Íslandsmeistarmótið í ólympískum lyftingum var haldið í gær af Lyftingafélagi Mosfellsbæjar.
Það voru 25 keppendur í ár, þar af 19 konur. Töluvert var um afskráningar hjá körlunum en ýmsar ástæður liggja þar að baki. Á Íslandsmeistarmóti er keppt í þyngdarflokkum, og svo er verðlaunað fyrir stigahæstu konu og karl samkvæmt sinclair stigum. Eygló Fanndal Sturludóttir bar sigur úr býtum í stigakeppninni kvenna, með 88kg í snörun og 106kg jafnhendingu. Sá árangur skilaði henni glæsilegum 239.69 stigum. Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir og Katla Björk Ketilsdóttir áttu 2. og 3. sætið í stigakeppni kvenna en voru þær mjög jafnar á stigum. Heiðrún Stella með 231.7 stig og Katla með 231.2 stig.

Hjá körlunum vann Gerald Brimir Einarsson afgerandi sigur í stigakeppninni með 115kg snörun og 150kg jafnhendingu og 310.34 stigum. Gerald hefur einugnis síðan 2019 og á því stuttan feril og eflaust töluvert rými fyrir bætingar.

Úrslitin voru í eftirfarandi flokkum kvenna
-55kg flokkur kvenna
1. sæti Heiða Mist Kristjánsdóttir (LFK)
-59kg flokkur kvenna
1. sæti Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir (HENGILL)
2. sæti Rakel Ragnheiður Jónsdóttir (LFG)
-64kg flokkur kvenna
1. sæti Katla Björk Ketilsdóttir (MASSI)
2. sæti Thelma Mist Oddsdóttir (LFK)
3. sæti Erna Freydís Traustadóttir (Massi)
-71kg flokkur kvenna
1. sæti Eygló Fanndal Sturludóttir (LFR)
2. sæti Auður Arna Eyþórsdóttir (LFG)
3. sæti Sólveig Þórðardóttir (LFR)
-76kg flokkur kvenna
1. sæti Kristín Dóra Sigurðardóttir (LFM)
2. sæti Guðný Björk Stefánsdóttir (LFG)
3. sæti Aldís Huld Höskuldsdóttir (LFK)
+87kg flokkur kvenna
1. sæti Friðný Fjóla Jónsdóttir (HENGILL)
2. sæti Erla Ágústsdóttir (LFK)
3. sæti Ragna Helgadóttir (LFK)
Úrslitin voru í eftirfarandi flokkum karla
-73kg flokkur karla
1. sæti Viktor Jónsson (LFG)
-81 flokkur karla
1. sæti Bjarki Breiðfjörð (UMFS)
-89kg flokkur karla
1. sæti Gerald Brimir Einarsson (LFG)
2. sæti Jóhann Valur Jónsson (LFG)
-96kg flokkur karla
1. sæti Kári Walter