Jólamót

Jólamót 2012

DSC_0084

Síðasta mót ársins fór fram í Sporthúsinu  22. desember síðastliðinn. Mótið heppnaðist vel og var því góður endapunktur á frábæru lyftingarári. Á mótinu voru sett 8 Íslandsmet.

Anna Hulda Ólafsdóttir setti þrjú íslandsmet í -58 kg flokki kvenna þegar hún lyfti 67kg í snörun, 86kg í jafnhendingu og 153kg samanlagt og náði þar með þeim árangri að vera með hæstu skráð sinclair stig kvenna á Íslandi.

Þuríður Erla Helgadóttir setti íslandsmet í -63kg flokki þegar hún lyfti 86kg í jafnhendingu.

Sindri Pétur Ingimundarson setti 3 íslandsmet í drengjaflokki (-77kg) þegar hann snaraði 99kg, fór með 130kg í jafnhendingu og lyfti því samanlagt 229kg og að lokum setti Hrannar Guðmundsson íslandsmet í karlaflokki (-77kg) þegar hann snaraði 109kg.

Veitt voru verðlaun fyrir fyrsta annað og þriðja sæti í kvenna og karlaflokki með tilliti til sinclair stiga. Úrslit fóru svo; í kvennaflokki varð Anna Hulda Ólafsdóttir hlutskörpust, Þuríður Erla Helgadóttir hafnaði í 2. sæti og systir hennar Lilja Lind Helgadóttir hafnaði í 3ja sæti. Í karlaflokki sigraði reynsluboltinn Gísli Kristjánsson, í öðru sæti lenti Hrannar Guðmundsson og í þriðja sæti hafnaði Sindri Pétur Ingimundarsson. Heildarúrslit og myndir frá mótinu má sjá hér að neðan.

Tölurnar úr jólamóti sporthússins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s