍSÍ 2015

Þrír lyftingamenn/konur fengu úthlutun úr afreksmannasjóð ÍSÍ sem úthlutað var 23.Janúar.

Anna Hulda Ólafsdóttir (LFR) fékk 300.000kr eingreiðslu styrk

Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) fékk 200.000kr eingreiðslu styrk

Lilja Lind Helgadóttir (LFG) fékk 200.000kr eingreiðslu styrk

Lyftingasambandið óskar þeim til hamingju og vonar að þetta verði hvatning til afreka á árinu.

Sjá frétt ÍSÍ um úthlutunina: http://www.isi.is/frettir/frett/2015/01/23/ISI-uthlutar-afreksstyrkjum-/

RIG 2015: Úrslit og fréttir

Fininn Sami Raappana varð stigahæstur karla með 343,2 Sinclair stig

Fininn Sami Raappana varð stigahæstur karla með 343,2 Sinclair stig

Keppni á reykjavíkurleikunum lauk í gær, mikil keppni var á meðal keppenda.Þuríður Erla Helgadóttir (ÁRM) vann kvenna keppnina og finninn Sami Raappana vann karlakeppnina.

Heildarúrslit má nálgast í gagnagrunni sambandsins: http://results.lsi.is/meet/reykjavik-international-games-2015

Umfjöllun MBL um mótið
http://www.mbl.is/sport/reykjavikurleikar/2015/01/24/slandsmetin_fuku_i_faxafeni/

Björgvin í viðtali eftir mótið
http://www.mbl.is/sport/reykjavikurleikar/2015/01/24/tharf_ad_berjast_fyrir_thvi_ad_komast_a_pall/

Þuríður í viðtali eftir mótið
http://www.mbl.is/sport/reykjavikurleikar/2015/01/24/meira_stress_a_lyftingamotunum/

Umfjöllun RÚV
http://ruv.is/frett/thuridur-og-finnskur-keppandi-hlustkorpust

Myndir frá mótinu:

https://www.flickr.com/photos/103688949@N03/sets/72157648137803703/

Myndir frá jólamótinu:

https://www.flickr.com/photos/103688949@N03/sets/72157648136391213/

RIG: Ráðstefna um afreksíþróttir

rig2015-landscape

Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík fimmtudaginn 15. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101. Margir áhugaverðir fyrirlesarar munu flytja erindi um afreksíþróttir. Fyrirlestrarnir fara bæði fram á íslensku og ensku. Ráðstefnustjóri verður Sigurbjörn Árni Arngrímsson. Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér.

Antonio Urso er forseti evrópska lyftingasambandsins og hefur m.a. skrifað nokkrar bækur um ólympískar lyftingar

Antonio Urso er forseti evrópska lyftingasambandsins og hefur m.a. skrifað nokkrar bækur um ólympískar lyftingar

Lyftingasambandið bendir sérstaklega á erindi Dr. Antonio Urso:

19:10-19:40
Dr.Antonio Urso

Árangur og styrktarþjálfun Dr. Urso er forseti Evrópska Lyftingasambandsins og prófessor við hin virta Tor Vergata háskóla í Róm.
Hann er höfundur fræðsludagskrár sem ber heitið „Weightlifting for Sports“ og er ætlað öllum styrktarþjálfurum sem vilja auka við almennan styrk iðkenda sinna.

RIG 2015: Keppendalisti

rig2015-landscape

Keppendalistinn fyrir RIG er kominn á netið

Mótið fer fram 24.Janúar í húsakynnum CFR/LFR Faxafeni 12 Reykjavík, frekari upplýsingar um tímaseðil ofl koma fljótlega en mótið verður sýnt í beinni útsendingu á RÚV.

Þrír erlendir keppendur frá Finnlandi verða meðal keppenda og ber þar helst að nefna Anni Vuohijoki  sem mun keppa í kvennaflokki -69kg. Anni var á meðal þátttakenda á EM (16.sæti) og HM (26.sæti) í ár og er í stöðugri framför eftir að hafa skipt aðaláherslum frá kraftlyftingum yfir í ólympískar lyftingar fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016.

