Haustmót LSÍ 2022

Eygló Fanndal Sturludóttir með 110kg
Myndir : Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Haustmót LSÍ var haldið af Worldfit í glæsilegu húsnæði þeirra í Kringlunni. Mótið gekk með eindæmum vel, og voru aðstæður til fyrirmyndar. Dagurinn gekk mjög vel, og voru sett 17 Íslandsmet.
Eygló Fanndal Sturludóttir sigraði keppnina kvennamegin, en hún snaraði 90-94-97kg og tvíbætti hún því Íslandsmetin í snörun í annari og þriðju tilraun. Í jafnhendingunni byrjaði Eygló á 110kg, en greip stönginna illa og féll í yfirlið. Hún var þó fljót að ná áttum og stóð upp, og sagðist ætla að gera þetta aftur. Það gerði hún og stöngin flaug gott sem áreynslulaust upp fyrir haus. Hún gerði svo gott betur og tók 112kg í síðustu tilraun og kláraði því mótið með 209kg í samanlögðum árangri, sem er þyngsti samanlagði árangur sem Íslensk kona hefur náð!

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir með 103kg
Myndir : Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir var í öðru sæti, og átti hún frábært mót. Hún snaraði 83kg í fyrstu tilraun, og tók svo 87kg Íslandsmet í annari tilraun og átti heiðarlega tilraun við að tvíbæta metið með 90kg í þriðju tilraun. Það gekk ekki upp í þetta skiptið en virðist stutt í að hún felli 90kg múrinn. Í jafnhendingunni opnaði Úlfhildur á 103kg lyftu, og gerði það glæsilega. Það var eina lyftan sem fór upp hjá henni þann daginn í jafnhendingunni og var það hvorki meira né minna en bæting á Íslandsmeti um 2kg. Hún átti tvær góðar tilraunir við 105kg en það gekk ekki upp. Úlfhildur kláraði því mótið með 190kg í samanlögðum árangi. Úlfhildur er fædd árið 2005, og er því 17 ára gömul!
Í þriðja sæti var svo Snædís Líf Pálmarsdóttir en hún kláraði mótið með 68kg í snörun og 87kg í jafnhendingu. Hún á stuttan lyftingaferil að baki, en hún keppti á sínu fyrsta móti á Sumarmóti LSÍ 2021, og eigum við því von á að sjá miklu meira af henni í framtíðinni!

Hjá körlum vann Brynjar Logi Halldórsson öruggan sigur. Hann kláraði mótið með 131kg í snörun og 155kg í jafhendingu, 286kg í samanlögðu og setti alls 6 Íslandsmet. Brynjar hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og verður gaman að fylgjast með afrekum hans á komandi tímum.

Brynjar Logi Halldórsson fagnar Íslandsmeti
Myndir : Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Daníel Róbertsson var í öðru sæti með 120kg í snörun og 145kg í jafnhendingu. Daníel er þaulreyndur lyftingamaður, en bestu tölunum sínum, 132-158kg, náði hann árið 2020. Verður gaman að sjá hvort að Daníel toppi þær tölur á næstunni.
Í þriðja sæti var Bjarki Breiðfjörð en hann kláraði mótið með 110kg í snörun og 127kg í jafnhendingu. Bjarki er 19 ára gamall og virðist eiga töluvert mikið inni, og því mikið rými fyrir bætingar! Bjarki er maður sem vert er að fylgjast með á næstu árum!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s