Evrópumeistaramót Junior (U20) og U23 í Rovaniemi í Finnlandi

Mynd af mótsstað

Þann 24. september síðastliðinn var Evrópumeistaramót (EM) Junior (U20) og U23 opnað en var það jólasveinninn sjálfur sem opnaði keppnina. Aldrei hefur Ísland átt eins marga keppendur á EM Junior og U23 en keppa þau Katla Björk Ketilsdóttir, Eygló Fanndal Sturludóttir og Brynjar Logi Halldórsson. Ingi Gunnar Ólafsson fór sem þjálfari og Erna Héðinsdóttir dæmir á hverjum degi allt mótið. Erna Héðinsdóttir er ein af fáum Category 2 alþjóðadómurum landsins en stefnir hún á að taka Category 1 dómararéttindi seinna á árinu.

Þið getið fylgst með gang mála á Instagrami sambandsins HÉR
Ráslista mótsins getið þið séð HÉR

Þið getið horft á steymi keppninnar HÉR

Katla Björk Ketilsdóttir keppir mánudaginn 27. september kl: 14:00 á íslenskum tíma

Katla keppir í U23 í A hóp 64kg flokki kvenna með skráð 191 í Entry Total og er því smá villa í ráslistanum. Ef Katla er þyngst í sínum þyngarflokki, þá 64 kg slétt og nær 191 í samanlögðum árangri nær hún 247.96 Sinclair stigum en hafa einungis fjórar aðrar íslenskar konur náð hærri sinclair stigum en 241 stig á móti. Kötlu hefur farið mikið fram á æfingum síðast liðnu mánuði en keppti hún á Sumarmóti LSÍ á Selfossi til þess eins að ná lágmörkum á EM U23 og er því búin að stefna að mótinu í ágætis tíma. Katla hefur keppt í lyftingum frá því hún var 16 ára gömul eða í 5 ár og þó svo hún haldi ekki íslandsmeti í dag hefur hún set 84 íslandsmet á ferlinum. Hlökkum við mikið til að sjá hvernig fer á mótinu á morgun. Sér Ingi Gunnar Ólafsson um þjálfun Kötlu

Eygló Fanndal Sturludóttir keppir þriðjudaginn 28. september kl: 16:00 á íslenskum tíma

Eygló keppir í Junior í A hóp 71 kg flokki stúlkna með skráð 208 í Entry Total og er því smá villa í ráslistanum. Ef Eygló er þyngst í sínum þyngarflokki, þá 71 kg slétt og nær 208 í samanlögðum árangri nær hún 254.77 Sinclair stigum en hefur einungis ein önnur íslensk kona náð hærri sinclair stigum en það og það er Þuríður Erla Helgadóttir á HM 2017. Einnig má geta þess að Eygló er að stefna á hæsta samanlagðan árangur sem íslensk kona hefur tekið á móti en hæsti samanlagði árangur er nú 201kg. Eygló hefur keppt í lyftingum frá því hún var 17 ára eða frá 2018 og hefur sífellt farið fram. Tók hún sér árs pásu frá keppnum eftir jólamótið 2019 en kom sterk inn á Norðurlandamóti Youth og Junior 2020 og gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn þyngdarflokk. Í samanlögðum árangri á Norðurlandamótinu tók hún 169 kg, á Reykjavíkurleikunum mánuði seinna hækkaði hún sig um 5 kg og tók hún 174 kg í samanlögðu en í Mars á Íslandsmeistaramótinu nelgdi hún öllum lyftum upp og náði 188 kg í samanlögðu og þá búin að bæta sinn samanlagaðan árangur um 19 kg á undir 4 mánuðum. Nú hefur mikið vatn runnið til sjávar og Eygló ekki keppt síðan í Mars er því mikil tilhlökkun í fólki að sjá hverju hún nær á EM Junior og U23 á þriðjudag. Eygló heldur nú 10 íslandsmetum en hefur sett önnur átta. Ingi Gunnar Ólafsson sér um þjálfun Eyglóar.

Brynjar Logi Halldórsson keppir Fimmtudaginn 30. september kl: 6:00 á íslenskum tíma

Brynjar keppir í Junior í 81 kg flokki pilta með skráð 260kg í Entry Total og er því smá villa í ráslistanum. Vitum við ekki alveg hversu hátt Brynjar stefnir á mótinu en á hann best 122 kg í snörun í 81 kg flokki og 140 kg í jafnhendingu í 89 kg flokki eftir Haustmótið fyrr í September. Brynjar reyndi þó við 143 kg í jafnhendingu á Sumarmótinu á Selfossi í júní síðastliðinn en fékk hann hana þó ekki gilda mörgum áhorfendum til mikils ama. Spáir pistla skrifandi því að Brynjar taki þó íslenska jafnhendingarmetið í Junior á EM sem er 140 kg í dag og jafnvel spurning hversu hátt hann mun ná uppí U23 metið sem er 147kg. Á Brynjar nú þegar íslandsmetið í snörun í 81 kg flokki junior og U23. Brynjar Logi á alls ekki langan feril í lyftingum en keppti hann á sínu fyrsta móti í júlí í fyrra (2020) og hefur honum farið ótrúlega hratt fram. Á 11 mánuðum hefur Brynjar náð að hækka samanlagðan árangur sinn um 40 kg, heldur hann 5 íslandsmetum en hefur sett önnur þrjú og náð lágmarki á EM Junior. Dietmar Wolf og Erna Héðinsdóttir sjá um þjálfun Brynjars.

Keppendur fengu ný merkt landliðssinglet að gjöf frá Lyftingasamandinu fyrir mót.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s