Viðtal RÚV Í kvöldfréttum 23.Okt: https://www.ruv.is/frett/2022/10/23/draumurinn-er-ad-komast-a-olympiuleikana
Sjá erlenda umfjöllun um árangur Eyglóar: https://ewf.sport/2022/10/22/first-european-title-for-iceland-in-the-federations-50-years-history/
Upptaka af snörun (-71kg U23):https://www.youtube.com/watch?v=DJO2U6iuWTg
Upptaka af jafhendingu (-71kg U23): https://www.youtube.com/watch?v=w_GTbxU6KRU
–
Það er margt sem vert er að rýna í þegar skoðaður er árangur Eyglóar Fanndal á nýafstöðnu Evrópumeistaramóti 23 ára og yngri.
Samanburður á alþjóðlegan mælikvarða
Ólympíuleikarnir í París 2024 munu verða með 5 þyngdarflokka í kvennaflokki -49kg, -59kg, -71kg, -81kg og +81kg, þ.e. -71kg flokkurinn er ólympíuflokkur á síðustu leikum í Tokyo var -59kg og -76kg. Úrtökuferlinu verður gerð betri skil seinna en einstaklingsúrtökuferli fer fram yfir 18 mánaðatímabil sem hefst á Heimsmeistaramótinu í Kólembíu um miðjan Desember og lýkur 28.Apríl 2024.

Árangur Eyglóar í -71kg flokki kvenna 217kg setur hana í 16. sæti á heimslista 2022, þar af eru Kólembía með 2 keppendur fyrir ofan hana og Bandaríkin tvo. Sex keppendur eru yngri en Eygló fæddir fyrir 2001 og 9 keppendur eldri.
Eina álfumótið sem er eftir á árinu er Afríku meistaramótið sem er í lok mánaðarins en Eygló hefði náð á pall á öllum stórmótum utan Pan-America meistaramótsins en efstu tvær manneskjurnar þar skipa einnig tvö efstu sætin á heimslista, 217kg hefðu dugað í 5.sæti þar.
African Championships (26.October) 2022
Asian Championship (12.October) 2022
- Qiuxia Yang (f.2002) (CHN) – 106-122-228kg
- Gulnabat Kadyrova (f.1994) (TKM) – 102-117-219kg
- Anuujin Ganzorig (MGL) (f.1998) – 99-116-215kg
XXII Commonwealth Games (30.Jul) (2022)
- Sarah Davies (f.1992) (ENG) 103-126-229kg
- Alexis Ashworth (f.1999) (CAN) 91-123-214kg
- Harjinder Kaur (f.1996) (IND) 93-119-212kg
Pan-American Championships (24.Júlí) 2022
- Angie Paola Palacios Dajomes (f.2000) (ECU) 113-134-247kg
- Mari Leivis Sanches (f.1991) (COL) 112-134-246kg
- Meredith Leigh Alwine (f.1998) (USA)102-132-234kg
Evrópumeistaramótið 2022 (28.Maí) 2022
- Patricia Strenius (f.1989) (SWE) 94-130-224kg
- Lisa Marie Schweizer (f.1995) (GER) 103-120-223kg
- Monika Marach (f.2004) (POL) 99-116-215kg
Samanburður við aðrar íslenskar lyftingakonur
Í samanburði við íslenskan árangur þá er þetta lang þyngsti samanlagði árangur íslensk keppanda yfir alla þyngdarflokka. Þyngsta snörun og þyngsta jafnhending.
Þuríður Erla Helgadóttir sem hefur verið okkar helsti keppandi Íslands síðustu 10 ár náði þó betri árangri á Sinclair stigum á HM 2017 þar sem hún endaði í 10.sæti með 86kg í snörun og 108kg í jafnhendingu í -58kg flokki kvenna. Það gáfu henni 269 Sinclair stig en Eygló reiknast með 267 stig samkvæmt sömu formúlu.

—
Samanburður við Norðurlöndin
Eins og sést hér að ofan er núverandi Evrópumeistari í -71kg flokki sænskur (Patricia Strenius) og á hún jafnframt norðurlandametin í fullorðinsflokki ásamt þeim sænsku. Íslensku metin eru nú hærri en þau Norsku, Dönsku og Finnsku.
Grein | Þyngd | Land | Nafn | Hvar | Hvenær |
Snörun | 104 | Svíþjóð/NTF | Patrica Strenius | Tashkent (UZB) | 13.12.2021 |
Jafnhending | 133 | Svíþjóð/NTF | Patricia Strenius | Chiang Mai, (THA) | 07.01.2019 |
Total | 231 | Svíþjóð/NTF | Patricia Strenius | Tashkent (UZB) | 13.12.2021 |
Snörun | 95 | Noregur | Ruth Kasirye | Tønsberg Kam. | 03.03.2019 |
Jafnhending | 116 | Noregur | Ruth Kasirye | Tønsberg Kam. | 10.04.2019 |
Total | 210 | Noregur | Ruth Kasirye | Tønsberg Kam. | 03.03.2019 |
Snörun | 95 | Danmörk | Line Ravn Gude | Senior DM | 13.05.2022 |
Jafnhending | 122 | Danmörk | Line Ravn Gude | NM Senior | 08.10.2022 |
Total | 215 | Danmörk | Line Ravn Gude | Senior DM | 13.05.2022 |
Snörun | 95 | Finnland | Anni Vuohijoki | RoRe | 09.07.2019 |
Jafnhending | 118 | Finnland | Janette Ylisoini | Bodonos | 09.03.2022 |
Total | 209 | Finnland | Anni Vuohijoki | RoRe | 09.07.2019 |
Snörun | 97 | Ísland | Eygló Fanndal Sturludóttir | Albania | 21.10.2022 |
Jafnhending | 120 | Ísland | Eygló Fanndal Sturludóttir | Albania | 21.10.2022 |
Total | 217 | Ísland | Eygló Fanndal Sturludóttir | Albania | 21.10.2022 |
Þróun á árangri Eyglóar
Á árinu 2022 hefur Eygló bætt sig um 5 kg í snörun og 10kg í jafnhendingu. Hennar besti árangur 2021 var á heimsmeistaramótinu 2021 en þar lyfti hún 92kg í snörun og 110kg í jafnhendingu sem gaf henni 20.sæti. 217kg hefði dugað henni í 11.sæti af 26 keppendum en hvert kíló byrjar að skipta gríðarlegu máli nálægt toppnum.


Hún hefur keppt á 4 mótum 2022, 8 mótum 2021, 1 móti 2020 (Covid), 4 mótum 2019 og 2 mótum 2018. 2020 lyfti hún (74/95)169kg á Norðurlandameistaramóti unglinga og bætti sig því um 18kg í snörun og 15kg í jafnhendingu á árinu 2021.
Bakvísun: Lyftingafólk ársins 2022 | Lyftingasamband Íslands