Anni kemur á klakann til að keppa

Anni kemur á klakann til að keppa

Hún hefur verið keppandi í kraftlyftingum frá 2009 og varð meðal annars Evrópumeistari unglinga 2010 og vann bronsverðlaun á heimsmeistaramóti unglinga sama ár.
Hún vann bronsverðlaun á evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum 2012 og bronsverðlaun 2013 á heimsmeistaramótinu án útbúnaðar. Sjá frekari upplýsingar um afrek Anni á heimasíðunni hennar: http://anni.vuohijoki.com/

Konurnar

Fjöldi Konur  Félag  Þyngdarflokkur
1 Þuríður Erla Helgadóttir Ármann -58kg
2 Anna Hulda Ólafsdóttir LFR -63kg
3 Björk Óðinsdóttir KFA/Svíþjóð -63kg
4 Glódís Guðgeirsdóttir FH -63kg
5 Hjördís Ósk Óskarsdóttir FH -63kg
6 Sólveig Sigurðardóttir LFG -63kg
7 Birgit Rós Becker LFR -69kg
8 Freyja Mist Ólafsdóttir LFR -69kg
9 Álfrún Ýr Björnsdóttir FH -69kg
10 Anni Vuohjoki Finnland -69kg
11 Lilja Lind Helgadóttir LFG -75kg

Karlar

Fjöldi Karlar Félag Þyngdarflokkur
1 Sindri Pétur Ingimundarson LFR -77kg
2 Sami Raappana Finnland -85kg
3 Guðmundur Högni Hilmarsson LFR -85kg
4 Björgvin Karl Guðmundsson Hengill -85kg
5 Daníel Róbertsson Ármann -85kg
6 Jakob Magnússon LFH -85kg
7 Sigurður Bjarki Einarsson FH -94kg
8 Árni Björn Kristjánsson LFG -94kg
9 Bjarmi Hreinsson LFR -94kg
10 Tuomas Mäkitalo Finnland -94kg
11 Stefán Velemir FH -105kg
12 Andri Gunnarsson LFG 105kg+

Gleðilegt nýtt lyftingaár

Anna Hulda Ólafsdóttir (LFR) og Andri Gunnarsson (LFG) voru lyftingafólk ársins á hófi íþróttafréttamanna. Mynd: Sigurjón Pétursson

Anna Hulda Ólafsdóttir (LFR) og Andri Gunnarsson (LFG) voru lyftingafólk ársins á hófi íþróttafréttamanna. Mynd: Sigurjón Pétursson (www.sigurjonpetursson.com)

Oddrún Eik Gylfadóttir sem búsett er í Danmörku hóf lyftingaárið 2015 með móti þann 3.Janúar (Ladies Open) í Danmörku. Hún slær því tóninn fyrir upphaf árs en mikið er framundan í Janúar.

Að kvöldi sama dags tóku Anna Hulda Ólafsdóttir (LFR) og Andri Gunnarsson (LFG) við viðurkenningum frá samtökum íþróttafréttamanna fyrir bestan árangur lyftingafólks á árinu 2014.

Fjórir Íslendingar eru skráðir til leiks á Copenhagen Weightlifting Cup (CWC) sem fram fer í Kaupmannahöfn helgina 17-18. Janúar. Það eru þau Lilja Lind Helgadóttir (LFG), Sigurður Bjarki Einarsson (FH), Stefán Velemir (FH) og Guðmundur Borgar Ingólfsson (IK99) sem búsettur er í Danmörku.

Sömu helgi verður þjálfaranámskeið haldið á vegum LSÍ, lyftingadeildar Ármanns og Eleiko þar sem forseti evrópska lyftingasambandsins (EWF) Antonio Urso mun koma og kenna ásamt Colin Buckley. Antonio mun einnig verða með fyrirlestur fimmtudagskvöldið 15. Janúar sem partur að fyrirlestrarröð RIG, nánari tímasetning mun birtast á heimasíðu RIG (www.rig.is).

Keppendalistinn fyrir RIG (24.Janúar) verður síðan birtur í vikunni en það stefnir allt í æsi spennandi keppni.

Að lokum er ekki úr vegi að lýta yfir liðið ár en LSÍ heldur áfram örum vexti:

47 karlar (40;2013,30;2012,12;2011) og 37 konur (29;2013,17;2012,3;2011) sem eru skráðir iðkenndur innan LSÍ kepptu á 15 mótum á árinu 2014. Flest mótin fóru fram á Íslandi (6) síðan Danmörku (4), Svíþjóð, Ítalíu, Ísrael, San Marino og Noregi.

Fjölmennustu mótin á Íslandi voru eftirfarandi:
Jólamót LSÍ: 35
Íslandsmeistaramótið 2014: 29
Sumarmót LSÍ: 23
Haustmót LSÍ: 18
Íslandsmeistaramót Unglinga: 16
RIG 2014: 13

Þau mót sem landsliðið og unglingalandsliðið tók þátt í:
Norðulandameistaramót Unglinga 2014: 9
Norðurlandameistaramótið 2014: 7
Smáþjóðleikar: 4
EM: 1

Loks önnur mót erlendis:
CWC 2014: 4
Danska Meistaramótið: 2
DM Begynder: 1
Qual. Camp. Italia: 1
Öst Senior: 1

Lilja Lind Helgadóttir (LFG)  keppti á flestum mótum eða 6 talsins og Guðmundur Högni Hilmarsson (LFR) þar á eftir á 5 mótum