Haustmót 2012
Laugardaginn 22. september fór fram Haustmót Lyftingasambands Íslands.
Sigurvegari í Karlaflokki var Sigurður B. Einarsson með 285,49 stig.
Sigurvegari í Kvennaflokki var Þuríður Erla Helgadóttir með 177,61 stig.
Lilja Lind Helgadóttir setti þrjú stúlknamet en hún er aðeins 16 ára gömul. Hún Snaraði 55 kg. og Jafnhenti 82 kg. og í Samanlögðu náði hún 137 kg. Lilja Lind mun keppa á Norðurlandamóti unglinga í lok október.
Sindri Pétur Ingimundarsson setti drengjamet í Jafnhendingu 105 kg. en hann er aðeins 17 ára gamall.
Myndir frá mótinu má sjá með því að smella hér.
Önnur úrslit má sjá hér að neðan;
Haustmót LSÍ 2012 úrslit kk
Haustmót 2012 úrslit kvk
Haustmót 2011
Haustmót LSÍ var haldið þann 17. september 2011 í húsnæði Lyftingafélagi Reykjavíkur í Skeifunni 8.
Úrslit urðu eftirfarandi;
1. Daði Reynir Kristleifsson 234,6 Sinclair stig
2. Guðmundur Högni Hilmarsson 223,3 Sinclair stig
3. Bjarki Guðmundsson 220,6 Sinclair stig
4. Árni Gunnar Gunnarsson 209,0 Sinclair stig
Daði Reynir Kristleifsson vann besta afrek mótsins, lyfti mjög vel á sínu fyrsta móti m.a 112kg í Jafnhendingu sem er mjög gott afrek hjá byrjenda sem vóg aðeins 73kg!
Guðmundur Högni Hilmarsson 14 ára náði lágmarki LSÍ fyrir Norðurlandamót drengja og unglinga í Stavangri í lok okt n.k. Hér jafnhendir hann 95 kg sem var bæting um 4 kg,vantar enn 5kg í Íslandsmet Agnars Snorrasonar í fl. 77kg.
Ungu Ármenningarnir stóðu sig báðir vel, Bjarki setti ný Íslandsmet í 69 kg. fl. (unglingamet) Snaraði 75 kg. og Jafnhenti 88 kg. og náði Samanlagt 163 kg.
Lyftingasambandið óskar þessum efnilegu lyftingamönnum til hamingju með árangurinn!