3 konur keppa á Evrópumeistaramóti Masters (35 ára og eldri) í Waterford á Írlandi

Helga Hlín Hákonardóttir keppir 15. maí kl. 11:00 að Íslenskum tíma.
Árdís Grétarsdóttir keppir 15. maí kl. 12:45 að Íslenskum tíma.
Hrund Scheving keppir 16. Maí kl. 11:45 að Íslenskum tíma.

Upplýsingar um mótið er að finna á Facebook-síðu mótsins
https://www.facebook.com/groups/1124024938549802

Útsending er á YouTube rás Weightlifting Ireland
https://www.youtube.com/@weightliftingireland7313/streams

Helga Hlín Hákonardóttir keppir í -59 kg  þyngdarflokki, 50-55 ára.
Helga Hlín er 51 árs lögfræðingur sem byrjaði að æfa CrossFit árið 2009 og hefur nokkrum sinnum keppt í CrossFit á Íslandi og erlendis. 

Á árunum 2013-2018 var hún meira og minna frá æfingum og keppni vegna brjósklosa í baki. Árið 2019 færði hún sig svo alfarið yfir í Ólympískar lyftingar. Árangurinn lét ekki á sér standa og varð Helga Hlín Evrópumeistari í sínum flokki árið 2020. Hún þakkar ekki síst lyftingunum ótrúlegan bata sem hún hefur náð undir dyggri leiðsögn eiginmanns síns Unnars Helgasonar Osteópata og þjálfara.

Helga Hlín hefur keppt á nokkrum heims-, Evrópu- og Íslandsmótum og einu móti í Svíþjóð þegar hún var búsett þar. Síðasta mót sem hún tók þátt í var heimsmeistaramótið 2022 sem haldið var í Flórída. Þar vann Helga Hlín til silfurverðlauna.
Helga Hlín er jafnframt formaður Lyftingasambands Íslands og er hún fyrsta konan til að gegna því embætti á Íslandi.

Árdís Grétarsdóttir keppir í – 64 kg þyngdarflokki, 50 – 55 ára kvenna.

Árdís er 51 árs leikskólakennari og L1 Crossfit þjálfari og er að keppa á sínu fyrsta stórmóti í Ólympískum lyftingum. Hún byrjaði í Crossfit árið 2012 og hefur stundað það af miklum krafti síðan og meðal annars orðið Íslandsmeistari í sínum flokki í nokkrum sinnum. 

Í janúar á þessu ári ákvað hún að snúa sér alfarið að ólympískum lyftingum með það að markmiði að ávinna sér þátttökurétt á Evrópumóti í masters flokki 2023. Það tókst og setti Árdís meðal annars 4 Íslandsmet á Íslandsmeistaramóti 2023. Hún keppir nú í fyrsta sinn á lyftingamóti erlendis fyrir Íslands hönd. 

Hrund Scheving sem einnig keppir á Evrópumótinu hefur leiðbeint og þjálfað Árdísi sem veit fátt skemmtilegra en að lyfta stöng í góðum félagsskap.

Hrund Scheving keppir í -71 kg þyngdarflokki, 45-50 ára.

Hrund er 45 ára lærður lýðheilsufræðingur. Hún starfar sem Crossfit þjálfari hjá Crossfit Sport, vinnur sem viðburðastjóri hjá Eventum og aðstoðar við rekstur á fjölskyldu veitingastaðnum Gamla fjósinu.

Hrund æfði fimleika á sínum yngri árum í Vestmannaeyjum  og handbolta á unglingsárum. 

Árið 2007 fór hún að æfa crossfit og hefur meðal annars keppt fjórum sinnum á regional (evrópumótinu í crossfit).  Árið 2017 fór hún að leggja meiri áherslu á Ólympískar lyftingar. Árið 2018 varð hún bæði evrópu og heimsmeistari í sínum þyngdar- og aldurs flokki og sló þrjú 18 ára gömul heimsmet sem enn standa þar sem þyndarflokkunum var breytt árið á eftir og enginn möguleiki að slá þau út.
Hún stefnir að sjálfsögðu á fleiri heimsmet á þessu móti.

Hrund er sannur íþróttaþróttaálfur og sá fyrst á Íslandi en leikritið Latibær var fyrst sett upp af Leikfélagi Vestmannaeyja árið 1996 og lék Hrund þar íþróttaálfinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s