Norðurlandamót unglinga 2012
Katrín Tanja varð Norðurlandameistari í Ólympískum Lyftingum fyrst íslenskra kvenna og Lilja Lind var einnig í baráttu um Gullverðlaun en lenti í 2. sæti í sínum flokki og Sindri var hársbreidd frá Gullverðlaunum.
Helgina 27-28 október 2012 fór fram Norðurlandamót unglinga í Ólympískum lyftingum í Parkano í Finnlandi. Ísland sendi 3. keppendur sem voru öll að keppa um verðlaunasæti og í öllum flokkum var gríðarlega spennandi keppni um Gullverðlaunin þar sem Íslendingarnir blönduðu sér í topp baráttuna.
Lilja Lind hóf keppni fyrir Íslands hönd og lyfti mest 64 kg. í Snörun sem er nýtt Íslandsmet. Hún var með þyngstu opnunar lyftuna i Jafnhendingu og tók 80 kg. Í næstu lyftu tók hún 84 kg. sem tryggði henni annað sætið og var einnig nýtt Íslandsmet í Jafnhendingu. Til þess að vinna varð hún að hækka um 6 kg. á stönginni og hún reyndi við 90 kg. sem hefði verið 5 kg. persónuleg bæting hjá henni. Hún var ekki langt frá því að ná lyftunni en missti hana fram og endaði því í öðru sæti i sínum flokki en hún setti einnig Íslandsmet í Samanlögðu sem var 148 kg. og var því með þrjú Íslandsmet í Stúlknaflokki (-17 ára) sem er frábær árangur.
Katrín Tanja hóf þarnæst keppni í Meyjaflokki (-20 ára) og hún Snarið 74 kg. sem var einnig nýtt Íslandsmet. Yfirburðir Katrínar voru þónokkrir þar sem hún þurfti eingöngu að ná byrjunarþyngd í Jafnhendingu til þess að tryggja sér Gullverðlaun og hún kláraði það með einstaklega fallegri lyftu. Hún náði mest 80 kg. í Jafnhendingu og tryggði þar með Íslandi fyrsta Kvenn- Norðurlandameistaratitil í Ólympískum lyftingum í 40 ára sögu Lyftingasambands Íslands.
Verðlaunaafhending og þjóðsöngurinn
https://www.facebook.com/photo.php?v=10151309134790407
Þá var komið ad Sindra, hann Snaraði 90 kg. sem var drengjamet í annarri lyftu og ákvað að hækka næst uppi 96 kg. sem hefði verið persónuleg bæting en hann rétt missti lyftuna. Spennan var síðan magnþrungin þegar komið var að keppni í Jafnhendingu. Allur flokkurinn var mjög jafn en Sindri lyfti 116 kg. sem var nýtt drengjamet í annarri lyftu. Þegar komið var að síðustu lyftunni ákvað Sindri að reyna við gullið og hækka um heil 12 kg. milli tilrauna en það er mjög óvanalegt að hækka svo mikið og hann reyndi við 128 kg! Hann lyfti stönginni auðveldlega upp á axlir og allur salurinn þagnaði um stund, enginn bjóst vid þessu. Hann lyfti stönginni svo upp fyrir haus en var aðeins of fljótfær og missti stöngina áður en hann náði jafnvægi og endaði því í 4. sæti þrátt fyrir hetjulega baráttu!
Hér má sjá lyftuna hjá Sindra;
Ef hann hefði náð að klára hana þá hefði hann náð Gullverðlaunum. Sjón er sögu ríkari. Þetta er 17 ára strákur og er að lyfta 1,77x líkamþyngd, sem þýðir að hann er að lyfta nánast tvöfallt það sem hann vegur sjálfur.!
Íslensku keppendurnir hafa lagt hart að sér á undanförnum misserum til þess að ná sem bestum árangri á þessu móti og hafa verið að æfa stíft niðri í lyftingaaðstöðu Ármanns í Laugabóli. Hart hefur verið deilt um aðstöðuna og er mikilvægt að ríki og borg tryggi íslenskri lyftingaæsku góða aðstöðu til þess að fylgja þessum frábæra árangri eftir.
———————————————————————————————————-
Norðurlandamót unglinga 2011
Guðmundur Högni náði góðum árangri á Norðurlandamóti Unglinga í Stavanger í Noregi og lyfti 101 kg. í Jafnhendingu og 80 kg. í Snörun.
LSÍ óskar Guðmundi Högna til hamingju með árangurinn. Hann á ekki langt að sækja hann þar sem Afi hans Guðmundur Sigurðsson keppti í Lyftingum á tveimur Ólympíuleikum í Munchen og Montreol.